Það er auðvelt að eyða peningum sem þú átt ekki Jón Ingi Hákonarson skrifar 3. febrúar 2023 10:30 Ábyrg fjármálastjórn snýst fyrst og fremst um það að sníða útgjöldin að tekjum. Staða Hafnarfjarða er þröng þrátt fyrir miklar skattahækkanir og auknar álögur á íbúa. Þegar þannig árar er það lágmarkskrafa að bæjarstjórn gæti aðhalds og stofni ekki til nýrra fjárhagsskuldbindinga þar sem væntur ávinningur er í besta falli óljós. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á síðasta fundi sínum þátttöku í verkefninu Áfangastofa Höfuðborgarsvæðisins. Í stuttu máli á hún að samræma hin ýmsu mál ferðaþjónustunnar á Höfuðborgarsvæðinu og samræma markaðsmál. Þetta verkefni er gott og gilt og mun án efa hjálpa ferðaþjónustunni mikið og ég efa ekki mikilvægi slíkrar stofu. Aftur á móti gerum við í Viðreisn í Hafnarfirði athugasemdir varðandi væntan ávinning Hafnarfjarðar miðað við 14 milljóna rekstrarframlags á ári, það eru miklir peningar. Við gerum einnig athugasemdir varðandi það hvernig hlutfall kostnaðar er ákveðinn. Hann er ákvarðaður út frá íbúafjölda hvers sveitarfélags. Rökin eru þau að tekjur sveitarfélaga af ferðaþjónustu séu töluverðar í formi útsvars starfsfólks greinarinnar. Greiningar sýna að fólk innan greinarinnar búi í öllum sveitarfélögunum og starfar um það bil 13% íbúa Hafnarfjarðar við ferðaþjónustu. Kostnaðarhlutdeild Hafnarfjarðar 12,5%. Beinar tekjur ferðaþjónustunnar á Höfuðborgarsvæðinu verða að langmestu leyti til í Reykjavík. Það mun ekkert breytast með tilkomu Áfangastofu. Því væri eðlilegt að sveitarfélögin myndi deila beinum kostnaði í slíkt verkefni í hlutfalli við beinar tekjur. Það myndi væntanlega þýða að Reykjavík myndi bera nálægt 90% kostnaðarins. Ákvörðun um það að starfa í ferðaþjónustunni og ákvörðun um búsetu tengjast ekkert. Því er kostnaðarskiptingin eins hún er lögð fram stórfurðuleg og nær engri átt. Uppbygging Áfangastofa á landsbyggðinni þar sem fjölgun starfa í héraði hefur bein áhrif á útsvarstekjur sveitarfélagsins er mjög eðlileg. Staðan er allt önnur á Höfuðborgarsvæðinu og því er þessi aðferðafræði ósanngjörn. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið ævintýralegur og greinin orðin öflug stoð í hagkerfinu. Það er mér því hulin ráðgáta af hverju hafnfirskir skattgreiðendur eigi að niðurgreiða markaðsmál ferðaþjónustunnar í Reykjavík þegar staðreyndin er sú að Hafnarfjarðarbær hefur náð gríðarlega miklum árangri í markaðssetningu á Hafnarfirði sem áfangastað. Væri ekki betra að nýta þessa fjármuni til að styrkja þessa vel heppnuðu markaðssetningu enn betur í stað þess að týnast innan Áfangastofu og missa sérstöðu okkar? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Hafnarfjörður Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ábyrg fjármálastjórn snýst fyrst og fremst um það að sníða útgjöldin að tekjum. Staða Hafnarfjarða er þröng þrátt fyrir miklar skattahækkanir og auknar álögur á íbúa. Þegar þannig árar er það lágmarkskrafa að bæjarstjórn gæti aðhalds og stofni ekki til nýrra fjárhagsskuldbindinga þar sem væntur ávinningur er í besta falli óljós. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á síðasta fundi sínum þátttöku í verkefninu Áfangastofa Höfuðborgarsvæðisins. Í stuttu máli á hún að samræma hin ýmsu mál ferðaþjónustunnar á Höfuðborgarsvæðinu og samræma markaðsmál. Þetta verkefni er gott og gilt og mun án efa hjálpa ferðaþjónustunni mikið og ég efa ekki mikilvægi slíkrar stofu. Aftur á móti gerum við í Viðreisn í Hafnarfirði athugasemdir varðandi væntan ávinning Hafnarfjarðar miðað við 14 milljóna rekstrarframlags á ári, það eru miklir peningar. Við gerum einnig athugasemdir varðandi það hvernig hlutfall kostnaðar er ákveðinn. Hann er ákvarðaður út frá íbúafjölda hvers sveitarfélags. Rökin eru þau að tekjur sveitarfélaga af ferðaþjónustu séu töluverðar í formi útsvars starfsfólks greinarinnar. Greiningar sýna að fólk innan greinarinnar búi í öllum sveitarfélögunum og starfar um það bil 13% íbúa Hafnarfjarðar við ferðaþjónustu. Kostnaðarhlutdeild Hafnarfjarðar 12,5%. Beinar tekjur ferðaþjónustunnar á Höfuðborgarsvæðinu verða að langmestu leyti til í Reykjavík. Það mun ekkert breytast með tilkomu Áfangastofu. Því væri eðlilegt að sveitarfélögin myndi deila beinum kostnaði í slíkt verkefni í hlutfalli við beinar tekjur. Það myndi væntanlega þýða að Reykjavík myndi bera nálægt 90% kostnaðarins. Ákvörðun um það að starfa í ferðaþjónustunni og ákvörðun um búsetu tengjast ekkert. Því er kostnaðarskiptingin eins hún er lögð fram stórfurðuleg og nær engri átt. Uppbygging Áfangastofa á landsbyggðinni þar sem fjölgun starfa í héraði hefur bein áhrif á útsvarstekjur sveitarfélagsins er mjög eðlileg. Staðan er allt önnur á Höfuðborgarsvæðinu og því er þessi aðferðafræði ósanngjörn. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið ævintýralegur og greinin orðin öflug stoð í hagkerfinu. Það er mér því hulin ráðgáta af hverju hafnfirskir skattgreiðendur eigi að niðurgreiða markaðsmál ferðaþjónustunnar í Reykjavík þegar staðreyndin er sú að Hafnarfjarðarbær hefur náð gríðarlega miklum árangri í markaðssetningu á Hafnarfirði sem áfangastað. Væri ekki betra að nýta þessa fjármuni til að styrkja þessa vel heppnuðu markaðssetningu enn betur í stað þess að týnast innan Áfangastofu og missa sérstöðu okkar? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun