Verðtryggðu launin mín Róbert Björnsson skrifar 1. febrúar 2023 07:00 Síðastliðin 11 ár hef ég starfað í Lúxemborg og búið við ýmiskonar framandi forréttindi svosem efnahagslegan stöðugleika og fyrirsjáanleika. Vegna stríðsátakanna í Úkraínu hefur verðbólga og hækkandi orkuverð þó ógnað stöðugleikanum hér eins og víðast annarsstaðar og aðeins komið við budduna hjá Lúxemborgurum. Því settust menn niður í rólegheitunum í fyrravor og ræddu hvernig kaupmátturinn yrði tryggður. Ríkisstjórnin, hagsmunasamtök atvinnulífsins og stéttarfélögin (svonefnt “Tripartite”) funduðu í 7 klukkutíma og komust að eftirfarandi samkomulagi: 1. Verðtrygging launa (e. wage indexation) virkjaðist og allir launþegar og lífeyrisþegar í landinu fengu fleiri evrur í umslagið sem nam verðbólgunni. – Já þetta er samskonar verðtrygging launa og Vilhjálmur heitinn Gylfason barðist fyrir á sínum tíma og hefur komið í veg fyrir að nokkur hafi séð ástæðu til að boða til verkfalls í Lúxemborg síðan 1973 þegar stáliðnaðarmenn ArcellorMittal fóru síðast í verkfall með þeim afleiðingum að áðurnefnt “Tripartite” skrifaði undir samfélagssáttmála sem innihélt verðtryggingu launa. Í rétt 50 ár hefur enginn séð ástæðu til að boða til verkfalls í Lúxemborg. 2. Álögur á bensín, dísel og hitunarolíu voru lækkaðar um 7,5 cent (um 12 krónur) á líterinn. 3. Þak var sett á orkuverð til heimila og fyrirtækja. 4. Virðisaukaskattur var lækkaður niður í 16% (hæsta þrep). 5. Húsaleigusamningar voru frystir út árið og allar hækkanir bannaðar. Ströng lög gilda um húsaleigufélög í líkingu við ALMA og GAMMA. 6. Sértækur skattaafsláttur fyrir tekjulægstu hópana að andivirði hálfs milljarðs evra (70 milljarða króna). Ekkert rifrildi, vesen og leiðindi...bara gengið frá málunum “hviss, hvass, búmm” og allir sáttir. Engin verkföll nauðsynleg. Enginn hópur mismunandi stéttarfélaga að keppast innbyrðis og gegn hagsmunum hvers annars. Og enginn Halldór Benjamín Þorbergsson í köflóttri skyrtu að grenja í Sjónvarpinu fyrir hönd Samtaka Atvinnulífsins og FLokkseigendafélagsins. Ennfremur enginn ríkissáttasemjari að ganga erinda forsætisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra í herferð gegn kjarabótum láglaunahópa sem algerar siðlausar undirlægjur auðvaldsins. Nú er verðbólgan í Lúxemborg reyndar komin niður í 4,8% en þið hangið enn í 11% og verkföll yfirvofandi. Það má segja ýmislegt um bankasýsluna í Lúxemborg en af einhverri ástæðu dettur þeim ekki til hugar að selja ríkisbankana sína sem skila miklum arði í ríkissjóð, halda uppi öflugasta velferðarkerfi í Evrópu og eiga helstu mikilvægustu innviðina í landinu – þar á meðal ríkisflugfélögin tvö sem sömuleiðis mala gull – annað í farþegaflugi og hitt í fraktflugi. Annað þessara ríkisflugfélaga, sem var raunar stofnað af framsæknum íslenskum útrásarvíkingum fyrir rúmum 50 árum síðan en er nú sem betur fer í eigu heimamanna, skilaði hagnaði uppá 640 milljónir evra (90 milljarða króna) árið 2020 og tvöfaldaði þá upphæð árið 2021 í 1.3 milljarð Evra eftir skatt. Í samanburði var uppgefinn hagnaður Samherja einungis 53 milljónir evra og Icelandair (og lífeyrissjóðirnir ykkar) töpuðu 105 milljónum dollurum. Þrátt fyrir að í Lúxemborg séu starfrækt útibú 147 bankastofnanna eru einungis um 10 þeirra sem sinna þjónustu við almenning á meðan restin eru aðallega alþjóðlegir fjárfestingasjóðir. Um tíma mátti finna hér útibú þriggja íslenskra banka sem var stjórnað af amatörum og glæpamönnum sem stálu sparifé þúsunda evrópubúa með þeim afleiðingum að nöfnin Landsbanki, Glitnir og Kaupthing eru enn alræmd í Lúxemborg og drógu nafn Íslands niður í svaðið. Þrír stærstu bankarnir sem sinna einstaklingsþjónustu eru allir að hluta eða fullu í eigu ríkisins. Banque Générale due Luxembourg (BGL BNP Paribas), Banque Internationale de Luxembourg (BIL) og svo Sparisjóðurinn sem ég versla við Banque et Caisse d’Épargne de l’État (Spueerkees) sem hefur verið í eigu ríkisins frá stofnun árið 1852. Deutsche Bank og ING koma svo í fjórða og fimmta sæti. Einhverra hluta vegna þykir fjármálaráðherrum í sumum löndum (nefnum engin nöfn) það vera galin hugmynd að arður fjármálastofnanna renni í ríkissjóð og skynsamlegra sé að útvaldir nafnlausir einstaklingar (sem fjármálaráðherra segist raunar ekki hafa nákvæmar upplýsingar um hverjir séu!) taki „ábyrgð“ á peningum landsmanna og beini arðinum á rétta staði. Víða væri svona fjármálaráðherrum stungið beint í steininn fyrir rán og landráð...en sumsstaðar þykir fólki þetta bara eðlilegt. Við höfum auðvitað ólíka skattstofna til að leika okkur með en mér sýnist að þið þurfið að auka tekjurnar einhvernveginn ef þið viljið bæta lífskjör og standa undir nafnbótinni “velferðarsamfélag”. Bara ef þið ættuð nú einhverja auðlind… og væruð ekki með arðræningja í vasa ólígarka við stjórnvölinn. Ég vona að einhvern daginn vakni upp kynslóð íslendinga sem sættir sig ekki við allt ruglið, vanhæfnina, spillinguna og lygina sem henni er boðið uppá og Vilmundur heitinn Gylfason gafst upp á eftir hetjulega baráttu. Ísland gæti sannarlega orðið „land tækifæranna“... en ekki svo lengi sem pöpullinn heldur áfram í meðvirkni sinni og undirlægjuhætti að það sé „bara best að kjósa framsóknarsjallaíhaldið“ og að það geti „skapað tóm vandræði að spyrja þjóðina um ESB“ og upptöku Evru. Mér verður samt hugsað til ykkar þegar ég opna launaumslagið mitt um næstu mánaðarmót þegar blessuð verðtryggingin virkjast aftur og hækkar laun allra launþega og lífeyrisþega í stórhertogadæminu um sömu prósentutölu og ég þakka fyrir að búa í velferðarsamfélagi sem stendur undir nafni. Höfundur er flugvélaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Sjá meira
Síðastliðin 11 ár hef ég starfað í Lúxemborg og búið við ýmiskonar framandi forréttindi svosem efnahagslegan stöðugleika og fyrirsjáanleika. Vegna stríðsátakanna í Úkraínu hefur verðbólga og hækkandi orkuverð þó ógnað stöðugleikanum hér eins og víðast annarsstaðar og aðeins komið við budduna hjá Lúxemborgurum. Því settust menn niður í rólegheitunum í fyrravor og ræddu hvernig kaupmátturinn yrði tryggður. Ríkisstjórnin, hagsmunasamtök atvinnulífsins og stéttarfélögin (svonefnt “Tripartite”) funduðu í 7 klukkutíma og komust að eftirfarandi samkomulagi: 1. Verðtrygging launa (e. wage indexation) virkjaðist og allir launþegar og lífeyrisþegar í landinu fengu fleiri evrur í umslagið sem nam verðbólgunni. – Já þetta er samskonar verðtrygging launa og Vilhjálmur heitinn Gylfason barðist fyrir á sínum tíma og hefur komið í veg fyrir að nokkur hafi séð ástæðu til að boða til verkfalls í Lúxemborg síðan 1973 þegar stáliðnaðarmenn ArcellorMittal fóru síðast í verkfall með þeim afleiðingum að áðurnefnt “Tripartite” skrifaði undir samfélagssáttmála sem innihélt verðtryggingu launa. Í rétt 50 ár hefur enginn séð ástæðu til að boða til verkfalls í Lúxemborg. 2. Álögur á bensín, dísel og hitunarolíu voru lækkaðar um 7,5 cent (um 12 krónur) á líterinn. 3. Þak var sett á orkuverð til heimila og fyrirtækja. 4. Virðisaukaskattur var lækkaður niður í 16% (hæsta þrep). 5. Húsaleigusamningar voru frystir út árið og allar hækkanir bannaðar. Ströng lög gilda um húsaleigufélög í líkingu við ALMA og GAMMA. 6. Sértækur skattaafsláttur fyrir tekjulægstu hópana að andivirði hálfs milljarðs evra (70 milljarða króna). Ekkert rifrildi, vesen og leiðindi...bara gengið frá málunum “hviss, hvass, búmm” og allir sáttir. Engin verkföll nauðsynleg. Enginn hópur mismunandi stéttarfélaga að keppast innbyrðis og gegn hagsmunum hvers annars. Og enginn Halldór Benjamín Þorbergsson í köflóttri skyrtu að grenja í Sjónvarpinu fyrir hönd Samtaka Atvinnulífsins og FLokkseigendafélagsins. Ennfremur enginn ríkissáttasemjari að ganga erinda forsætisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra í herferð gegn kjarabótum láglaunahópa sem algerar siðlausar undirlægjur auðvaldsins. Nú er verðbólgan í Lúxemborg reyndar komin niður í 4,8% en þið hangið enn í 11% og verkföll yfirvofandi. Það má segja ýmislegt um bankasýsluna í Lúxemborg en af einhverri ástæðu dettur þeim ekki til hugar að selja ríkisbankana sína sem skila miklum arði í ríkissjóð, halda uppi öflugasta velferðarkerfi í Evrópu og eiga helstu mikilvægustu innviðina í landinu – þar á meðal ríkisflugfélögin tvö sem sömuleiðis mala gull – annað í farþegaflugi og hitt í fraktflugi. Annað þessara ríkisflugfélaga, sem var raunar stofnað af framsæknum íslenskum útrásarvíkingum fyrir rúmum 50 árum síðan en er nú sem betur fer í eigu heimamanna, skilaði hagnaði uppá 640 milljónir evra (90 milljarða króna) árið 2020 og tvöfaldaði þá upphæð árið 2021 í 1.3 milljarð Evra eftir skatt. Í samanburði var uppgefinn hagnaður Samherja einungis 53 milljónir evra og Icelandair (og lífeyrissjóðirnir ykkar) töpuðu 105 milljónum dollurum. Þrátt fyrir að í Lúxemborg séu starfrækt útibú 147 bankastofnanna eru einungis um 10 þeirra sem sinna þjónustu við almenning á meðan restin eru aðallega alþjóðlegir fjárfestingasjóðir. Um tíma mátti finna hér útibú þriggja íslenskra banka sem var stjórnað af amatörum og glæpamönnum sem stálu sparifé þúsunda evrópubúa með þeim afleiðingum að nöfnin Landsbanki, Glitnir og Kaupthing eru enn alræmd í Lúxemborg og drógu nafn Íslands niður í svaðið. Þrír stærstu bankarnir sem sinna einstaklingsþjónustu eru allir að hluta eða fullu í eigu ríkisins. Banque Générale due Luxembourg (BGL BNP Paribas), Banque Internationale de Luxembourg (BIL) og svo Sparisjóðurinn sem ég versla við Banque et Caisse d’Épargne de l’État (Spueerkees) sem hefur verið í eigu ríkisins frá stofnun árið 1852. Deutsche Bank og ING koma svo í fjórða og fimmta sæti. Einhverra hluta vegna þykir fjármálaráðherrum í sumum löndum (nefnum engin nöfn) það vera galin hugmynd að arður fjármálastofnanna renni í ríkissjóð og skynsamlegra sé að útvaldir nafnlausir einstaklingar (sem fjármálaráðherra segist raunar ekki hafa nákvæmar upplýsingar um hverjir séu!) taki „ábyrgð“ á peningum landsmanna og beini arðinum á rétta staði. Víða væri svona fjármálaráðherrum stungið beint í steininn fyrir rán og landráð...en sumsstaðar þykir fólki þetta bara eðlilegt. Við höfum auðvitað ólíka skattstofna til að leika okkur með en mér sýnist að þið þurfið að auka tekjurnar einhvernveginn ef þið viljið bæta lífskjör og standa undir nafnbótinni “velferðarsamfélag”. Bara ef þið ættuð nú einhverja auðlind… og væruð ekki með arðræningja í vasa ólígarka við stjórnvölinn. Ég vona að einhvern daginn vakni upp kynslóð íslendinga sem sættir sig ekki við allt ruglið, vanhæfnina, spillinguna og lygina sem henni er boðið uppá og Vilmundur heitinn Gylfason gafst upp á eftir hetjulega baráttu. Ísland gæti sannarlega orðið „land tækifæranna“... en ekki svo lengi sem pöpullinn heldur áfram í meðvirkni sinni og undirlægjuhætti að það sé „bara best að kjósa framsóknarsjallaíhaldið“ og að það geti „skapað tóm vandræði að spyrja þjóðina um ESB“ og upptöku Evru. Mér verður samt hugsað til ykkar þegar ég opna launaumslagið mitt um næstu mánaðarmót þegar blessuð verðtryggingin virkjast aftur og hækkar laun allra launþega og lífeyrisþega í stórhertogadæminu um sömu prósentutölu og ég þakka fyrir að búa í velferðarsamfélagi sem stendur undir nafni. Höfundur er flugvélaverkfræðingur.
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun