Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar 18. desember 2025 07:01 Í aðdraganda jóla gefst foreldrum einstakt tækifæri til að ræða við börnin um ýmislegt sem fylgir hátíðinni, eins og aukin útgjöld. Þó svo að jólin séu fyrst og fremst hátíð ljóss og friðar eru þau einnig tíminn þegar stress og fjárhagsáhyggjur gera oft vart við sig. Börn nú til dags búa við miklar áskoranir þegar kemur að samfélagslegum þrýstingi og því er þörfin fyrir opið samtal foreldra og barna enn meiri nú en áður. En hvað geta foreldrar gert til að fræða börnin? Hér eru nokkur atriði sem hægt er að hafa í huga. Það getur verið gagnlegt að ræða við börnin um að jólin snúist fyrst og fremst um samveru og hlýju, ekki dýrar gjafir. Spyrja þau til dæmis hvað þeim finnist skemmtilegast við jólin, því oft eru það minningar um samverustundir eins og að baka saman eða spila sem standa upp úr frekar en gjafirnar sjálfar. Það sem börn muna mest eftir eru ekki dýrustu gjafirnar heldur samverustundirnar og hefðirnar. Einnig geta foreldrar útskýrt fyrir börnunum að gjafakaup og undirbúningur jólanna hafa áhrif á fjárhag fjölskyldunnar. Þá getur verið sniðugt að leyfa börnunum að taka þátt í að skipuleggja jólagjafakaup, því þá læra þau heilmikið um fjármál heimilisins og fá meiri tilfinningu fyrir því hvað hlutir kosta. Svo eru það áhrif samfélagsmiðlanna, en nú á dögum búa börn við mikinn þrýsting samfélagsmiðla sem getur verið mikil áskorun. Umræða foreldra um áhrif samfélagsmiðla og auglýsinga á væntingar þeirra til jólagjafa getur því hjálpað þeim að greina á milli raunverulegra þarfa annars vegar og langana sem verða til vegna utanaðkomandi áhrifa hins vegar. Að lokum eru jólin ekki síður kjörinn tími til að ræða um samkennd og samfélagslega ábyrgð, en börn geta tekið þátt í ýmsum góðgerðarverkefnum eða sjálfboðastarfi í kringum jólin, til dæmis með því að gefa til þeirra sem minna mega sín, en þannig læra þau að gleðin felst ekki bara í að þiggja heldur líka í að gefa af sér. Jólahátíðin býður sem sagt upp á einstakt tækifæri til að staldra við og minna börnin okkar á hinn sanna jólaanda, samveru, kærleika og þakklæti og með því að ræða opinskátt um peninga og útgjöld og leggja áherslu á fjármálavit innan fjölskyldunnar, getum við skapað jafnvægi og vellíðan yfir hátíðirnar. Höfundur er verkefnastjóri fjármálafræðslu hjá Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Jól Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda jóla gefst foreldrum einstakt tækifæri til að ræða við börnin um ýmislegt sem fylgir hátíðinni, eins og aukin útgjöld. Þó svo að jólin séu fyrst og fremst hátíð ljóss og friðar eru þau einnig tíminn þegar stress og fjárhagsáhyggjur gera oft vart við sig. Börn nú til dags búa við miklar áskoranir þegar kemur að samfélagslegum þrýstingi og því er þörfin fyrir opið samtal foreldra og barna enn meiri nú en áður. En hvað geta foreldrar gert til að fræða börnin? Hér eru nokkur atriði sem hægt er að hafa í huga. Það getur verið gagnlegt að ræða við börnin um að jólin snúist fyrst og fremst um samveru og hlýju, ekki dýrar gjafir. Spyrja þau til dæmis hvað þeim finnist skemmtilegast við jólin, því oft eru það minningar um samverustundir eins og að baka saman eða spila sem standa upp úr frekar en gjafirnar sjálfar. Það sem börn muna mest eftir eru ekki dýrustu gjafirnar heldur samverustundirnar og hefðirnar. Einnig geta foreldrar útskýrt fyrir börnunum að gjafakaup og undirbúningur jólanna hafa áhrif á fjárhag fjölskyldunnar. Þá getur verið sniðugt að leyfa börnunum að taka þátt í að skipuleggja jólagjafakaup, því þá læra þau heilmikið um fjármál heimilisins og fá meiri tilfinningu fyrir því hvað hlutir kosta. Svo eru það áhrif samfélagsmiðlanna, en nú á dögum búa börn við mikinn þrýsting samfélagsmiðla sem getur verið mikil áskorun. Umræða foreldra um áhrif samfélagsmiðla og auglýsinga á væntingar þeirra til jólagjafa getur því hjálpað þeim að greina á milli raunverulegra þarfa annars vegar og langana sem verða til vegna utanaðkomandi áhrifa hins vegar. Að lokum eru jólin ekki síður kjörinn tími til að ræða um samkennd og samfélagslega ábyrgð, en börn geta tekið þátt í ýmsum góðgerðarverkefnum eða sjálfboðastarfi í kringum jólin, til dæmis með því að gefa til þeirra sem minna mega sín, en þannig læra þau að gleðin felst ekki bara í að þiggja heldur líka í að gefa af sér. Jólahátíðin býður sem sagt upp á einstakt tækifæri til að staldra við og minna börnin okkar á hinn sanna jólaanda, samveru, kærleika og þakklæti og með því að ræða opinskátt um peninga og útgjöld og leggja áherslu á fjármálavit innan fjölskyldunnar, getum við skapað jafnvægi og vellíðan yfir hátíðirnar. Höfundur er verkefnastjóri fjármálafræðslu hjá Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun