Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar 17. desember 2025 14:00 Í tilefni bréfs Félags bráðalækna, sem undirritaður tekur heilshugar undir, er hér bréfið sem aldrei var skrifað. Opinbert bréf geðlækna vegna alvarlegra brota á mannréttindum sjúklinga í þjónustu Geðlæknar á geðsviði Landspítalans telja nauðsynlegt að upplýsa stjórnvöld og almenning um það grafalvarlega ástand sem ríkir í geðþjónustu á Íslandi. Sú staða sem upp er komin felur í sér kerfisbundin brot á mannréttindum sjúklinga, réttindum þeirra til mannlegrar reisnar, persónuverndar og næðis. Það er orðið dagleg viðfangsefni í starfi okkar á geðdeildum að glíma við öryggisógnir í tengslum við alvarlegt plássleysi og skort á starfsfólki. Þrátt fyrir það er mikilvægt að undirstrika með skýrum hætti að slíkar aðstæður geta aldrei talist eðlilegar á neinn hátt og eru alltaf óréttlætanleg brot á grundvallarréttindum sjúklinga. Vegna skorts á viðeigandi meðferðarrýmum og starfsfólki hefur það gerst að sjúklingar eru vistaðir í herbergjum, sem standast varla staðla fortíðar – hvað þá nútíðar, jafnvel svo dögum og vikum skiptir. Sú staðreynd er grafalvarleg og ber vott um neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. Einungis er að þakka frumkvæði og aðlögunarhæfni yfirmanna og starfsfólks geðsviðs að hægt hefur verið að sinna áfram bráðveikum sjúklingum en alls ekki öllum þeim sem til geðsviðsins leita. Staðan á geðdeildum landsins er nú sú að aðstæður stríða gegn grundvallarreglum um trúnað og rétt sjúklinga til einkalífs, eins og kveðið er um í íslenskum lögum og alþjóðlegum mannréttindasamningum sem Ísland er aðili að. Geðlæknar á geðsviði líta ekki á núverandi ástand sem einstaka frávik á tímum hraða og álags heldur langvarandi kerfisbundinn vanda sem stjórnvöld verða að axla ábyrgð á. Aðstæður eru orðnar þannig að hvorki er möguleiki á að tryggja öryggi sjúklinga né tryggja virðingu og reisn þeirra sem leita sér bráðrar geðheilbrigðisþjónustu. Geðlæknar á geðsviði vilja enn fremur taka skýrt fram að bráðamóttaka geðsviðs er öryggisventill geðheilbrigðiskerfisins og álagstoppar afhjúpa í raun mun stærra vandamál heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Umfjöllun í fjölmiðlum er því miður oft einskorðuð við birtingarmyndina í stað þess að líta á heildarmyndina. Það er kominn tími til að horfast í augu við vandamálið, það er ekki vandi geðsviðs, það er ekki vandi Landspítala, þetta er vandamál heilbrigðiskerfis sem er því miður komið að fótum fram og hefur ekki einu sinni svigrúm til að takast á við árstíðabundnar sveiflur. Við hvetjum stjórnvöld til að bregðast tafarlaust við og tryggja að geðþjónusta á Íslandi uppfylli í hið minnsta lágmarksviðmið um mannréttindi, persónuvernd, öryggi og mannlega reisn. Þetta er ekki bara spurning um skipulag eða fjármögnun heldur um grundvallargildi samfélagsins og hvernig við komum fram við fólk í neyð. Geðlæknar á geðsviði Landspítalans Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Geðheilbrigði Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Í tilefni bréfs Félags bráðalækna, sem undirritaður tekur heilshugar undir, er hér bréfið sem aldrei var skrifað. Opinbert bréf geðlækna vegna alvarlegra brota á mannréttindum sjúklinga í þjónustu Geðlæknar á geðsviði Landspítalans telja nauðsynlegt að upplýsa stjórnvöld og almenning um það grafalvarlega ástand sem ríkir í geðþjónustu á Íslandi. Sú staða sem upp er komin felur í sér kerfisbundin brot á mannréttindum sjúklinga, réttindum þeirra til mannlegrar reisnar, persónuverndar og næðis. Það er orðið dagleg viðfangsefni í starfi okkar á geðdeildum að glíma við öryggisógnir í tengslum við alvarlegt plássleysi og skort á starfsfólki. Þrátt fyrir það er mikilvægt að undirstrika með skýrum hætti að slíkar aðstæður geta aldrei talist eðlilegar á neinn hátt og eru alltaf óréttlætanleg brot á grundvallarréttindum sjúklinga. Vegna skorts á viðeigandi meðferðarrýmum og starfsfólki hefur það gerst að sjúklingar eru vistaðir í herbergjum, sem standast varla staðla fortíðar – hvað þá nútíðar, jafnvel svo dögum og vikum skiptir. Sú staðreynd er grafalvarleg og ber vott um neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. Einungis er að þakka frumkvæði og aðlögunarhæfni yfirmanna og starfsfólks geðsviðs að hægt hefur verið að sinna áfram bráðveikum sjúklingum en alls ekki öllum þeim sem til geðsviðsins leita. Staðan á geðdeildum landsins er nú sú að aðstæður stríða gegn grundvallarreglum um trúnað og rétt sjúklinga til einkalífs, eins og kveðið er um í íslenskum lögum og alþjóðlegum mannréttindasamningum sem Ísland er aðili að. Geðlæknar á geðsviði líta ekki á núverandi ástand sem einstaka frávik á tímum hraða og álags heldur langvarandi kerfisbundinn vanda sem stjórnvöld verða að axla ábyrgð á. Aðstæður eru orðnar þannig að hvorki er möguleiki á að tryggja öryggi sjúklinga né tryggja virðingu og reisn þeirra sem leita sér bráðrar geðheilbrigðisþjónustu. Geðlæknar á geðsviði vilja enn fremur taka skýrt fram að bráðamóttaka geðsviðs er öryggisventill geðheilbrigðiskerfisins og álagstoppar afhjúpa í raun mun stærra vandamál heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Umfjöllun í fjölmiðlum er því miður oft einskorðuð við birtingarmyndina í stað þess að líta á heildarmyndina. Það er kominn tími til að horfast í augu við vandamálið, það er ekki vandi geðsviðs, það er ekki vandi Landspítala, þetta er vandamál heilbrigðiskerfis sem er því miður komið að fótum fram og hefur ekki einu sinni svigrúm til að takast á við árstíðabundnar sveiflur. Við hvetjum stjórnvöld til að bregðast tafarlaust við og tryggja að geðþjónusta á Íslandi uppfylli í hið minnsta lágmarksviðmið um mannréttindi, persónuvernd, öryggi og mannlega reisn. Þetta er ekki bara spurning um skipulag eða fjármögnun heldur um grundvallargildi samfélagsins og hvernig við komum fram við fólk í neyð. Geðlæknar á geðsviði Landspítalans Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar