Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar 17. desember 2025 16:32 Ríkisstjórn Íslands lögfesti í síðustu viku heimild til kerfisbundinnar mismununar við innritun í framhaldsskóla „á öðrum grundvelli en út frá námsárangri“ – sem sagt út frá kyni, fötlun, þjóðernisuppruna eða öðrum ytri einkennum. Ástæður fyrir þessum breytingum eru raktar í greinargerð frumvarpsins: „Mikilvægt er að jafna tækifæri nemenda í innritunarferlinu og að allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi.“ Árangur íslenskra nemenda hefur hríðversnað á undanförnum árum og löngu tímabært að blásið sé til nýrrar sóknar á því sviði. Hvað gerir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur og ráðherrar hennar í staðinn? Þau fara í öfuga átt með þessari, með fullri virðingu, froðu: „Í ljósi aukinnar umræðu um inngildingu í skólastarfi“ og í von um að „vinna gegn einsleitni“ í nemendahópnum er ríkisstjórnin fús að leggja til hliðar árangur sem meginmarkmið skólakerfisins. Þótt nú sé í fyrsta sinn verið að beina því til alls framhaldsskólakerfisins að taka upp fjölbreytileikakvóta, eru þeir ekki alveg nýir af nálinni. Í Verzlunarskólanum er til dæmis þegar tryggt að þar séu að minnsta kosti 40% nemenda af öðru kyninu, svo að drengir lendi þar ekki í grátlegum minnihluta. Sértækar aðgerðir í nafni „fjölbreytileika“ snúast jafnan um mismunun gegn hvítum körlum. Þess vegna hefur þetta sjaldgæfa dæmi um hið gagnstæða, kynjakvótinn í Verzló, verið notað til þess að fegra þessa undarlegu lagabreytingu. Það dæmi breytir þó engu um þá meingölluðu hugmyndafræði sem hér býr að baki, sem gerir lítið úr sjálfsábyrgð einstaklingsins og veitir fólki forgang vegna þátta sem það hefur litla stjórn á. Og hver er ávinningurinn? Hæpið er að drengjakvótarnir í Verzló hafi bætt stöðu drengja í skólakerfinu. Eins og ljóst er orðið, er grunnskólakerfið sniðið að þörfum og styrkleikum stúlkna. Árangur drengja er eftir því. Í stað þess að nemendur, kennarar, foreldrar og samfélagið allt vakni rækilega til vitundar um þessa sorglegu staðreynd og bregðist almennilega við, er reynt að breiða yfir hana með kynjakvótum í framhaldsskólum. Eina markmiðið með skólakerfinu virðist í huga ákveðinna afla vera að „jafna“ tækifæri nemenda. Það gerir maður þó ekki með því að veita þeim tímabundinn forgang í eftirsótta framhaldsskóla út frá óbreytanlegum einkennum þeirra. Ef lykilviðmiði um árangur er ýtt til hliðar og allt er látið snúast um að „jafna“ stöðu nemenda, verður að lokum allt jafnað við jörðu. Að slíkri niðurstöðu er vel að merkja stefnt, leynt og ljóst, af hálfu hóps skólamanna og sérfræðinga innan kerfisins. Þar hefur hugmyndin um heilbrigða samkeppni á milli sjálfstæðra framhaldsskóla og frjálst skólaval verið úrskurðuð óréttlát út frá stéttakenningum. Markmiðið er í staðinn að allir framhaldsskólar verði meira og minna eins. Þetta frumvarp er skýrt skref í þá átt, sbr. að „allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi.“ Ríkisstjórnin hefur nú setið í rúmt ár. Vonir almennings um trúverðug viðbrögð við neyðarástandi í menntamálum, réttlátari innritun í framhaldsskóla og skýrari mælingar í kerfinu hafa allar brugðist. Foreldrar sjá þetta og viðra við mig sífellt þyngri áhyggjur af ástandinu. Nýjustu fréttir eru þær að formaður Flokks fólksins boðar skyndilega í sjónvarpsviðtali að allt eins líklegt sé að þriðji menntamálaráðherrann á rúmu ári taki senn við embætti! Miðað við auðsveipni ríkisstjórnarinnar hingað til við ráðandi (woke) öfl í embættismannakerfi menntamála, eins og ofangreint feigðarflan er ágætt dæmi um, fer það að hljóma eins og hreinlegasta lausnin að hagræða einfaldlega um einn ráðherrastól menntamála eftir áramót og leyfa kerfinu formlega að taka við stjórninni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snorri Másson Miðflokkurinn Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands lögfesti í síðustu viku heimild til kerfisbundinnar mismununar við innritun í framhaldsskóla „á öðrum grundvelli en út frá námsárangri“ – sem sagt út frá kyni, fötlun, þjóðernisuppruna eða öðrum ytri einkennum. Ástæður fyrir þessum breytingum eru raktar í greinargerð frumvarpsins: „Mikilvægt er að jafna tækifæri nemenda í innritunarferlinu og að allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi.“ Árangur íslenskra nemenda hefur hríðversnað á undanförnum árum og löngu tímabært að blásið sé til nýrrar sóknar á því sviði. Hvað gerir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur og ráðherrar hennar í staðinn? Þau fara í öfuga átt með þessari, með fullri virðingu, froðu: „Í ljósi aukinnar umræðu um inngildingu í skólastarfi“ og í von um að „vinna gegn einsleitni“ í nemendahópnum er ríkisstjórnin fús að leggja til hliðar árangur sem meginmarkmið skólakerfisins. Þótt nú sé í fyrsta sinn verið að beina því til alls framhaldsskólakerfisins að taka upp fjölbreytileikakvóta, eru þeir ekki alveg nýir af nálinni. Í Verzlunarskólanum er til dæmis þegar tryggt að þar séu að minnsta kosti 40% nemenda af öðru kyninu, svo að drengir lendi þar ekki í grátlegum minnihluta. Sértækar aðgerðir í nafni „fjölbreytileika“ snúast jafnan um mismunun gegn hvítum körlum. Þess vegna hefur þetta sjaldgæfa dæmi um hið gagnstæða, kynjakvótinn í Verzló, verið notað til þess að fegra þessa undarlegu lagabreytingu. Það dæmi breytir þó engu um þá meingölluðu hugmyndafræði sem hér býr að baki, sem gerir lítið úr sjálfsábyrgð einstaklingsins og veitir fólki forgang vegna þátta sem það hefur litla stjórn á. Og hver er ávinningurinn? Hæpið er að drengjakvótarnir í Verzló hafi bætt stöðu drengja í skólakerfinu. Eins og ljóst er orðið, er grunnskólakerfið sniðið að þörfum og styrkleikum stúlkna. Árangur drengja er eftir því. Í stað þess að nemendur, kennarar, foreldrar og samfélagið allt vakni rækilega til vitundar um þessa sorglegu staðreynd og bregðist almennilega við, er reynt að breiða yfir hana með kynjakvótum í framhaldsskólum. Eina markmiðið með skólakerfinu virðist í huga ákveðinna afla vera að „jafna“ tækifæri nemenda. Það gerir maður þó ekki með því að veita þeim tímabundinn forgang í eftirsótta framhaldsskóla út frá óbreytanlegum einkennum þeirra. Ef lykilviðmiði um árangur er ýtt til hliðar og allt er látið snúast um að „jafna“ stöðu nemenda, verður að lokum allt jafnað við jörðu. Að slíkri niðurstöðu er vel að merkja stefnt, leynt og ljóst, af hálfu hóps skólamanna og sérfræðinga innan kerfisins. Þar hefur hugmyndin um heilbrigða samkeppni á milli sjálfstæðra framhaldsskóla og frjálst skólaval verið úrskurðuð óréttlát út frá stéttakenningum. Markmiðið er í staðinn að allir framhaldsskólar verði meira og minna eins. Þetta frumvarp er skýrt skref í þá átt, sbr. að „allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi.“ Ríkisstjórnin hefur nú setið í rúmt ár. Vonir almennings um trúverðug viðbrögð við neyðarástandi í menntamálum, réttlátari innritun í framhaldsskóla og skýrari mælingar í kerfinu hafa allar brugðist. Foreldrar sjá þetta og viðra við mig sífellt þyngri áhyggjur af ástandinu. Nýjustu fréttir eru þær að formaður Flokks fólksins boðar skyndilega í sjónvarpsviðtali að allt eins líklegt sé að þriðji menntamálaráðherrann á rúmu ári taki senn við embætti! Miðað við auðsveipni ríkisstjórnarinnar hingað til við ráðandi (woke) öfl í embættismannakerfi menntamála, eins og ofangreint feigðarflan er ágætt dæmi um, fer það að hljóma eins og hreinlegasta lausnin að hagræða einfaldlega um einn ráðherrastól menntamála eftir áramót og leyfa kerfinu formlega að taka við stjórninni.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun