Garðavogur? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 29. janúar 2023 09:00 Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu fékk fyrir skömmu til umsagnar tillögu um breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar. Tillagan hefur með hagsmuni Garðabæjar að gera og snertir um leið hagsmuni Kópavogsbúa. Lagt er til að breyta vaxtalínu Garðabæjar, í bakgarði sveitarfélagsins og í návígi íbúðahverfi Kópavogs, til þess að geta skipulagt nýtt svæði undir atvinnustarfsemi sem ekki fellur að hugmyndum um blandaða byggð. Tillagan er liður í að liðka fyrir mikilvægri uppbyggingu á þéttingarreit Garðabæjar sem er snertiflötur eins stærsta sameiginlega verkefnis sveitarfélaganna, hágæða almenningssamgangna; Borgarlínu. Á þessum þéttingarreit Garðabæjar er nú atvinnustarfsemi þess eðlis að hún verður að víkja fyrir blandaðri byggð, sem er mikilvæg stoð Borgarlínu. Fyrirhugað athafnasvæði er alls ekki óumdeilt og gæta þarf hagsmuna allra aðila; íbúa Garðabæjar, Kópavogsbæjar sem og náttúrunnar. Þá þarf að taka tillit til gildandi skipulags útivistarsvæðisins, sem nefndur hefur verið Græni trefilinn og nær allt frá Esjuhlíðum í norðri til Helgafells í suðri. Skipulagsmál er enn eitt verkefnið sem þarfnast umsagnar og samþykkis á formlegum vettvangi sveitarfélaganna sjö á höfuðborgarsvæðinu, þar sem sveitarfélögunum er ætlað að stilla saman strengi og vinna að sameiginlegri sýn þar sem hagsmunir allra sveitarfélaganna eru undir. Ef um eitt og sama sveitarfélagið væri að ræða væru þetta sameiginlegir hagsmunir íbúa sama sveitarfélagsins og flækjustig meðferðar málsins öll einfaldari. Nú fer þetta í gegnum Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, þar sem fulltrúar meiri- og minnihluta allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sitja. Hlutverk hennar er að standa vörð um sameiginlega heildarsýn á skipulagi allra sveitarfélaganna sjö. Snertifletirnir eru endalausir og varla hægt annað en að staldra við til að vega og meta tækifærin sem felast í sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til hagsbóta fyrir íbúa. Þessi nágrannasveitarfélög ættu í ríkari mæli að horfa til tækifæranna sem felast í að vera saman en í sundur. Samstarfsverkefnin eru nú þegar fjölmörg. Í skipulagsmálum gerum við einfaldlega ríkari kröfu um heildarskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið allt og höfum þegar vettvang þar sem hugmyndir eins og þessi eru lagðar fram til umsagnar og samþykkis allra hinna þegar svo ber undir. Hér þarf ekki endilega að ræða sameiningu allra sveitarfélaganna í eitt en nágrannasveitarfélög líkt og Kópavogur og Garðabær (eða Garðavogur) eru dæmi um sveitarfélög sem horfa mætti til í þeim efnum og jafnvel enn sunnar til Hafnarfjarðar. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Viðreisn Garðabær Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu fékk fyrir skömmu til umsagnar tillögu um breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar. Tillagan hefur með hagsmuni Garðabæjar að gera og snertir um leið hagsmuni Kópavogsbúa. Lagt er til að breyta vaxtalínu Garðabæjar, í bakgarði sveitarfélagsins og í návígi íbúðahverfi Kópavogs, til þess að geta skipulagt nýtt svæði undir atvinnustarfsemi sem ekki fellur að hugmyndum um blandaða byggð. Tillagan er liður í að liðka fyrir mikilvægri uppbyggingu á þéttingarreit Garðabæjar sem er snertiflötur eins stærsta sameiginlega verkefnis sveitarfélaganna, hágæða almenningssamgangna; Borgarlínu. Á þessum þéttingarreit Garðabæjar er nú atvinnustarfsemi þess eðlis að hún verður að víkja fyrir blandaðri byggð, sem er mikilvæg stoð Borgarlínu. Fyrirhugað athafnasvæði er alls ekki óumdeilt og gæta þarf hagsmuna allra aðila; íbúa Garðabæjar, Kópavogsbæjar sem og náttúrunnar. Þá þarf að taka tillit til gildandi skipulags útivistarsvæðisins, sem nefndur hefur verið Græni trefilinn og nær allt frá Esjuhlíðum í norðri til Helgafells í suðri. Skipulagsmál er enn eitt verkefnið sem þarfnast umsagnar og samþykkis á formlegum vettvangi sveitarfélaganna sjö á höfuðborgarsvæðinu, þar sem sveitarfélögunum er ætlað að stilla saman strengi og vinna að sameiginlegri sýn þar sem hagsmunir allra sveitarfélaganna eru undir. Ef um eitt og sama sveitarfélagið væri að ræða væru þetta sameiginlegir hagsmunir íbúa sama sveitarfélagsins og flækjustig meðferðar málsins öll einfaldari. Nú fer þetta í gegnum Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, þar sem fulltrúar meiri- og minnihluta allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sitja. Hlutverk hennar er að standa vörð um sameiginlega heildarsýn á skipulagi allra sveitarfélaganna sjö. Snertifletirnir eru endalausir og varla hægt annað en að staldra við til að vega og meta tækifærin sem felast í sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til hagsbóta fyrir íbúa. Þessi nágrannasveitarfélög ættu í ríkari mæli að horfa til tækifæranna sem felast í að vera saman en í sundur. Samstarfsverkefnin eru nú þegar fjölmörg. Í skipulagsmálum gerum við einfaldlega ríkari kröfu um heildarskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið allt og höfum þegar vettvang þar sem hugmyndir eins og þessi eru lagðar fram til umsagnar og samþykkis allra hinna þegar svo ber undir. Hér þarf ekki endilega að ræða sameiningu allra sveitarfélaganna í eitt en nágrannasveitarfélög líkt og Kópavogur og Garðabær (eða Garðavogur) eru dæmi um sveitarfélög sem horfa mætti til í þeim efnum og jafnvel enn sunnar til Hafnarfjarðar. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun