Son gekk frá Preston í seinni hálfleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. janúar 2023 19:55 Son fagnar öðru marka sinna í kvöld. Tottenham Hotspur/Getty Images Son Heung-Min skaut Tottenham Hotspur áfram í ensku bikarkeppninni með tveimur mörkum í síðari hálfleik þegar Spurs vann Preston North End 3-0 á útivelli. Þriðja markið skoraði nýi maðurinn Arnaut Danjuma. Lærisveinar Antonio Conte sóttu B-deildarlið Preston heim í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik en í þeim síðari rönkuðu gestirnir við sér. Son skoraði eftir aðeins fimm mínútna leik og var svo aftur á ferðinni á 69. mínútu. Það var svo Danjuma sem gerði endanlega út um vonir Preston með þriðja marki gestanna frá Lundúnum þegar þrjár mínútur lifðu leiks. Lokatölur 0-3 og Tottenham komið áfram. Enski boltinn Fótbolti
Son Heung-Min skaut Tottenham Hotspur áfram í ensku bikarkeppninni með tveimur mörkum í síðari hálfleik þegar Spurs vann Preston North End 3-0 á útivelli. Þriðja markið skoraði nýi maðurinn Arnaut Danjuma. Lærisveinar Antonio Conte sóttu B-deildarlið Preston heim í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik en í þeim síðari rönkuðu gestirnir við sér. Son skoraði eftir aðeins fimm mínútna leik og var svo aftur á ferðinni á 69. mínútu. Það var svo Danjuma sem gerði endanlega út um vonir Preston með þriðja marki gestanna frá Lundúnum þegar þrjár mínútur lifðu leiks. Lokatölur 0-3 og Tottenham komið áfram.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti