Upplýsingagjöf í sjálfbærni Hildur Tryggvadóttir Flóvenz skrifar 25. janúar 2023 12:01 Undanfarin misseri hefur aukin umræða verið um sjálfbærnitengda upplýsingagjöf. Hér á landi er nokkur fjöldi fyrirtækja skyldugur samkvæmt lögum að veita sjálfbærni upplýsingar. Þá hefur Evrópusambandið samþykkt ný lög um upplýsingagjöf í sjálfbærni sem munu verða leidd í lög hér á landi, þó enn sé ekki ljóst hvenær það verður. Löggjöfin mun fyrst ná til stærri fyrirtækja en með tímanum munu flest fyrirtæki falla undir lögin og verða þá skyldug að veita upplýsingar um sjálfbærni. Mörg fyrirtæki velta því fyrir sér hvernig nálgast eiga upplýsingagjöf í sjálfbærni. Það eru til ýmsar leiðbeiningar, viðmið og staðlar sem hægt er að fara eftir. Nýrri löggjöf Evrópusambandsins mun einnig fylgja staðall um hvernig veita skuli upplýsingarnar auk þess sem unnið er að því víðar í heiminum að samræma og fækka stöðlum og leiðbeiningum um upplýsingagjöf í sjálfbærni svo auðveldara sé að bera saman upplýsingar og koma í veg fyrir grænþvott. Þrátt fyrir að það fyrirtæki okkar sé ekki enn skylt samkvæmt lögum að veita sjálfbærniupplýsingar er gott að huga sem fyrst að upplýsingagjöfinni. Það að veita upplýsingar er í raun lokaskrefið í sjálfbærnimálunum okkar en ekki upphafspunktur. Kröfur um að upplýsa um sjálfbærni eru að aukast ásamt því að skýra betur hvaða upplýsingar eigi að veita. Ekki verður hægt að upplýsa eingöngu um jákvæð áhrif okkar heldur munum við líka þurfa að upplýsa um neikvæð áhrif. Til þess að geta veitt áreiðanlegar og samanburðarhæfar upplýsingar er mikilvægt að huga vel að grunninum. Þess vegna er mikilvægt að byrja á byrjunin og fara í gegnum nokkur skref áður en við dembum okkur í sjálfbærnimáli. Í fyrsta lagi er alltaf best að byrja á því að taka stöðuna á því hvar við stöndum í sjálfbærnimálum. Við getum spurt okkur hversu vel við þekkjum til þessara mála, hvaða kröfur eru gerðar til fyrirtækis okkar bæði lagalegar og frá hagaðilum okkar og skoðað hvað við erum þegar að gera. Í öðru lagi er mikilvægt fyrir okkur að finna út hvaða sjálfbærni þætti rekstur okkar hefur mest áhrif á, bæði jákvæð og neikvæð, og hvernig sjálfbærni hefur áhrif á reksturinn okkar. Þetta er það sem oftast er kölluð mikilvægisgreining. Í þriðja lagi er svo gott að ákveða hvernig fyrirtæki við viljum þegar kemur að sjálfbærni. Viljum við fyrst og fremst tryggja að við förum eftir öllum lögum og reglum eða viljum við vera leiðandi á sviði sjálfbærni eða eitthvað þar á milli? Þegar við höfum farið í gegnum þessi skref getum við farið að vinna frekar í sjálfbærnimálunum. Gott er að setja sér stefnu með skýrum markmiðum og mælikvörðum sem mæla árangur okkar við að ná markmiðum sem við höfum sett. Það er mikilvægt hér að hugsa sjálfbærni ekki sem stakt verkefni heldur flétta hana inn í reksturinn og almenna stefnu fyrirtækisins. Svo, til að hjálpa okkur í átt að markmiðunum, er gott að gera aðgerðaráætlun til að vinna eftir. Þegar við erum komin með grunninn, vitum hvert við stefnum og erum búin að skilgreina mælikvarða og aðgerðir er mun auðveldara að vinna upplýsingagjöfina sama hvaða leiðbeiningar, viðmið eða staðla við notum eða hvaða lagalegu upplýsingakröfur verða settar á fyrirtækið okkar í framtíðinni. Á Janúarráðstefnu Festu sem er haldin á morgun, fimmtudaginn 26. janúar, verða í boði þrjár umræðustofur. Ein þeirra mun fjalla um komandi breytingar á kröfum um sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja þar sem sérfræðingar á þessu sviði munu svara spurningum og ræða það helsta sem viðkemur þessum málum. Hinar tvær munu fjalla um lagabreytingar í tengslum við sjálfbærni og hin um sjálfbæra nýsköpun og hringrás. Höfundur er Manager í sjálfbærniteymi KPMG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur aukin umræða verið um sjálfbærnitengda upplýsingagjöf. Hér á landi er nokkur fjöldi fyrirtækja skyldugur samkvæmt lögum að veita sjálfbærni upplýsingar. Þá hefur Evrópusambandið samþykkt ný lög um upplýsingagjöf í sjálfbærni sem munu verða leidd í lög hér á landi, þó enn sé ekki ljóst hvenær það verður. Löggjöfin mun fyrst ná til stærri fyrirtækja en með tímanum munu flest fyrirtæki falla undir lögin og verða þá skyldug að veita upplýsingar um sjálfbærni. Mörg fyrirtæki velta því fyrir sér hvernig nálgast eiga upplýsingagjöf í sjálfbærni. Það eru til ýmsar leiðbeiningar, viðmið og staðlar sem hægt er að fara eftir. Nýrri löggjöf Evrópusambandsins mun einnig fylgja staðall um hvernig veita skuli upplýsingarnar auk þess sem unnið er að því víðar í heiminum að samræma og fækka stöðlum og leiðbeiningum um upplýsingagjöf í sjálfbærni svo auðveldara sé að bera saman upplýsingar og koma í veg fyrir grænþvott. Þrátt fyrir að það fyrirtæki okkar sé ekki enn skylt samkvæmt lögum að veita sjálfbærniupplýsingar er gott að huga sem fyrst að upplýsingagjöfinni. Það að veita upplýsingar er í raun lokaskrefið í sjálfbærnimálunum okkar en ekki upphafspunktur. Kröfur um að upplýsa um sjálfbærni eru að aukast ásamt því að skýra betur hvaða upplýsingar eigi að veita. Ekki verður hægt að upplýsa eingöngu um jákvæð áhrif okkar heldur munum við líka þurfa að upplýsa um neikvæð áhrif. Til þess að geta veitt áreiðanlegar og samanburðarhæfar upplýsingar er mikilvægt að huga vel að grunninum. Þess vegna er mikilvægt að byrja á byrjunin og fara í gegnum nokkur skref áður en við dembum okkur í sjálfbærnimáli. Í fyrsta lagi er alltaf best að byrja á því að taka stöðuna á því hvar við stöndum í sjálfbærnimálum. Við getum spurt okkur hversu vel við þekkjum til þessara mála, hvaða kröfur eru gerðar til fyrirtækis okkar bæði lagalegar og frá hagaðilum okkar og skoðað hvað við erum þegar að gera. Í öðru lagi er mikilvægt fyrir okkur að finna út hvaða sjálfbærni þætti rekstur okkar hefur mest áhrif á, bæði jákvæð og neikvæð, og hvernig sjálfbærni hefur áhrif á reksturinn okkar. Þetta er það sem oftast er kölluð mikilvægisgreining. Í þriðja lagi er svo gott að ákveða hvernig fyrirtæki við viljum þegar kemur að sjálfbærni. Viljum við fyrst og fremst tryggja að við förum eftir öllum lögum og reglum eða viljum við vera leiðandi á sviði sjálfbærni eða eitthvað þar á milli? Þegar við höfum farið í gegnum þessi skref getum við farið að vinna frekar í sjálfbærnimálunum. Gott er að setja sér stefnu með skýrum markmiðum og mælikvörðum sem mæla árangur okkar við að ná markmiðum sem við höfum sett. Það er mikilvægt hér að hugsa sjálfbærni ekki sem stakt verkefni heldur flétta hana inn í reksturinn og almenna stefnu fyrirtækisins. Svo, til að hjálpa okkur í átt að markmiðunum, er gott að gera aðgerðaráætlun til að vinna eftir. Þegar við erum komin með grunninn, vitum hvert við stefnum og erum búin að skilgreina mælikvarða og aðgerðir er mun auðveldara að vinna upplýsingagjöfina sama hvaða leiðbeiningar, viðmið eða staðla við notum eða hvaða lagalegu upplýsingakröfur verða settar á fyrirtækið okkar í framtíðinni. Á Janúarráðstefnu Festu sem er haldin á morgun, fimmtudaginn 26. janúar, verða í boði þrjár umræðustofur. Ein þeirra mun fjalla um komandi breytingar á kröfum um sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja þar sem sérfræðingar á þessu sviði munu svara spurningum og ræða það helsta sem viðkemur þessum málum. Hinar tvær munu fjalla um lagabreytingar í tengslum við sjálfbærni og hin um sjálfbæra nýsköpun og hringrás. Höfundur er Manager í sjálfbærniteymi KPMG.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun