Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar 11. ágúst 2025 07:02 Samkvæmt barnalögum eiga börn rétt á því að umgangast báða foreldra sína. Ef foreldrar barns undir 18 ára aldri búa ekki saman, þurfa þeir að koma sér saman um umgengni og umönnun barnsins. Þetta reynist í sumum tilvikum þrautin þyngri sem er allsendis óviðunandi þar sem umgengni er ekki aðeins ætlað að tryggja rétt foreldris til að umgangast barn sitt heldur ekki síður til að tryggja rétt barns til að umgangast og halda sambandi við það foreldri sem það býr ekki hjá. Undirritaður hefur sinnt hagsmunagæslu í forsjár- og umgengnismálum í rúma tvo áratugi. Á síðustu árum hafa mál þróast til verri vegar í þessum málaflokki og nú er svo komið að algengt er að það foreldri sem fer með lögheimili barns misnoti vald sitt til að beygja hitt foreldrið undir vilja sinn og er þá ýmsum meðulum beitt, andstætt hagsmunum barnsins. Eitt skýrasta dæmið um þetta eru umgengnistálmanir sem felast í því foreldri sem barn býr hjá kemur í veg fyrir að barnið fái að njóta umgengni við hitt foreldrið eða aðra sem eiga umgengnisrétt samkvæmt úrskurði, dómi, dómsátt foreldra eða samningi þeirra staðfestum af sýslumanni. Ætla mætti að löggjafinn hefði búið svo um hnútana að sá sem þarf að sæta slíkri tálmun gæti með tiltölulega einföldum hætti fengið hlut sinn réttan, sér og barninu til heilla, en það er fjarri lagi. Staðreyndin er sú að samkvæmt núgildandi lögum varðar það ekki viðurlögum að beita umgengnistálmunum, þrátt fyrir að tálmun sé augljóst brot á forsjárskyldum foreldris og rétti barnsins til að umgangast foreldri sitt. Rétt er þó að taka fram að ákveðin þvingunarúrræði eru fyrir hendi í barnalögum sem reynslan sýnir að duga skammt í harðvítugum umgengnisdeilum. Þannig er unnt að leita til sýslumanns og óska eftir að lagðar verði dagsektir á það foreldri sem tálmun beitir frá þeim degi sem sýslumaður úrskurðar og þar til hætt er að hindra umgengni, þó ekki lengur en í 100 daga. Þar fylgir þó böggull skammrifi því ef sýslumaður telur að látið hafi verið af tálmunum þá falla áfallnar dagsektir niður. Þetta þvingunarúrræði er því í raun bitlaust, enda má það foreldri sem tálmun beitir vita að dagsektirnar muni falla niður þegar látið verður af tálmun. Ef forsjárforeldri heldur áfram að hindra umgengni barns við foreldri sitt þrátt fyrir dagsektir getur dómari, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, úrskurðað að umgengni verði komið á með þeim hætti að barn sé tekið úr umsjá forsjárforeldrisins. Gallinn við þessa leið er m.a. sá langi tími sem tekur að fara með málið í gegnum kerfið, fyrst hjá sýslumanni og svo hjá dómstólum. Á meðan þessi tími er að líða, sem stundum er mældur í árum, heldur tálmun áfram án nokkurra afleiðinga fyrir þann sem henni beitir. Það ástand sem hér hefur verið lýst brýtur á rétti barns og er því með öllu óviðunandi. Að mínu mati er nauðsynlegt að löggjafinn grípi inn í og geri þvingunarúrræðin að nothæfu verkfæri til að höggva á hnút umgengnistálmana. Þetta mætti t.d. gera með því að mæla svo fyrir að dagsektir falli ekki niður þrátt fyrir að látið sé af tálmunum og lögfesta flýtimeðferð í aðfararmálum. Ef slíkar breytingar yrðu ekki til þess að snúa þróuninni við mætti ganga enn lengra og lögfesta viðurlög við umgengnistálmunum þannig að sá sem þeim beitir geti átt yfir höfði sér sektir eða fangelsi. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Hugi Bjarnason Réttindi barna Barnavernd Fjölskyldumál Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt barnalögum eiga börn rétt á því að umgangast báða foreldra sína. Ef foreldrar barns undir 18 ára aldri búa ekki saman, þurfa þeir að koma sér saman um umgengni og umönnun barnsins. Þetta reynist í sumum tilvikum þrautin þyngri sem er allsendis óviðunandi þar sem umgengni er ekki aðeins ætlað að tryggja rétt foreldris til að umgangast barn sitt heldur ekki síður til að tryggja rétt barns til að umgangast og halda sambandi við það foreldri sem það býr ekki hjá. Undirritaður hefur sinnt hagsmunagæslu í forsjár- og umgengnismálum í rúma tvo áratugi. Á síðustu árum hafa mál þróast til verri vegar í þessum málaflokki og nú er svo komið að algengt er að það foreldri sem fer með lögheimili barns misnoti vald sitt til að beygja hitt foreldrið undir vilja sinn og er þá ýmsum meðulum beitt, andstætt hagsmunum barnsins. Eitt skýrasta dæmið um þetta eru umgengnistálmanir sem felast í því foreldri sem barn býr hjá kemur í veg fyrir að barnið fái að njóta umgengni við hitt foreldrið eða aðra sem eiga umgengnisrétt samkvæmt úrskurði, dómi, dómsátt foreldra eða samningi þeirra staðfestum af sýslumanni. Ætla mætti að löggjafinn hefði búið svo um hnútana að sá sem þarf að sæta slíkri tálmun gæti með tiltölulega einföldum hætti fengið hlut sinn réttan, sér og barninu til heilla, en það er fjarri lagi. Staðreyndin er sú að samkvæmt núgildandi lögum varðar það ekki viðurlögum að beita umgengnistálmunum, þrátt fyrir að tálmun sé augljóst brot á forsjárskyldum foreldris og rétti barnsins til að umgangast foreldri sitt. Rétt er þó að taka fram að ákveðin þvingunarúrræði eru fyrir hendi í barnalögum sem reynslan sýnir að duga skammt í harðvítugum umgengnisdeilum. Þannig er unnt að leita til sýslumanns og óska eftir að lagðar verði dagsektir á það foreldri sem tálmun beitir frá þeim degi sem sýslumaður úrskurðar og þar til hætt er að hindra umgengni, þó ekki lengur en í 100 daga. Þar fylgir þó böggull skammrifi því ef sýslumaður telur að látið hafi verið af tálmunum þá falla áfallnar dagsektir niður. Þetta þvingunarúrræði er því í raun bitlaust, enda má það foreldri sem tálmun beitir vita að dagsektirnar muni falla niður þegar látið verður af tálmun. Ef forsjárforeldri heldur áfram að hindra umgengni barns við foreldri sitt þrátt fyrir dagsektir getur dómari, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, úrskurðað að umgengni verði komið á með þeim hætti að barn sé tekið úr umsjá forsjárforeldrisins. Gallinn við þessa leið er m.a. sá langi tími sem tekur að fara með málið í gegnum kerfið, fyrst hjá sýslumanni og svo hjá dómstólum. Á meðan þessi tími er að líða, sem stundum er mældur í árum, heldur tálmun áfram án nokkurra afleiðinga fyrir þann sem henni beitir. Það ástand sem hér hefur verið lýst brýtur á rétti barns og er því með öllu óviðunandi. Að mínu mati er nauðsynlegt að löggjafinn grípi inn í og geri þvingunarúrræðin að nothæfu verkfæri til að höggva á hnút umgengnistálmana. Þetta mætti t.d. gera með því að mæla svo fyrir að dagsektir falli ekki niður þrátt fyrir að látið sé af tálmunum og lögfesta flýtimeðferð í aðfararmálum. Ef slíkar breytingar yrðu ekki til þess að snúa þróuninni við mætti ganga enn lengra og lögfesta viðurlög við umgengnistálmunum þannig að sá sem þeim beitir geti átt yfir höfði sér sektir eða fangelsi. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun