Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar 11. ágúst 2025 10:30 Á síðustu tíu árum hafa um 30.000 Íslendingar hætt daglegri tóbaksneyslu. Sala á sígarettum hefur dregist saman um 45% og sala neftóbaks minnkað um 80%. Þessi þróun hefur átt sér stað samhliða aukinni notkun tóbakslausra nikótínvara - svo sem púða, tyggigúmmís og plástra. Með áframhaldandi stuðningi við þessa þróun gæti Ísland orðið fyrsta tóbakslausa landið í heiminum. Það ætti að vera skýrt markmið stjórnmálamanna og stjórnvalda að útrýma tóbaksnotkun. Lungnakrabbamein er algengasta krabbameinið hér á landi og tóbaksnotkun helsta orsökin. Að bregðast við þessari staðreynd krefst áræðinnar stefnu sem byggir á gögnum. En stefnuna vantar. Í greininni Hvar er tókbaksvarnastefna Íslands sem birtist Læknablaðinu á þessu ári kemur það skýrt fram: „Já, það er rétt að Ísland hefur ekki opinbera stefnu í tóbaksvörnum,“ segir Viðar Jensson hjá Embætti landlæknis, þegar Læknablaðið leitaði svara hjá embættinu. Nikótín og skaðaminnkun Nikótín eitt og sér veldur ekki krabbameini. Það hefur verið sýnt fram á að tóbakslausar nikótínvörur geti verið áhrifaríkt skref í átt að tóbaksleysi. Alþjóðlegar heilbrigðisstofnanir og krabbameinsfélög eru sammála um að áhættan af notkun slíkra vara sé margfalt minni en af tóbaki. Að takmarka bragðefni í þessum vörum og einungis leyfa mentol og tóbaksbragð, grefur undan þeirri skaðaminnkandi virkni. Bragðúrvalið er einmitt stór þáttur í því að fólk haldi sig við skaðminni valkosti. Fólk sem hætt hefur að reykja vill losna við tóbaksbragð — ekki halda því við. Með bragðbanni er verið að þrengja að valkostum sem virka. Aðgangur barna að nikótíni vegna skorts á eftirliti Enginn vill að börn noti nikótín. En lausnin er ekki að takmarka valkosti fullorðinna — heldur að tryggja aðgengi að vörunni sé aðeins fyrir fullorðna. Þar af leiðandi þarf að klára innleiðingu núgildandi laga, beita sektarákvæðum og setja upp öruggt, rafrænt aldursprófunarkerfi á sölustöðum. Þá þarf virkt eftirlit og samvinnu við atvinnurekendur. Í nágrannalöndum okkar hefur skaðaminnkun verið tekin upp sem stefna. Svíþjóð hefur til að mynda náð góðum árangri með opnum, ábyrgum aðgangi að tóbakslausum nikótínvörum. Við ættum að fylgja fordæmi þeirra, ekki taka skref afturábak með löggjöf sem gerir skaðaminnkandi valkosti óaðlaðandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur hvatt til hærri skatta á tóbak, en setur ekki fram slíka hvatningu fyrir tóbakslausar nikótínvörur. Það er í samræmi við þá stöðu sem við eigum einnig að taka: að líta á þessar vörur sem verkfæri í baráttunni gegn reykingum, ekki hluta af vandanum. Rökrétt stefna fyrir heilbrigðara samfélag Ef stefnan og markmiðið er tóbakslaust Ísland, þá verðum við að styðja leiðir sem virka. Það felur í sér að tryggja fjölbreyttan aðgang að tóbakslausum nikótínvörum fyrir fullorðna og beita markvissu eftirliti með sölu og aðgengi barna. Ef við viljum tóbakslaust Ísland er ábyrgðarlaust að flokka tóbak og tóbakslausar vörur saman undir sömu reglugerð. Slíkt mun aðeins snúa við þeirri jákvæðu þróun sem gögnin sýna að orðið hefur undanfarinn áratug. Mótum stefnu og styðjum fólk í að hætta að reykja með skynsömum og raunhæfum valkostum! Höfundur er framkvæmdastjóri Dufland heildsölu Heimildir: https://www.rivm.nl/bibliotheek/rapporten/2020-0152.pdf https://radio4.dk/podcasts/radio4-morgen/tirsdag-d-12-november-kl-6-7 https://www.bt.dk/debat/joachim-b-vrider-armen-om-paa-kraeftens-bekaempelse-hvorfor-siger-i-ikke-det- her?gaa_at=eafs&gaa_n=ASWzDAindYNKmHQhO6m- mT2LXG3z_EOKgsNS0xRxqRTLoYntQ7wjssHZDAV3&gaa_ts=6840432b&gaa_sig=lHqz9Hlf51YyI5Qf6aJ31moLqQAPeNoP1X2a8 2PI421liODVxdce-Q1Uk6TyWNmlZoGQ5l3gDC92RHfatHr5rg%3D%3D https://www.cancerresearchuk.org/about-cancer/causes-of-cancer/smoking-and-cancer/is-vaping-harmful https://www.nhs.uk/better-health/quit-smoking/ready-to-quit-smoking/vaping-to-quit-smoking/ https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/34034614/ httphttps://snusforumet.se/en/eu-tobacco-mortality-snus-a-major-factor-behind-swedens-low- rates/s://www.swedishmatch.com/Snus-and-health/Research-on-snus/Cancer/ https://pharmaceutical-journal.com/article/opinion/swedish-men-can-thank-snus-for-health https://nordicwelfare.org/publikationer/use-of-nicotine-products-among-youth-in-the-nordic-and-baltic-countries-an-overview/ Heimild: WHO – RÚV frétt 13. júlí 2025 https://www.laeknabladid.is/tolublod/2025/03/hvar-ertobaksvarnastefna-islands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nikótínpúðar Tóbak Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Á síðustu tíu árum hafa um 30.000 Íslendingar hætt daglegri tóbaksneyslu. Sala á sígarettum hefur dregist saman um 45% og sala neftóbaks minnkað um 80%. Þessi þróun hefur átt sér stað samhliða aukinni notkun tóbakslausra nikótínvara - svo sem púða, tyggigúmmís og plástra. Með áframhaldandi stuðningi við þessa þróun gæti Ísland orðið fyrsta tóbakslausa landið í heiminum. Það ætti að vera skýrt markmið stjórnmálamanna og stjórnvalda að útrýma tóbaksnotkun. Lungnakrabbamein er algengasta krabbameinið hér á landi og tóbaksnotkun helsta orsökin. Að bregðast við þessari staðreynd krefst áræðinnar stefnu sem byggir á gögnum. En stefnuna vantar. Í greininni Hvar er tókbaksvarnastefna Íslands sem birtist Læknablaðinu á þessu ári kemur það skýrt fram: „Já, það er rétt að Ísland hefur ekki opinbera stefnu í tóbaksvörnum,“ segir Viðar Jensson hjá Embætti landlæknis, þegar Læknablaðið leitaði svara hjá embættinu. Nikótín og skaðaminnkun Nikótín eitt og sér veldur ekki krabbameini. Það hefur verið sýnt fram á að tóbakslausar nikótínvörur geti verið áhrifaríkt skref í átt að tóbaksleysi. Alþjóðlegar heilbrigðisstofnanir og krabbameinsfélög eru sammála um að áhættan af notkun slíkra vara sé margfalt minni en af tóbaki. Að takmarka bragðefni í þessum vörum og einungis leyfa mentol og tóbaksbragð, grefur undan þeirri skaðaminnkandi virkni. Bragðúrvalið er einmitt stór þáttur í því að fólk haldi sig við skaðminni valkosti. Fólk sem hætt hefur að reykja vill losna við tóbaksbragð — ekki halda því við. Með bragðbanni er verið að þrengja að valkostum sem virka. Aðgangur barna að nikótíni vegna skorts á eftirliti Enginn vill að börn noti nikótín. En lausnin er ekki að takmarka valkosti fullorðinna — heldur að tryggja aðgengi að vörunni sé aðeins fyrir fullorðna. Þar af leiðandi þarf að klára innleiðingu núgildandi laga, beita sektarákvæðum og setja upp öruggt, rafrænt aldursprófunarkerfi á sölustöðum. Þá þarf virkt eftirlit og samvinnu við atvinnurekendur. Í nágrannalöndum okkar hefur skaðaminnkun verið tekin upp sem stefna. Svíþjóð hefur til að mynda náð góðum árangri með opnum, ábyrgum aðgangi að tóbakslausum nikótínvörum. Við ættum að fylgja fordæmi þeirra, ekki taka skref afturábak með löggjöf sem gerir skaðaminnkandi valkosti óaðlaðandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur hvatt til hærri skatta á tóbak, en setur ekki fram slíka hvatningu fyrir tóbakslausar nikótínvörur. Það er í samræmi við þá stöðu sem við eigum einnig að taka: að líta á þessar vörur sem verkfæri í baráttunni gegn reykingum, ekki hluta af vandanum. Rökrétt stefna fyrir heilbrigðara samfélag Ef stefnan og markmiðið er tóbakslaust Ísland, þá verðum við að styðja leiðir sem virka. Það felur í sér að tryggja fjölbreyttan aðgang að tóbakslausum nikótínvörum fyrir fullorðna og beita markvissu eftirliti með sölu og aðgengi barna. Ef við viljum tóbakslaust Ísland er ábyrgðarlaust að flokka tóbak og tóbakslausar vörur saman undir sömu reglugerð. Slíkt mun aðeins snúa við þeirri jákvæðu þróun sem gögnin sýna að orðið hefur undanfarinn áratug. Mótum stefnu og styðjum fólk í að hætta að reykja með skynsömum og raunhæfum valkostum! Höfundur er framkvæmdastjóri Dufland heildsölu Heimildir: https://www.rivm.nl/bibliotheek/rapporten/2020-0152.pdf https://radio4.dk/podcasts/radio4-morgen/tirsdag-d-12-november-kl-6-7 https://www.bt.dk/debat/joachim-b-vrider-armen-om-paa-kraeftens-bekaempelse-hvorfor-siger-i-ikke-det- her?gaa_at=eafs&gaa_n=ASWzDAindYNKmHQhO6m- mT2LXG3z_EOKgsNS0xRxqRTLoYntQ7wjssHZDAV3&gaa_ts=6840432b&gaa_sig=lHqz9Hlf51YyI5Qf6aJ31moLqQAPeNoP1X2a8 2PI421liODVxdce-Q1Uk6TyWNmlZoGQ5l3gDC92RHfatHr5rg%3D%3D https://www.cancerresearchuk.org/about-cancer/causes-of-cancer/smoking-and-cancer/is-vaping-harmful https://www.nhs.uk/better-health/quit-smoking/ready-to-quit-smoking/vaping-to-quit-smoking/ https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/34034614/ httphttps://snusforumet.se/en/eu-tobacco-mortality-snus-a-major-factor-behind-swedens-low- rates/s://www.swedishmatch.com/Snus-and-health/Research-on-snus/Cancer/ https://pharmaceutical-journal.com/article/opinion/swedish-men-can-thank-snus-for-health https://nordicwelfare.org/publikationer/use-of-nicotine-products-among-youth-in-the-nordic-and-baltic-countries-an-overview/ Heimild: WHO – RÚV frétt 13. júlí 2025 https://www.laeknabladid.is/tolublod/2025/03/hvar-ertobaksvarnastefna-islands
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun