„Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar 12. ágúst 2025 10:01 Íslendingar eiga margar merkilegar sögur af tilraunum í gegnum tíðina. Sumar hafa tekist prýðilega aðrar síður. Fræg er sagan af hagyrðingi sem var svo kröftugur að hann gat kveðið barn í konu. Hvers vegna er ég að velta þessu fyrir mér á fallegum degi hér norðan heiða? Jú, ég er að velta fyrir mér stofnun sem hefur gríðarlega mikil áhrif á afkomu Íslendinga. Hafrannsóknarstofnun. Niðurstöður hennar hafa mikil áhrif á hvernig ekki bara sjávarbyggðum landsins reiðir af heldur þjóðarbúinu í heild. Margir leggja við hlustir þegar þessi ágæta stofnun birtir niðurstörður rannsókna sinna og ráðgjöf um veiðar úr hinum ýmsu nytjastofnum við landið. Þær niðurstöður geta til að mynda haft áhrif á hvað er til skiptanna til opinberra framkvæmda. Mörg undanfarin ár hef ég ásamt öðrum m.a. Magnúsi Jónssyni veðurfræðingi, Jóni Kristjánssyni fiskifræðingi og Kristni Péturssyni fyrrverandi alþingismanni, vakið athygli göllum í aðferðafræði Hafrannsóknarstofnunar og þar með ráðgjöf stofnunarinnar. Nauðsynlegt að gera fleira en telja fiska Reiknilíkan Hafrannsóknarstofnunar byggir nær eingöngu á talningu fiska. Það gerir lítið með líf- og vistfræðilegar forsendur á borð við ástand fisksins og samkeppni hans við aðra fiska um fæðu í hafinu. Þegar núverandi aflaregla var tekin upp í þorski árið 2008 voru gefin þau fyrirheit að aflinn yrði stöðugur frá árinu 2012 í kringum 350 þúsund tonná ári. Niðurstaðan er því miður allt önnur. Ráðgjöf stofnunarinnar og þar með leyfilegur heildarafli hefur aldrei náð 300 þúsund tonnum á ári. Nú stefnir í að þorskaflinn verði aðeins 200 þúsund tonn á næsta ári fari ráðherra sjávarútvegs að fullu eftir ráðleggingum Hafró. Menn hljóta að þurfa að spyrja sig hvað valdi þessum samdrætti þegar forsendur höfunda aflareglunnar hafa gengið eftir mörg undanfarin ár þannig að árangurinn ætti að hafa sýnt sig. Veiðireglunni hefur verið fylgt út í ystu æsar. Hafró hefur til að mynda sagt risastóran hrygningarstofn vera fyrir hendi en engu að síður hefur dæmið ekki gengið upp. Hvað er þá til ráða? Eigum við að leiðrétta útkomuna, endurmeta lífmassa stofnanna eftirá til að láta hana stemma við aflaregluna eða ættum við að líta aðeins betur á þær forsendur sem reglan byggir á og endurskoða þær? Tugþúsundir tonna hurfu án skýringa Í gögnum Hafró má meðal annars finna skýrslur um gríðarlegt magn af fiski sem hvarf. Enginn fulltrúi stofnunarinnar getur skýrt út hvað varð af af þessum tugum og jafnvel hundruðum þúsunda tonna af fiski. Á miðju sumri galt Hafró stóran varhug við því að bætt yrði við kvóta til strandveiða um eitt prómill af því magni sem „týndist” án þess að gera grein fyrir því hvert fiskurinn fór. Stofnunin gefur ráðgjöf fyrir hverja og eina nytjategund upp á tonn þrátt fyrir mikla óvissu um áreiðanleika mælinga. Árið 2019 mældi stofnunin þorskstofnin vera ríflega 1.402 þúsund tonn. Tveimur árum síðar endurmat stofnunin niðurstöður sínar og sagði stofninn í raun hafa verið 315 þúsund tonnum minni en en mælingar ársins 2019 höfðu gefið til kynna. Ráðamenn þessa lands hafa því ríkt tilefni til að staldra við. Kanna ráðgjöfina og þá aðferðafræði sem beitt hefur verið og alla framsetningu hennar. Nú heyrast þær raddir að fiskveiðiauðlindin sé ekki fullnýtt vegna skorts á fjárveitingum til Hafró. Ég leyfi mér að efast stórlega um þessa leikfimi með tölur. Ég tel að vandinn sé ekki peningar heldur að það skorti verulega á að horft sé með gagnrýnum hætti á forsendur núverandi ráðgjafar. Það þurfi að nálgast verkefnið út frá vistfræðilegum lögmálum. Vísindamenn sem greina nú frá á minnkandi stofni og nýliðun í þorski ættu að horfast í augu við gögnin. Greina frá því að tilgáta þeirra og ráðgjöf hafi ekki verið rétt. Að eina svarið sé heiðarlegt endurmat. Niðurstöður Hafró eru til ráðgjafar við ákvörðun ráðherra um magn veiðiheimilda. Stofnunin býr fiskinn ekki til frekar en að hagyrðingurinn barnið með kveðskap sínum. Ef við kjörnir fulltrúar sjáum annmarka á vinnubrögðunum ber okkur að sjálfsögðu að bregðast við því. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Sigurjón Þórðarson Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Íslendingar eiga margar merkilegar sögur af tilraunum í gegnum tíðina. Sumar hafa tekist prýðilega aðrar síður. Fræg er sagan af hagyrðingi sem var svo kröftugur að hann gat kveðið barn í konu. Hvers vegna er ég að velta þessu fyrir mér á fallegum degi hér norðan heiða? Jú, ég er að velta fyrir mér stofnun sem hefur gríðarlega mikil áhrif á afkomu Íslendinga. Hafrannsóknarstofnun. Niðurstöður hennar hafa mikil áhrif á hvernig ekki bara sjávarbyggðum landsins reiðir af heldur þjóðarbúinu í heild. Margir leggja við hlustir þegar þessi ágæta stofnun birtir niðurstörður rannsókna sinna og ráðgjöf um veiðar úr hinum ýmsu nytjastofnum við landið. Þær niðurstöður geta til að mynda haft áhrif á hvað er til skiptanna til opinberra framkvæmda. Mörg undanfarin ár hef ég ásamt öðrum m.a. Magnúsi Jónssyni veðurfræðingi, Jóni Kristjánssyni fiskifræðingi og Kristni Péturssyni fyrrverandi alþingismanni, vakið athygli göllum í aðferðafræði Hafrannsóknarstofnunar og þar með ráðgjöf stofnunarinnar. Nauðsynlegt að gera fleira en telja fiska Reiknilíkan Hafrannsóknarstofnunar byggir nær eingöngu á talningu fiska. Það gerir lítið með líf- og vistfræðilegar forsendur á borð við ástand fisksins og samkeppni hans við aðra fiska um fæðu í hafinu. Þegar núverandi aflaregla var tekin upp í þorski árið 2008 voru gefin þau fyrirheit að aflinn yrði stöðugur frá árinu 2012 í kringum 350 þúsund tonná ári. Niðurstaðan er því miður allt önnur. Ráðgjöf stofnunarinnar og þar með leyfilegur heildarafli hefur aldrei náð 300 þúsund tonnum á ári. Nú stefnir í að þorskaflinn verði aðeins 200 þúsund tonn á næsta ári fari ráðherra sjávarútvegs að fullu eftir ráðleggingum Hafró. Menn hljóta að þurfa að spyrja sig hvað valdi þessum samdrætti þegar forsendur höfunda aflareglunnar hafa gengið eftir mörg undanfarin ár þannig að árangurinn ætti að hafa sýnt sig. Veiðireglunni hefur verið fylgt út í ystu æsar. Hafró hefur til að mynda sagt risastóran hrygningarstofn vera fyrir hendi en engu að síður hefur dæmið ekki gengið upp. Hvað er þá til ráða? Eigum við að leiðrétta útkomuna, endurmeta lífmassa stofnanna eftirá til að láta hana stemma við aflaregluna eða ættum við að líta aðeins betur á þær forsendur sem reglan byggir á og endurskoða þær? Tugþúsundir tonna hurfu án skýringa Í gögnum Hafró má meðal annars finna skýrslur um gríðarlegt magn af fiski sem hvarf. Enginn fulltrúi stofnunarinnar getur skýrt út hvað varð af af þessum tugum og jafnvel hundruðum þúsunda tonna af fiski. Á miðju sumri galt Hafró stóran varhug við því að bætt yrði við kvóta til strandveiða um eitt prómill af því magni sem „týndist” án þess að gera grein fyrir því hvert fiskurinn fór. Stofnunin gefur ráðgjöf fyrir hverja og eina nytjategund upp á tonn þrátt fyrir mikla óvissu um áreiðanleika mælinga. Árið 2019 mældi stofnunin þorskstofnin vera ríflega 1.402 þúsund tonn. Tveimur árum síðar endurmat stofnunin niðurstöður sínar og sagði stofninn í raun hafa verið 315 þúsund tonnum minni en en mælingar ársins 2019 höfðu gefið til kynna. Ráðamenn þessa lands hafa því ríkt tilefni til að staldra við. Kanna ráðgjöfina og þá aðferðafræði sem beitt hefur verið og alla framsetningu hennar. Nú heyrast þær raddir að fiskveiðiauðlindin sé ekki fullnýtt vegna skorts á fjárveitingum til Hafró. Ég leyfi mér að efast stórlega um þessa leikfimi með tölur. Ég tel að vandinn sé ekki peningar heldur að það skorti verulega á að horft sé með gagnrýnum hætti á forsendur núverandi ráðgjafar. Það þurfi að nálgast verkefnið út frá vistfræðilegum lögmálum. Vísindamenn sem greina nú frá á minnkandi stofni og nýliðun í þorski ættu að horfast í augu við gögnin. Greina frá því að tilgáta þeirra og ráðgjöf hafi ekki verið rétt. Að eina svarið sé heiðarlegt endurmat. Niðurstöður Hafró eru til ráðgjafar við ákvörðun ráðherra um magn veiðiheimilda. Stofnunin býr fiskinn ekki til frekar en að hagyrðingurinn barnið með kveðskap sínum. Ef við kjörnir fulltrúar sjáum annmarka á vinnubrögðunum ber okkur að sjálfsögðu að bregðast við því. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar Alþingis.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun