Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar 12. ágúst 2025 09:00 Nýverið hefur verið fjallað um þátttöku hestakonu í erlendri kappreið sem ber yfirskriftina The Mongol Derby og kynnt sem krefjandi ævintýri á hálfvilltum hestum. Kappreiðin fer fram í Mongólíu og gengur út á að keppendur fari eins hratt og hægt er 1.000 kílómetra á hestbaki. Keppnin er á vegum bresks fyrirtækis og er krefjandi fyrir keppendur, þeir geti lent í ýmsum hremmingum eins og að detta af baki, geti þjáðst af vökvaskorti og geti jafnvel slasast. En hvað með hestana sem eru notaðir í þessari keppni? Hvað þurfa þeir að ganga í gegnum í kappreið sem haldin er í landi með enga dýravelferðarlöggjöf? Lítið tamin hross fara 40 km leið Hver hestur er látinn fara um 40 km dagleið, í allt að 30 stiga hita, á stökki eða brokki en um er að ræða keppni í tíma. Mongólsku hestarnir eru yfirleitt lítið tamdir og eru því ekki vanir að bera knapa og hvað þá í svo langan tíma í krefjandi aðstæðum. Í sumum tilfellum berjast hestarnir á móti þegar knaparnir fara á bak þeim þar sem þeir eru lítið tamdir. Hestarnir eru þá þvingaðir til að bera knapana sem er mjög streituvaldandi og slík meðferð er ekki í samræmi við hestvæna nálgun. Álagið sem er sett á þessa hesta er því gríðarlega mikið bæði líkamlega og andlega og öllu ólíkt því sem gerist hér á landi í hestaferðum. Af myndum af dæma þá sést vel að hestarnir bera beislin illa og jafnvel séu notaðir horaðir hestar í keppninni. Velferð hrossanna virt að vettugi Það er dapurlegt að sjá að svona keppni fari fram árið 2025. Þetta er ekkert ævintýri fyrir mongólsku hrossin þar sem velferð þeirra er virt að vettugi. Keppni með lítið tamin og lítið þjálfuð hross gæti ekki verið haldin hér á landi eða í okkar nágrannalöndum og því er vert að velta því fyrir sér hvort hún sé haldin Mongólíu einmitt til að forðast dýraverndarlöggjöfina? Höfundur er stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Dýr Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Nýverið hefur verið fjallað um þátttöku hestakonu í erlendri kappreið sem ber yfirskriftina The Mongol Derby og kynnt sem krefjandi ævintýri á hálfvilltum hestum. Kappreiðin fer fram í Mongólíu og gengur út á að keppendur fari eins hratt og hægt er 1.000 kílómetra á hestbaki. Keppnin er á vegum bresks fyrirtækis og er krefjandi fyrir keppendur, þeir geti lent í ýmsum hremmingum eins og að detta af baki, geti þjáðst af vökvaskorti og geti jafnvel slasast. En hvað með hestana sem eru notaðir í þessari keppni? Hvað þurfa þeir að ganga í gegnum í kappreið sem haldin er í landi með enga dýravelferðarlöggjöf? Lítið tamin hross fara 40 km leið Hver hestur er látinn fara um 40 km dagleið, í allt að 30 stiga hita, á stökki eða brokki en um er að ræða keppni í tíma. Mongólsku hestarnir eru yfirleitt lítið tamdir og eru því ekki vanir að bera knapa og hvað þá í svo langan tíma í krefjandi aðstæðum. Í sumum tilfellum berjast hestarnir á móti þegar knaparnir fara á bak þeim þar sem þeir eru lítið tamdir. Hestarnir eru þá þvingaðir til að bera knapana sem er mjög streituvaldandi og slík meðferð er ekki í samræmi við hestvæna nálgun. Álagið sem er sett á þessa hesta er því gríðarlega mikið bæði líkamlega og andlega og öllu ólíkt því sem gerist hér á landi í hestaferðum. Af myndum af dæma þá sést vel að hestarnir bera beislin illa og jafnvel séu notaðir horaðir hestar í keppninni. Velferð hrossanna virt að vettugi Það er dapurlegt að sjá að svona keppni fari fram árið 2025. Þetta er ekkert ævintýri fyrir mongólsku hrossin þar sem velferð þeirra er virt að vettugi. Keppni með lítið tamin og lítið þjálfuð hross gæti ekki verið haldin hér á landi eða í okkar nágrannalöndum og því er vert að velta því fyrir sér hvort hún sé haldin Mongólíu einmitt til að forðast dýraverndarlöggjöfina? Höfundur er stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslands.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun