Skógar eru frábærir! Þröstur Eysteinsson skrifar 24. janúar 2023 16:31 Mér hefur alla tíð þótt vænt um skóga. Meðal elstu minninganna er að ganga með pabba í rökkrinu í skógi í Svíþjóð, þar sem hann var þá í námi. Þar var hlýtt og stillt, fuglar sungu, allt ilmaði dásamlega og bolir trjánna voru gríðarstórir. Í svoleiðis kvöldgöngur var ekki hægt að fara á Íslandi árið 1960. Allir þéttbýlisstaðir voru skjóllausir og auðnalegir og einungis hægt að ganga um í skógi með því að gera sér sérstaka ferð í Vaglaskóg eða Hallormsstaðaskóg. Fáum árum áður hafði Sigurður Blöndal, þá nýorðinn skógarvörður á Hallormsstað, spáð því að tré gætu e.t.v. náð allt að 15 m hæð á Íslandi. Hann sagði mér miklu seinna að hann hefði séð eftir þeirri spá, því á hafísárunum efaðist hann um að hún myndi standast. Nú er hæsta tréð 30 m hátt. Fyrir áratug síðan tók ég þátt í mikilli ferð um vestanverða Norður-Ameríku. Einn daginn í þeirri ferð byrjuðum við á því að keyra upp í 4000 m hæð í Hvítufjöllum í Kaliforníu, þar sem vaxa elstu tré veraldar – broddfurur. Þar efst uppi á tindum fjallanna er gisinn skógur þar sem finnast tré allt að 5000 ára gömul. Hugsa sér, tré sem hafa lifað helminginn af tímanum sem liðinn er frá lokum síðasta jökulskeiðs. Þetta var svo mikil upplifun að við gengum lengi um í þessum skógi og nutum þess að vera innan um svo tignarlegar lífverur. Fyrir kvöldið ætluðum við svo að koma okkur til næsta fjallgarðs fyrir vestan og skoða þar stærstu lífverur heims, mammúttrén eða risafururnar. Það gerðum við líka, og seinnipartinn var áð í slíkum skógi. Í þeim skógi misstum við alla tilfinningu fyrir tímanum ekkert síður en innan um broddfururnar, góndum upp í loftið, sáum ekki trjátoppana því þeir voru svo langt í burtu og lékum okkur að því að ganga hringinn í kringum einstök tré. Engin lýsingarorð duga. Þú verður að fara þangað. Á Íslandi er ekki hægt að upplifa elstu eða stærstu tré heims, en hér er þó núna hægt að ganga í skógi þar sem trén eru svo há að ekki sést í toppa þeirra. Hægt er að ganga innan um svera boli sem ekki næst utanum með faðmlagi. Fuglarnir syngja og ilmurinn er dásamlegur. Þetta er hægt af því að síðustu leifum birkiskóga var bjargað fyrir 120 árum síðan. Þetta er hægt af því að fólk hefur gróðursett til skóga stórvaxinna trjátegunda á borð við sitkagreni, stafafuru, rússalerki og alaskaösp. Ef ekki væri fyrir réttar ákvarðanir í tæka tíð og góða stefnu í málefnum skógræktar byðist ekki á Íslandi sú einstaka upplifun að ganga í stórum, fallegum og fjölbreyttum skógum. Það var ekki hægt fyrir fáum áratugum síðan og það er ekki sjálfgefið að slíkt sé hægt. Allt frá upphafi skógverndar og skógræktar á Íslandi steig fólk fram sem var á móti. Það sagði á mismunandi tímum að þetta væri ekki hægt því allir vissu að tré yxu ekki á Íslandi. Þetta væri peningasóun af því að skógar væru óþarfir, gras handa búfé væri það sem skipti máli. Þetta væri vitleysa af því að hér gæti aldrei orðið til timburiðnaður. Þetta væri vont af því að barrtré væru ljót og eyðilegðu útsýni. Þetta væri stórhættulegt af því að sum trén væru útlensk. Þetta væru náttúruspjöll af því að útlensku trén sáðu sér í alíslenskar auðnir. Fólk sem heldur þessum skoðunum fram á það sameiginlegt að hafa ekki áttað síg á því sem ég fattaði fimm ára gamall – skógar eru frábærir! Ég er þakklátur því að raddirnar með skógrækt hafi verið úrtöluröddunum yfirsterkari. Ég vona að svo verði áfram og að barnbörnin mín geti áfram gengið um í fallegum og fjölbreyttum skógum. Höfundur er skógræktarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Mér hefur alla tíð þótt vænt um skóga. Meðal elstu minninganna er að ganga með pabba í rökkrinu í skógi í Svíþjóð, þar sem hann var þá í námi. Þar var hlýtt og stillt, fuglar sungu, allt ilmaði dásamlega og bolir trjánna voru gríðarstórir. Í svoleiðis kvöldgöngur var ekki hægt að fara á Íslandi árið 1960. Allir þéttbýlisstaðir voru skjóllausir og auðnalegir og einungis hægt að ganga um í skógi með því að gera sér sérstaka ferð í Vaglaskóg eða Hallormsstaðaskóg. Fáum árum áður hafði Sigurður Blöndal, þá nýorðinn skógarvörður á Hallormsstað, spáð því að tré gætu e.t.v. náð allt að 15 m hæð á Íslandi. Hann sagði mér miklu seinna að hann hefði séð eftir þeirri spá, því á hafísárunum efaðist hann um að hún myndi standast. Nú er hæsta tréð 30 m hátt. Fyrir áratug síðan tók ég þátt í mikilli ferð um vestanverða Norður-Ameríku. Einn daginn í þeirri ferð byrjuðum við á því að keyra upp í 4000 m hæð í Hvítufjöllum í Kaliforníu, þar sem vaxa elstu tré veraldar – broddfurur. Þar efst uppi á tindum fjallanna er gisinn skógur þar sem finnast tré allt að 5000 ára gömul. Hugsa sér, tré sem hafa lifað helminginn af tímanum sem liðinn er frá lokum síðasta jökulskeiðs. Þetta var svo mikil upplifun að við gengum lengi um í þessum skógi og nutum þess að vera innan um svo tignarlegar lífverur. Fyrir kvöldið ætluðum við svo að koma okkur til næsta fjallgarðs fyrir vestan og skoða þar stærstu lífverur heims, mammúttrén eða risafururnar. Það gerðum við líka, og seinnipartinn var áð í slíkum skógi. Í þeim skógi misstum við alla tilfinningu fyrir tímanum ekkert síður en innan um broddfururnar, góndum upp í loftið, sáum ekki trjátoppana því þeir voru svo langt í burtu og lékum okkur að því að ganga hringinn í kringum einstök tré. Engin lýsingarorð duga. Þú verður að fara þangað. Á Íslandi er ekki hægt að upplifa elstu eða stærstu tré heims, en hér er þó núna hægt að ganga í skógi þar sem trén eru svo há að ekki sést í toppa þeirra. Hægt er að ganga innan um svera boli sem ekki næst utanum með faðmlagi. Fuglarnir syngja og ilmurinn er dásamlegur. Þetta er hægt af því að síðustu leifum birkiskóga var bjargað fyrir 120 árum síðan. Þetta er hægt af því að fólk hefur gróðursett til skóga stórvaxinna trjátegunda á borð við sitkagreni, stafafuru, rússalerki og alaskaösp. Ef ekki væri fyrir réttar ákvarðanir í tæka tíð og góða stefnu í málefnum skógræktar byðist ekki á Íslandi sú einstaka upplifun að ganga í stórum, fallegum og fjölbreyttum skógum. Það var ekki hægt fyrir fáum áratugum síðan og það er ekki sjálfgefið að slíkt sé hægt. Allt frá upphafi skógverndar og skógræktar á Íslandi steig fólk fram sem var á móti. Það sagði á mismunandi tímum að þetta væri ekki hægt því allir vissu að tré yxu ekki á Íslandi. Þetta væri peningasóun af því að skógar væru óþarfir, gras handa búfé væri það sem skipti máli. Þetta væri vitleysa af því að hér gæti aldrei orðið til timburiðnaður. Þetta væri vont af því að barrtré væru ljót og eyðilegðu útsýni. Þetta væri stórhættulegt af því að sum trén væru útlensk. Þetta væru náttúruspjöll af því að útlensku trén sáðu sér í alíslenskar auðnir. Fólk sem heldur þessum skoðunum fram á það sameiginlegt að hafa ekki áttað síg á því sem ég fattaði fimm ára gamall – skógar eru frábærir! Ég er þakklátur því að raddirnar með skógrækt hafi verið úrtöluröddunum yfirsterkari. Ég vona að svo verði áfram og að barnbörnin mín geti áfram gengið um í fallegum og fjölbreyttum skógum. Höfundur er skógræktarstjóri.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun