Von Héðinn Unnsteinsson skrifar 23. janúar 2023 10:30 Í dag taka um 61.000 manns lyf við þunglyndi. Um 24.000 manns búa við örorku eða eru í endurhæfingu og þar af um 10.000 af völdum lyndisraskana. Geðheilsa (andleg líðan) ungmenna (8.-10. bekkur) hefur samkvæmt gögnum Rannsókna og greininga (R&G) ekki verið verri þau ár sem R&G hafa framkvæmt þær kannanir. Litlar framfarir hafa orðið í meðferð við lyndisröskunum undanfarin 30 ár. Opinber geðheilbrigðisþjónusta hefur, að mati undirritaðs, ekki verið eins mikið í umræðunni og nú en iðulega leiða orð eins og biðlistar og óþreyja eftir betri þjónustu þá orðræðu. Landssamtökin Geðhjálp hefur á síðustu misserum m.a. einbeitt orku sinni að benda á þá gjá sem er á milli þess opinbera fjármagns sem fer til þjónustunnar og ætlað umfangs hennar. Að okkar mati er það nær fimmfalt, m.ö.o. að u.þ.b. 5% af þeim 320 milljörðum króna sem renna til heilbrigðismála fara til geðheilbrigðismála á meðan áætlað umfang innan þjónustunnar er 25%. Það er því ekki nema vona að notendur þjónustunnar, aðstandendur þeirra og almenningur fyllist varkárri von þegar eitthvað „nýtt“ birtist á sjóndeildarhringnum. Það var á stjórnarfundi Geðhjálpar 16. október 2019 að undirritaður lagði til að fá til landsins Dr. Robert Carhart Harris frá Imperial College of London til að ræða rannsóknir á lækningargildi sílósíbíns. Stjórn fól í kjölfarið framkvæmdastjóra að vinna málið áfram. Það tók alls þrjá stjórnarfundi að vinna málinu framgöngu. Stjórnarmenn voru hikandi þar sem efnið var á lista yfir bönnuð efni. Þó varð úr að af ráðstefnunni Liggur svarið í náttúrunni varð 22. október árið 2020 og tók Dr. Carhart Harris tók þátt. Þetta var á Covid tímum og var ráðstefnunni streymt og er upptöku af henni að finna hér. Ráðstefnan tókst vel en auk Dr. Carhart Harris tóku þátt í henni íslenskir læknar, sálfræðingur og stjórnmálamaður auk þeirra sem deildu reynslu sinni. Í kjölfarið tók undirritaður ásamt öðrum stjórnarmanni félagsins frumkvæði á eigin vegum að ná tengslum við breska fyrirtækið Compass Pathways sem sinnti rannsóknum á sílósíbíni beggja vegna Atlantsála. Sú tenging tókst og 17. september 2021 komu frumkvöðull og forstjóri þess George Goldsmith sálfræðingur, lækningastjóri Guy Goodwin geðlæknir og starfsmannastjóri Alice Gaillard til landsins í heimsókn. Heimsóknin var alfarið einkaframtak tveggja einstaklinga. Þau funduðu með Lyfjastofnun, áhugasömum haghöfum s.s. formanni geðlæknafélagsins og sálfræðingafélagsins, forstöðufólki innan geðheilbrigðisþjónustu Heilsugæslunnar og Landspítalans og forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Þau heimsóttu í lok þessa dags forseta Íslands og forsetafrú. Marmið okkar var að stuðla að því að Ísland gæti bæst við þau lönd sem voru þátttakendur í þriðja fasa tilrauna fyrirtækisins með sílósíbíns í lækningarskyni við þrálátu þunglyndi (e. treatment resistant depression). Samtal hófst í kjölfarið milli yfirlæknis á geðsviði Landspítala og fyrirtækisins sem endaði með því að ekki varð af samstarfi sökum ástæðna sem ekki verða raktar hér. Nú í upphafi árs 2023 m.a. eftir ágæta alþjóðlega ráðstefnu um notkun sílósíbíns og annarra hugvíkkandi efna í lækningaskyni sem haldin var af frumkvæði Söru Maríu Júlíudóttur í Hörpu, hefur umræðan um efnin og mögulegt lækninggildi þeirra tekið stakkaskiptum. Ekki einungis hefur hún magnast hér á landi heldur einnig beggja vegna Atlantshafsins. Margir eru á því að þessi þriðja tilraun hins vestræna heims að tileinka sér eiginleika þessara efna muni takast. Tilraun sem hófst árið 1999 með frumkvæði sálfræðingsins Roland Griffiths prófessors við John Hopkins háskóla sem fékk undanþágu Bandaríska Lyfjaeftirlitsins til þess að nota sílósíbíns í tilraunum við meðferð krabbameinssjúklinga. Er ég gekk út af ofan nefndri ráðstefnu bærðust ólíkar tilfinningar í brjósti. Annars vegar von en hins vegar hljómuðu orð séra Friðriks, sem íþróttafélagið Valur hefur gert af sínum einkunnarorðum í huga: „látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði.“ Það er mikilvægt að halda góðu og yfirveguðu jafnvægi á milli þessara þátta. Landssamtökin Geðhjálp hafa frá árinu 2019 tekið frumkvæði í umræðunni um mögulega notkun hugvíkkandi efna í geðheilbrigðisþjónustu. Okkur þykir það mikilvægt þar sem við störfum á fjölbreyttum vettvangi og hlutverk okkar er að rækta geðheilsu Íslendinga og eitt af áherslusviðum okkar er framsækni. Hvað framtíðin leiðir í ljós í þessum efnum er óljóst. Þó verður það að teljast líklegra en hitt að umrædd efni finni sér farveg inn í geðheilbrigðiskerfi okkar á allra næstu árum. Byggi ég þá afstöðu ekki síst á stöðu rannsókna, ekki bara á sílósíbíns heldur einnig MDMA sem er lengst komið í klínískum rannsóknum. Hvað sem verður er eðlilegt að halda í „varkára von“, því það eru nú einu sinni svo að ef einhver tilfinning getur yfirbugað þann ótta sem gegnumsýrir vestræn samfélög þá er það von. Höfundur er formaður landssamtakanna Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Héðinn Unnsteinsson Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag taka um 61.000 manns lyf við þunglyndi. Um 24.000 manns búa við örorku eða eru í endurhæfingu og þar af um 10.000 af völdum lyndisraskana. Geðheilsa (andleg líðan) ungmenna (8.-10. bekkur) hefur samkvæmt gögnum Rannsókna og greininga (R&G) ekki verið verri þau ár sem R&G hafa framkvæmt þær kannanir. Litlar framfarir hafa orðið í meðferð við lyndisröskunum undanfarin 30 ár. Opinber geðheilbrigðisþjónusta hefur, að mati undirritaðs, ekki verið eins mikið í umræðunni og nú en iðulega leiða orð eins og biðlistar og óþreyja eftir betri þjónustu þá orðræðu. Landssamtökin Geðhjálp hefur á síðustu misserum m.a. einbeitt orku sinni að benda á þá gjá sem er á milli þess opinbera fjármagns sem fer til þjónustunnar og ætlað umfangs hennar. Að okkar mati er það nær fimmfalt, m.ö.o. að u.þ.b. 5% af þeim 320 milljörðum króna sem renna til heilbrigðismála fara til geðheilbrigðismála á meðan áætlað umfang innan þjónustunnar er 25%. Það er því ekki nema vona að notendur þjónustunnar, aðstandendur þeirra og almenningur fyllist varkárri von þegar eitthvað „nýtt“ birtist á sjóndeildarhringnum. Það var á stjórnarfundi Geðhjálpar 16. október 2019 að undirritaður lagði til að fá til landsins Dr. Robert Carhart Harris frá Imperial College of London til að ræða rannsóknir á lækningargildi sílósíbíns. Stjórn fól í kjölfarið framkvæmdastjóra að vinna málið áfram. Það tók alls þrjá stjórnarfundi að vinna málinu framgöngu. Stjórnarmenn voru hikandi þar sem efnið var á lista yfir bönnuð efni. Þó varð úr að af ráðstefnunni Liggur svarið í náttúrunni varð 22. október árið 2020 og tók Dr. Carhart Harris tók þátt. Þetta var á Covid tímum og var ráðstefnunni streymt og er upptöku af henni að finna hér. Ráðstefnan tókst vel en auk Dr. Carhart Harris tóku þátt í henni íslenskir læknar, sálfræðingur og stjórnmálamaður auk þeirra sem deildu reynslu sinni. Í kjölfarið tók undirritaður ásamt öðrum stjórnarmanni félagsins frumkvæði á eigin vegum að ná tengslum við breska fyrirtækið Compass Pathways sem sinnti rannsóknum á sílósíbíni beggja vegna Atlantsála. Sú tenging tókst og 17. september 2021 komu frumkvöðull og forstjóri þess George Goldsmith sálfræðingur, lækningastjóri Guy Goodwin geðlæknir og starfsmannastjóri Alice Gaillard til landsins í heimsókn. Heimsóknin var alfarið einkaframtak tveggja einstaklinga. Þau funduðu með Lyfjastofnun, áhugasömum haghöfum s.s. formanni geðlæknafélagsins og sálfræðingafélagsins, forstöðufólki innan geðheilbrigðisþjónustu Heilsugæslunnar og Landspítalans og forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Þau heimsóttu í lok þessa dags forseta Íslands og forsetafrú. Marmið okkar var að stuðla að því að Ísland gæti bæst við þau lönd sem voru þátttakendur í þriðja fasa tilrauna fyrirtækisins með sílósíbíns í lækningarskyni við þrálátu þunglyndi (e. treatment resistant depression). Samtal hófst í kjölfarið milli yfirlæknis á geðsviði Landspítala og fyrirtækisins sem endaði með því að ekki varð af samstarfi sökum ástæðna sem ekki verða raktar hér. Nú í upphafi árs 2023 m.a. eftir ágæta alþjóðlega ráðstefnu um notkun sílósíbíns og annarra hugvíkkandi efna í lækningaskyni sem haldin var af frumkvæði Söru Maríu Júlíudóttur í Hörpu, hefur umræðan um efnin og mögulegt lækninggildi þeirra tekið stakkaskiptum. Ekki einungis hefur hún magnast hér á landi heldur einnig beggja vegna Atlantshafsins. Margir eru á því að þessi þriðja tilraun hins vestræna heims að tileinka sér eiginleika þessara efna muni takast. Tilraun sem hófst árið 1999 með frumkvæði sálfræðingsins Roland Griffiths prófessors við John Hopkins háskóla sem fékk undanþágu Bandaríska Lyfjaeftirlitsins til þess að nota sílósíbíns í tilraunum við meðferð krabbameinssjúklinga. Er ég gekk út af ofan nefndri ráðstefnu bærðust ólíkar tilfinningar í brjósti. Annars vegar von en hins vegar hljómuðu orð séra Friðriks, sem íþróttafélagið Valur hefur gert af sínum einkunnarorðum í huga: „látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði.“ Það er mikilvægt að halda góðu og yfirveguðu jafnvægi á milli þessara þátta. Landssamtökin Geðhjálp hafa frá árinu 2019 tekið frumkvæði í umræðunni um mögulega notkun hugvíkkandi efna í geðheilbrigðisþjónustu. Okkur þykir það mikilvægt þar sem við störfum á fjölbreyttum vettvangi og hlutverk okkar er að rækta geðheilsu Íslendinga og eitt af áherslusviðum okkar er framsækni. Hvað framtíðin leiðir í ljós í þessum efnum er óljóst. Þó verður það að teljast líklegra en hitt að umrædd efni finni sér farveg inn í geðheilbrigðiskerfi okkar á allra næstu árum. Byggi ég þá afstöðu ekki síst á stöðu rannsókna, ekki bara á sílósíbíns heldur einnig MDMA sem er lengst komið í klínískum rannsóknum. Hvað sem verður er eðlilegt að halda í „varkára von“, því það eru nú einu sinni svo að ef einhver tilfinning getur yfirbugað þann ótta sem gegnumsýrir vestræn samfélög þá er það von. Höfundur er formaður landssamtakanna Geðhjálpar.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun