Upplýsingaóreiða er lýðheilsuvandamál Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar 12. janúar 2023 10:01 Í upphafi nýs árs hefur lengi verið hefð fyrir því að fólk strengi sér áramótaheit. Þau geta verið eins mismunandi eins og þau eru mörg og hefur undirritaður sjálfur sett sér ýmis misgáfuleg markmið, sem hafa vissulega oftast gleymst á nokkrum vikum. Sú tegund áramótaheita sem er ef til vill hvað algengust er að fólk vill fara að huga að heilsu og mataræði í upphafi árs. Allir eru vel mettir af söltum mat og sælgæti eftir hátíðarnar og tilbúnir að nota tímamótin sem meðbyr til þess að umturna lífstílnum. Líkamsræktarstöðvarnar fyllast, auglýsingar um hvers kyns fæðubótaefni, töflur og töfralausnir til að komast í besta form lífsins fylla auglýsingaskilti og tímalínur landsmanna – og allt virðist svo auðvelt. Trúið mér, ég hef fallið fyrir þessu öllu saman! Þá er það stóra spurningin. Hvaða leið er rétt þegar maður ætlar að halda af stað í þessa vegferð? Sjálfur er ég með líklega í kringum tíu mismunandi heilsuáhrifavalda sem ég fylgi á mínum samfélagsmiðlum en gallinn er að þeir segja allir sitt hvorn hlutinn og mæla með mismunandi aðferðum. Hvernig á ég sem hreinræktaður félagsvísindamaður án nokkurs bakgrunns í næringartengdum fræðum að átta mig á því hvort best sé að fara á ketó, djúskúr eða telja macros, borða bara kjöt eða borða ekkert kjöt, nú eða bara fasta bróðurpart sólarhringsins? Það er að minnsta kosti ljóst að allir sem tala fyrir þessum mismunandi leiðum til þess að nærast eru mjög sannfærandi, og ekki get ég gert þetta allt í einu eða hvað? Þetta yfirgnæfandi magn upplýsinga um mataræði sem ég er fullviss um að einkennir ekki bara mína samfélagsmiðla er dæmi um upplýsingaóreiðu. Upplýsingaóreiða er mikið og vaxandi vandamál í nútímasamfélagi, þá sérstaklega á veraldarvefnum. Margir þekkja til hugtaksins í samhengi við falsfréttir og pólitískan málflutning, en upplýsingaóreiða er ekki síður mikil í heilsu- og lífstílstengdum upplýsingum og getur gert einstaklingum erfitt fyrir að nálgast og nýta sér áreiðanlegar upplýsingar um næringu og mataræði til að hlúa að eigin heilsu. Upplýsingaóreiða er þess vegna lýðheilsuvandamál. Hluti af lokaverkefni mínu til BA gráðu fólst í rannsókn á upplýsingaóreiðu um næringu og mataræði á íslenskum samfélagsmiðlareikningum og í íslenskum fjölmiðlum. Niðurstöðurnar sýndu með skýrum hætti að mikið magn misgóðra upplýsinga um næringu og mataræði er til staðar á íslensku bæði á Instagram og helstu vefmiðlum, t.a.m. gaf tæplega þriðjungur íslenskra Instagram reikninga ráðleggingar sem fara gegn opinberum ráðleggingum um næringu. Í heildina hafði minna en helmingur einstaklinga á bakvið viðkomandi reikninga háskólamenntun sem tengist faginu, og af þeim fimm reikningum sem höfðu flesta fylgjendur var einungis einn þar sem einstaklingurinn að baki reikningnum hafði háskólamenntun á sviðinu. Svipað var uppi á teningnum hvað vefmiðla varðar, en þar reyndist um helmingur umfjallana um næringu eða mataræði koma frá þjóðþekktum einstaklingi en einungis þriðjungur frá fagfólki. Það er því ærið tilefni, í upphafi árs þegar margir hverjir hefja sína vegferð til betri heilsu, að hvetja okkur öll eindregið til þess að vera meðvituð um þessa gríðarlegu upplýsingaóreiðu og þá hættu sem hún skapar. Mikilvægt er að leita sér að traustum upplýsingum og nota gagnrýna hugsun til þess að móta sér skoðun og taka þannig ábyrgar ákvarðanir um eigin heilsu. Höfundur er að ljúka námi í miðlun og almannatengslum úr Háskólanum á Bifröst. Fyrir áhugasama má benda á vef Embættis landlæknis þar sem má finna gagnlegar upplýsingar um heilsu og mataræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í upphafi nýs árs hefur lengi verið hefð fyrir því að fólk strengi sér áramótaheit. Þau geta verið eins mismunandi eins og þau eru mörg og hefur undirritaður sjálfur sett sér ýmis misgáfuleg markmið, sem hafa vissulega oftast gleymst á nokkrum vikum. Sú tegund áramótaheita sem er ef til vill hvað algengust er að fólk vill fara að huga að heilsu og mataræði í upphafi árs. Allir eru vel mettir af söltum mat og sælgæti eftir hátíðarnar og tilbúnir að nota tímamótin sem meðbyr til þess að umturna lífstílnum. Líkamsræktarstöðvarnar fyllast, auglýsingar um hvers kyns fæðubótaefni, töflur og töfralausnir til að komast í besta form lífsins fylla auglýsingaskilti og tímalínur landsmanna – og allt virðist svo auðvelt. Trúið mér, ég hef fallið fyrir þessu öllu saman! Þá er það stóra spurningin. Hvaða leið er rétt þegar maður ætlar að halda af stað í þessa vegferð? Sjálfur er ég með líklega í kringum tíu mismunandi heilsuáhrifavalda sem ég fylgi á mínum samfélagsmiðlum en gallinn er að þeir segja allir sitt hvorn hlutinn og mæla með mismunandi aðferðum. Hvernig á ég sem hreinræktaður félagsvísindamaður án nokkurs bakgrunns í næringartengdum fræðum að átta mig á því hvort best sé að fara á ketó, djúskúr eða telja macros, borða bara kjöt eða borða ekkert kjöt, nú eða bara fasta bróðurpart sólarhringsins? Það er að minnsta kosti ljóst að allir sem tala fyrir þessum mismunandi leiðum til þess að nærast eru mjög sannfærandi, og ekki get ég gert þetta allt í einu eða hvað? Þetta yfirgnæfandi magn upplýsinga um mataræði sem ég er fullviss um að einkennir ekki bara mína samfélagsmiðla er dæmi um upplýsingaóreiðu. Upplýsingaóreiða er mikið og vaxandi vandamál í nútímasamfélagi, þá sérstaklega á veraldarvefnum. Margir þekkja til hugtaksins í samhengi við falsfréttir og pólitískan málflutning, en upplýsingaóreiða er ekki síður mikil í heilsu- og lífstílstengdum upplýsingum og getur gert einstaklingum erfitt fyrir að nálgast og nýta sér áreiðanlegar upplýsingar um næringu og mataræði til að hlúa að eigin heilsu. Upplýsingaóreiða er þess vegna lýðheilsuvandamál. Hluti af lokaverkefni mínu til BA gráðu fólst í rannsókn á upplýsingaóreiðu um næringu og mataræði á íslenskum samfélagsmiðlareikningum og í íslenskum fjölmiðlum. Niðurstöðurnar sýndu með skýrum hætti að mikið magn misgóðra upplýsinga um næringu og mataræði er til staðar á íslensku bæði á Instagram og helstu vefmiðlum, t.a.m. gaf tæplega þriðjungur íslenskra Instagram reikninga ráðleggingar sem fara gegn opinberum ráðleggingum um næringu. Í heildina hafði minna en helmingur einstaklinga á bakvið viðkomandi reikninga háskólamenntun sem tengist faginu, og af þeim fimm reikningum sem höfðu flesta fylgjendur var einungis einn þar sem einstaklingurinn að baki reikningnum hafði háskólamenntun á sviðinu. Svipað var uppi á teningnum hvað vefmiðla varðar, en þar reyndist um helmingur umfjallana um næringu eða mataræði koma frá þjóðþekktum einstaklingi en einungis þriðjungur frá fagfólki. Það er því ærið tilefni, í upphafi árs þegar margir hverjir hefja sína vegferð til betri heilsu, að hvetja okkur öll eindregið til þess að vera meðvituð um þessa gríðarlegu upplýsingaóreiðu og þá hættu sem hún skapar. Mikilvægt er að leita sér að traustum upplýsingum og nota gagnrýna hugsun til þess að móta sér skoðun og taka þannig ábyrgar ákvarðanir um eigin heilsu. Höfundur er að ljúka námi í miðlun og almannatengslum úr Háskólanum á Bifröst. Fyrir áhugasama má benda á vef Embættis landlæknis þar sem má finna gagnlegar upplýsingar um heilsu og mataræði.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun