Upplýsingaóreiða er lýðheilsuvandamál Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar 12. janúar 2023 10:01 Í upphafi nýs árs hefur lengi verið hefð fyrir því að fólk strengi sér áramótaheit. Þau geta verið eins mismunandi eins og þau eru mörg og hefur undirritaður sjálfur sett sér ýmis misgáfuleg markmið, sem hafa vissulega oftast gleymst á nokkrum vikum. Sú tegund áramótaheita sem er ef til vill hvað algengust er að fólk vill fara að huga að heilsu og mataræði í upphafi árs. Allir eru vel mettir af söltum mat og sælgæti eftir hátíðarnar og tilbúnir að nota tímamótin sem meðbyr til þess að umturna lífstílnum. Líkamsræktarstöðvarnar fyllast, auglýsingar um hvers kyns fæðubótaefni, töflur og töfralausnir til að komast í besta form lífsins fylla auglýsingaskilti og tímalínur landsmanna – og allt virðist svo auðvelt. Trúið mér, ég hef fallið fyrir þessu öllu saman! Þá er það stóra spurningin. Hvaða leið er rétt þegar maður ætlar að halda af stað í þessa vegferð? Sjálfur er ég með líklega í kringum tíu mismunandi heilsuáhrifavalda sem ég fylgi á mínum samfélagsmiðlum en gallinn er að þeir segja allir sitt hvorn hlutinn og mæla með mismunandi aðferðum. Hvernig á ég sem hreinræktaður félagsvísindamaður án nokkurs bakgrunns í næringartengdum fræðum að átta mig á því hvort best sé að fara á ketó, djúskúr eða telja macros, borða bara kjöt eða borða ekkert kjöt, nú eða bara fasta bróðurpart sólarhringsins? Það er að minnsta kosti ljóst að allir sem tala fyrir þessum mismunandi leiðum til þess að nærast eru mjög sannfærandi, og ekki get ég gert þetta allt í einu eða hvað? Þetta yfirgnæfandi magn upplýsinga um mataræði sem ég er fullviss um að einkennir ekki bara mína samfélagsmiðla er dæmi um upplýsingaóreiðu. Upplýsingaóreiða er mikið og vaxandi vandamál í nútímasamfélagi, þá sérstaklega á veraldarvefnum. Margir þekkja til hugtaksins í samhengi við falsfréttir og pólitískan málflutning, en upplýsingaóreiða er ekki síður mikil í heilsu- og lífstílstengdum upplýsingum og getur gert einstaklingum erfitt fyrir að nálgast og nýta sér áreiðanlegar upplýsingar um næringu og mataræði til að hlúa að eigin heilsu. Upplýsingaóreiða er þess vegna lýðheilsuvandamál. Hluti af lokaverkefni mínu til BA gráðu fólst í rannsókn á upplýsingaóreiðu um næringu og mataræði á íslenskum samfélagsmiðlareikningum og í íslenskum fjölmiðlum. Niðurstöðurnar sýndu með skýrum hætti að mikið magn misgóðra upplýsinga um næringu og mataræði er til staðar á íslensku bæði á Instagram og helstu vefmiðlum, t.a.m. gaf tæplega þriðjungur íslenskra Instagram reikninga ráðleggingar sem fara gegn opinberum ráðleggingum um næringu. Í heildina hafði minna en helmingur einstaklinga á bakvið viðkomandi reikninga háskólamenntun sem tengist faginu, og af þeim fimm reikningum sem höfðu flesta fylgjendur var einungis einn þar sem einstaklingurinn að baki reikningnum hafði háskólamenntun á sviðinu. Svipað var uppi á teningnum hvað vefmiðla varðar, en þar reyndist um helmingur umfjallana um næringu eða mataræði koma frá þjóðþekktum einstaklingi en einungis þriðjungur frá fagfólki. Það er því ærið tilefni, í upphafi árs þegar margir hverjir hefja sína vegferð til betri heilsu, að hvetja okkur öll eindregið til þess að vera meðvituð um þessa gríðarlegu upplýsingaóreiðu og þá hættu sem hún skapar. Mikilvægt er að leita sér að traustum upplýsingum og nota gagnrýna hugsun til þess að móta sér skoðun og taka þannig ábyrgar ákvarðanir um eigin heilsu. Höfundur er að ljúka námi í miðlun og almannatengslum úr Háskólanum á Bifröst. Fyrir áhugasama má benda á vef Embættis landlæknis þar sem má finna gagnlegar upplýsingar um heilsu og mataræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi nýs árs hefur lengi verið hefð fyrir því að fólk strengi sér áramótaheit. Þau geta verið eins mismunandi eins og þau eru mörg og hefur undirritaður sjálfur sett sér ýmis misgáfuleg markmið, sem hafa vissulega oftast gleymst á nokkrum vikum. Sú tegund áramótaheita sem er ef til vill hvað algengust er að fólk vill fara að huga að heilsu og mataræði í upphafi árs. Allir eru vel mettir af söltum mat og sælgæti eftir hátíðarnar og tilbúnir að nota tímamótin sem meðbyr til þess að umturna lífstílnum. Líkamsræktarstöðvarnar fyllast, auglýsingar um hvers kyns fæðubótaefni, töflur og töfralausnir til að komast í besta form lífsins fylla auglýsingaskilti og tímalínur landsmanna – og allt virðist svo auðvelt. Trúið mér, ég hef fallið fyrir þessu öllu saman! Þá er það stóra spurningin. Hvaða leið er rétt þegar maður ætlar að halda af stað í þessa vegferð? Sjálfur er ég með líklega í kringum tíu mismunandi heilsuáhrifavalda sem ég fylgi á mínum samfélagsmiðlum en gallinn er að þeir segja allir sitt hvorn hlutinn og mæla með mismunandi aðferðum. Hvernig á ég sem hreinræktaður félagsvísindamaður án nokkurs bakgrunns í næringartengdum fræðum að átta mig á því hvort best sé að fara á ketó, djúskúr eða telja macros, borða bara kjöt eða borða ekkert kjöt, nú eða bara fasta bróðurpart sólarhringsins? Það er að minnsta kosti ljóst að allir sem tala fyrir þessum mismunandi leiðum til þess að nærast eru mjög sannfærandi, og ekki get ég gert þetta allt í einu eða hvað? Þetta yfirgnæfandi magn upplýsinga um mataræði sem ég er fullviss um að einkennir ekki bara mína samfélagsmiðla er dæmi um upplýsingaóreiðu. Upplýsingaóreiða er mikið og vaxandi vandamál í nútímasamfélagi, þá sérstaklega á veraldarvefnum. Margir þekkja til hugtaksins í samhengi við falsfréttir og pólitískan málflutning, en upplýsingaóreiða er ekki síður mikil í heilsu- og lífstílstengdum upplýsingum og getur gert einstaklingum erfitt fyrir að nálgast og nýta sér áreiðanlegar upplýsingar um næringu og mataræði til að hlúa að eigin heilsu. Upplýsingaóreiða er þess vegna lýðheilsuvandamál. Hluti af lokaverkefni mínu til BA gráðu fólst í rannsókn á upplýsingaóreiðu um næringu og mataræði á íslenskum samfélagsmiðlareikningum og í íslenskum fjölmiðlum. Niðurstöðurnar sýndu með skýrum hætti að mikið magn misgóðra upplýsinga um næringu og mataræði er til staðar á íslensku bæði á Instagram og helstu vefmiðlum, t.a.m. gaf tæplega þriðjungur íslenskra Instagram reikninga ráðleggingar sem fara gegn opinberum ráðleggingum um næringu. Í heildina hafði minna en helmingur einstaklinga á bakvið viðkomandi reikninga háskólamenntun sem tengist faginu, og af þeim fimm reikningum sem höfðu flesta fylgjendur var einungis einn þar sem einstaklingurinn að baki reikningnum hafði háskólamenntun á sviðinu. Svipað var uppi á teningnum hvað vefmiðla varðar, en þar reyndist um helmingur umfjallana um næringu eða mataræði koma frá þjóðþekktum einstaklingi en einungis þriðjungur frá fagfólki. Það er því ærið tilefni, í upphafi árs þegar margir hverjir hefja sína vegferð til betri heilsu, að hvetja okkur öll eindregið til þess að vera meðvituð um þessa gríðarlegu upplýsingaóreiðu og þá hættu sem hún skapar. Mikilvægt er að leita sér að traustum upplýsingum og nota gagnrýna hugsun til þess að móta sér skoðun og taka þannig ábyrgar ákvarðanir um eigin heilsu. Höfundur er að ljúka námi í miðlun og almannatengslum úr Háskólanum á Bifröst. Fyrir áhugasama má benda á vef Embættis landlæknis þar sem má finna gagnlegar upplýsingar um heilsu og mataræði.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar