Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek skrifar 9. janúar 2023 15:00 Til að Ísland tapi ekki í samkeppni þurfa nýsköpunar- og tæknifyrirtækin okkar að geta ráðið til sín fólk. Lög um atvinnuréttindi útlendinga eru of stíf og hindra okkur í þessari samkeppni. Í rúm fimm ár hefur því ítrekað verið lofað að til standi að auðvelda ráðningar erlendra sérfræðinga en lítið gerst hingað til. Nú er hins vegar loksins komið fram frumvarp um þetta í samráðsgátt stjórnvalda sem er vel. Í grunninn snýr frumvarpið að því að búa til svokallaðan jákvæðan starfalista, eða „jálista“, að danskri fyrirmynd. Hugmyndin er sú að ef að það er vitað að það vanti kokka eða forritara þá á ekki að þurfa ekki að fara í gegnum hverja einustu atvinnuleyfisumsókn með þessum störfum og staðfesta í hvert skipti að ekki hafi fundist neinn á EES-svæðinu til að vinna þau. Við vitum að þörfin er til staðar. Til að hrósa þegar hrós er verðskuldað yrði það til talsverðra bóta ef tilögurnar um jálistann sem hafa verið birtar næðu fram að ganga enda hefur undirritaður lengi talað fyrir jálista. Þetta er yfirveguð nálgun sem minnkar skriffinnsku, bætir samkeppnishæfni en passar um upp á réttindi þeirra sem fyrir eru á hinum íslenska vinnumarkaði. Eflaust mætti stíga stærri skref og það hafa nokkur ríki gert. Atvinnuleyfi vegna sérfræðiþekkingar gildaþannig áfram í tvö á að hámarki en í nýlegum lögum í Frakklandi er sambærilegur tími fjögur ár. Þá vantar enn aðeins upp á lögin geri ráð fyrir að innflytjendur geti sjálfir verið fjárfestar og vinnuveitendur, en ekki aðeins launþegar. Þau mál þarf að vinna áfram. Loks má spyrja sig hvort áfram sé nauðsynlegt að láta atvinnuleyfi fylgja vinnuveitanda, sérstaklega í störfum á jálista, en mögulega er það of stór breyting til að taka á þessari stundu. Önnur leið er þó sem gæti náð svipuðum réttarbótum. Í dag má framlengja dvalarleyfi sérfræðinga um þrjá mánuði þegar fólk missir vinnuna svo það geti fundið sér aðra. Annars missir það dvalarleyfið. Það er ansi knappur tími fyrir atvinnuleit. Skynsamlegt væri að lengja þennan tíma í 6-12 mánuði. Það væri jákvætt ef unnt væri að ná fram slíkum breytingum fram í meðferð þingsins. Slíkar breytingar myndu tryggja en betur markmið frumvarpsins um samkeppnishæfni Íslands og um leið bæta öryggi þeirra erlendu sérfræðinga sem flytjast hingað búferlum með fjölskyldur sínar til að taka þátt í íslensku atvinnulífi. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Pawel Bartoszek Nýsköpun Vinnumarkaður Alþingi Tækni Innflytjendamál Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Til að Ísland tapi ekki í samkeppni þurfa nýsköpunar- og tæknifyrirtækin okkar að geta ráðið til sín fólk. Lög um atvinnuréttindi útlendinga eru of stíf og hindra okkur í þessari samkeppni. Í rúm fimm ár hefur því ítrekað verið lofað að til standi að auðvelda ráðningar erlendra sérfræðinga en lítið gerst hingað til. Nú er hins vegar loksins komið fram frumvarp um þetta í samráðsgátt stjórnvalda sem er vel. Í grunninn snýr frumvarpið að því að búa til svokallaðan jákvæðan starfalista, eða „jálista“, að danskri fyrirmynd. Hugmyndin er sú að ef að það er vitað að það vanti kokka eða forritara þá á ekki að þurfa ekki að fara í gegnum hverja einustu atvinnuleyfisumsókn með þessum störfum og staðfesta í hvert skipti að ekki hafi fundist neinn á EES-svæðinu til að vinna þau. Við vitum að þörfin er til staðar. Til að hrósa þegar hrós er verðskuldað yrði það til talsverðra bóta ef tilögurnar um jálistann sem hafa verið birtar næðu fram að ganga enda hefur undirritaður lengi talað fyrir jálista. Þetta er yfirveguð nálgun sem minnkar skriffinnsku, bætir samkeppnishæfni en passar um upp á réttindi þeirra sem fyrir eru á hinum íslenska vinnumarkaði. Eflaust mætti stíga stærri skref og það hafa nokkur ríki gert. Atvinnuleyfi vegna sérfræðiþekkingar gildaþannig áfram í tvö á að hámarki en í nýlegum lögum í Frakklandi er sambærilegur tími fjögur ár. Þá vantar enn aðeins upp á lögin geri ráð fyrir að innflytjendur geti sjálfir verið fjárfestar og vinnuveitendur, en ekki aðeins launþegar. Þau mál þarf að vinna áfram. Loks má spyrja sig hvort áfram sé nauðsynlegt að láta atvinnuleyfi fylgja vinnuveitanda, sérstaklega í störfum á jálista, en mögulega er það of stór breyting til að taka á þessari stundu. Önnur leið er þó sem gæti náð svipuðum réttarbótum. Í dag má framlengja dvalarleyfi sérfræðinga um þrjá mánuði þegar fólk missir vinnuna svo það geti fundið sér aðra. Annars missir það dvalarleyfið. Það er ansi knappur tími fyrir atvinnuleit. Skynsamlegt væri að lengja þennan tíma í 6-12 mánuði. Það væri jákvætt ef unnt væri að ná fram slíkum breytingum fram í meðferð þingsins. Slíkar breytingar myndu tryggja en betur markmið frumvarpsins um samkeppnishæfni Íslands og um leið bæta öryggi þeirra erlendu sérfræðinga sem flytjast hingað búferlum með fjölskyldur sínar til að taka þátt í íslensku atvinnulífi. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun