Gott að eldast Willum Þór Þórsson skrifar 21. desember 2022 16:01 Það að eldast er gæfa og við sem á eftir komum eigum fyrri kynslóðum margt að þakka. Aldursamsetning þjóðarinnar er að breytast vegna þess að velferðarkerfið okkar er gott. Þessi breyting er því ekki aðeins jákvæð heldur líka fyrirsjáanleg og það er okkur sem samfélagi mikilvægt að undirbúa hana vel. Við þurfum að byggja upp aldursvænt samfélag þar sem borin er virðing fyrir einstaklingnum og þörfum hans á öllum æviskeiðum. Við þurfum að gera öllum kleift að viðhalda færni, virkni og sjálfstæði um leið og við þurfum að vera tilbúin að grípa einstaklinga sem þurfa á auknum stuðningi velferðarkerfisins að halda. En hvernig náum við því markmiði? Heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk Í sumar var viljayfirlýsing um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk undirrituð af heilbrigðisráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landsambandi eldri borgara. Verkefnastjórn, skipuð af heilbrigðisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra, var falið að leiða heildarendurskoðunina og leggja fram aðgerðaráætlun eftir ár sem næði til fjögurra ára. Hefur verkefnið hlotið nafnið: Gott að eldast. Það er ekki einfalt verkefni sem verkefnastjórnin fékk í hendurnar en nú, aðeins nokkrum mánuðum síðar, hafa drög að metnaðarfullri þingsályktunartillögu um aðgerðaráætlun verið sett í samráðsgátt stjórnvalda. Drögin eru opin öllum til umsagnar. Áherslurnar sem birtast í aðgerðaráætluninni eru bæði í takt við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og alþjóðlegar áherslur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og Sameinuðu þjóðanna sem saman hafa tileinkað áratuginum heilbrigðri öldrun. Samvinna Verkefnastjórnin hefur lagt ríka áherslu á samvinnu og samráð í sinni vinnu þar sem málaflokkurinn hefur marga snertifleti. Sú áhersla endurspeglast vel í aðgerðaráætluninni sem byggir á fimm stoðum sem snúa að samþættingu, virkni, upplýsingum, þróun og heimili. Lagt er upp með ýmis þróunarverkefni í áætluninni þar sem árangur nýjunga og umbóta er metinn kerfisbundið. Þannig munu verkefnin nýtast sem best við ákvarðanatöku um framtíðarskipulag þjónustu við elda fólk. Það er mikilvægt að eitt þjónustustig taki hnökralaust við af öðru og ábyrgð á þjónustuþáttum milli aðila sé skýr. Nálgun ólíkra fagstétta og fjölbreytt úrræði eru nauðsynleg en til þess að kerfið vinni sem ein heild þarf gott upplýsingaflæði. Með skilvirkri og öruggri upplýsingagjöf aukast gæði þjónustunnar og á því er sérstaklega tekið í aðgerðaáætluninni. Í því samhengi er nýsköpun ásamt starfrænum lausnum mikilvæg. Skýr framtíðarsýn Gott að eldast er verkefni þjóðarinnar. Einstaklingurinn er þungamiðjan sem verkefnið og velferðarkerfið snýst um. Einstaklingurinn á að hafa aðgang að fjölbreyttri og samþættri þjónustu. Hvort sem það er heilbrigðisþjónusta, félagsþjónusta eða önnur stuðningsþjónusta. Heima eða í öðrum búsetuúrræðum. Við vitum hvert við viljum stefna en til þess að ákvarða hvaða leiðir eru best til þess fallnar er verkefni eins og þetta mikilvæg varða. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Willum Þór Þórsson Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Það að eldast er gæfa og við sem á eftir komum eigum fyrri kynslóðum margt að þakka. Aldursamsetning þjóðarinnar er að breytast vegna þess að velferðarkerfið okkar er gott. Þessi breyting er því ekki aðeins jákvæð heldur líka fyrirsjáanleg og það er okkur sem samfélagi mikilvægt að undirbúa hana vel. Við þurfum að byggja upp aldursvænt samfélag þar sem borin er virðing fyrir einstaklingnum og þörfum hans á öllum æviskeiðum. Við þurfum að gera öllum kleift að viðhalda færni, virkni og sjálfstæði um leið og við þurfum að vera tilbúin að grípa einstaklinga sem þurfa á auknum stuðningi velferðarkerfisins að halda. En hvernig náum við því markmiði? Heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk Í sumar var viljayfirlýsing um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk undirrituð af heilbrigðisráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landsambandi eldri borgara. Verkefnastjórn, skipuð af heilbrigðisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra, var falið að leiða heildarendurskoðunina og leggja fram aðgerðaráætlun eftir ár sem næði til fjögurra ára. Hefur verkefnið hlotið nafnið: Gott að eldast. Það er ekki einfalt verkefni sem verkefnastjórnin fékk í hendurnar en nú, aðeins nokkrum mánuðum síðar, hafa drög að metnaðarfullri þingsályktunartillögu um aðgerðaráætlun verið sett í samráðsgátt stjórnvalda. Drögin eru opin öllum til umsagnar. Áherslurnar sem birtast í aðgerðaráætluninni eru bæði í takt við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og alþjóðlegar áherslur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og Sameinuðu þjóðanna sem saman hafa tileinkað áratuginum heilbrigðri öldrun. Samvinna Verkefnastjórnin hefur lagt ríka áherslu á samvinnu og samráð í sinni vinnu þar sem málaflokkurinn hefur marga snertifleti. Sú áhersla endurspeglast vel í aðgerðaráætluninni sem byggir á fimm stoðum sem snúa að samþættingu, virkni, upplýsingum, þróun og heimili. Lagt er upp með ýmis þróunarverkefni í áætluninni þar sem árangur nýjunga og umbóta er metinn kerfisbundið. Þannig munu verkefnin nýtast sem best við ákvarðanatöku um framtíðarskipulag þjónustu við elda fólk. Það er mikilvægt að eitt þjónustustig taki hnökralaust við af öðru og ábyrgð á þjónustuþáttum milli aðila sé skýr. Nálgun ólíkra fagstétta og fjölbreytt úrræði eru nauðsynleg en til þess að kerfið vinni sem ein heild þarf gott upplýsingaflæði. Með skilvirkri og öruggri upplýsingagjöf aukast gæði þjónustunnar og á því er sérstaklega tekið í aðgerðaáætluninni. Í því samhengi er nýsköpun ásamt starfrænum lausnum mikilvæg. Skýr framtíðarsýn Gott að eldast er verkefni þjóðarinnar. Einstaklingurinn er þungamiðjan sem verkefnið og velferðarkerfið snýst um. Einstaklingurinn á að hafa aðgang að fjölbreyttri og samþættri þjónustu. Hvort sem það er heilbrigðisþjónusta, félagsþjónusta eða önnur stuðningsþjónusta. Heima eða í öðrum búsetuúrræðum. Við vitum hvert við viljum stefna en til þess að ákvarða hvaða leiðir eru best til þess fallnar er verkefni eins og þetta mikilvæg varða. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun