Aldrei séð annað eins ástand í Krónunni Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2022 18:20 Vítamíns- og íþróttadrykkurinn Prime seldist upp á nokkrum klukkustundum en hver viðskiptavinur Krónunnar mátti ekki kaupa fleiri en tólf flöskur. Vísir/Lillý Öngþveiti skapaðist í verslunum Krónunnar í dag þegar Prime vítamíns- og íþróttadrykkur var tekinn í sölu. Drykkurinn seldist hratt upp en hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og er hann að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. Markús Andri Sigurðsson, vöruflokkastjóri hjá Krónunni, segir að þar á bæ hafi álíka ástand aldrei sést áður. „Það voru mun fleiri sem könnuðust við vöruna en við bjuggumst við. Hún seldist upp á nokkrum klukkustundum,“ segir Markús. Eftirspurnin var svo mikil að viðskiptavinum Krónunnar var bannað að kaupa fleiri en tólf flöskur af Prime í dag. „Við vildum að sem flestir gætu keypt og smakkað og höfðum áhyggjur af því að einhverjir myndu kaupa mjög margar flöskur.“ Markús segir að mögulega hefði verið hægt að takmarka fjöldann enn frekar því mun færri hafa komist að en vildu. Ekki liggur fyrir hvenær næsta sending kemur til landsins. Skjáskot af Instagramsögu Krónunnar, þar sem sjá má hvernig flöskurnar seldust upp á nokkrum klukkustundum. Heimsfrægir áhrifavaldar tóku höndum saman Í kjölfar þess að drykkurinn seldist upp í verslunum hafa flöskur af Prime verið til sölu á samfélagsmiðlum fyrir fúlgur fjár. Slík sala hefur einnig átt sér stað áður en drykkurinn rataði hingað til lands og en fólk hefur keypt flöskur að utan og selt á netinu. Prime er framleiddur af tveimur áhrifavöldum sem njóta mikillar frægðar á heimsvísu. Þeir kallast KSI og Logan Paul. Þeir voru meðal annars andstæðingar í boxhringnum áður en þeir fóru að vinna saman að Prime og síðan þá hafa þeir notað umsvif sín á samfélagsmiðlum til að vekja athygli á drykknum, aðallega meðal ungs fólks, og selja hann. Byrjað var að selja Prime í Bretlandi í október og þar var eftirspurnin gífurleg. Langar biðraðir mynduðst við verslanir Asda, sem seldi drykkinn þar, og var fólki ekki leyft að kaupa fleiri en þrjár flöskur í einu, samkvæmt frétt Guardian. Í lok október bárust fregnir af því í Bretlandi að flaska af Prime hafi verið til sölu á eBay á tíu þúsund pund. Asda seldi flöskuna á tvö pund. Uppfært: KSI tísti fyrr í kvöld um að Prime væri nú fáanlegt á Íslandi og ítrekaði að hann væri að tala um landið, ekki bresku verslunina. Tístið birti hann þó eftir að drykkurinn varð uppseldur. PRIME IS NOW IN ICELAND. It s in Kronan and N1. Enjoy pic.twitter.com/OEwcK84bcl— ksi (@KSI) December 15, 2022 Samfélagsmiðlar Verslun Orkudrykkir Neytendur Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Sjá meira
Markús Andri Sigurðsson, vöruflokkastjóri hjá Krónunni, segir að þar á bæ hafi álíka ástand aldrei sést áður. „Það voru mun fleiri sem könnuðust við vöruna en við bjuggumst við. Hún seldist upp á nokkrum klukkustundum,“ segir Markús. Eftirspurnin var svo mikil að viðskiptavinum Krónunnar var bannað að kaupa fleiri en tólf flöskur af Prime í dag. „Við vildum að sem flestir gætu keypt og smakkað og höfðum áhyggjur af því að einhverjir myndu kaupa mjög margar flöskur.“ Markús segir að mögulega hefði verið hægt að takmarka fjöldann enn frekar því mun færri hafa komist að en vildu. Ekki liggur fyrir hvenær næsta sending kemur til landsins. Skjáskot af Instagramsögu Krónunnar, þar sem sjá má hvernig flöskurnar seldust upp á nokkrum klukkustundum. Heimsfrægir áhrifavaldar tóku höndum saman Í kjölfar þess að drykkurinn seldist upp í verslunum hafa flöskur af Prime verið til sölu á samfélagsmiðlum fyrir fúlgur fjár. Slík sala hefur einnig átt sér stað áður en drykkurinn rataði hingað til lands og en fólk hefur keypt flöskur að utan og selt á netinu. Prime er framleiddur af tveimur áhrifavöldum sem njóta mikillar frægðar á heimsvísu. Þeir kallast KSI og Logan Paul. Þeir voru meðal annars andstæðingar í boxhringnum áður en þeir fóru að vinna saman að Prime og síðan þá hafa þeir notað umsvif sín á samfélagsmiðlum til að vekja athygli á drykknum, aðallega meðal ungs fólks, og selja hann. Byrjað var að selja Prime í Bretlandi í október og þar var eftirspurnin gífurleg. Langar biðraðir mynduðst við verslanir Asda, sem seldi drykkinn þar, og var fólki ekki leyft að kaupa fleiri en þrjár flöskur í einu, samkvæmt frétt Guardian. Í lok október bárust fregnir af því í Bretlandi að flaska af Prime hafi verið til sölu á eBay á tíu þúsund pund. Asda seldi flöskuna á tvö pund. Uppfært: KSI tísti fyrr í kvöld um að Prime væri nú fáanlegt á Íslandi og ítrekaði að hann væri að tala um landið, ekki bresku verslunina. Tístið birti hann þó eftir að drykkurinn varð uppseldur. PRIME IS NOW IN ICELAND. It s in Kronan and N1. Enjoy pic.twitter.com/OEwcK84bcl— ksi (@KSI) December 15, 2022
Samfélagsmiðlar Verslun Orkudrykkir Neytendur Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“