Réttu megin við strikið Oddný G. Harðardóttir skrifar 8. desember 2022 16:00 Við í Samfylkingunni sjáum, ólíkt ríkisstjórninni og stjórnarflokkunum, að nauðsynlegt er að huga sérstaklega að stöðu heimila þegar verðbólga er í sögulegu hámarki. Áhrifin á heimilisbókhaldið eru mest hjá millitekjuhópunum og fólki á lægstu laununum. Við eigum að læra af hinum norrænu ríkjunum, líta til norrænna velferðarsamfélaga eftir fyrirmyndum til að jafna leikinn. Þar er húsnæðisstuðningur og stuðningur við barnafjölskyldur mun öflugri en hér og svínvirkar. Við viljum að jöfnunarkerfin okkar virki jafn vel og þar og þess vegna leggjum við til að fjárlagafrumvarpinu verði breytt í þeim anda. Leigjendur Húsnæðisbætur til leigjenda með lágar tekjur hafa ekki fylgt hækkun á húsaleigu undanfarin ár enda stóðu bæturnar í stað frá árinu 2017 og fram á mitt þetta ár. Þá voru húsnæðibætur hækkaðar um 10%, en leiguverð hefur hækkað að meðaltali um 35% frá árinu 2017. Samfylkingin leggur til að bæturnar verði hækkaðar um 10% strax um áramótin, til viðbótar hækkuninni frá því í sumar. Við höfum auk þess nú þegar lagt til á Alþingi að komið verði á leigubremsu á leigumarkaði líkt og verkalýðshreyfingin hefur ítrekað kallað eftir og ríkisstjórnin lofað en svikið. Eigendur Vaxtabótakerið hefur markvisst verið veikt frá árinu 2014 og nú er svo komið að það þjónar ekki tilgangi sínum. Við teljum afar mikilvægt á tímum verðbólgu og vaxtahækkana að skerðingarmörk vegna eigna í vaxtabótakerfinu verði hækkuð í samræmi við hækkun íbúðaverðs sem orðið hefur undanfarin ár. Hækkunin gengi að mestu til þeirra sem búa einir og einstæðra foreldra með lágar tekjur. Það er að segja til þeirra sem verða ekki fyrir miklum skerðingum vegna tekna en eiga eign sem er nálægt efri mörkum eignaskerðingarinnar. Barnafjölskyldur Það er ekkert nýtt að Samfylkingin tali fyrir stuðningi við barnafjölskyldur en nú hljóta allir að fallast á nauðsyn þess að beita barnabótakerfinu markvisst vegna hækkunar á nauðsynjavörum nú um stundir. Ísland hefur lengi verið eftirbátur hinna norrænu ríkjanna þegar kemur að greiðslum vegna framfærslu barna. Barnabætur dragast saman að raunvirði milli áranna 2022 og 2023 ef núverandi fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt. Bæturnar byrja að skerðast við lægstu laun. Við viljum hækka fjárhæð með hverju barni og sjá til þess að greiðslurnar nái til fleiri fjölskyldna en þær gera í dag. Verði þessar tillögur Samfylkingarinnar samþykktar munu þær verja heimili og barnafjölskyldur landsins í núverandi efnahagsástandi. Við vitum og þekkjum vel hvernig þessi jöfnunartæki virka og við munum fylgja þessum raunhæfu tillögum fast á eftir í þinginu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Alþingi Félagsmál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við í Samfylkingunni sjáum, ólíkt ríkisstjórninni og stjórnarflokkunum, að nauðsynlegt er að huga sérstaklega að stöðu heimila þegar verðbólga er í sögulegu hámarki. Áhrifin á heimilisbókhaldið eru mest hjá millitekjuhópunum og fólki á lægstu laununum. Við eigum að læra af hinum norrænu ríkjunum, líta til norrænna velferðarsamfélaga eftir fyrirmyndum til að jafna leikinn. Þar er húsnæðisstuðningur og stuðningur við barnafjölskyldur mun öflugri en hér og svínvirkar. Við viljum að jöfnunarkerfin okkar virki jafn vel og þar og þess vegna leggjum við til að fjárlagafrumvarpinu verði breytt í þeim anda. Leigjendur Húsnæðisbætur til leigjenda með lágar tekjur hafa ekki fylgt hækkun á húsaleigu undanfarin ár enda stóðu bæturnar í stað frá árinu 2017 og fram á mitt þetta ár. Þá voru húsnæðibætur hækkaðar um 10%, en leiguverð hefur hækkað að meðaltali um 35% frá árinu 2017. Samfylkingin leggur til að bæturnar verði hækkaðar um 10% strax um áramótin, til viðbótar hækkuninni frá því í sumar. Við höfum auk þess nú þegar lagt til á Alþingi að komið verði á leigubremsu á leigumarkaði líkt og verkalýðshreyfingin hefur ítrekað kallað eftir og ríkisstjórnin lofað en svikið. Eigendur Vaxtabótakerið hefur markvisst verið veikt frá árinu 2014 og nú er svo komið að það þjónar ekki tilgangi sínum. Við teljum afar mikilvægt á tímum verðbólgu og vaxtahækkana að skerðingarmörk vegna eigna í vaxtabótakerfinu verði hækkuð í samræmi við hækkun íbúðaverðs sem orðið hefur undanfarin ár. Hækkunin gengi að mestu til þeirra sem búa einir og einstæðra foreldra með lágar tekjur. Það er að segja til þeirra sem verða ekki fyrir miklum skerðingum vegna tekna en eiga eign sem er nálægt efri mörkum eignaskerðingarinnar. Barnafjölskyldur Það er ekkert nýtt að Samfylkingin tali fyrir stuðningi við barnafjölskyldur en nú hljóta allir að fallast á nauðsyn þess að beita barnabótakerfinu markvisst vegna hækkunar á nauðsynjavörum nú um stundir. Ísland hefur lengi verið eftirbátur hinna norrænu ríkjanna þegar kemur að greiðslum vegna framfærslu barna. Barnabætur dragast saman að raunvirði milli áranna 2022 og 2023 ef núverandi fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt. Bæturnar byrja að skerðast við lægstu laun. Við viljum hækka fjárhæð með hverju barni og sjá til þess að greiðslurnar nái til fleiri fjölskyldna en þær gera í dag. Verði þessar tillögur Samfylkingarinnar samþykktar munu þær verja heimili og barnafjölskyldur landsins í núverandi efnahagsástandi. Við vitum og þekkjum vel hvernig þessi jöfnunartæki virka og við munum fylgja þessum raunhæfu tillögum fast á eftir í þinginu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar