Portúgal flaug inn í átta liða úrslitin Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. desember 2022 20:53 Goncalo Ramos skoraði þrennu fyrir Portúgal og lagði upp eitt til viðbótar. Eric Verhoeven/Soccrates/Getty Images Portúgal varð í kvöld seinasta þjóðin til að tryggja sér sæti í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í Katar er liðið vann öruggan 6-1 sigur gegn Sviss. Gonçalo Ramos, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Cristiano Ronaldo, stal senunni og skoraði þrennu. Það varð fljótlega ljóst í hvað stefndi eftir að leikurinn hófst því portúgalska liðið hafði mikla yfirburði frá fyrstu mínútu. Liðið náði forystunni strax á 17. mínútu með marki frá Gonçalo Ramos áður en hinn margreyndi Pepe bætti öðru marki við með skalla eftir rúmlega hálftíma leik. Ekki urðu mörkin fleiri í fyrri hálfleik og staðan var því 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Gonçalo Ramos var svo aftur á ferðinni á 51. mínútu leiksins þegar hann breytti stöðunni í 3-0 og fjórum mínútum síðar lagði hann upp fjórða mark lísisn fyrir Raphael Guerreiro. Eftir rétt tæplega klukkutíma leik náði Svisslendingar að klóra aðeins í bakkann þegar Mauel Akanji setti boltann í netið eftir hornspyrnu frá Xherdan Shaqiri, en Gonçalo Ramos innsiglaði þrennu sína á 67. mínútu leiksins og kom portúgalska liðinu í 5-1. Rafael Leao gerði svo endanlega út um leikinn þegar hann skoraði sjötta mark Portúgal í uppbótartíma. Portúgal er því á leið í átta liða úrslit HM þar sem liðið mætir Marokkó sem hafði betur gegn Spánverjum í vítaspyrnukeppni fyrr í dag. Svisslendingar hafa hins vegar lokið leik á HM og eru á heimleið. HM 2022 í Katar Fótbolti
Portúgal varð í kvöld seinasta þjóðin til að tryggja sér sæti í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í Katar er liðið vann öruggan 6-1 sigur gegn Sviss. Gonçalo Ramos, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Cristiano Ronaldo, stal senunni og skoraði þrennu. Það varð fljótlega ljóst í hvað stefndi eftir að leikurinn hófst því portúgalska liðið hafði mikla yfirburði frá fyrstu mínútu. Liðið náði forystunni strax á 17. mínútu með marki frá Gonçalo Ramos áður en hinn margreyndi Pepe bætti öðru marki við með skalla eftir rúmlega hálftíma leik. Ekki urðu mörkin fleiri í fyrri hálfleik og staðan var því 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Gonçalo Ramos var svo aftur á ferðinni á 51. mínútu leiksins þegar hann breytti stöðunni í 3-0 og fjórum mínútum síðar lagði hann upp fjórða mark lísisn fyrir Raphael Guerreiro. Eftir rétt tæplega klukkutíma leik náði Svisslendingar að klóra aðeins í bakkann þegar Mauel Akanji setti boltann í netið eftir hornspyrnu frá Xherdan Shaqiri, en Gonçalo Ramos innsiglaði þrennu sína á 67. mínútu leiksins og kom portúgalska liðinu í 5-1. Rafael Leao gerði svo endanlega út um leikinn þegar hann skoraði sjötta mark Portúgal í uppbótartíma. Portúgal er því á leið í átta liða úrslit HM þar sem liðið mætir Marokkó sem hafði betur gegn Spánverjum í vítaspyrnukeppni fyrr í dag. Svisslendingar hafa hins vegar lokið leik á HM og eru á heimleið.