„Við erum ekki vandamálið en við glímum við það“ Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir skrifar 30. nóvember 2022 08:00 Umræðan um fíknsjúkdóminn er farin að vera meira áberandi í samfélaginu, sérstaklega um þau úrræði sem eru nauðsynleg fyrir þá sem glíma við vandann; hvort sem það er skaðaminnkun, meðferð, áfangaheimili eða annað. Á sama tíma er annar hópur sem er minna rætt um: börn sem eiga foreldra með fíknivanda en mörg þeirra alast jafnvel upp með foreldri á heimilinu í virkri áfengis- eða vímuefnaneyslu. Þegar börn eiga foreldri með fíknivanda læra þau oft að það sé betra að segja engum frá því, að þetta sé einkamál fjölskyldunnar og að allt eigi að líta út fyrir að vera í himnalagi. Aðrir í fjölskyldunni byrja jafnvel að breyta hegðun sinni til þess að fela eða gera lítið úr vandanum og viðhalda viðkvæmu jafnvægi fjölskyldulífsins. Við þessar aðstæður fá börnin oft ekki að vita hvað sé raunverulega í gangi þar sem tekin er ákvörðun um að vernda þau og segja þeim hálfsannleika á borð við að pabbi sé með flensu, mamma hafi farið í sveitina í nokkrar vikur og jú - það sé allt í lagi. Þegar barnið eldist og áttar sig á hver staðan raunverulega var, að pabbi var undir áhrifum vímuefna og mamma var í meðferð, hefur barnið með tímanum lært óskrifaðar reglur: Ekki treysta öðrum í fjölskyldunni, ekki tala um vandann og ekki sýna tilfinningar þínar. Að elska mömmu en hata sjúkdóminn Að alast upp með foreldri með fíknsjúkdóm getur verið krefjandi áskorun og er oft erfitt fyrir börn að skilja aðstæður sínar. Mörg börn upplifa mikla óvissu á heimilinu, eru einmana, óörugg og einangra sig. Í sálfræðiþjónustu barna hjá SÁÁ er lögð áhersla á að kynna fíknsjúkdóminn og þróun hans fyrir börnunum, útskýra fyrir þeim tilfinningar og eðli þeirra og upplýsa þau um að þau séu ekki ein í þessum aðstæðum. Þau fá að vita að það sé eðlilegt að finna fyrir ýmsum tilfinningum og hugsunum sem geti verið erfitt að vinna úr og að sjúkdómurinn og foreldri þeirra séu ekki ein órofin heild heldur tvennt ólíkt; það sé í lagi að elska mömmu en hata sjúkdóminn. Talið er að um 16-20 þúsund börn á Íslandi eigi foreldri með fíknivanda og til dagsins í dag hafa tæplega 1.500 börn fengið sálfræðiþjónustu hjá SÁÁ. Í apríl 2021 náðum við þeim merka áfanga að börn þurftu ekki að bíða eftir að fá viðtöl. Síðan þá hefur þörfin aukist og nú bíða rúmlega 130 börn eftir þjónustu og er biðtíminn um 7 mánuðir. Sálfræðiþjónusta SÁÁ fyrir börn er niðurgreidd með sjálfsaflafé samtakanna og stuðningi Reykjavíkurborgar, Lýðheilsusjóðs og Mennta- og barnamálaráðuneytisins. Mikil þörf er á auknu fjármagni til þess að ráða inn fleiri sálfræðinga svo hægt sé að veita þessum börnum sem besta þjónustu og stytta biðtíma. Í því skyni stendur SÁÁ fyrir sölu jólaálfsins næstu daga og vonumst við eftir góðum undirtektum landsmanna líkt og áður. „Við erum ekki vandamálið en við glímum við það” Ummæli barna í skýrslunni „Í hinum fullkomna heimi er enginn alkóhólismi! – sjónarmið barna alkóhólista” gerð 2014 í samvinnu Umboðsmanns barna og SÁÁ. Höfundur er sálfræðingur Barnaþjónustu SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um fíknsjúkdóminn er farin að vera meira áberandi í samfélaginu, sérstaklega um þau úrræði sem eru nauðsynleg fyrir þá sem glíma við vandann; hvort sem það er skaðaminnkun, meðferð, áfangaheimili eða annað. Á sama tíma er annar hópur sem er minna rætt um: börn sem eiga foreldra með fíknivanda en mörg þeirra alast jafnvel upp með foreldri á heimilinu í virkri áfengis- eða vímuefnaneyslu. Þegar börn eiga foreldri með fíknivanda læra þau oft að það sé betra að segja engum frá því, að þetta sé einkamál fjölskyldunnar og að allt eigi að líta út fyrir að vera í himnalagi. Aðrir í fjölskyldunni byrja jafnvel að breyta hegðun sinni til þess að fela eða gera lítið úr vandanum og viðhalda viðkvæmu jafnvægi fjölskyldulífsins. Við þessar aðstæður fá börnin oft ekki að vita hvað sé raunverulega í gangi þar sem tekin er ákvörðun um að vernda þau og segja þeim hálfsannleika á borð við að pabbi sé með flensu, mamma hafi farið í sveitina í nokkrar vikur og jú - það sé allt í lagi. Þegar barnið eldist og áttar sig á hver staðan raunverulega var, að pabbi var undir áhrifum vímuefna og mamma var í meðferð, hefur barnið með tímanum lært óskrifaðar reglur: Ekki treysta öðrum í fjölskyldunni, ekki tala um vandann og ekki sýna tilfinningar þínar. Að elska mömmu en hata sjúkdóminn Að alast upp með foreldri með fíknsjúkdóm getur verið krefjandi áskorun og er oft erfitt fyrir börn að skilja aðstæður sínar. Mörg börn upplifa mikla óvissu á heimilinu, eru einmana, óörugg og einangra sig. Í sálfræðiþjónustu barna hjá SÁÁ er lögð áhersla á að kynna fíknsjúkdóminn og þróun hans fyrir börnunum, útskýra fyrir þeim tilfinningar og eðli þeirra og upplýsa þau um að þau séu ekki ein í þessum aðstæðum. Þau fá að vita að það sé eðlilegt að finna fyrir ýmsum tilfinningum og hugsunum sem geti verið erfitt að vinna úr og að sjúkdómurinn og foreldri þeirra séu ekki ein órofin heild heldur tvennt ólíkt; það sé í lagi að elska mömmu en hata sjúkdóminn. Talið er að um 16-20 þúsund börn á Íslandi eigi foreldri með fíknivanda og til dagsins í dag hafa tæplega 1.500 börn fengið sálfræðiþjónustu hjá SÁÁ. Í apríl 2021 náðum við þeim merka áfanga að börn þurftu ekki að bíða eftir að fá viðtöl. Síðan þá hefur þörfin aukist og nú bíða rúmlega 130 börn eftir þjónustu og er biðtíminn um 7 mánuðir. Sálfræðiþjónusta SÁÁ fyrir börn er niðurgreidd með sjálfsaflafé samtakanna og stuðningi Reykjavíkurborgar, Lýðheilsusjóðs og Mennta- og barnamálaráðuneytisins. Mikil þörf er á auknu fjármagni til þess að ráða inn fleiri sálfræðinga svo hægt sé að veita þessum börnum sem besta þjónustu og stytta biðtíma. Í því skyni stendur SÁÁ fyrir sölu jólaálfsins næstu daga og vonumst við eftir góðum undirtektum landsmanna líkt og áður. „Við erum ekki vandamálið en við glímum við það” Ummæli barna í skýrslunni „Í hinum fullkomna heimi er enginn alkóhólismi! – sjónarmið barna alkóhólista” gerð 2014 í samvinnu Umboðsmanns barna og SÁÁ. Höfundur er sálfræðingur Barnaþjónustu SÁÁ.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar