Veiðigjaldatvist Oddný G. Harðardóttir skrifar 29. nóvember 2022 08:31 Í fyrravor samþykkti Alþingi bráðarbirgðarákvæði við lögin um tekjuskatt. Með ákvæðinu átti að hvetja til fjárfestinga, einkum grænna fjárfestinga. Áhyggjur voru uppi um efnahag og atvinnu eftir heimsfaraldur og þessar ívilnanir því samþykktar á Alþingi líkt og fleiri mótvægisaðgerðir í heimsfaraldri. Heimilt er samkvæmt bráðarbirgðarákvæðinu við tekjuskattslögin að afskrifa hraðar fjárfestingar sem farið er í á árunum 2021 og 2022. Gert er ráð fyrir flýtifyrningum allt að 50% í stað 20% sem lögin leyfa. Þessar ívilnanir eiga m.a. um fjárfestingar í skipum. Á dagskrá þingfundar í dag er frumvarp frá matvælaráðherra til að jafna sveiflu á veiðigjöldum sem bráðabirgðarákvæðið magnar upp. Hvað hefur þetta með veiðigjöld að gera? Það er von að fólk spyrji. Ástæðan er sú að fastur kostnaður við fiskveiðar er dreginn frá upphæðinni sem notuð er til að reikna veiðigjald hvers árs. Til fasts kostnaðar við fiskveiðar teljast skattalegar fyrningar skipa og skipsbúnaðar og áætluð vaxtagjöld sem nema skulu sömu fjárhæð og fyrningarnar. Sem sagt - veiðigjöldin sem gjöld fyrir afnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar eru undir geðþótta útgerðarmanna komin og geta sveiflast af þeim sökum um milljarða króna. Sveiflast vegna ákvæða í lögum um veiðigjöld um að fjármagnskostnaður komi til frádráttar frá gjaldstofni. Í stað þess að forðast bókhaldslegar fyrningar og aðrar fjármálalegar færslur eru þær teknar uppblásnar inn í útreikning veiðigjalda. Skattalegar tilfæringar Sérstök hækkun bókhaldslegra fyrninga lækkar tekjuskattsstofn viðkomandi útgerðar og hefur einnig áhrif á veiðigjöld. Þannig hefur hvati til fjárfestinga líkt og bráðabirgðarákvæðinu var ætlað að vera, bein áhrif á útreikning veiðigjalda. Samkvæmt núgildandi reglum um útreikning veiðigjalda munu kaup á nýjum 6 milljarða króna togara á árinu 2021 lækka veiðigjöld ársins 2023 um allt að 20% þeirrar fjárhæðar eða 1,2 milljarð króna. Með hinni sérstöku flýtifyrningu getur þessi lækkun orðið allt að 50%, þ.e. um 3 milljarðar króna. Augljóslega þarf að breyta þessu fyrirkomulagi hið allra fyrsta til hagsbóta fyrir eigendur auðlindarinnar. Efnahagur landsins, hagur heimila og margra fyrirtækja hefur orðið fyrir búsifjum vegna heimsfaraldurs og ófriðar í Evrópu. Þrátt fyrir það var methagnaður í sjávarútvegi í fyrra og sjávarútvegur áfram dafnað í ár, ekki síst vegna hagstæðrar verðþróunar og veikingar krónunnar upp á síðkastið. Á sama tíma stendur ríkissjóður illa og þrengingar í heilbrigðis og velferðarmálum. Stefna Samfylkingarinnar hefur verið skýr í þessum efnum frá stofnun flokksins. Við viljum sækja sanngjarnt verð fyrir fiskveiðiauðlindina og gera nýliðun mögulega með útboði á hæfilegu magni af úthlutuðum kvóta og tímabundnum samningum. Með umgjörð um útboð sem tekur tillit til smærri útgerða og byggðasjónarmiða í stað þess að stjórnmálamenn kokki upp reiknireglu líkt og nú er gert sem veitir útgerðarmönnum tækifæri að lækka veiðigjöld með skattalegum tilfæringum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í fyrravor samþykkti Alþingi bráðarbirgðarákvæði við lögin um tekjuskatt. Með ákvæðinu átti að hvetja til fjárfestinga, einkum grænna fjárfestinga. Áhyggjur voru uppi um efnahag og atvinnu eftir heimsfaraldur og þessar ívilnanir því samþykktar á Alþingi líkt og fleiri mótvægisaðgerðir í heimsfaraldri. Heimilt er samkvæmt bráðarbirgðarákvæðinu við tekjuskattslögin að afskrifa hraðar fjárfestingar sem farið er í á árunum 2021 og 2022. Gert er ráð fyrir flýtifyrningum allt að 50% í stað 20% sem lögin leyfa. Þessar ívilnanir eiga m.a. um fjárfestingar í skipum. Á dagskrá þingfundar í dag er frumvarp frá matvælaráðherra til að jafna sveiflu á veiðigjöldum sem bráðabirgðarákvæðið magnar upp. Hvað hefur þetta með veiðigjöld að gera? Það er von að fólk spyrji. Ástæðan er sú að fastur kostnaður við fiskveiðar er dreginn frá upphæðinni sem notuð er til að reikna veiðigjald hvers árs. Til fasts kostnaðar við fiskveiðar teljast skattalegar fyrningar skipa og skipsbúnaðar og áætluð vaxtagjöld sem nema skulu sömu fjárhæð og fyrningarnar. Sem sagt - veiðigjöldin sem gjöld fyrir afnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar eru undir geðþótta útgerðarmanna komin og geta sveiflast af þeim sökum um milljarða króna. Sveiflast vegna ákvæða í lögum um veiðigjöld um að fjármagnskostnaður komi til frádráttar frá gjaldstofni. Í stað þess að forðast bókhaldslegar fyrningar og aðrar fjármálalegar færslur eru þær teknar uppblásnar inn í útreikning veiðigjalda. Skattalegar tilfæringar Sérstök hækkun bókhaldslegra fyrninga lækkar tekjuskattsstofn viðkomandi útgerðar og hefur einnig áhrif á veiðigjöld. Þannig hefur hvati til fjárfestinga líkt og bráðabirgðarákvæðinu var ætlað að vera, bein áhrif á útreikning veiðigjalda. Samkvæmt núgildandi reglum um útreikning veiðigjalda munu kaup á nýjum 6 milljarða króna togara á árinu 2021 lækka veiðigjöld ársins 2023 um allt að 20% þeirrar fjárhæðar eða 1,2 milljarð króna. Með hinni sérstöku flýtifyrningu getur þessi lækkun orðið allt að 50%, þ.e. um 3 milljarðar króna. Augljóslega þarf að breyta þessu fyrirkomulagi hið allra fyrsta til hagsbóta fyrir eigendur auðlindarinnar. Efnahagur landsins, hagur heimila og margra fyrirtækja hefur orðið fyrir búsifjum vegna heimsfaraldurs og ófriðar í Evrópu. Þrátt fyrir það var methagnaður í sjávarútvegi í fyrra og sjávarútvegur áfram dafnað í ár, ekki síst vegna hagstæðrar verðþróunar og veikingar krónunnar upp á síðkastið. Á sama tíma stendur ríkissjóður illa og þrengingar í heilbrigðis og velferðarmálum. Stefna Samfylkingarinnar hefur verið skýr í þessum efnum frá stofnun flokksins. Við viljum sækja sanngjarnt verð fyrir fiskveiðiauðlindina og gera nýliðun mögulega með útboði á hæfilegu magni af úthlutuðum kvóta og tímabundnum samningum. Með umgjörð um útboð sem tekur tillit til smærri útgerða og byggðasjónarmiða í stað þess að stjórnmálamenn kokki upp reiknireglu líkt og nú er gert sem veitir útgerðarmönnum tækifæri að lækka veiðigjöld með skattalegum tilfæringum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar