Stafrænn foreldrafundur um netöryggi barna, þér er boðið Þóra Jónsdóttir skrifar 21. nóvember 2022 07:00 Næstum öll börn í grunn- og framhaldsskóla á Íslandi eiga eiginn snjallsíma og eru þátttakendur í hinum stafræna heimi. Sú staðreynd er að mestu mjög jákvæð því börn eiga rétt á þátttöku í samfélaginu, þau eiga rétt til að fá upplýsingar og þau njóta margra annarra réttinda samkvæmt Barnasáttmálanum sem aðgangur að internetinu auðveldar þeim að sækja. Það þarf þó ekki að segja neinum það nú til dags að því fylgja ekki aðeins jákvæðar hliðar að vera nettengd og að eiga snjalltæki, þó það feli í sér endalaus tækifæri til að rækta vináttu, fjölskyldutengsl, að fræðast og leika sér. Því fylgja líka margar ólíkar áskoranir sem fullorðið fólk, sér í lagi foreldrar, þarf að vera vakandi fyrir og flestir foreldrar gera sér grein fyrir því. Helst af öllu þarf samfélagið að koma í veg fyrir að börn verði fyrir áföllum, ofbeldi, slysum, áreitni eða hatursfullum samskiptum, því eins og með réttinn til þátttöku þá eiga börn rétt á vernd gegn ofbeldi og okkur ber öllum að skapa eins heilbrigt umhverfi fyrir börn og mögulegt er. En enginn einn getur séð um það verkefni heldur er það samfélagsverkefni sem öll geta tekið þátt í og ættu að gera eftir bestu getu. Tilkynningum til Ábendingalínu Barnaheilla, þangað sem hægt er að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni á neti sem varðar börn, hefur fjölgað margfalt á þessu ári. Því fögnum við, því það merkir að fleiri og fleiri eru meðvitaðri um mikilvægi þess að tilkynna um slíkt efni og jafnframt eru meiri líkur á að börnum sé komið til hjálpar. Efnið er oft hægt að fjarlægja af netinu og líklegra er að þau börn sem málin varða fái stuðning til að vinna úr þeirra neikvæðu reynslu. Fræðsla um forvarnir gegn ofbeldi er afar mikilvæg fyrir alla foreldra. Með fræðslu aukum við sjálfsöryggi okkar og öðlumst skilning, verðum færari í að vera til staðar fyrir börnin okkar og hjálpum þeim að segja frá því ef þau eiga í erfiðleikum. Stafrænn foreldrafundur um netöryggi barna verður haldinn miðvikudaginn 23. nóvember í hádeginu, kl. 12:00. Foreldrar eru hvattir til að mæta á fundinn og bjóða samstarfsfélögum með sér. Verið öll velkomin á foreldrafundinn og slóðin er: https://fb.me/e/3NspsPBRN Greinin er skrifuð í tilefni samvinnu Barnaheilla, Heimilis og skóla, SAFT, 112 og Ríkislögreglustjóra um aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi. Þóra Jónsdóttir, verkefnastjóri Ábendingalínu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Netöryggi Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Næstum öll börn í grunn- og framhaldsskóla á Íslandi eiga eiginn snjallsíma og eru þátttakendur í hinum stafræna heimi. Sú staðreynd er að mestu mjög jákvæð því börn eiga rétt á þátttöku í samfélaginu, þau eiga rétt til að fá upplýsingar og þau njóta margra annarra réttinda samkvæmt Barnasáttmálanum sem aðgangur að internetinu auðveldar þeim að sækja. Það þarf þó ekki að segja neinum það nú til dags að því fylgja ekki aðeins jákvæðar hliðar að vera nettengd og að eiga snjalltæki, þó það feli í sér endalaus tækifæri til að rækta vináttu, fjölskyldutengsl, að fræðast og leika sér. Því fylgja líka margar ólíkar áskoranir sem fullorðið fólk, sér í lagi foreldrar, þarf að vera vakandi fyrir og flestir foreldrar gera sér grein fyrir því. Helst af öllu þarf samfélagið að koma í veg fyrir að börn verði fyrir áföllum, ofbeldi, slysum, áreitni eða hatursfullum samskiptum, því eins og með réttinn til þátttöku þá eiga börn rétt á vernd gegn ofbeldi og okkur ber öllum að skapa eins heilbrigt umhverfi fyrir börn og mögulegt er. En enginn einn getur séð um það verkefni heldur er það samfélagsverkefni sem öll geta tekið þátt í og ættu að gera eftir bestu getu. Tilkynningum til Ábendingalínu Barnaheilla, þangað sem hægt er að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni á neti sem varðar börn, hefur fjölgað margfalt á þessu ári. Því fögnum við, því það merkir að fleiri og fleiri eru meðvitaðri um mikilvægi þess að tilkynna um slíkt efni og jafnframt eru meiri líkur á að börnum sé komið til hjálpar. Efnið er oft hægt að fjarlægja af netinu og líklegra er að þau börn sem málin varða fái stuðning til að vinna úr þeirra neikvæðu reynslu. Fræðsla um forvarnir gegn ofbeldi er afar mikilvæg fyrir alla foreldra. Með fræðslu aukum við sjálfsöryggi okkar og öðlumst skilning, verðum færari í að vera til staðar fyrir börnin okkar og hjálpum þeim að segja frá því ef þau eiga í erfiðleikum. Stafrænn foreldrafundur um netöryggi barna verður haldinn miðvikudaginn 23. nóvember í hádeginu, kl. 12:00. Foreldrar eru hvattir til að mæta á fundinn og bjóða samstarfsfélögum með sér. Verið öll velkomin á foreldrafundinn og slóðin er: https://fb.me/e/3NspsPBRN Greinin er skrifuð í tilefni samvinnu Barnaheilla, Heimilis og skóla, SAFT, 112 og Ríkislögreglustjóra um aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi. Þóra Jónsdóttir, verkefnastjóri Ábendingalínu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun