Barnalán vinstristjórnar Fjarðabyggðar Kristinn Þór Jónasson skrifar 17. nóvember 2022 11:30 Það er grátbroslegt að fylgjast með fulltrúum vinstristjórnarinnar í Fjarðabyggð velkjast um, eins og rekald í ólgusjó, og reyna að sannfæra íbúa Fjarðabyggðar að gjaldfríar skólamáltíðir séu fyrirfjölskyldurnar og heimilin í Fjarðabyggð. Blákaldur veruleikinn er hins vegar sá að vinstristjórnin, með bæjarstjórann í broddi fylkingar, eru búin að missa öll tök á rekstri sveitarfélagsins. Reksturinn verður sífellt ósjálfbærari, óráðsían eykst og dæmin eru mýmörg um að varla sé stungið niður skóflu í sveitarfélaginu án þess að það fara langt framyfir áætlanir. Íbúar sveitarfélagsins taka síðan á sig tapið og horfa framá hækkandi gjöld og skatta til að standa undir óráðsíunni og ráðaleysinu. En eitt er það mál sem vinstristjórnin hangir á eins og hundar á roði. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir. En gjaldfrjálsar fyrir hvern? Fjölskyldurnar í Fjarðabyggð? Staðan á rekstri sveitarfélagsins undir vinstristjórninni er sú að við erum háð yfirdráttarheimild til að sporna við slæmri lausafjárstöðu sveitarfélagsins. Allt stefnir í lántöku í lok árs til að láta sveitarsjóðkoma betur út í fréttatilkynningunni til íbúa um jákvæða afkomu. Til stendur að skerða ýmiskonar þjónustu við íbúa, hækka gjöld og skatta sem einmitt fjölskyldurnar í Fjarðabyggð munu þurfa að taka á sig. Gjaldfrjálsar máltíðir vinstristjórnarinnar eru pólitískur poppúlismi sem fjölskyldurnar í Fjarðabyggð borga dýru verði og í raun má kalla þetta barnalán. Hér er verið að taka lán hjá börnunum okkar, framtíðar íbúum sveitarfélagsins. Ef þessi óráðsía og vaklanda háttur um sjóði okkar íbúanna heldur áfram, munu börnin okkar þurfa að borga skuldastabbann dýru verði sem framtíðar skattgreiðendur. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er grátbroslegt að fylgjast með fulltrúum vinstristjórnarinnar í Fjarðabyggð velkjast um, eins og rekald í ólgusjó, og reyna að sannfæra íbúa Fjarðabyggðar að gjaldfríar skólamáltíðir séu fyrirfjölskyldurnar og heimilin í Fjarðabyggð. Blákaldur veruleikinn er hins vegar sá að vinstristjórnin, með bæjarstjórann í broddi fylkingar, eru búin að missa öll tök á rekstri sveitarfélagsins. Reksturinn verður sífellt ósjálfbærari, óráðsían eykst og dæmin eru mýmörg um að varla sé stungið niður skóflu í sveitarfélaginu án þess að það fara langt framyfir áætlanir. Íbúar sveitarfélagsins taka síðan á sig tapið og horfa framá hækkandi gjöld og skatta til að standa undir óráðsíunni og ráðaleysinu. En eitt er það mál sem vinstristjórnin hangir á eins og hundar á roði. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir. En gjaldfrjálsar fyrir hvern? Fjölskyldurnar í Fjarðabyggð? Staðan á rekstri sveitarfélagsins undir vinstristjórninni er sú að við erum háð yfirdráttarheimild til að sporna við slæmri lausafjárstöðu sveitarfélagsins. Allt stefnir í lántöku í lok árs til að láta sveitarsjóðkoma betur út í fréttatilkynningunni til íbúa um jákvæða afkomu. Til stendur að skerða ýmiskonar þjónustu við íbúa, hækka gjöld og skatta sem einmitt fjölskyldurnar í Fjarðabyggð munu þurfa að taka á sig. Gjaldfrjálsar máltíðir vinstristjórnarinnar eru pólitískur poppúlismi sem fjölskyldurnar í Fjarðabyggð borga dýru verði og í raun má kalla þetta barnalán. Hér er verið að taka lán hjá börnunum okkar, framtíðar íbúum sveitarfélagsins. Ef þessi óráðsía og vaklanda háttur um sjóði okkar íbúanna heldur áfram, munu börnin okkar þurfa að borga skuldastabbann dýru verði sem framtíðar skattgreiðendur. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar