Meiri gæði, öryggi og ánægja í ferðamannalandinu Íslandi Gréta María Grétarsdóttir skrifar 14. nóvember 2022 08:01 Þessa dagana mætir okkur í matvöruverslunum brosandi fólk og býður Neyðarkallinn til sölu, eða raunar Neyðarkonuna þetta árið. Ég hvet auðvitað öll til að styðja við öflugt starf björgunarsveitanna okkar um allt land, með því að kaupa neyðarfólkið eða með öðrum hætti. Starf þeirra er ómetanlegt og landið væri einfaldlega ekki eins öruggt og raun ber vitni ef þeirra nyti ekki við. Best væri að við þyrftum engar björgunarsveitir Það væri samt auðvitað best ef við þyrftum aldrei á björgunarsveitunum að halda. Nú þegar ferðaþjónustan er að komast í eðlilegt horf heyrum við aftur af ógöngum, slysum og stundum harmleikjum sem verða þegar fólk ferðast um okkar fallega en viðsjárverða land. Þetta eru sem betur fer auðvitað algjörar undantekningar en engu að síður verður að gefa þeim gaum og huga að því hvernig við getum komið í veg fyrir sem allra flest slys og óhöpp á ferðalögum. Í ljósi þess að ferðamennskan er nú komin á fullan snúning á ný er brýnt að eiga samtal, sem að einhverju leyti er hafið, um öryggismál og það hvernig hægt er að samræma aðgangsmál á vinsælum stöðum, hvernig hægt er að nýta reynslu á einum stað á fleiri stöðum og hvenær almenn upplýsingagjöf og reglur þurfa að koma til. Þarna þurfa allir að koma að og ferðaþjónustan sjálf í heild sinni er auðvitað engin undantekning þar á. Framtíðin liggur í gæðunum En þetta á sömuleiðis við um ýmislegt fleira sem snertir ferðaþjónustuna. Þegar hjólin eru farin að snúast á nýjan leik er mikilvægt að við setjum aftur af stað það samtal sem átti sér stað í uppsveiflu ferðamennskunnar fyrir heimsfaraldur, um það hvernig ferðaþjónustan getur þroskast og fest sig betur í sessi sem sú burðaratvinnugrein sem hún er orðin. Framtíð Íslands sem ferðamannalands verðum við að byggja á því frábæra orðspori sem Ísland hefur sem fallegt, óheflað en aðgengilegt og öruggt land. Við eigum líka að byggja á þeirri frábæru reynslu í uppbyggingu ferðaþjónustu sem orðið hefur til síðustu áratugi og gæta þess að hnökrarnir sem upp hafa komið í ferðamanna-„sprengjunni“ undanfarinn áratug verði vaxtarverkir en ekki viðvarandi ástand. Lykillinn að því að Ísland verði til langframa eftirsóttur gæða-áfangastaður liggur í því að byggja upp orðspor landsins sem einstakan stað til að sækja heim. Fyrst og fremst þá auðvitað vegna náttúru sem á nánast engan sinn líka, en ekki síður vegna gestrisni og gæða í þeirri þjónustu sem boðið er upp á. Fagmennska, öryggi og aðgengi eiga að vera til fyrirmyndar þegar fólk sækir okkur heim, þannig tryggjum við að gestir okkar fari ánægðir heim með lífsreynslu í farteskinu sem þeir gleyma aldrei. Það verður alltaf okkar besta auglýsing. Betra ferðamannaland fyrir ferðamenn, starfsfólk og heimafólk Framundan er mikilvæg vinna, samtal allra aðila sem koma að ferðaþjónustunni; fyrirtækjanna, opinberra aðila og heimamanna um land allt um það hvernig við getum byggt upp ferðaþjónustuna þannig að öll njóti góðs af. Þannig getum við byggt upp heilsárs-ferðaþjónustu með vel þjálfuðu og reyndu fagfólki og á sama tíma getum við boðið fólki að njóta alls þess sem landið hefur að bjóða á öruggan hátt, án þess að ganga á náttúruna eða lífsgæði heimafólks. Við hjá Arctic Adventures erum ofboðslega glöð að geta aftur sinnt því sem við gerum best og höfum mesta ánægju af; að leiðsegja ævintýra- og fróðleiksþyrstu fólki um okkar frábæra land. En um leið hlökkum við til þess að taka þátt í að gera ferðamannalandið Ísland enn betra fyrir okkur öll. Höfundur er forstjóri Arctic Adventures. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Þessa dagana mætir okkur í matvöruverslunum brosandi fólk og býður Neyðarkallinn til sölu, eða raunar Neyðarkonuna þetta árið. Ég hvet auðvitað öll til að styðja við öflugt starf björgunarsveitanna okkar um allt land, með því að kaupa neyðarfólkið eða með öðrum hætti. Starf þeirra er ómetanlegt og landið væri einfaldlega ekki eins öruggt og raun ber vitni ef þeirra nyti ekki við. Best væri að við þyrftum engar björgunarsveitir Það væri samt auðvitað best ef við þyrftum aldrei á björgunarsveitunum að halda. Nú þegar ferðaþjónustan er að komast í eðlilegt horf heyrum við aftur af ógöngum, slysum og stundum harmleikjum sem verða þegar fólk ferðast um okkar fallega en viðsjárverða land. Þetta eru sem betur fer auðvitað algjörar undantekningar en engu að síður verður að gefa þeim gaum og huga að því hvernig við getum komið í veg fyrir sem allra flest slys og óhöpp á ferðalögum. Í ljósi þess að ferðamennskan er nú komin á fullan snúning á ný er brýnt að eiga samtal, sem að einhverju leyti er hafið, um öryggismál og það hvernig hægt er að samræma aðgangsmál á vinsælum stöðum, hvernig hægt er að nýta reynslu á einum stað á fleiri stöðum og hvenær almenn upplýsingagjöf og reglur þurfa að koma til. Þarna þurfa allir að koma að og ferðaþjónustan sjálf í heild sinni er auðvitað engin undantekning þar á. Framtíðin liggur í gæðunum En þetta á sömuleiðis við um ýmislegt fleira sem snertir ferðaþjónustuna. Þegar hjólin eru farin að snúast á nýjan leik er mikilvægt að við setjum aftur af stað það samtal sem átti sér stað í uppsveiflu ferðamennskunnar fyrir heimsfaraldur, um það hvernig ferðaþjónustan getur þroskast og fest sig betur í sessi sem sú burðaratvinnugrein sem hún er orðin. Framtíð Íslands sem ferðamannalands verðum við að byggja á því frábæra orðspori sem Ísland hefur sem fallegt, óheflað en aðgengilegt og öruggt land. Við eigum líka að byggja á þeirri frábæru reynslu í uppbyggingu ferðaþjónustu sem orðið hefur til síðustu áratugi og gæta þess að hnökrarnir sem upp hafa komið í ferðamanna-„sprengjunni“ undanfarinn áratug verði vaxtarverkir en ekki viðvarandi ástand. Lykillinn að því að Ísland verði til langframa eftirsóttur gæða-áfangastaður liggur í því að byggja upp orðspor landsins sem einstakan stað til að sækja heim. Fyrst og fremst þá auðvitað vegna náttúru sem á nánast engan sinn líka, en ekki síður vegna gestrisni og gæða í þeirri þjónustu sem boðið er upp á. Fagmennska, öryggi og aðgengi eiga að vera til fyrirmyndar þegar fólk sækir okkur heim, þannig tryggjum við að gestir okkar fari ánægðir heim með lífsreynslu í farteskinu sem þeir gleyma aldrei. Það verður alltaf okkar besta auglýsing. Betra ferðamannaland fyrir ferðamenn, starfsfólk og heimafólk Framundan er mikilvæg vinna, samtal allra aðila sem koma að ferðaþjónustunni; fyrirtækjanna, opinberra aðila og heimamanna um land allt um það hvernig við getum byggt upp ferðaþjónustuna þannig að öll njóti góðs af. Þannig getum við byggt upp heilsárs-ferðaþjónustu með vel þjálfuðu og reyndu fagfólki og á sama tíma getum við boðið fólki að njóta alls þess sem landið hefur að bjóða á öruggan hátt, án þess að ganga á náttúruna eða lífsgæði heimafólks. Við hjá Arctic Adventures erum ofboðslega glöð að geta aftur sinnt því sem við gerum best og höfum mesta ánægju af; að leiðsegja ævintýra- og fróðleiksþyrstu fólki um okkar frábæra land. En um leið hlökkum við til þess að taka þátt í að gera ferðamannalandið Ísland enn betra fyrir okkur öll. Höfundur er forstjóri Arctic Adventures.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun