Satt, hálfsatt og ósatt í umræðu um læsiskennslu á Íslandi: Einkenni árangursríkrar læsiskennslu Rúnar Sigþórsson skrifar 12. nóvember 2022 07:00 Í síðustu grein færði ég rök fyrir því að það að geta lesið – í þeim skilningi að geta tengt saman stafi og hljóð, tengt saman hljóð í orð og orð í setningar – sé ekki það sama og að vera læs, hvað þá fulllæs. Rökin eru byggð á því að læsi sé flókin og marghliða hæfni sem fólk þróar með sér alla ævi og er meðal annars háð bakgrunnsþekkingu, félagslegu samhengi og sjálfsmynd. Fjöldi rannsókna er til á því sem einkennir árangursríka læsiskennslu. Fræðimenn taka þó fram að engin ein aðferð henti öllum nemendum og ein rannsókn geti aldrei fært haldbær rök fyrir ágæti tiltekinnar aðferðar. Slík rök verði að byggjast á endurteknum rannsóknum og ekki sé heldur hægt að líta fram hjá því að gagnsemi hverrar aðferðar sé háð faglegum ákvörðunum og hæfni þeirra sem beita henni. Hér á eftir verða dregnar saman niðurstöður þriggja yfirlitsrannsókna sem varpa ljósi á þetta viðfangsefni. Þar er um að ræða: 1) samantekt og greiningu Hall (2013), prófessors við háskólann í Cork á Írlandi, á rannsóknum frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu á árangursríkum starfsháttum læsiskennara, 2) rannsókn Bretanna Wray og Medwell (2002) á sambærilegum hópi framúrskarandi breskra kennara og 3) samantekt Bandaríkjamannanna Gambrell, Malloy, Marinak og Mazzoni (2015) um aðferðir sem rannsóknir hafa sýnt að skili góðum árangri í læsiskennslu (e. best practice). Samantekt á þessum niðurstöðum er hér skipt í þrjá þætti: Námskrá, bekkjarstjórnun og kennslufræðilegar stoðir kennslunnar án þess að geta þess sérstaklega hvað kemur úr hverri rannsókn. Námskrá framúrskarandi læsiskennara einkennist af því að nemendur lesa mikið af misþungu og fjölbreyttu lesefni og rita fjölbreytta texta um það sem skiptir þá máli. Kennarar leitast við að efla sjálfstæði nemenda með því að gefa þeim tíma og hvetja þá til lesturs og ritunar að eigin vali. Kennarar leggja áherslu á að efla orðaþekkingu, orðaforða, réttritun, lesskilning og ritun skipulega með því að nemendur beiti þessum aðferðum innan heildstæðra viðfangsefna þar sem námsgreinar eru samþættar. Kennarar nota hæfilega krefjandi og fjölbreytta texta sem stigþyngjast eftir því sem nemendum fer fram. Nemendur kynnast textum sem hafa mismunandi tilgang svo sem frásagnartextum og upplýsingatextum; þeir fá tækifæri til að iðka lestur í mismunandi tilgangi, t.d. hraðlestur, nákvæmnislestur og yndislestur; þeir hafa val um bækur og þjálfast í að velja sér bækur við hæfi. Kennarar kenna ritun skipulega og í fjölbreyttum tilgangi þar sem nemendur geta skrifað einir eða í samvinnu við aðra. Textagerð er tengd raunverulegum verkefnum sem hafa merkingu fyrir nemendur og þeir eiga þess kost að semja texta í margvíslegum tilgangi svo sem frásagnir, fróðleikstexta og rökfærslutexta. Bæði lestur og ritun eru markvisst tengd mismunandi námsgreinum í heildstæðum viðfangsefnum og kennarar eru einnig sífellt vakandi yfir því að halda jafnvægi á milli þess að vinna með merkingarbæran texta og þess að sinna tæknilegum hliðum læsis, svo sem stafaþekkingu, stafsetningu, málfræði og greinarmerkjasetningu. Bekkjarstjórnun framúrskarandi læsiskennara einkennist af því að hafa traust tök á skipulagi og framvindu kennslustunda, tryggja flæði, hnökralausa framvindu og gott skipulag á vinnu nemenda þannig að tími nýtist vel. Kennarar vinna samkvæmt kennsluáætlunum sem hafa fjölbreytt markmið en kunna engu að síður að grípa tækifæri sem gefast í kennslunni. Þeir skapa vinnuvenjur sem stuðla að sjálfstæði nemenda og leggja áherslu á lestrarhvetjandi umhverfi og styðjandi endurgjöf. Kennarar skapa námsmenningu sem einkennist af námsaðlögun og stuðlar að áhuga á læsi með áhugaverðum og verðugum viðfangsefnum, vali, samvinnu og samræðum. Nemendur verja miklum tíma í verkefni sem krefjast rökhugsunar, ályktunarhæfni og lausnaleitar, efla læsi og eru löguð að þörfum nemenda. Kennsluskipulag er fjölbreytt og nemendur vinna ýmist í litlum hópum, pörum, einir eða með bekknum í heild. Samræður eru mikilvægur hluti af náminu og kennarar gæta þess að samsetning hópa og annað skipulag taki breytingum í samræmi við stöðugt mat á þörfum nemenda og viðbrögðum þeirra við kennslunni. Framúrskarandi kennarar rækta gott samstarf við foreldra um læsisnámið. Kennslufræðilegar stoðir árangursríkrar kennslu einkennast af því að kennarar gæta þess að halda jafnvægi milli mismunandi læsisþátta, s.s. textalesturs, tjáningar og ritunar. Þeir tengja kennsluna við menningarlegan bakgrunn nemenda og byggja kennslu sína á hugmyndum um læsi sem hluta af mannlegum samskiptum. Þessir kennarar samþætta lestur og ritun þannig að ritun sé leidd af textum sem nemendur hafa lesið og hafa raunverulegan tilgang. Kennslan einkennist af jafnvægi milli þess að nemendur lesi góðar bókmenntir, semji texta í raunverulegum tilgangi og læri um leið reglur ritmálsins. Sýnikennsla er snar þáttur í kennslunni og kennararnir eru fyrirmyndir nemenda við læsistengdar athafnir og gera þær sýnilegar fyrir nemendum. Vel skipulagður stuðningur við nám nemenda sem sniðinn er að þörfum þeirra og færni einkennir kennsluna. Kennarar fylgjast náið með námi og framförum, veita viðeigandi aðstoð, handleiðslu og endurgjöf. Þeir hafa góða færni til að greina hvað liggur að baki mistökunum nemenda í lestri og ritun og hvernig þeir eigi að bregðast við þeim. Kennarar nota bæði leiðsagnarmat og lokamat og matsaðferðir sem efla sjálfsmat og sjálfstæði nemenda. Hér hefur augljóslega verið farið hratt yfir sögu enda er samantektin byggð á niðurstöðum áralangra rannsókna læsisfræðinga í fjórum löndum í þremur heimsálfum. Samantektin nægir þó til að sýna fram á sameiginlega þræði, sem hverfast um læsi sem merkingaskapandi viðfangsefni og félagslega athöfn sem byggist á bakgrunnsþekkingu, hugsmíðum og samvinnu nemenda. Samantektin felur enn fremur í sér tvenn afar mikilvæg skilaboð: Í fyrsta lagi þau að læsi á sér ekki stað í tómarúmi og á þess vegna ekki að kenna í merkingarlegu tómarúmi heldur frá upphafi með lestri og ritun merkingarbærra texta sem taka mið af bakgrunnsþekkingu, menningu og félagslegu samhengi. Í öðru lagi þarf markviss læsismenntun þar sem börn iðka alla þætti læsis að taka við þegar þau eru orðin tæknilega læs og standa skólagönguna á enda. Heimildir Gambrell, L. B., Malloy, J. A., Marinak, B. A. og Mazzoni, S. A. (2015). Evidence-based practices for comprehensive literacy instruction in the age of the common core standards. Í L. B. Gambell og M. Morrow (ritstjórar), Best practices in literacy instruction (5. útgáfa, bls. 11–21). New York: Guilford Press. Hall, K. (2013). Effective literacy teaching in the early years of school: A review of evidence. Í J. Larson og J. Marsh (ritstjórar), The SAGE handbook of early childhood literacy (2. útgáfa, bls. 523–540). London: Sage. Wray, D. og Medwell, J. (2002). What do effective teachers of literacy know, believe and do? Í R. Fisher, G. Brooks og M. Lewis (ritstjórar), Raising standards in literacy (bls. 55–65). London: Routledge Falmer. Samantektin um einkenni árangurríkrar læsiskennslu birtist upphaflega í 2. kafla bókarinnar: Byrjendalæsi: Rannsókn á innleiðingu og aðferð, útg. Háskólaútgáfan 2017. Hún er lítillega breytt hér. Höfundur er prófessor emeritus við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Háskólar Skóla - og menntamál Íslensk tunga Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu grein færði ég rök fyrir því að það að geta lesið – í þeim skilningi að geta tengt saman stafi og hljóð, tengt saman hljóð í orð og orð í setningar – sé ekki það sama og að vera læs, hvað þá fulllæs. Rökin eru byggð á því að læsi sé flókin og marghliða hæfni sem fólk þróar með sér alla ævi og er meðal annars háð bakgrunnsþekkingu, félagslegu samhengi og sjálfsmynd. Fjöldi rannsókna er til á því sem einkennir árangursríka læsiskennslu. Fræðimenn taka þó fram að engin ein aðferð henti öllum nemendum og ein rannsókn geti aldrei fært haldbær rök fyrir ágæti tiltekinnar aðferðar. Slík rök verði að byggjast á endurteknum rannsóknum og ekki sé heldur hægt að líta fram hjá því að gagnsemi hverrar aðferðar sé háð faglegum ákvörðunum og hæfni þeirra sem beita henni. Hér á eftir verða dregnar saman niðurstöður þriggja yfirlitsrannsókna sem varpa ljósi á þetta viðfangsefni. Þar er um að ræða: 1) samantekt og greiningu Hall (2013), prófessors við háskólann í Cork á Írlandi, á rannsóknum frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu á árangursríkum starfsháttum læsiskennara, 2) rannsókn Bretanna Wray og Medwell (2002) á sambærilegum hópi framúrskarandi breskra kennara og 3) samantekt Bandaríkjamannanna Gambrell, Malloy, Marinak og Mazzoni (2015) um aðferðir sem rannsóknir hafa sýnt að skili góðum árangri í læsiskennslu (e. best practice). Samantekt á þessum niðurstöðum er hér skipt í þrjá þætti: Námskrá, bekkjarstjórnun og kennslufræðilegar stoðir kennslunnar án þess að geta þess sérstaklega hvað kemur úr hverri rannsókn. Námskrá framúrskarandi læsiskennara einkennist af því að nemendur lesa mikið af misþungu og fjölbreyttu lesefni og rita fjölbreytta texta um það sem skiptir þá máli. Kennarar leitast við að efla sjálfstæði nemenda með því að gefa þeim tíma og hvetja þá til lesturs og ritunar að eigin vali. Kennarar leggja áherslu á að efla orðaþekkingu, orðaforða, réttritun, lesskilning og ritun skipulega með því að nemendur beiti þessum aðferðum innan heildstæðra viðfangsefna þar sem námsgreinar eru samþættar. Kennarar nota hæfilega krefjandi og fjölbreytta texta sem stigþyngjast eftir því sem nemendum fer fram. Nemendur kynnast textum sem hafa mismunandi tilgang svo sem frásagnartextum og upplýsingatextum; þeir fá tækifæri til að iðka lestur í mismunandi tilgangi, t.d. hraðlestur, nákvæmnislestur og yndislestur; þeir hafa val um bækur og þjálfast í að velja sér bækur við hæfi. Kennarar kenna ritun skipulega og í fjölbreyttum tilgangi þar sem nemendur geta skrifað einir eða í samvinnu við aðra. Textagerð er tengd raunverulegum verkefnum sem hafa merkingu fyrir nemendur og þeir eiga þess kost að semja texta í margvíslegum tilgangi svo sem frásagnir, fróðleikstexta og rökfærslutexta. Bæði lestur og ritun eru markvisst tengd mismunandi námsgreinum í heildstæðum viðfangsefnum og kennarar eru einnig sífellt vakandi yfir því að halda jafnvægi á milli þess að vinna með merkingarbæran texta og þess að sinna tæknilegum hliðum læsis, svo sem stafaþekkingu, stafsetningu, málfræði og greinarmerkjasetningu. Bekkjarstjórnun framúrskarandi læsiskennara einkennist af því að hafa traust tök á skipulagi og framvindu kennslustunda, tryggja flæði, hnökralausa framvindu og gott skipulag á vinnu nemenda þannig að tími nýtist vel. Kennarar vinna samkvæmt kennsluáætlunum sem hafa fjölbreytt markmið en kunna engu að síður að grípa tækifæri sem gefast í kennslunni. Þeir skapa vinnuvenjur sem stuðla að sjálfstæði nemenda og leggja áherslu á lestrarhvetjandi umhverfi og styðjandi endurgjöf. Kennarar skapa námsmenningu sem einkennist af námsaðlögun og stuðlar að áhuga á læsi með áhugaverðum og verðugum viðfangsefnum, vali, samvinnu og samræðum. Nemendur verja miklum tíma í verkefni sem krefjast rökhugsunar, ályktunarhæfni og lausnaleitar, efla læsi og eru löguð að þörfum nemenda. Kennsluskipulag er fjölbreytt og nemendur vinna ýmist í litlum hópum, pörum, einir eða með bekknum í heild. Samræður eru mikilvægur hluti af náminu og kennarar gæta þess að samsetning hópa og annað skipulag taki breytingum í samræmi við stöðugt mat á þörfum nemenda og viðbrögðum þeirra við kennslunni. Framúrskarandi kennarar rækta gott samstarf við foreldra um læsisnámið. Kennslufræðilegar stoðir árangursríkrar kennslu einkennast af því að kennarar gæta þess að halda jafnvægi milli mismunandi læsisþátta, s.s. textalesturs, tjáningar og ritunar. Þeir tengja kennsluna við menningarlegan bakgrunn nemenda og byggja kennslu sína á hugmyndum um læsi sem hluta af mannlegum samskiptum. Þessir kennarar samþætta lestur og ritun þannig að ritun sé leidd af textum sem nemendur hafa lesið og hafa raunverulegan tilgang. Kennslan einkennist af jafnvægi milli þess að nemendur lesi góðar bókmenntir, semji texta í raunverulegum tilgangi og læri um leið reglur ritmálsins. Sýnikennsla er snar þáttur í kennslunni og kennararnir eru fyrirmyndir nemenda við læsistengdar athafnir og gera þær sýnilegar fyrir nemendum. Vel skipulagður stuðningur við nám nemenda sem sniðinn er að þörfum þeirra og færni einkennir kennsluna. Kennarar fylgjast náið með námi og framförum, veita viðeigandi aðstoð, handleiðslu og endurgjöf. Þeir hafa góða færni til að greina hvað liggur að baki mistökunum nemenda í lestri og ritun og hvernig þeir eigi að bregðast við þeim. Kennarar nota bæði leiðsagnarmat og lokamat og matsaðferðir sem efla sjálfsmat og sjálfstæði nemenda. Hér hefur augljóslega verið farið hratt yfir sögu enda er samantektin byggð á niðurstöðum áralangra rannsókna læsisfræðinga í fjórum löndum í þremur heimsálfum. Samantektin nægir þó til að sýna fram á sameiginlega þræði, sem hverfast um læsi sem merkingaskapandi viðfangsefni og félagslega athöfn sem byggist á bakgrunnsþekkingu, hugsmíðum og samvinnu nemenda. Samantektin felur enn fremur í sér tvenn afar mikilvæg skilaboð: Í fyrsta lagi þau að læsi á sér ekki stað í tómarúmi og á þess vegna ekki að kenna í merkingarlegu tómarúmi heldur frá upphafi með lestri og ritun merkingarbærra texta sem taka mið af bakgrunnsþekkingu, menningu og félagslegu samhengi. Í öðru lagi þarf markviss læsismenntun þar sem börn iðka alla þætti læsis að taka við þegar þau eru orðin tæknilega læs og standa skólagönguna á enda. Heimildir Gambrell, L. B., Malloy, J. A., Marinak, B. A. og Mazzoni, S. A. (2015). Evidence-based practices for comprehensive literacy instruction in the age of the common core standards. Í L. B. Gambell og M. Morrow (ritstjórar), Best practices in literacy instruction (5. útgáfa, bls. 11–21). New York: Guilford Press. Hall, K. (2013). Effective literacy teaching in the early years of school: A review of evidence. Í J. Larson og J. Marsh (ritstjórar), The SAGE handbook of early childhood literacy (2. útgáfa, bls. 523–540). London: Sage. Wray, D. og Medwell, J. (2002). What do effective teachers of literacy know, believe and do? Í R. Fisher, G. Brooks og M. Lewis (ritstjórar), Raising standards in literacy (bls. 55–65). London: Routledge Falmer. Samantektin um einkenni árangurríkrar læsiskennslu birtist upphaflega í 2. kafla bókarinnar: Byrjendalæsi: Rannsókn á innleiðingu og aðferð, útg. Háskólaútgáfan 2017. Hún er lítillega breytt hér. Höfundur er prófessor emeritus við Kennaradeild Háskólans á Akureyri.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun