Kynmisræmi er ekki sjúkdómur Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 10. nóvember 2022 11:31 Kynmisræmi er ekki sjúkdómur og fjarvistir frá vinnu vegna tengdra læknisaðgerða því ekki greiðsluskyldar af hálfu atvinnurekanda. Úr þessu álitaefni var skorið með dómi Landsréttar 4. nóvember 2022 í máli sem Samtök atvinnulífsins ráku fyrir hönd aðildarfyrirtækis. Dómurinn vísar til nýrrar útgáfu Alþjóðlegs flokkunarkerfis sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála (ICD 11). Með ICD11 voru gerðar breytingar á flokkun og greiningarviðmiðum kynmisræmis. Heitinu var til að mynda breytt úr kynáttunarvanda (e. gender identity disorder) í kynmisræmi (e. gender incongruance) og greiningin flutt úr kaflanum um geðsjúkdóma í kafla um kynheilsu (e. conditions related to sexual health). Landréttur vísar til laga um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019 og markmiðs þeirra að tryggja rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt sjálfir og að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar án þess að þurfa að sæta skilyrðum um sjúkdómsgreiningu og læknismeðferð. Réttaráhrif niðurstöðu dóms Landsréttar felast, auk þess að staðfesta að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur, í því að einstaklingar sem undirgangast aðgerðir vegna breytinga á líkamlegum kyneinkennum sínum eiga ekki rétt á veikindalaunum frá atvinnurekanda vegna þeirra fjarvista. Eitt skilyrða veikindaréttar samkvæmt lögum og kjarasamningum og forsenda réttar til greiðslu veikindalauna af hálfu atvinnurekanda er að starfsmaður teljist hafa verið óvinnufær vegna sjúkdóms eða slyss. Niðurstaða dómsins byggir því á þeim forsendum sem fyrir liggja í lögum og kjarasamningum aðila um rétt til veikindalauna og þeim skilyrðum sem þar eru sett um greiðslu launa í veikindaforföllum. Því hefur verið haldið fram að réttarstaða einstaklinga sem upplifa kynmisræmi sé, í kjölfar dóms Landsréttar, verri en áður. Ekki er hægt að taka undir það enda byggir sú skoðun á þeirri forsendu að kynmisræmi hafi áður verið greiðsluskyldur sjúkdómur. Það er hins vegar óforsvaranlegt að ganga út frá því að einstaklingar sem upplifa kynmisræmi séu haldnir geðsjúkdómi eins og fyrra greiningarkerfi byggði á. Niðurstaða Landsréttar staðfestir fyrst og fremst það réttlætismál, sem samtök trans fólks hafa barist fyrir, að kynmisræmi telst ekki vera sjúkdómur sem jafnframt hefur verið staðfest með lögum um kynrænt sjálfræði. Lögin tryggja samt sem áður aðgengi þessa hóps að heilbrigðiskerfinu þar sem margir einstaklingar sem upplifa kynmisræmi þurfa hormóna og sumir velja að gangast undir skurðaðgerðir t.d. brjóstnámsaðgerðir til að breyta líkama sínum svo hann falli betur að kynvitund þeirra. En eiga einstaklingar sem upplifa kynmisræmi að vera launalausir í fjarvistum sínum kjósi þeir að fara í aðgerð? Kjarasamningar og lög takmarka vissulega greiðslu veikindalauna frá atvinnurekendum við sjúkdóma og slys en sjúkrasjóðir stéttarfélaga hafa það hlutverk að styðja við sjóðsfélaga í fjarvistum sem atvinnurekendur greiða ekki, eins og t.d. við á um áfengismeðferðir. Gera verður ráð fyrir aðkomu sjúkrasjóða og Sjúkratrygginga Íslands. Með þeim hætti er hægt að koma til móts við þá einstaklinga sem hverfa þurfa frá vinnu vegna þeirra aðgerða sem þeir telja þörf á vegna kynmisræmis sem þeir upplifa. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Heilbrigðismál Vinnumarkaður Maj-Britt Hjördís Briem Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Kynmisræmi er ekki sjúkdómur og fjarvistir frá vinnu vegna tengdra læknisaðgerða því ekki greiðsluskyldar af hálfu atvinnurekanda. Úr þessu álitaefni var skorið með dómi Landsréttar 4. nóvember 2022 í máli sem Samtök atvinnulífsins ráku fyrir hönd aðildarfyrirtækis. Dómurinn vísar til nýrrar útgáfu Alþjóðlegs flokkunarkerfis sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála (ICD 11). Með ICD11 voru gerðar breytingar á flokkun og greiningarviðmiðum kynmisræmis. Heitinu var til að mynda breytt úr kynáttunarvanda (e. gender identity disorder) í kynmisræmi (e. gender incongruance) og greiningin flutt úr kaflanum um geðsjúkdóma í kafla um kynheilsu (e. conditions related to sexual health). Landréttur vísar til laga um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019 og markmiðs þeirra að tryggja rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt sjálfir og að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar án þess að þurfa að sæta skilyrðum um sjúkdómsgreiningu og læknismeðferð. Réttaráhrif niðurstöðu dóms Landsréttar felast, auk þess að staðfesta að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur, í því að einstaklingar sem undirgangast aðgerðir vegna breytinga á líkamlegum kyneinkennum sínum eiga ekki rétt á veikindalaunum frá atvinnurekanda vegna þeirra fjarvista. Eitt skilyrða veikindaréttar samkvæmt lögum og kjarasamningum og forsenda réttar til greiðslu veikindalauna af hálfu atvinnurekanda er að starfsmaður teljist hafa verið óvinnufær vegna sjúkdóms eða slyss. Niðurstaða dómsins byggir því á þeim forsendum sem fyrir liggja í lögum og kjarasamningum aðila um rétt til veikindalauna og þeim skilyrðum sem þar eru sett um greiðslu launa í veikindaforföllum. Því hefur verið haldið fram að réttarstaða einstaklinga sem upplifa kynmisræmi sé, í kjölfar dóms Landsréttar, verri en áður. Ekki er hægt að taka undir það enda byggir sú skoðun á þeirri forsendu að kynmisræmi hafi áður verið greiðsluskyldur sjúkdómur. Það er hins vegar óforsvaranlegt að ganga út frá því að einstaklingar sem upplifa kynmisræmi séu haldnir geðsjúkdómi eins og fyrra greiningarkerfi byggði á. Niðurstaða Landsréttar staðfestir fyrst og fremst það réttlætismál, sem samtök trans fólks hafa barist fyrir, að kynmisræmi telst ekki vera sjúkdómur sem jafnframt hefur verið staðfest með lögum um kynrænt sjálfræði. Lögin tryggja samt sem áður aðgengi þessa hóps að heilbrigðiskerfinu þar sem margir einstaklingar sem upplifa kynmisræmi þurfa hormóna og sumir velja að gangast undir skurðaðgerðir t.d. brjóstnámsaðgerðir til að breyta líkama sínum svo hann falli betur að kynvitund þeirra. En eiga einstaklingar sem upplifa kynmisræmi að vera launalausir í fjarvistum sínum kjósi þeir að fara í aðgerð? Kjarasamningar og lög takmarka vissulega greiðslu veikindalauna frá atvinnurekendum við sjúkdóma og slys en sjúkrasjóðir stéttarfélaga hafa það hlutverk að styðja við sjóðsfélaga í fjarvistum sem atvinnurekendur greiða ekki, eins og t.d. við á um áfengismeðferðir. Gera verður ráð fyrir aðkomu sjúkrasjóða og Sjúkratrygginga Íslands. Með þeim hætti er hægt að koma til móts við þá einstaklinga sem hverfa þurfa frá vinnu vegna þeirra aðgerða sem þeir telja þörf á vegna kynmisræmis sem þeir upplifa. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun