Sálfræðiþjónusta á heilsugæslu Gyða Dögg Einarsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 12:01 Geðheilsa er órjúfanlegur hluti af heilsu okkar allra. Á ári hverju tekst einn af hverjum fimm Íslendingum á við algengar geðraskanir, svo sem þunglyndi, kvíðaraskanir eða áfallastreituröskun. Þriðjungur þeirra sem sækir þjónustu heilsugæslunnar gerir svo vegna geðræns vanda. Ásókn í geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslu hefur aukist síðasta áratuginn, en samkvæmt nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðanda um geðheilbrigðisþjónustu (2022) fjölgaði komum á heilsugæsluna vegna geðheilbrigðisvanda um 91% á árunum 2010 til 2020. Stór hluti af starfsemi heilsugæslunnar snýr því að geðrænum vanda. Þunglyndi, kvíðaraskanir og áfallastreituröskun hafa mikil áhrif á lífsgæði og líkamlega heilsu þeirra sem við þann vanda glíma. Þessar algengu geðraskanir eru líka kostnaðarsamar fyrir samfélagið, en þær eru ein af algengustu ástæðum örorku. Samkvæmt úttekt Ríkisendurskoðanda lágu geðraskanir til grundvallar 38% tilvika örorku- og endurhæfingarmati árið 2020 og hefur þessi hópur stækkað um 30% frá 2010-2020. Miðað við þetta eru geðrænar áskoranir og afleiddur vandi þeirra því í vexti. Geðheilsuvandi verður ekki tæklaður með átaksverkefnum. Tryggja þarf stöðugt aðgengi að góðri geðheilbrigðisþjónustu. Heilsugæslan gegnir þar lykilhlutverki, sem fyrsti viðkomustaður okkar allra innan heilbrigðiskerfisins. Greitt aðgengi að viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu er mikilvægur þáttur í því að fyrirbyggja frekari vanda, bæði einstaklingsins og samfélagsins í heild. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar frá árinu 2016 þegar aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára var samþykkt. Samkvæmt henni á þjónusta sálfræðinga að standa til boða á heilsugæslustöðvum og heilbrigðisstofnunum sem sinna heilsugæslu í takt við 19. gr. reglugerðar nr. 1111/2020. Þar kemur fram að heilsugæslustöðvar eigi að bjóða upp á mat og gagnreynda meðferð vegna algengustu geðraskana, svo sem þunglyndi, kvíðaröskunum og áfallastreituröskun, þegar vandinn er vægur eða miðlungs alvarlegur. Klínískar leiðbeiningar víða um heim mæla með hugrænni atferlismeðferð sem fyrsta meðferðarúrræði við algengum geðröskunum. Árangursrannsóknir á hugrænni atferlismeðferð hafa endurtekið sýnt fram á góðan árangur. Þrátt fyrir þetta hefur slík meðferð almennt ekki staðið til boða á heilsugæslustöðvum fyrr en árið 2016, þegar aðgerðaáætlunin var samþykkt. Heildarkostnaður vegna ávísana geðlyfja hefur aukist frá 2010-2020 en sú meðferð er yfirleitt fyrsta úrræðið sem stendur fólki til boða á heilsugæslustöðvum, þrátt fyrir að gagnreynd samtalsmeðferð sé oftar sú meðferð sem mælt er með sem fyrsta meðferð við algengum geðrænum vanda. Frá árinu 2016 hafa sálfræðingar verið ráðnir í auknum mæli á heilsugæslustöðvar og hefur megináhersla verið lögð á að byggja upp og samræma gagnreynda, örugga og árangursríka sálfræðiþjónustu á landsvísu. Þrátt fyrir þessa aukningu eru stöðugildi sálfræðinga enn um helmingi of fá miðað við tíðni þess vanda sem þeim er ætlað að sinna og því ekki að undra að biðtími eftir þjónustu sé langur. Í nýrri heilbrigðisáætlun stjórnvalda til ársins 2030 er lögð áhersla á að veita gagnreynda og örugga þjónustu og tryggja fullnægjandi mönnun í samræmi við þjónustuþörf. Án sálfræðiþjónustu geta heilsugæslustöðvar ekki boðið meðferð við algengum geðvanda í takt við klínískar leiðbeiningar. Þar sem heilsugæslan er fyrsti viðkomustaður okkar innan heilbrigðiskerfisins er eðlilegt að þar standi til boða viðeigandi gagnreynd meðferð við geðvanda. Ef heilbrigðisáætlun á að ganga eftir er því afar mikilvægt að halda áfram uppbyggingu á sálfræðiþjónustu á heilsugæslustigi. Tryggja þarf að sálfræðingar leiði uppbyggingu sálfræðiþjónustu, svo hún byggi á sterkum faglegum grunni, og stöðugildi í takt við þjónustuþörf. Höfundur er formaður Félags sálfræðinga í heilsugæslu og sálfræðingur á heilsugæslustöð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsugæsla Geðheilbrigði Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Geðheilsa er órjúfanlegur hluti af heilsu okkar allra. Á ári hverju tekst einn af hverjum fimm Íslendingum á við algengar geðraskanir, svo sem þunglyndi, kvíðaraskanir eða áfallastreituröskun. Þriðjungur þeirra sem sækir þjónustu heilsugæslunnar gerir svo vegna geðræns vanda. Ásókn í geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslu hefur aukist síðasta áratuginn, en samkvæmt nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðanda um geðheilbrigðisþjónustu (2022) fjölgaði komum á heilsugæsluna vegna geðheilbrigðisvanda um 91% á árunum 2010 til 2020. Stór hluti af starfsemi heilsugæslunnar snýr því að geðrænum vanda. Þunglyndi, kvíðaraskanir og áfallastreituröskun hafa mikil áhrif á lífsgæði og líkamlega heilsu þeirra sem við þann vanda glíma. Þessar algengu geðraskanir eru líka kostnaðarsamar fyrir samfélagið, en þær eru ein af algengustu ástæðum örorku. Samkvæmt úttekt Ríkisendurskoðanda lágu geðraskanir til grundvallar 38% tilvika örorku- og endurhæfingarmati árið 2020 og hefur þessi hópur stækkað um 30% frá 2010-2020. Miðað við þetta eru geðrænar áskoranir og afleiddur vandi þeirra því í vexti. Geðheilsuvandi verður ekki tæklaður með átaksverkefnum. Tryggja þarf stöðugt aðgengi að góðri geðheilbrigðisþjónustu. Heilsugæslan gegnir þar lykilhlutverki, sem fyrsti viðkomustaður okkar allra innan heilbrigðiskerfisins. Greitt aðgengi að viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu er mikilvægur þáttur í því að fyrirbyggja frekari vanda, bæði einstaklingsins og samfélagsins í heild. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar frá árinu 2016 þegar aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára var samþykkt. Samkvæmt henni á þjónusta sálfræðinga að standa til boða á heilsugæslustöðvum og heilbrigðisstofnunum sem sinna heilsugæslu í takt við 19. gr. reglugerðar nr. 1111/2020. Þar kemur fram að heilsugæslustöðvar eigi að bjóða upp á mat og gagnreynda meðferð vegna algengustu geðraskana, svo sem þunglyndi, kvíðaröskunum og áfallastreituröskun, þegar vandinn er vægur eða miðlungs alvarlegur. Klínískar leiðbeiningar víða um heim mæla með hugrænni atferlismeðferð sem fyrsta meðferðarúrræði við algengum geðröskunum. Árangursrannsóknir á hugrænni atferlismeðferð hafa endurtekið sýnt fram á góðan árangur. Þrátt fyrir þetta hefur slík meðferð almennt ekki staðið til boða á heilsugæslustöðvum fyrr en árið 2016, þegar aðgerðaáætlunin var samþykkt. Heildarkostnaður vegna ávísana geðlyfja hefur aukist frá 2010-2020 en sú meðferð er yfirleitt fyrsta úrræðið sem stendur fólki til boða á heilsugæslustöðvum, þrátt fyrir að gagnreynd samtalsmeðferð sé oftar sú meðferð sem mælt er með sem fyrsta meðferð við algengum geðrænum vanda. Frá árinu 2016 hafa sálfræðingar verið ráðnir í auknum mæli á heilsugæslustöðvar og hefur megináhersla verið lögð á að byggja upp og samræma gagnreynda, örugga og árangursríka sálfræðiþjónustu á landsvísu. Þrátt fyrir þessa aukningu eru stöðugildi sálfræðinga enn um helmingi of fá miðað við tíðni þess vanda sem þeim er ætlað að sinna og því ekki að undra að biðtími eftir þjónustu sé langur. Í nýrri heilbrigðisáætlun stjórnvalda til ársins 2030 er lögð áhersla á að veita gagnreynda og örugga þjónustu og tryggja fullnægjandi mönnun í samræmi við þjónustuþörf. Án sálfræðiþjónustu geta heilsugæslustöðvar ekki boðið meðferð við algengum geðvanda í takt við klínískar leiðbeiningar. Þar sem heilsugæslan er fyrsti viðkomustaður okkar innan heilbrigðiskerfisins er eðlilegt að þar standi til boða viðeigandi gagnreynd meðferð við geðvanda. Ef heilbrigðisáætlun á að ganga eftir er því afar mikilvægt að halda áfram uppbyggingu á sálfræðiþjónustu á heilsugæslustigi. Tryggja þarf að sálfræðingar leiði uppbyggingu sálfræðiþjónustu, svo hún byggi á sterkum faglegum grunni, og stöðugildi í takt við þjónustuþörf. Höfundur er formaður Félags sálfræðinga í heilsugæslu og sálfræðingur á heilsugæslustöð.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun