Sálfræðiþjónusta á heilsugæslu Gyða Dögg Einarsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 12:01 Geðheilsa er órjúfanlegur hluti af heilsu okkar allra. Á ári hverju tekst einn af hverjum fimm Íslendingum á við algengar geðraskanir, svo sem þunglyndi, kvíðaraskanir eða áfallastreituröskun. Þriðjungur þeirra sem sækir þjónustu heilsugæslunnar gerir svo vegna geðræns vanda. Ásókn í geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslu hefur aukist síðasta áratuginn, en samkvæmt nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðanda um geðheilbrigðisþjónustu (2022) fjölgaði komum á heilsugæsluna vegna geðheilbrigðisvanda um 91% á árunum 2010 til 2020. Stór hluti af starfsemi heilsugæslunnar snýr því að geðrænum vanda. Þunglyndi, kvíðaraskanir og áfallastreituröskun hafa mikil áhrif á lífsgæði og líkamlega heilsu þeirra sem við þann vanda glíma. Þessar algengu geðraskanir eru líka kostnaðarsamar fyrir samfélagið, en þær eru ein af algengustu ástæðum örorku. Samkvæmt úttekt Ríkisendurskoðanda lágu geðraskanir til grundvallar 38% tilvika örorku- og endurhæfingarmati árið 2020 og hefur þessi hópur stækkað um 30% frá 2010-2020. Miðað við þetta eru geðrænar áskoranir og afleiddur vandi þeirra því í vexti. Geðheilsuvandi verður ekki tæklaður með átaksverkefnum. Tryggja þarf stöðugt aðgengi að góðri geðheilbrigðisþjónustu. Heilsugæslan gegnir þar lykilhlutverki, sem fyrsti viðkomustaður okkar allra innan heilbrigðiskerfisins. Greitt aðgengi að viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu er mikilvægur þáttur í því að fyrirbyggja frekari vanda, bæði einstaklingsins og samfélagsins í heild. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar frá árinu 2016 þegar aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára var samþykkt. Samkvæmt henni á þjónusta sálfræðinga að standa til boða á heilsugæslustöðvum og heilbrigðisstofnunum sem sinna heilsugæslu í takt við 19. gr. reglugerðar nr. 1111/2020. Þar kemur fram að heilsugæslustöðvar eigi að bjóða upp á mat og gagnreynda meðferð vegna algengustu geðraskana, svo sem þunglyndi, kvíðaröskunum og áfallastreituröskun, þegar vandinn er vægur eða miðlungs alvarlegur. Klínískar leiðbeiningar víða um heim mæla með hugrænni atferlismeðferð sem fyrsta meðferðarúrræði við algengum geðröskunum. Árangursrannsóknir á hugrænni atferlismeðferð hafa endurtekið sýnt fram á góðan árangur. Þrátt fyrir þetta hefur slík meðferð almennt ekki staðið til boða á heilsugæslustöðvum fyrr en árið 2016, þegar aðgerðaáætlunin var samþykkt. Heildarkostnaður vegna ávísana geðlyfja hefur aukist frá 2010-2020 en sú meðferð er yfirleitt fyrsta úrræðið sem stendur fólki til boða á heilsugæslustöðvum, þrátt fyrir að gagnreynd samtalsmeðferð sé oftar sú meðferð sem mælt er með sem fyrsta meðferð við algengum geðrænum vanda. Frá árinu 2016 hafa sálfræðingar verið ráðnir í auknum mæli á heilsugæslustöðvar og hefur megináhersla verið lögð á að byggja upp og samræma gagnreynda, örugga og árangursríka sálfræðiþjónustu á landsvísu. Þrátt fyrir þessa aukningu eru stöðugildi sálfræðinga enn um helmingi of fá miðað við tíðni þess vanda sem þeim er ætlað að sinna og því ekki að undra að biðtími eftir þjónustu sé langur. Í nýrri heilbrigðisáætlun stjórnvalda til ársins 2030 er lögð áhersla á að veita gagnreynda og örugga þjónustu og tryggja fullnægjandi mönnun í samræmi við þjónustuþörf. Án sálfræðiþjónustu geta heilsugæslustöðvar ekki boðið meðferð við algengum geðvanda í takt við klínískar leiðbeiningar. Þar sem heilsugæslan er fyrsti viðkomustaður okkar innan heilbrigðiskerfisins er eðlilegt að þar standi til boða viðeigandi gagnreynd meðferð við geðvanda. Ef heilbrigðisáætlun á að ganga eftir er því afar mikilvægt að halda áfram uppbyggingu á sálfræðiþjónustu á heilsugæslustigi. Tryggja þarf að sálfræðingar leiði uppbyggingu sálfræðiþjónustu, svo hún byggi á sterkum faglegum grunni, og stöðugildi í takt við þjónustuþörf. Höfundur er formaður Félags sálfræðinga í heilsugæslu og sálfræðingur á heilsugæslustöð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsugæsla Geðheilbrigði Mest lesið Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Geðheilsa er órjúfanlegur hluti af heilsu okkar allra. Á ári hverju tekst einn af hverjum fimm Íslendingum á við algengar geðraskanir, svo sem þunglyndi, kvíðaraskanir eða áfallastreituröskun. Þriðjungur þeirra sem sækir þjónustu heilsugæslunnar gerir svo vegna geðræns vanda. Ásókn í geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslu hefur aukist síðasta áratuginn, en samkvæmt nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðanda um geðheilbrigðisþjónustu (2022) fjölgaði komum á heilsugæsluna vegna geðheilbrigðisvanda um 91% á árunum 2010 til 2020. Stór hluti af starfsemi heilsugæslunnar snýr því að geðrænum vanda. Þunglyndi, kvíðaraskanir og áfallastreituröskun hafa mikil áhrif á lífsgæði og líkamlega heilsu þeirra sem við þann vanda glíma. Þessar algengu geðraskanir eru líka kostnaðarsamar fyrir samfélagið, en þær eru ein af algengustu ástæðum örorku. Samkvæmt úttekt Ríkisendurskoðanda lágu geðraskanir til grundvallar 38% tilvika örorku- og endurhæfingarmati árið 2020 og hefur þessi hópur stækkað um 30% frá 2010-2020. Miðað við þetta eru geðrænar áskoranir og afleiddur vandi þeirra því í vexti. Geðheilsuvandi verður ekki tæklaður með átaksverkefnum. Tryggja þarf stöðugt aðgengi að góðri geðheilbrigðisþjónustu. Heilsugæslan gegnir þar lykilhlutverki, sem fyrsti viðkomustaður okkar allra innan heilbrigðiskerfisins. Greitt aðgengi að viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu er mikilvægur þáttur í því að fyrirbyggja frekari vanda, bæði einstaklingsins og samfélagsins í heild. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar frá árinu 2016 þegar aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára var samþykkt. Samkvæmt henni á þjónusta sálfræðinga að standa til boða á heilsugæslustöðvum og heilbrigðisstofnunum sem sinna heilsugæslu í takt við 19. gr. reglugerðar nr. 1111/2020. Þar kemur fram að heilsugæslustöðvar eigi að bjóða upp á mat og gagnreynda meðferð vegna algengustu geðraskana, svo sem þunglyndi, kvíðaröskunum og áfallastreituröskun, þegar vandinn er vægur eða miðlungs alvarlegur. Klínískar leiðbeiningar víða um heim mæla með hugrænni atferlismeðferð sem fyrsta meðferðarúrræði við algengum geðröskunum. Árangursrannsóknir á hugrænni atferlismeðferð hafa endurtekið sýnt fram á góðan árangur. Þrátt fyrir þetta hefur slík meðferð almennt ekki staðið til boða á heilsugæslustöðvum fyrr en árið 2016, þegar aðgerðaáætlunin var samþykkt. Heildarkostnaður vegna ávísana geðlyfja hefur aukist frá 2010-2020 en sú meðferð er yfirleitt fyrsta úrræðið sem stendur fólki til boða á heilsugæslustöðvum, þrátt fyrir að gagnreynd samtalsmeðferð sé oftar sú meðferð sem mælt er með sem fyrsta meðferð við algengum geðrænum vanda. Frá árinu 2016 hafa sálfræðingar verið ráðnir í auknum mæli á heilsugæslustöðvar og hefur megináhersla verið lögð á að byggja upp og samræma gagnreynda, örugga og árangursríka sálfræðiþjónustu á landsvísu. Þrátt fyrir þessa aukningu eru stöðugildi sálfræðinga enn um helmingi of fá miðað við tíðni þess vanda sem þeim er ætlað að sinna og því ekki að undra að biðtími eftir þjónustu sé langur. Í nýrri heilbrigðisáætlun stjórnvalda til ársins 2030 er lögð áhersla á að veita gagnreynda og örugga þjónustu og tryggja fullnægjandi mönnun í samræmi við þjónustuþörf. Án sálfræðiþjónustu geta heilsugæslustöðvar ekki boðið meðferð við algengum geðvanda í takt við klínískar leiðbeiningar. Þar sem heilsugæslan er fyrsti viðkomustaður okkar innan heilbrigðiskerfisins er eðlilegt að þar standi til boða viðeigandi gagnreynd meðferð við geðvanda. Ef heilbrigðisáætlun á að ganga eftir er því afar mikilvægt að halda áfram uppbyggingu á sálfræðiþjónustu á heilsugæslustigi. Tryggja þarf að sálfræðingar leiði uppbyggingu sálfræðiþjónustu, svo hún byggi á sterkum faglegum grunni, og stöðugildi í takt við þjónustuþörf. Höfundur er formaður Félags sálfræðinga í heilsugæslu og sálfræðingur á heilsugæslustöð.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun