Styðjum konur í Íran Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 31. október 2022 11:31 Í síðustu viku var efnt til sérstakrar umræðu á Alþingi um stöðuna í Íran. Þar voru áhyggjur og hugmyndir viðraðar um stöðu kvenna í Íran, og tók undirrituð þátt í þeim umræðum. Fregnir af hrottalegum aðstæðum í Íran berast um allan heim. Íslendingar, sem og fólk alls staðar um heiminn, sýna konum í Íran stuðning og samstöðu. Þetta skiptir máli því þegar barist er fyrir jafnréttismálum hvar sem er í heiminum þá varðar það alla heimsmyndina. Jákvæð skref eru jákvæð skref, hvort sem þau eru tekin í Íran, á Íslandi eða á Ítalíu. Það sama á við neikvæð skref, hvort sem þau eru tekin í Myanmar, á Íslandi eða í Bandaríkjunum. Við stöndum saman Oftar en ekki varða þessar baráttur jafnréttisbaráttu kvenna á heimsvísu. Þegar við sjáum konur alls staðar að standa saman og fordæma írönsku ríkisstjórnina vegna mótmælanna og reglur um klæðaburð. Fyrir ekki svo löngu mótmæltu konur um allan heim hæstaréttardóms sem féll í Bandaríkjunum og varðaði þungunarrof. Þar var skref tekið til fortíða, því miður. Jafnréttisbarátta hinsegin fólks víða um veröld hefur einnig tekið skref til fortíðar. Við megum ekki sofna á verðum. Við stöndum fyrir frelsi og jafnrétti Við Íslendingar vitum hvar við stöndum. Við stöndum fyrir frelsi. Við stöndum fyrir jafnrétti. Við stöndum með írönskum konum í sinni baráttu. Því er vissulega fagnaðarefni að sjá konur leggja í baráttu fyrir sínum réttindum. Hún er erfið barátta og blóðug, sem má líkja við viðureign Davíðs og Golíats, en með stuðningi fólks um allan heim verður hún þeim auðveldari. Það liggur augum uppi að hér á landi styðjum við mótmælendur heilshugar. Það er mikilvægt, enda sjáum við í miðjum mótmælum myndun tækifæra til aukins jafnréttis í þessum heimshluta. Það eru skref í rétta átt Við stöndum með mótmælendum Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt írönsk stjórnvöld með því að beita refsiaðgerðum. Aðgerðirnar sem nú hefur verið gripið til felast í frystingu eigna og ferðabanni til Evrópu. Stjórnvöld eru að sinna sínu hlutverki í að fordæma þessa meðferð. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar hafa verið snögg og alvarleg, og hef ég vissu fyrir því að það er algjör samstaða um þessi mál á Alþingi. Okkar stuðningi er ekki lokið og mun ekki ljúka fyrr en við sjáum þá niðurstöðu sem við viljum sjá. Því við vitum hvar við stöndum. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Íran Alþingi Mótmælaalda í Íran Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var efnt til sérstakrar umræðu á Alþingi um stöðuna í Íran. Þar voru áhyggjur og hugmyndir viðraðar um stöðu kvenna í Íran, og tók undirrituð þátt í þeim umræðum. Fregnir af hrottalegum aðstæðum í Íran berast um allan heim. Íslendingar, sem og fólk alls staðar um heiminn, sýna konum í Íran stuðning og samstöðu. Þetta skiptir máli því þegar barist er fyrir jafnréttismálum hvar sem er í heiminum þá varðar það alla heimsmyndina. Jákvæð skref eru jákvæð skref, hvort sem þau eru tekin í Íran, á Íslandi eða á Ítalíu. Það sama á við neikvæð skref, hvort sem þau eru tekin í Myanmar, á Íslandi eða í Bandaríkjunum. Við stöndum saman Oftar en ekki varða þessar baráttur jafnréttisbaráttu kvenna á heimsvísu. Þegar við sjáum konur alls staðar að standa saman og fordæma írönsku ríkisstjórnina vegna mótmælanna og reglur um klæðaburð. Fyrir ekki svo löngu mótmæltu konur um allan heim hæstaréttardóms sem féll í Bandaríkjunum og varðaði þungunarrof. Þar var skref tekið til fortíða, því miður. Jafnréttisbarátta hinsegin fólks víða um veröld hefur einnig tekið skref til fortíðar. Við megum ekki sofna á verðum. Við stöndum fyrir frelsi og jafnrétti Við Íslendingar vitum hvar við stöndum. Við stöndum fyrir frelsi. Við stöndum fyrir jafnrétti. Við stöndum með írönskum konum í sinni baráttu. Því er vissulega fagnaðarefni að sjá konur leggja í baráttu fyrir sínum réttindum. Hún er erfið barátta og blóðug, sem má líkja við viðureign Davíðs og Golíats, en með stuðningi fólks um allan heim verður hún þeim auðveldari. Það liggur augum uppi að hér á landi styðjum við mótmælendur heilshugar. Það er mikilvægt, enda sjáum við í miðjum mótmælum myndun tækifæra til aukins jafnréttis í þessum heimshluta. Það eru skref í rétta átt Við stöndum með mótmælendum Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt írönsk stjórnvöld með því að beita refsiaðgerðum. Aðgerðirnar sem nú hefur verið gripið til felast í frystingu eigna og ferðabanni til Evrópu. Stjórnvöld eru að sinna sínu hlutverki í að fordæma þessa meðferð. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar hafa verið snögg og alvarleg, og hef ég vissu fyrir því að það er algjör samstaða um þessi mál á Alþingi. Okkar stuðningi er ekki lokið og mun ekki ljúka fyrr en við sjáum þá niðurstöðu sem við viljum sjá. Því við vitum hvar við stöndum. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar