Snemmtæk inngrip í meðferð hjá SÁÁ Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir skrifar 27. október 2022 09:01 Á Íslandi erum við svo heppin að við sem samfélag lítum á áfengis- og vímuefnafíkn sem sjúkdóm sem á heima í heilbrigðiskerfinu. Áhrifaríkasta leiðin í meðferð þessa vanda er sú sama og í flestum heilbrigðisvanda – að grípa inní snemma. Áfengis- og vímuefnafíkn má sjá fyrir sér sem róf eða mælistiku þar sem alvarleiki vandans mælist frá vægri fíkniröskun til alvarlegs langvinns fíknsjúkdóms. Fíkniröskun og fíknsjúkdóm er hægt að meðhöndla með með gagnreyndum aðferðum í heilbrigðiskerfinu með heilbrigðisstarfsfólki. Áhrifaríkasta leiðin er snemmtækt inngrip, þótt meðferð á öllum stigum skili líka árangri. Aðgengi að meðferð við fíknsjúkdómi er því ein og sér ein mikilvægasta breytan í því að auka líkur á að bati náist, hvort sem er að hluta til eða öllu leyti. Á Íslandi eigum við sem betur fer kost á góðri, faglegri og fjölbreyttri meðferð á vegum SÁÁ. Meðferð sem getur farið fram í göngudeild en einnig á sérhæfðu sjúkrahúsi og meðferðarstöð sem sinnir fólki sem glímir við alvarlegasta form fíknröskunar, fíknsjúkdóminn. Á sjúkrahúsið Vog kemur fólk með fíknsjúkdóm, alvarlegasta form fíkniröskunar. Viðkomandi þarfnast inniliggjandi inngrips í formi afeitrunar og í kjölfarið yfirgripsmikla sálfélagslega meðferð til lengri tíma. Umræða um bið eftir innlögn á Vog fer oft hátt, og það er staðreynd að eftirspurn eftir þessu úrræði er meiri en við höfum í dag kost á að sinna. Hvernig getum við beitt snemmtæku inngripi við slíkar aðstæður? Hjá meðferðarsviði SÁÁ höfum við lagt áherslu á að auka aðgengi að snemmtæku inngripi og stytta þannig bið eftir meðferð með eftirfarandi hætti: Þróun göngudeildarúrræða sem draga úr þörf á inniliggjandi meðferð. Grunnmeðferð í göngudeild er úrræði fyrir þá sem geta hætt neyslu sjálfir án innlagnar á Vog. Þessi meðferð er að öðru leyti sambærileg sálfélagslegu meðferðinni sem veitt er á Vogi. Þetta úrræði hjálpar þeim mest sem hafa minni þörf á afeitrunarmeðferð og/eða eru að koma vegna bakslags sem ekki er langt gengið. Bið eftir þessu úrræði er engin. Í kjölfarið eiga skjólstæðingar kost á áframhaldandi sálfélagslegri meðferð og stuðningi í göngudeild. Vonir standa til að einnig verði hægt að bjóða þeim sem þurfa inniliggjandi meðferð á meðferðarstöðinni Vík aðgang þangað beint án innlagnar á Vog. Ungmennameðferð fyrir 25 ára og yngri á Vogi. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að auka aðgengi ungmenna að snemmtækri þjónustu í áfengis- og vímuefnameðferð. Í því felst m.a að efla og auka þjónustu við þennan hóp með lágmarks bið, sálfélagslegri þjónustu, endurinnlögnum eftir þörf og samvinnu milli úrræða fyrir ungmenni. Þessi hópur er um 20% af heildarfjölda þeirra sem koma í meðferð á Vog og er hlutfall hans minna en áður enda hefur neysla í yngsta hópnum sem betur fer farið minnkandi frá aldamótum. Bið eftir innlögn hjá þessum hópi er engin. Í framhaldi af inniliggjandi meðferð eru ungmenni tengd við sérstaka þjónustu í göngudeild. Fyrsta koma. Hér er um að ræða snemmtækt inngrip fyrir þá sem eru að leita meðferðar í fyrsta sinn og þurfa innlögn. Einstaklingar sem leggjast inn á Vog í fyrsta sinn eru um 30% af heildinni. Bið eftir innlögn hjá þessum hópi er heldur engin. Hver er þá biðin eftir meðferð í raun? Ef horft er til síðustu 5 ára, frá 2017 fram á mitt ár 2022, er meðalbiðtími eftir innlögn á sjúkrahúsið Vog 53,5 dagar. Til samanburðar má nefna að Embætti landlæknis telur ásættanlega bið eftir greiningu og meðferð hjá sérfræðingi vera 90 daga. Fæstir sem sækja þjónustu SÁÁ bíða nærri svo lengi. Um 40% þeirra sem leggjast inn á Vog hafa beðið styttra en 14 daga eftir innlögn og tæplega 70% skjólstæðinga bíða innan við 4 vikur. Á þessum rúmu 5 árum sem gögn þessar greiningar byggja á, hafa einungis 3% skjólstæðinga beðið lengur en 90 daga eftir innlögn á Vog. Höfundur er gæðastjóri SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Áfengi og tóbak Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi erum við svo heppin að við sem samfélag lítum á áfengis- og vímuefnafíkn sem sjúkdóm sem á heima í heilbrigðiskerfinu. Áhrifaríkasta leiðin í meðferð þessa vanda er sú sama og í flestum heilbrigðisvanda – að grípa inní snemma. Áfengis- og vímuefnafíkn má sjá fyrir sér sem róf eða mælistiku þar sem alvarleiki vandans mælist frá vægri fíkniröskun til alvarlegs langvinns fíknsjúkdóms. Fíkniröskun og fíknsjúkdóm er hægt að meðhöndla með með gagnreyndum aðferðum í heilbrigðiskerfinu með heilbrigðisstarfsfólki. Áhrifaríkasta leiðin er snemmtækt inngrip, þótt meðferð á öllum stigum skili líka árangri. Aðgengi að meðferð við fíknsjúkdómi er því ein og sér ein mikilvægasta breytan í því að auka líkur á að bati náist, hvort sem er að hluta til eða öllu leyti. Á Íslandi eigum við sem betur fer kost á góðri, faglegri og fjölbreyttri meðferð á vegum SÁÁ. Meðferð sem getur farið fram í göngudeild en einnig á sérhæfðu sjúkrahúsi og meðferðarstöð sem sinnir fólki sem glímir við alvarlegasta form fíknröskunar, fíknsjúkdóminn. Á sjúkrahúsið Vog kemur fólk með fíknsjúkdóm, alvarlegasta form fíkniröskunar. Viðkomandi þarfnast inniliggjandi inngrips í formi afeitrunar og í kjölfarið yfirgripsmikla sálfélagslega meðferð til lengri tíma. Umræða um bið eftir innlögn á Vog fer oft hátt, og það er staðreynd að eftirspurn eftir þessu úrræði er meiri en við höfum í dag kost á að sinna. Hvernig getum við beitt snemmtæku inngripi við slíkar aðstæður? Hjá meðferðarsviði SÁÁ höfum við lagt áherslu á að auka aðgengi að snemmtæku inngripi og stytta þannig bið eftir meðferð með eftirfarandi hætti: Þróun göngudeildarúrræða sem draga úr þörf á inniliggjandi meðferð. Grunnmeðferð í göngudeild er úrræði fyrir þá sem geta hætt neyslu sjálfir án innlagnar á Vog. Þessi meðferð er að öðru leyti sambærileg sálfélagslegu meðferðinni sem veitt er á Vogi. Þetta úrræði hjálpar þeim mest sem hafa minni þörf á afeitrunarmeðferð og/eða eru að koma vegna bakslags sem ekki er langt gengið. Bið eftir þessu úrræði er engin. Í kjölfarið eiga skjólstæðingar kost á áframhaldandi sálfélagslegri meðferð og stuðningi í göngudeild. Vonir standa til að einnig verði hægt að bjóða þeim sem þurfa inniliggjandi meðferð á meðferðarstöðinni Vík aðgang þangað beint án innlagnar á Vog. Ungmennameðferð fyrir 25 ára og yngri á Vogi. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að auka aðgengi ungmenna að snemmtækri þjónustu í áfengis- og vímuefnameðferð. Í því felst m.a að efla og auka þjónustu við þennan hóp með lágmarks bið, sálfélagslegri þjónustu, endurinnlögnum eftir þörf og samvinnu milli úrræða fyrir ungmenni. Þessi hópur er um 20% af heildarfjölda þeirra sem koma í meðferð á Vog og er hlutfall hans minna en áður enda hefur neysla í yngsta hópnum sem betur fer farið minnkandi frá aldamótum. Bið eftir innlögn hjá þessum hópi er engin. Í framhaldi af inniliggjandi meðferð eru ungmenni tengd við sérstaka þjónustu í göngudeild. Fyrsta koma. Hér er um að ræða snemmtækt inngrip fyrir þá sem eru að leita meðferðar í fyrsta sinn og þurfa innlögn. Einstaklingar sem leggjast inn á Vog í fyrsta sinn eru um 30% af heildinni. Bið eftir innlögn hjá þessum hópi er heldur engin. Hver er þá biðin eftir meðferð í raun? Ef horft er til síðustu 5 ára, frá 2017 fram á mitt ár 2022, er meðalbiðtími eftir innlögn á sjúkrahúsið Vog 53,5 dagar. Til samanburðar má nefna að Embætti landlæknis telur ásættanlega bið eftir greiningu og meðferð hjá sérfræðingi vera 90 daga. Fæstir sem sækja þjónustu SÁÁ bíða nærri svo lengi. Um 40% þeirra sem leggjast inn á Vog hafa beðið styttra en 14 daga eftir innlögn og tæplega 70% skjólstæðinga bíða innan við 4 vikur. Á þessum rúmu 5 árum sem gögn þessar greiningar byggja á, hafa einungis 3% skjólstæðinga beðið lengur en 90 daga eftir innlögn á Vog. Höfundur er gæðastjóri SÁÁ.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun