Hvað er dauðakvíði? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 17. október 2022 16:31 Það er eðlilegur hluti af mannlegri tilvist að hræðast dauðann upp að vissu marki enda hefur sá ótti stuðlað að afkomu mannsins. Hjá sumum verður þessi ótti hins vegar svo mikill og þrálátur að fólk fær ekki notið lífsins. Óttinn getur birst með mismunandi hætti; sumir velta því stöðugt fyrir sér hvað gerist eftir dauðann og hvernig það verði að vera ekki til, aðrir eru uppteknari af dauðaferlinu og enn aðrir óttast að missa sína nánustu eða hafa áhyggjur af afdrifum þeirra. Hjá sumum líkist dauðakvíðinn fælni þar sem fólk fer í mikið uppnám, og forðast eftir fremsta megni, allt sem minnir á dauðann. Dauðakvíði telst ekki til geðraskana en kemur við sögu í ýmsum kvíðavandamálum, meðal annars hjá sumum þeirra sem hræðast flug, slys og alvarlega sjúkdóma. Fólk verður minna hrætt við dauðann með auknum aldri, þótt það sé ekki einhlítt, enda hefur það þá oftar komist í tæri við dauðann í kringum sig. Almenn gætir feimni við dauðann á Vesturlöndum, þeir sem deyja eru huldir sjónum manna og lítið um dauðann rætt. Þetta hjálpar ekki til við það að venjast tilhugsuninni um dauðann. Hvernig má vinna á dauðakvíða? Þeir sem glíma við dauðakvíða reyna, eins og aðrir, að draga úr vanlíðan sinni. Oft er reynt að draga úr óvissunni með því að velta dauðanum mikið fyrir sér eða lesa sér til um málefnið sem tekur tíma og orku og eykur aðeins á kvíðann, þegar ekki er komist til botns í málinu. Aðrir vilja ekki heyra á dauðann minnst og forðast slíkar hugrenningar, sem tefur líka fyrir bata. Svo leita margir hughreystinga annarra sem slær aðeins á kvíðann til skamms tíma. Menn gera eitt og annað til að koma á í veg fyrir það versta, eins og að hugsa jákvætt og varast að storka örlögunum. Því miður skila þessar aðfarir aðeins tímabundnum létti og er því í meðferð við dauðakvíða hvatt til þess gagnstæða, að óhlýðnast „kvíðapúkanum.“ Æfa sig í því að þola við í óvissunni í stað þess að leita svara eða hughreystinga annarra, leyfa óþægilegum hugsunum að koma og gera þær jafnvel verri, sem og að sækja í aðstæður sem vekja upp kvíðann. Breski geðlæknirinn David Veale er einn þeirra sem fjallað hefur um fyrirbærið og er annar höfundur að sjálfshjálparbók á ensku um vandann. Eru þar tillögur að æfingum fyrir þá sem hræðast og forðast mjög dauðatengd málefni. Er meðal annars mælt með lestri minningargreina og bóka um dauðann, áhorfi á bíómyndir um málefnið og að hlustað á viðtöl við fólk sem mætir dauðanum af æðruleysi. Eins að hafa hluti hjá sér sem minna á dauða, svo sem hauskúpur, skrifa um eigin dauðdaga, skipuleggja útför sína, semja minningargrein, heimsækja kirkjugarða, og fyrir hina allra hörðustu, smíða sína eigin líkkistu. Þó fer það auðvitað eftir því hvernig landið liggur hjá hverjum og einum hvers konar æfingar „hitta í mark.“ Síðast en ekki síst er mikilvægt að vinna að innihaldsríku lífi í stað þess að eyða orkunni í það að reyna að fyrirbyggja hið óumflýjanlega. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það er eðlilegur hluti af mannlegri tilvist að hræðast dauðann upp að vissu marki enda hefur sá ótti stuðlað að afkomu mannsins. Hjá sumum verður þessi ótti hins vegar svo mikill og þrálátur að fólk fær ekki notið lífsins. Óttinn getur birst með mismunandi hætti; sumir velta því stöðugt fyrir sér hvað gerist eftir dauðann og hvernig það verði að vera ekki til, aðrir eru uppteknari af dauðaferlinu og enn aðrir óttast að missa sína nánustu eða hafa áhyggjur af afdrifum þeirra. Hjá sumum líkist dauðakvíðinn fælni þar sem fólk fer í mikið uppnám, og forðast eftir fremsta megni, allt sem minnir á dauðann. Dauðakvíði telst ekki til geðraskana en kemur við sögu í ýmsum kvíðavandamálum, meðal annars hjá sumum þeirra sem hræðast flug, slys og alvarlega sjúkdóma. Fólk verður minna hrætt við dauðann með auknum aldri, þótt það sé ekki einhlítt, enda hefur það þá oftar komist í tæri við dauðann í kringum sig. Almenn gætir feimni við dauðann á Vesturlöndum, þeir sem deyja eru huldir sjónum manna og lítið um dauðann rætt. Þetta hjálpar ekki til við það að venjast tilhugsuninni um dauðann. Hvernig má vinna á dauðakvíða? Þeir sem glíma við dauðakvíða reyna, eins og aðrir, að draga úr vanlíðan sinni. Oft er reynt að draga úr óvissunni með því að velta dauðanum mikið fyrir sér eða lesa sér til um málefnið sem tekur tíma og orku og eykur aðeins á kvíðann, þegar ekki er komist til botns í málinu. Aðrir vilja ekki heyra á dauðann minnst og forðast slíkar hugrenningar, sem tefur líka fyrir bata. Svo leita margir hughreystinga annarra sem slær aðeins á kvíðann til skamms tíma. Menn gera eitt og annað til að koma á í veg fyrir það versta, eins og að hugsa jákvætt og varast að storka örlögunum. Því miður skila þessar aðfarir aðeins tímabundnum létti og er því í meðferð við dauðakvíða hvatt til þess gagnstæða, að óhlýðnast „kvíðapúkanum.“ Æfa sig í því að þola við í óvissunni í stað þess að leita svara eða hughreystinga annarra, leyfa óþægilegum hugsunum að koma og gera þær jafnvel verri, sem og að sækja í aðstæður sem vekja upp kvíðann. Breski geðlæknirinn David Veale er einn þeirra sem fjallað hefur um fyrirbærið og er annar höfundur að sjálfshjálparbók á ensku um vandann. Eru þar tillögur að æfingum fyrir þá sem hræðast og forðast mjög dauðatengd málefni. Er meðal annars mælt með lestri minningargreina og bóka um dauðann, áhorfi á bíómyndir um málefnið og að hlustað á viðtöl við fólk sem mætir dauðanum af æðruleysi. Eins að hafa hluti hjá sér sem minna á dauða, svo sem hauskúpur, skrifa um eigin dauðdaga, skipuleggja útför sína, semja minningargrein, heimsækja kirkjugarða, og fyrir hina allra hörðustu, smíða sína eigin líkkistu. Þó fer það auðvitað eftir því hvernig landið liggur hjá hverjum og einum hvers konar æfingar „hitta í mark.“ Síðast en ekki síst er mikilvægt að vinna að innihaldsríku lífi í stað þess að eyða orkunni í það að reyna að fyrirbyggja hið óumflýjanlega. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun