Þjónusta án skilyrða við ungt fólk, hversu mikils virði er það? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 17. október 2022 15:31 Mikið er fjallað um geðheilbrigði ungs fólks á Íslandi í dag. Aukinn kvíði, vansæld, einmanaleiki, vanlíðan vegna samskipta, ofbeldi. Nýjustu fréttir er að kulnun sé algengust meðal 18-24 ára. Fólk þarf annað fólk og upplifa að tilheyra samfélagi. Við þurfum stundum bara að fá einhvern sem sér mann, hlustar, skilur og getur hjálpað að greina hvað er hvað. Það er hægt að auka aðgengi að stuðningi, auka aðgengi að einfaldri ráðgjöf. Ekki allt þarf flóknar greiningar og klínískar aðferðir til lausna. Það módel er að verða gjaldþrota eins og endalausir biðlistar sýna okkur. Við upplifum öll á einhverjum tímapunkti vanlíðan og erfiðar tilfinningar, sérstaklega þegar við erum á unglingsaldri. Það er líka svo margt sem veldur vanlíðan og vanda sem ekki fellur innan þröngra skilgreininga geðgreininga. Heimurinn er flókinn, það er flókið að vera ung manneskja á þröskuldi þess að verða fullorðin. Þarna verða samskipti oft erfið, við foreldra, vini og kunningja. Svo erum við að hefja ástarsambönd við annað fólk sem getur verið flókið. Það kemur líka margt fyrir á þessum aldri sem þarf að vera hægt að ræða á öruggum stað. Rannsóknir sýna okkur að ef stuðningur fæst ekki á réttum tíma geta slík mál leitt til geð-, fíkni- og heilsufarsvanda seinna á lífsleiðinni. Í Berginu hittum við 60-70 ungmenni í hverri einustu viku, þau eru metin með tilteknum hætti til að greina alvarleika vanda. Engum er neitað, allir fá eyra og rannsóknir okkar sýna að mjög margir fá bót með því að koma í Bergið. Það er þeim líður betur, upplifa minni kvíða og meiri virkni í daglegu lífi. Fyrir marga sem vanir eru að vinna í greiningarumhverfi geðheilbrigðisþjónustu er þetta mjög framandi hugmyndafræði. Allir mega koma, fá tíma og fá áheyrn. Þau mega koma eins oft og þau vilja og þau mega nota þjónustuna nákvæmlega eins og þau vilja. Þau geta komið einu sinni og svo aftur eftir ár, eða í hverri viku í einhvern tíma meðan verið er að vinna að málum. Stundum eru þau aðstoðuð við að fá meiri þjónustu en þeim er ekki úthýst úr Berginu á meðan. Að meðaltali kemur unga fólkið í fjóra tíma í Berginu, þó margir koma sjaldnar og einhverjir oftar. Við byggjum á áströlsku módeli um snemmtæka íhlutun fyrir ungt fólk sem hefur verið í prófun síðustu 15 ár, þar er headspace þjónusta í boði fyrri stóran hluta ungmenna í Ástralíu í þeirra heimaumhverfi. Þessi þjónusta er einnig um alla Danmörku og nú eru Norðmenn að opna 6 slíkar stöðvar á næstu mánuðum. Bergið er aðeins á einum stað í Reykjavík, við sinnum einnig þjónustu í ungmennahúsinu Hamrinum í Hafnarfirði og hefur það reynst mjög vel. Okkur langar að bjóða öllum ungmennum á landinu möguleika á að hafa slíka þjónustu í nærumhverfi, það væri hægt með ýmis konar útfærslum. Til þess þarf ríkið og sveitafélög að koma að borðinu með okkur og tryggja að Bergið geti framkvæmt þjónstuna Við erum þess fullviss að framtíðarvandi og þjónustuþörf má minnka með því að veita slíka þjónustu á þessum tímapunkti í lífi fólks. Danska heasdspace þjónustan hefur metið það sem svo að hver króna sem fer í slíka lágþröskuldaþjónustu skili sér í 7 króna sparnaði í framtíðinni. Með því að veita Berginu headspace aðeins 10% af þeim fjárveitingum sem SÁÁ fær til að sinni þjónustu sinni væri hægt að bjóða upp á þessa þjónustu um allt land fyrir öll ungmenni á aldrinum 12-25 ára án takmarkana. Það væri held ég þess virði, við erum til, við eigum módelið, við eigum fagfólkið og við finnum að ungmennin vilja koma til okkar. Það eina sem þarf er trygging á fjármagni og það ekki svo mikið miðað við hvað það kostar okkur að gera það ekki. Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins headspace Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Sigurþóra Bergsdóttir Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Sjá meira
Mikið er fjallað um geðheilbrigði ungs fólks á Íslandi í dag. Aukinn kvíði, vansæld, einmanaleiki, vanlíðan vegna samskipta, ofbeldi. Nýjustu fréttir er að kulnun sé algengust meðal 18-24 ára. Fólk þarf annað fólk og upplifa að tilheyra samfélagi. Við þurfum stundum bara að fá einhvern sem sér mann, hlustar, skilur og getur hjálpað að greina hvað er hvað. Það er hægt að auka aðgengi að stuðningi, auka aðgengi að einfaldri ráðgjöf. Ekki allt þarf flóknar greiningar og klínískar aðferðir til lausna. Það módel er að verða gjaldþrota eins og endalausir biðlistar sýna okkur. Við upplifum öll á einhverjum tímapunkti vanlíðan og erfiðar tilfinningar, sérstaklega þegar við erum á unglingsaldri. Það er líka svo margt sem veldur vanlíðan og vanda sem ekki fellur innan þröngra skilgreininga geðgreininga. Heimurinn er flókinn, það er flókið að vera ung manneskja á þröskuldi þess að verða fullorðin. Þarna verða samskipti oft erfið, við foreldra, vini og kunningja. Svo erum við að hefja ástarsambönd við annað fólk sem getur verið flókið. Það kemur líka margt fyrir á þessum aldri sem þarf að vera hægt að ræða á öruggum stað. Rannsóknir sýna okkur að ef stuðningur fæst ekki á réttum tíma geta slík mál leitt til geð-, fíkni- og heilsufarsvanda seinna á lífsleiðinni. Í Berginu hittum við 60-70 ungmenni í hverri einustu viku, þau eru metin með tilteknum hætti til að greina alvarleika vanda. Engum er neitað, allir fá eyra og rannsóknir okkar sýna að mjög margir fá bót með því að koma í Bergið. Það er þeim líður betur, upplifa minni kvíða og meiri virkni í daglegu lífi. Fyrir marga sem vanir eru að vinna í greiningarumhverfi geðheilbrigðisþjónustu er þetta mjög framandi hugmyndafræði. Allir mega koma, fá tíma og fá áheyrn. Þau mega koma eins oft og þau vilja og þau mega nota þjónustuna nákvæmlega eins og þau vilja. Þau geta komið einu sinni og svo aftur eftir ár, eða í hverri viku í einhvern tíma meðan verið er að vinna að málum. Stundum eru þau aðstoðuð við að fá meiri þjónustu en þeim er ekki úthýst úr Berginu á meðan. Að meðaltali kemur unga fólkið í fjóra tíma í Berginu, þó margir koma sjaldnar og einhverjir oftar. Við byggjum á áströlsku módeli um snemmtæka íhlutun fyrir ungt fólk sem hefur verið í prófun síðustu 15 ár, þar er headspace þjónusta í boði fyrri stóran hluta ungmenna í Ástralíu í þeirra heimaumhverfi. Þessi þjónusta er einnig um alla Danmörku og nú eru Norðmenn að opna 6 slíkar stöðvar á næstu mánuðum. Bergið er aðeins á einum stað í Reykjavík, við sinnum einnig þjónustu í ungmennahúsinu Hamrinum í Hafnarfirði og hefur það reynst mjög vel. Okkur langar að bjóða öllum ungmennum á landinu möguleika á að hafa slíka þjónustu í nærumhverfi, það væri hægt með ýmis konar útfærslum. Til þess þarf ríkið og sveitafélög að koma að borðinu með okkur og tryggja að Bergið geti framkvæmt þjónstuna Við erum þess fullviss að framtíðarvandi og þjónustuþörf má minnka með því að veita slíka þjónustu á þessum tímapunkti í lífi fólks. Danska heasdspace þjónustan hefur metið það sem svo að hver króna sem fer í slíka lágþröskuldaþjónustu skili sér í 7 króna sparnaði í framtíðinni. Með því að veita Berginu headspace aðeins 10% af þeim fjárveitingum sem SÁÁ fær til að sinni þjónustu sinni væri hægt að bjóða upp á þessa þjónustu um allt land fyrir öll ungmenni á aldrinum 12-25 ára án takmarkana. Það væri held ég þess virði, við erum til, við eigum módelið, við eigum fagfólkið og við finnum að ungmennin vilja koma til okkar. Það eina sem þarf er trygging á fjármagni og það ekki svo mikið miðað við hvað það kostar okkur að gera það ekki. Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins headspace
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun