Kona eins og Erla Bolladóttir Sigrún Sif Jóelsdóttir skrifar 13. október 2022 08:01 Ég hef heyrt um konur eins og mig. Þessi hugsun læddist að mér þar til hún var alveg fremst í hugskotinu, þar sem ég sat frammi fyrir matsnefnd á vegum ríkisins dag einn í mars við að útskýra hvernig mér hefði snarbatnað í veikindaleyfi erlendis eitt sinn, en hefði svo slegið illa niður þegar ég kom heim til Íslands aftur. Það var ekki bara vetrarkuldinn sem fór illa í sinnið og skrokkinn, það var áfall sem ég á ennþá erfitt með að vera berorð um, að koma heim til að skilja að hvorki ég né barnið mitt áttum vísa vernd frá því ofbeldi sem að okkur steðjaði. Heldur myndi ríkið sjálft með sínum fulltrúum, taka þátt í að beita okkur frekara ofbeldi, snúa raunveruleikanum á rönguna, steypa mér í staðalmót forræðishyggju af sekri konu, smána mig eftir formlegum leiðum og þvinga okkur inn í það ofbeldi sem við reyndum að forða okkur frá. Orðin svik og ranglæti eru nærtæk. Stofnanagrimmdin var ekki bara til handa mér í samtímanum, síðan þá hef ég séð yfirvöld gera kerfisbundið það sama við ótal aðrar fyrir það eitt að vera af sortinni, mæður, konur og þolendur ofbeldis. Löngunin er hverfandi til að ræða það sem gerðist í mínu lífi fyrir fimm árum síðan, en hvern langar líka að berskjalda sína sárustu reynslu, taugaáfallið á lögreglustöðinni, þar sem ég ætlaði að sækja barnið mitt sem lögreglan sagðist gæta, en greip í tómt, nístandi óttann við að sjá það aldrei aftur. Ég sá barnið mitt aftur, fékk hann í fangið, fyrr en ég þorði að vona en hef ekki fyrirgefið yfirvöldum þetta. Enda hafa þau enga iðrun sýnt eða viðurkennt það ranglæti sem ég var beitt af fulltrúum ríkisvaldsins þennan daginn og eins og í keðjuverkun næstu tvö árin eftir það. En hvað með 49 ár af mannréttindabrotum gagnvart íslenskum samborgara okkar? Það er leitt að þurfa að segja það, tekur virkilega á að horfast í augu við það, en ef þú ert kona á Íslandi, móðir, systir, dóttir, amma, þolandi ofbeldis þá getur þú ekki reitt þig á stjórnvöld til að gæta þinna mannréttinda, hvað þá að bera sjálfkrafa virðingu fyrir þér sem fullgildri manneskju andspænis þeirra valdbeitingu. Gleymdu því, þú þarft að gera allt sjálf og ekki treysta á neitt nema skilyrðislausa samstöðu og undanbragðalausan kærleika náungans, þar sem honum er til að dreifa. Ef það er óljóst hvert ég er að fara með þessu, hvernig grimmd gegn konum, mæðrum, þolendum ofbeldis á Íslandi þrífst í skjóli stofnanavalds ætti nafn einnar konu að skýra þá mynd, ef þú leyfir því að sökkva inn í mennsku þína. Erla Bolladóttir. Endurupptökudómur brást, sakadómur yfir Erlu Bolladóttur frá árinu 1980 er augljóslega rangur. Tvítug er hún fjarlægð af yfirvöldum frá ellefu vikna gömlu barni sínu, þá í annað sinn og var beitt mikilli þvingun eins og ítarlega hefur komið fram. Nú hefur Erla greint frá því með sannfærandi hætti hvernig henni var nauðgað af lögreglumanni á meðan hún sætti varðhaldi, lögreglumanni sem misnotaði gróflega aðstöðu sína undir því yfirskini að vera annars svo hjálpsamur í garð Erlu. Ofan á annað starfaði þessi meinti gerandi seinna meir sem yfirmaður ofbeldis- og kynferðisbrotadeildar lögreglu sem lýsir ágætlega að mínu viti þeim anda valdbeitingarmenningar (e. dominator culture) sem umkringir íslenska réttarkerfið og allt mál Erlu til dagsins í dag. Í mínum raunheimi er það í öllu falli, glórulaus og annarleg niðurstaða þegar því er haldið fram að slík nauðung og harðræði, sem hún sætti, hafi ekki áhrif á framburð sakbornings sem sett er í þessa stöðu. Hver er sú móðir, í áfalli við sviptingu valds yfir lífi sínu og líkama, ítrekuð ofbeldisbrot, ein og yfirgefin, í nístandi ótta um að fá ekki að sjá barnið sitt aftur, fá ekki að halda á því í fanginu, sem ekki er fær um að segja nánast hvað sem er, ef hún trúir því að frekari aðskilnaði frá afkvæmi sínu verði þar með afstýrt? Erla var aðskilin frá barni sínu og barnið var þar með svipt umsjá móður sinnar af sama harðlyndi. Aðspurð að því hvaða áhrif þetta mál allt hafi haft á líf hennar svarar Erla meðal annars: „Samband mitt við fyrsta barnið mitt leið fyrir þetta og gerir enn í dag, hún var orðin tveggja ára þegar ég fékk hana til baka og ég þurfti að berjast með miklum látum, af því það átti ekki að láta mig fá hana aftur. Af því að ég átti ekki að vera hæf móðir eftir alla þessa einangrun. Þannig að hún er orðin tveggja ára og hún þolir ekki að ég hverfi, hún verður að vera alltaf með mig í augsýn. Við náðum ekki að mynda þessi tengsl sem móðir og barn mynda, í öllu þessu. Þannig að það er það fyrsta.“ Það er lýsandi fyrir dugleysi íslenskra dómstóla sérstaklega gagnvart mannréttindum kvenna og þolenda kynbundins ofbeldis hvernig farið er með mál Erlu Bolladóttur. Síðastliðin ár hef ég sjálf varið öllum mínum frítíma og orku við að leita færra leiða, til að fá ríkið og samfélagið til að sjá að sér gagnvart því kerfisofbeldi og ranglæti sem viðgengst gagnvart þeim sem settir eru undir í félagslegu stigveldi, konum og börnum sem þolað hafa ofbeldi. Við hvern talar þú, þegar þú sérð ekki fram fyrir tærnar á þér í andlegu svartamyrkri og vonleysi og veist ekki hvað eiginlega henti þig í lífinu? Ef þú ert ögn bölvuð en ríkulega blessuð eins og ég, þá talar þú við konu sem svipt var frelsi sínu í blindu ranglæti, 21 árs gömul, slitin frá ungu barni sínu, sat hundruði daga í einangrunarvist, þoldi mörg hundruð klukkustunda yfirheyrslur, sem flestar eru óskráðar, þoldi ítrekuð ofbeldisbrot þar sem hún var í einangrun, var í kjölfarið útskúfuð og niðruð af vegfarendum í okkar samfélagi, þögguð og þolendaskömmuð af stjórnvöldum allt til dagsins í dag, og þú spyrð hana hvernig þá er hægt að halda áfram, og þá eftir það. Ef þú ert lánsöm eins og ég, þá mun þessi sama kona segja þér að elta ljósið, hversu lítil sem sú skíma kann að virðast, halda fast í það og sjá það stækka, halda fast í gleðina í lífinu þínu, setja svo annan fótinn fram fyrir hinn og líta hvorki til hægri né vinstri. Þú veist að þú hlýtur að geta það, hvar sem gleði þín er fólgin, ef hún gerir það, í næstum 50 ár. Svo mætir þú á Austurvöll, laugardaginn 15. október kl: 14:00 til að sýna Erlu Bolladóttur samstöðu og til að upphefja réttlætið. Niðurstaða dómstóla í máli Erlu eru ekki málalok sem ein þjóð velmegunar getur sætt sig við. Við komum saman á Austurvelli til að sýna Erlu að hún stendur ekki ein og einangruð, líkt og hún og aðrir dómþolar í þessari mestu erki misgjörð íslenska laga- og réttarkerfisins, þurftu að gera áratugum saman. Dómsvaldið hefur brugðist og þá er sjálfsagt að aðrir valdhafar, sannarlega ábyrgir fyrir meðferð sinni á íslensku fólki, grípi til ráðstafana af mennsku, mildi og réttlæti gagnvart þolendum sínum. Svo ég vísi til orða Erlu sjálfrar, ef það er leið þá förum við hana. Það er mín innsta sannfæring að við sem samfélag getum ekki vænst þess að hlutur kvenna og þeirra sem eru undirsettir verði réttur, í okkar réttarríki, fyrr en ríkið sjálft hefur að fullu viðurkennt og horfst í augu við náttúru þess ofbeldis sem það taldi og virðist enn telja réttlætanlegt að beita Erlu Bolladóttur. Sjáumst á Austurvelli á laugardaginn! https://www.facebook.com/events/440838134603068 Höfundur er aktívisti, talskona og í stjórn samtakanna Líf án ofbeldis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Í skjóli hinna hugrökku Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef heyrt um konur eins og mig. Þessi hugsun læddist að mér þar til hún var alveg fremst í hugskotinu, þar sem ég sat frammi fyrir matsnefnd á vegum ríkisins dag einn í mars við að útskýra hvernig mér hefði snarbatnað í veikindaleyfi erlendis eitt sinn, en hefði svo slegið illa niður þegar ég kom heim til Íslands aftur. Það var ekki bara vetrarkuldinn sem fór illa í sinnið og skrokkinn, það var áfall sem ég á ennþá erfitt með að vera berorð um, að koma heim til að skilja að hvorki ég né barnið mitt áttum vísa vernd frá því ofbeldi sem að okkur steðjaði. Heldur myndi ríkið sjálft með sínum fulltrúum, taka þátt í að beita okkur frekara ofbeldi, snúa raunveruleikanum á rönguna, steypa mér í staðalmót forræðishyggju af sekri konu, smána mig eftir formlegum leiðum og þvinga okkur inn í það ofbeldi sem við reyndum að forða okkur frá. Orðin svik og ranglæti eru nærtæk. Stofnanagrimmdin var ekki bara til handa mér í samtímanum, síðan þá hef ég séð yfirvöld gera kerfisbundið það sama við ótal aðrar fyrir það eitt að vera af sortinni, mæður, konur og þolendur ofbeldis. Löngunin er hverfandi til að ræða það sem gerðist í mínu lífi fyrir fimm árum síðan, en hvern langar líka að berskjalda sína sárustu reynslu, taugaáfallið á lögreglustöðinni, þar sem ég ætlaði að sækja barnið mitt sem lögreglan sagðist gæta, en greip í tómt, nístandi óttann við að sjá það aldrei aftur. Ég sá barnið mitt aftur, fékk hann í fangið, fyrr en ég þorði að vona en hef ekki fyrirgefið yfirvöldum þetta. Enda hafa þau enga iðrun sýnt eða viðurkennt það ranglæti sem ég var beitt af fulltrúum ríkisvaldsins þennan daginn og eins og í keðjuverkun næstu tvö árin eftir það. En hvað með 49 ár af mannréttindabrotum gagnvart íslenskum samborgara okkar? Það er leitt að þurfa að segja það, tekur virkilega á að horfast í augu við það, en ef þú ert kona á Íslandi, móðir, systir, dóttir, amma, þolandi ofbeldis þá getur þú ekki reitt þig á stjórnvöld til að gæta þinna mannréttinda, hvað þá að bera sjálfkrafa virðingu fyrir þér sem fullgildri manneskju andspænis þeirra valdbeitingu. Gleymdu því, þú þarft að gera allt sjálf og ekki treysta á neitt nema skilyrðislausa samstöðu og undanbragðalausan kærleika náungans, þar sem honum er til að dreifa. Ef það er óljóst hvert ég er að fara með þessu, hvernig grimmd gegn konum, mæðrum, þolendum ofbeldis á Íslandi þrífst í skjóli stofnanavalds ætti nafn einnar konu að skýra þá mynd, ef þú leyfir því að sökkva inn í mennsku þína. Erla Bolladóttir. Endurupptökudómur brást, sakadómur yfir Erlu Bolladóttur frá árinu 1980 er augljóslega rangur. Tvítug er hún fjarlægð af yfirvöldum frá ellefu vikna gömlu barni sínu, þá í annað sinn og var beitt mikilli þvingun eins og ítarlega hefur komið fram. Nú hefur Erla greint frá því með sannfærandi hætti hvernig henni var nauðgað af lögreglumanni á meðan hún sætti varðhaldi, lögreglumanni sem misnotaði gróflega aðstöðu sína undir því yfirskini að vera annars svo hjálpsamur í garð Erlu. Ofan á annað starfaði þessi meinti gerandi seinna meir sem yfirmaður ofbeldis- og kynferðisbrotadeildar lögreglu sem lýsir ágætlega að mínu viti þeim anda valdbeitingarmenningar (e. dominator culture) sem umkringir íslenska réttarkerfið og allt mál Erlu til dagsins í dag. Í mínum raunheimi er það í öllu falli, glórulaus og annarleg niðurstaða þegar því er haldið fram að slík nauðung og harðræði, sem hún sætti, hafi ekki áhrif á framburð sakbornings sem sett er í þessa stöðu. Hver er sú móðir, í áfalli við sviptingu valds yfir lífi sínu og líkama, ítrekuð ofbeldisbrot, ein og yfirgefin, í nístandi ótta um að fá ekki að sjá barnið sitt aftur, fá ekki að halda á því í fanginu, sem ekki er fær um að segja nánast hvað sem er, ef hún trúir því að frekari aðskilnaði frá afkvæmi sínu verði þar með afstýrt? Erla var aðskilin frá barni sínu og barnið var þar með svipt umsjá móður sinnar af sama harðlyndi. Aðspurð að því hvaða áhrif þetta mál allt hafi haft á líf hennar svarar Erla meðal annars: „Samband mitt við fyrsta barnið mitt leið fyrir þetta og gerir enn í dag, hún var orðin tveggja ára þegar ég fékk hana til baka og ég þurfti að berjast með miklum látum, af því það átti ekki að láta mig fá hana aftur. Af því að ég átti ekki að vera hæf móðir eftir alla þessa einangrun. Þannig að hún er orðin tveggja ára og hún þolir ekki að ég hverfi, hún verður að vera alltaf með mig í augsýn. Við náðum ekki að mynda þessi tengsl sem móðir og barn mynda, í öllu þessu. Þannig að það er það fyrsta.“ Það er lýsandi fyrir dugleysi íslenskra dómstóla sérstaklega gagnvart mannréttindum kvenna og þolenda kynbundins ofbeldis hvernig farið er með mál Erlu Bolladóttur. Síðastliðin ár hef ég sjálf varið öllum mínum frítíma og orku við að leita færra leiða, til að fá ríkið og samfélagið til að sjá að sér gagnvart því kerfisofbeldi og ranglæti sem viðgengst gagnvart þeim sem settir eru undir í félagslegu stigveldi, konum og börnum sem þolað hafa ofbeldi. Við hvern talar þú, þegar þú sérð ekki fram fyrir tærnar á þér í andlegu svartamyrkri og vonleysi og veist ekki hvað eiginlega henti þig í lífinu? Ef þú ert ögn bölvuð en ríkulega blessuð eins og ég, þá talar þú við konu sem svipt var frelsi sínu í blindu ranglæti, 21 árs gömul, slitin frá ungu barni sínu, sat hundruði daga í einangrunarvist, þoldi mörg hundruð klukkustunda yfirheyrslur, sem flestar eru óskráðar, þoldi ítrekuð ofbeldisbrot þar sem hún var í einangrun, var í kjölfarið útskúfuð og niðruð af vegfarendum í okkar samfélagi, þögguð og þolendaskömmuð af stjórnvöldum allt til dagsins í dag, og þú spyrð hana hvernig þá er hægt að halda áfram, og þá eftir það. Ef þú ert lánsöm eins og ég, þá mun þessi sama kona segja þér að elta ljósið, hversu lítil sem sú skíma kann að virðast, halda fast í það og sjá það stækka, halda fast í gleðina í lífinu þínu, setja svo annan fótinn fram fyrir hinn og líta hvorki til hægri né vinstri. Þú veist að þú hlýtur að geta það, hvar sem gleði þín er fólgin, ef hún gerir það, í næstum 50 ár. Svo mætir þú á Austurvöll, laugardaginn 15. október kl: 14:00 til að sýna Erlu Bolladóttur samstöðu og til að upphefja réttlætið. Niðurstaða dómstóla í máli Erlu eru ekki málalok sem ein þjóð velmegunar getur sætt sig við. Við komum saman á Austurvelli til að sýna Erlu að hún stendur ekki ein og einangruð, líkt og hún og aðrir dómþolar í þessari mestu erki misgjörð íslenska laga- og réttarkerfisins, þurftu að gera áratugum saman. Dómsvaldið hefur brugðist og þá er sjálfsagt að aðrir valdhafar, sannarlega ábyrgir fyrir meðferð sinni á íslensku fólki, grípi til ráðstafana af mennsku, mildi og réttlæti gagnvart þolendum sínum. Svo ég vísi til orða Erlu sjálfrar, ef það er leið þá förum við hana. Það er mín innsta sannfæring að við sem samfélag getum ekki vænst þess að hlutur kvenna og þeirra sem eru undirsettir verði réttur, í okkar réttarríki, fyrr en ríkið sjálft hefur að fullu viðurkennt og horfst í augu við náttúru þess ofbeldis sem það taldi og virðist enn telja réttlætanlegt að beita Erlu Bolladóttur. Sjáumst á Austurvelli á laugardaginn! https://www.facebook.com/events/440838134603068 Höfundur er aktívisti, talskona og í stjórn samtakanna Líf án ofbeldis
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar