Frá þessu segir í tilkynningu frá Play þar sem segir að fyrsta flugið verði fimmtudaginn 6. apríl (skírdag) 2023.
„Flogið verður tvisvar í viku fram í lok október 2023. Porto er annar áfangastaður Play í Portúgal, en flugfélagið var með áætlunarferðir til höfuðborgarinnar Lissabon í ár og verður framhald á þeim ferðum á næsta ári.
Þetta er í fyrsta sinn sem flugfélag býður upp á beint áætlunarflug á milli Porto og Íslands. Porto er afar vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn en borgin hefur í tvígang verið valin besti evrópski áfangastaðurinn af samtökunum European Best Destinations, árin 2014 og 2017,“ segir í tilkynningunni.