Tvítyngi? Væri ekki nær að tala um fjöltyngi eða þvoglutyngi? Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar 3. október 2022 12:01 Í nútímasamfélagi gusast yfir okkur ný orð sem við eigum oft fullt í fangi með að meðtaka. Eintyngi, tvítyngi, fjöltyngi eru dæmi um slíkt. Hvað þýðir t.d. að vera tvítyngdur? Það þýðir að eiga foreldra/uppalendur sem eru með sitthvort móðurmálið t.d. dönsku og íslensku. En hvað þýðir þá að vera fjöltyngdur? Það hlýtur þá að þýða að einstaklingurinn elst upp við fleiri en tvö tungumál. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan hér voru nær eingöngu eintyngd börn m.ö.o. börn sem ólust eingöngu upp við íslensku. Núna hefur heimurinn hins vegar breyst og hingað hefur flutst fólk frá ólíkum menningarheimum talandi mismunandi tungumál. Að sjálfsögðu sækja börn þessara erlendu innflytjenda íslenska skóla og eru þá með sitt eigið tungumál í farteskinu. En ég ætla ekki að tala um þau börn heldur þessi svokölluðu tvítyngdu börn sem eiga foreldra af sitthvoru þjóðerninu. Þau eru nefninlega ekki tvítyngd heldur fjöltyngd. Rök? Já skoðum dæmi, sem ég sem talkennari þekki. Ég var með bræður sem áttu austurlenska móður og íslenskan föður. Faðirinn hafði búið í landi móðurinnar og lært hennar mál brogað m.ö.o. hann talaði hreina íslensku en brogað austurlenskt mál. Móðirin talaði hins vegar sitt móðurmál vel en þegar hún flutti til Íslands lærði hún brogaða íslensku. Þarna eru komin önnur tvö mál til viðbótar þ.e.a.s. hreint austurlenskt mál og broguð íslenska. Sem sagt fjögur mál. Hvað gerðu svo drengirnir þeirra? Þeir töluðu ensku sín á milli. Sú enska var ekki kórrétt enska heldur enska sem þeir höfðu lært af samskiptamiðlum. Í samantekt er þetta 5 „mál“ sem drengirnir ólust upp við þ.e.a.s. tvö rétt töluð mál og svo þrjú broguð. Það segir sig sjálft að þeir náðu ekki tökum á neinu máli til fullnustu. Hver varð afleiðingin? Drengirnir - þrátt fyrir góða greind - náðu ekki þeim tökum á íslensku sem þurfti til að grunnskólaskólagangan nýttist þeim sem skyldi. Það sem bjargaði þeim var að þeir fengu stífa talkennslu í fleiri ár og eigin dugnaður og greind skilaði þeim reyndar upp í framhaldsskóla. Skólakerfið okkar eins og það er hannað er hreinlega ekki í stakk búið til að geta sinnt börnum sem hafa alist upp í broguðu málumhverfi. Afleiðingarnar verða að þessi börn ná hreinlega ekki þeim tökum á íslensku máli sem dugar þeim til skilnings eða tjáningar hvað þá heldur ná þau þeim tökum á þeirri íslensku sem þau þurfa til þess að geta stundað nám - ekki síst í aðstæðum þar sem hávaði ríkir en það er margoft búið að benda á að hávaði í kennslurými er alltof hár til að einbeiting og hlustun geti átt sér þar stað -hvað þá ef góð málakunnátta og málgeta er ekki fyrir hendi. Höfundur er radd-og talmeinafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Íslensk tunga Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 08.03.2025 Halldór Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Halla Gunnarsdóttir, formaður VR Agla Arnars Katrínardóttir Skoðun Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Í nútímasamfélagi gusast yfir okkur ný orð sem við eigum oft fullt í fangi með að meðtaka. Eintyngi, tvítyngi, fjöltyngi eru dæmi um slíkt. Hvað þýðir t.d. að vera tvítyngdur? Það þýðir að eiga foreldra/uppalendur sem eru með sitthvort móðurmálið t.d. dönsku og íslensku. En hvað þýðir þá að vera fjöltyngdur? Það hlýtur þá að þýða að einstaklingurinn elst upp við fleiri en tvö tungumál. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan hér voru nær eingöngu eintyngd börn m.ö.o. börn sem ólust eingöngu upp við íslensku. Núna hefur heimurinn hins vegar breyst og hingað hefur flutst fólk frá ólíkum menningarheimum talandi mismunandi tungumál. Að sjálfsögðu sækja börn þessara erlendu innflytjenda íslenska skóla og eru þá með sitt eigið tungumál í farteskinu. En ég ætla ekki að tala um þau börn heldur þessi svokölluðu tvítyngdu börn sem eiga foreldra af sitthvoru þjóðerninu. Þau eru nefninlega ekki tvítyngd heldur fjöltyngd. Rök? Já skoðum dæmi, sem ég sem talkennari þekki. Ég var með bræður sem áttu austurlenska móður og íslenskan föður. Faðirinn hafði búið í landi móðurinnar og lært hennar mál brogað m.ö.o. hann talaði hreina íslensku en brogað austurlenskt mál. Móðirin talaði hins vegar sitt móðurmál vel en þegar hún flutti til Íslands lærði hún brogaða íslensku. Þarna eru komin önnur tvö mál til viðbótar þ.e.a.s. hreint austurlenskt mál og broguð íslenska. Sem sagt fjögur mál. Hvað gerðu svo drengirnir þeirra? Þeir töluðu ensku sín á milli. Sú enska var ekki kórrétt enska heldur enska sem þeir höfðu lært af samskiptamiðlum. Í samantekt er þetta 5 „mál“ sem drengirnir ólust upp við þ.e.a.s. tvö rétt töluð mál og svo þrjú broguð. Það segir sig sjálft að þeir náðu ekki tökum á neinu máli til fullnustu. Hver varð afleiðingin? Drengirnir - þrátt fyrir góða greind - náðu ekki þeim tökum á íslensku sem þurfti til að grunnskólaskólagangan nýttist þeim sem skyldi. Það sem bjargaði þeim var að þeir fengu stífa talkennslu í fleiri ár og eigin dugnaður og greind skilaði þeim reyndar upp í framhaldsskóla. Skólakerfið okkar eins og það er hannað er hreinlega ekki í stakk búið til að geta sinnt börnum sem hafa alist upp í broguðu málumhverfi. Afleiðingarnar verða að þessi börn ná hreinlega ekki þeim tökum á íslensku máli sem dugar þeim til skilnings eða tjáningar hvað þá heldur ná þau þeim tökum á þeirri íslensku sem þau þurfa til þess að geta stundað nám - ekki síst í aðstæðum þar sem hávaði ríkir en það er margoft búið að benda á að hávaði í kennslurými er alltof hár til að einbeiting og hlustun geti átt sér þar stað -hvað þá ef góð málakunnátta og málgeta er ekki fyrir hendi. Höfundur er radd-og talmeinafræðingur.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun