Konungurinn heldur sig heima eftir ráðleggingar forsætisráðherrans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. október 2022 16:28 Konungurin verður ekki á ráðstefnunni líkt og til stóð. Getty/Chris Jackson Karl Bretlandskonungur mun ekki sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, sem fram fer í Egyptalandi í næsta mánuði. Ástæðan er sú að forsætisráðherra Bretlands ráðlagði honum að fara ekki. Breska ríkisútvarpið hefur eftir talsmönnum Buckingham-hallar að Liz Truss forsætisráðherra og konungurinn hefðu komist að samkomulagi um að hann myndi ekki sækja ráðstefnuna. Áður hafði staðið til að konungurinn yrði viðstaddur og myndi halda þar ræðu. Ástæða þess að talsmenn konungsins töldu sig þurfa að greina frá þessu er frétt í Sunday Times, þar sem sagt var að Truss hefði hreinlega skipað konunginum að halda sig heima. „Í mesta vinskap og virðingu var komist að samkomulagi um að konungurinn myndi ekki sækja ráðstefnuna,“ segir í yfirlýsingunni en þar kemur fram að konungurinn hafi sérstaklega óskað eftir ráðleggingum Truss um hvort hann ætti að fara eða ekki. Þó virðast ekki allir á eitt sáttir með niðurstöðuna. Til marks um það má nefna þingmann breska íhaldsflokksin, Tobias Ellwood, sem sagðist í færslu á Twitter vona að „almenn skynsemi myndi hafa yfirhöndina,“ og að konunginum yrði leyft að fara til Egyptalands. I hope common sense will prevail.King Charles is a globally respected voice on the environment and climate change. His attendance would add serious authority to the British delegation.Can we really go from hosting COP26 to benching soft power at COP27? pic.twitter.com/Zq8nEFn7k1— Tobias Ellwood MP (@Tobias_Ellwood) October 1, 2022 Hann sagði jafnframt að konungurinn væri maður sem tekið væri mark á í alþjóðlegri umræðu um loftslagsbreytingar og sagði komu hans á ráðstefnuna geta ljáð bresku sendinefndinni aukna vigt. Kóngafólk Bretland Loftslagsmál Egyptaland Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Karl III Bretakonungur Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur eftir talsmönnum Buckingham-hallar að Liz Truss forsætisráðherra og konungurinn hefðu komist að samkomulagi um að hann myndi ekki sækja ráðstefnuna. Áður hafði staðið til að konungurinn yrði viðstaddur og myndi halda þar ræðu. Ástæða þess að talsmenn konungsins töldu sig þurfa að greina frá þessu er frétt í Sunday Times, þar sem sagt var að Truss hefði hreinlega skipað konunginum að halda sig heima. „Í mesta vinskap og virðingu var komist að samkomulagi um að konungurinn myndi ekki sækja ráðstefnuna,“ segir í yfirlýsingunni en þar kemur fram að konungurinn hafi sérstaklega óskað eftir ráðleggingum Truss um hvort hann ætti að fara eða ekki. Þó virðast ekki allir á eitt sáttir með niðurstöðuna. Til marks um það má nefna þingmann breska íhaldsflokksin, Tobias Ellwood, sem sagðist í færslu á Twitter vona að „almenn skynsemi myndi hafa yfirhöndina,“ og að konunginum yrði leyft að fara til Egyptalands. I hope common sense will prevail.King Charles is a globally respected voice on the environment and climate change. His attendance would add serious authority to the British delegation.Can we really go from hosting COP26 to benching soft power at COP27? pic.twitter.com/Zq8nEFn7k1— Tobias Ellwood MP (@Tobias_Ellwood) October 1, 2022 Hann sagði jafnframt að konungurinn væri maður sem tekið væri mark á í alþjóðlegri umræðu um loftslagsbreytingar og sagði komu hans á ráðstefnuna geta ljáð bresku sendinefndinni aukna vigt.
Kóngafólk Bretland Loftslagsmál Egyptaland Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Karl III Bretakonungur Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Sjá meira