Kóngafólk

Fréttamynd

Á­kvað fyrir löngu að fara með ræðuna á ís­lensku

„Við höfum fengið alveg dásamlega fallegar móttökur hérna í Noregi. Ég held að Norðmenn líti á okkur sem sína nánustu frændþjóð og taka á móti okkur sem slíkri,“ segir Halla Tómasdóttir forseti Íslands um ríkisheimsókn forsetahjónanna til Noregs.

Innlent
Fréttamynd

Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, þurfti að gera hlé á ræðu sinni við hátíðarkvöldverð sem er hluti af opinberri heimsókn forsetans til Noregs. Það mun hafa verið vegna veikinda eins veislugests.

Innlent
Fréttamynd

Tíma­mót í opin­berri heim­sókn Höllu til Noregs

Það voru tímamót í morgun þegar þrjár kynslóðir norsku konungsfjölskyldunnar tóku á móti Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Birni Skúlasyni, eiginmanni hennar, við konungshöllina í miðborg Oslóar. Þar sinnti Ingiríður prinsessa sínu fyrsta opinbera embættisverki í ríkisheimsókn.

Innlent
Fréttamynd

For­seta­hjónin á leið til Noregs

Forsetahjónin auk tveggja ráðherra fara á morgun til Noregs í þriggja daga ríkisheimsók. Þar munu þau meðal annars heimsækja norska Stórþingið, háskóla og viðskiptaviðburð.

Innlent
Fréttamynd

Prinsessan í sínu fyrsta hlut­verki með Höllu

Ingiríður Alexandra Noregsprinsessa fer í fyrsta sinn með sérstakt hlutverk í opinberri heimsókn í apríl þegar Halla Tómasdóttir forseti Íslands mætir til Noregs. Hún er 21 árs gömul en hennar fyrsta opinbera heimsókn var einmitt til Íslands þegar hún var ungabarn.

Lífið
Fréttamynd

Á leið til Noregs og Sví­þjóðar

Halla Tómasdóttir forseti hefur þegið boð um ríkisheimsóknir til Noregs og Svíþjóðar í vor. Markmið beggja heimsókna er að styrkja enn frekar söguleg tengsl þjóðanna og vinna að sameiginlegum hagsmunum.

Innlent
Fréttamynd

Prinsessan eignaðist dóttur

Sofia prinsessa af Svíþjóð er búin að eiga. Hún eignaðist dóttur klukkan 13:10 í dag. Þetta er fjórða barn hennar og Karls Filippusar.

Lífið
Fréttamynd

Halla sendir Svía­konungi samúðarkveðju

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sendi í morgun samúðarkveðju til Karls XVI Svíakonungs fyrir hönd íslensku þjóðarinnar vegna hinna „hörmulega mannvíga“ í skóla í Örebro í gær.

Innlent
Fréttamynd

Enn einn breski erfinginn í heiminn

Prinsessan Beatrice af Bretlandi er búin að eignast sitt annað barn, litla stúlku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni þar sem segir að móður og barni heilsist vel.

Lífið
Fréttamynd

Harry fær af­sökunar­beiðni

Harry Bretaprins hefur fallist á sátt í málaferlum sínum gegn útgefanda breska götublaðsins The Sun. Hann stefndi útgefandanum og sakaði blaðið um að hafa aflað sér upplýsinga um hann og fjölskyldu hans með ólögmætum hætti frá 1996 til 2011.

Lífið
Fréttamynd

Ætlar að hitta kónginn í dag

Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands, mun hitta danska konunginn í dag þó fundurinn verði seinna en til stóð. Hætt var við fund þeirra á mánudaginn, á svipuðum tíma og fregnir bárust af því að Donald Trump yngri væri á leið til Grænlands eftir að faðir hans, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafði talað um það að Bandaríkin ættu að eignast eyríkið.

Erlent
Fréttamynd

Heiðrar lækna sína í miðri krabba­meins­með­ferð

Karl III Bretakonungur hefur veitt læknunum Douglas Glass og Richard Leach heiðursorðu fyrir störf þeirra fyrir konungsfjölskylduna. Karl hefur verið í krabbameinsmeðferð frá því í febrúar og er ekki vitað hvenær henni lýkur.

Erlent
Fréttamynd

Estelle prinsessa með Lúsíu­kveðju

„Gleðilegan Lúsíumorgun frá Haga,“ segir í kveðju sænsku konungshallarinnar á Instagram í tilefni af messudegi heilagrar Lúsíu sem er haldinn hátíðlegur á Norðurlöndum og sérstaklega í Svíþjóð.

Lífið
Fréttamynd

Birgitta prinsessa er látin

Birgitta prinsessa af Svíþjóð er látin, 87 ára að aldri. Hún var eldri systir Karls Svíakonungs og lést á Mallorca þar sem hún hefur dvalið undanfarin ár.

Lífið
Fréttamynd

Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykja­vík

Það var margt um manninn og líf og fjör í breska sendiráðinu í Reykjavík um helgina. Tilefnið var kokteilboð til að heiðra breska rithöfunda sem staddir voru á Íslandi vegna bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir. Stjörnur á borð við David Walliams og Charles Spencer skáluðu og skemmtu sér vel. 

Menning
Fréttamynd

Høiby í vikulangt gæslu­varð­hald

Héraðsdómur Óslór hefur úrskurðað Marius Borg Høiby í vikulangt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á ofbeldisbrotum sem hann á að hafa framið gegn konum. Hann er ákærður fyrir tvær nauðganir.

Erlent