Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. desember 2025 16:27 Rannsókn lögreglunnar í Lundúnum á meintri gagnaöflun Andrew Mountbatten-Windsor um Virginiu Giuffre hefur verið felld niður. Getty/Karwai Tang Fullyrðingar um að Andrew Mountbatten-Windsor fyrrverandi Bretaprins hafi beðið lögreglumann, sem sinnti fyrir hann lífvörslu, um upplýsingar um konu sem sakaði hann um kynferðisofbeldi verða ekki rannsakaðar frekar af lögreglunni í Lundúnum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Greint var frá því í sunnudagsblaði Mail í október að þáverandi prinsinn hafi afhent lögreglumanninum upplýsingar um Virginiu Giuffre, sem sakaði hann um kynferðisofbeldi. Meðal upplýsinganna voru fæðingardagur Giuffre og kennitala. Mountbatten-Windsor á að hafa beðið lögreglumanninn um að afla sér upplýsinga með þessum gögnum rétt áður en blaðið birti mynd af honum og Giuffre, sem tekin var þegar þau hittust í febrúar 2011. Lögregluembættið í Lundúnum, Metropolitan Police, tilkynnti í dag að rannsókn hafi ekki leitt í ljós nein gögn sem bendi til glæpsamlegs athæfis af hálfu Mountbatten-Windsor. Hann hefur ekki brugðist við fregnunum en hefur ávallt neitað öllum ásökunum í tengslum við Giuffre. Giuffre var ein þeirra kvenna sem steig fram og sakaði auðkýfinginn Jeffrey Epstein um kynferðisofbeldi og mansal. Hún sagði Mountbatten-Windsor hafa nauðgað sér í þrígang á heimili Epstein, fyrst þegar hún var sautján ára gömul. Málið vakti heimsathygli og lauk milli Mountbatten-Windsor og Giuffre með samkomulagi. Giuffre lést fyrr á þessu ári úr sjálfsvígi. Mountbatten-Windsor var í lok október sviptur titlinum og hefur verið sviptur öllum hernaðartignum sömuleiðis. Mál Andrésar prins Mál Jeffrey Epstein Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Demókratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa birt nítján nýjar myndir úr dánarbúi barnaníðingsins Jeffreys Epstein. Á myndunum eru nokkrir auðugir, þekktir og áhrifamiklir menn eins og Donald Trump, Bill Clinton, Bill Gates, Richard Branson, Woody Allen og Steve Bannon. 12. desember 2025 15:28 Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Varnarmálaráðuneyti Breta vinnur að því að svipta Andrew Mountbatten Windsor síðustu hernaðartign sinni. Andrew, sem var áður þekktur sem Andrés prins, var sviptur prins-titli sínum fyrr í vikunni. 2. nóvember 2025 13:20 Virginia Giuffre er látin Virginia Giuffre, sem sakaði bæði Andrés prins og Jeffrey Epstein um kynferðisofbeldi, er látin, 41 árs að aldri. Dánarorsökin var sjálfsvíg. 26. apríl 2025 07:44 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Greint var frá því í sunnudagsblaði Mail í október að þáverandi prinsinn hafi afhent lögreglumanninum upplýsingar um Virginiu Giuffre, sem sakaði hann um kynferðisofbeldi. Meðal upplýsinganna voru fæðingardagur Giuffre og kennitala. Mountbatten-Windsor á að hafa beðið lögreglumanninn um að afla sér upplýsinga með þessum gögnum rétt áður en blaðið birti mynd af honum og Giuffre, sem tekin var þegar þau hittust í febrúar 2011. Lögregluembættið í Lundúnum, Metropolitan Police, tilkynnti í dag að rannsókn hafi ekki leitt í ljós nein gögn sem bendi til glæpsamlegs athæfis af hálfu Mountbatten-Windsor. Hann hefur ekki brugðist við fregnunum en hefur ávallt neitað öllum ásökunum í tengslum við Giuffre. Giuffre var ein þeirra kvenna sem steig fram og sakaði auðkýfinginn Jeffrey Epstein um kynferðisofbeldi og mansal. Hún sagði Mountbatten-Windsor hafa nauðgað sér í þrígang á heimili Epstein, fyrst þegar hún var sautján ára gömul. Málið vakti heimsathygli og lauk milli Mountbatten-Windsor og Giuffre með samkomulagi. Giuffre lést fyrr á þessu ári úr sjálfsvígi. Mountbatten-Windsor var í lok október sviptur titlinum og hefur verið sviptur öllum hernaðartignum sömuleiðis.
Mál Andrésar prins Mál Jeffrey Epstein Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Demókratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa birt nítján nýjar myndir úr dánarbúi barnaníðingsins Jeffreys Epstein. Á myndunum eru nokkrir auðugir, þekktir og áhrifamiklir menn eins og Donald Trump, Bill Clinton, Bill Gates, Richard Branson, Woody Allen og Steve Bannon. 12. desember 2025 15:28 Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Varnarmálaráðuneyti Breta vinnur að því að svipta Andrew Mountbatten Windsor síðustu hernaðartign sinni. Andrew, sem var áður þekktur sem Andrés prins, var sviptur prins-titli sínum fyrr í vikunni. 2. nóvember 2025 13:20 Virginia Giuffre er látin Virginia Giuffre, sem sakaði bæði Andrés prins og Jeffrey Epstein um kynferðisofbeldi, er látin, 41 árs að aldri. Dánarorsökin var sjálfsvíg. 26. apríl 2025 07:44 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Demókratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa birt nítján nýjar myndir úr dánarbúi barnaníðingsins Jeffreys Epstein. Á myndunum eru nokkrir auðugir, þekktir og áhrifamiklir menn eins og Donald Trump, Bill Clinton, Bill Gates, Richard Branson, Woody Allen og Steve Bannon. 12. desember 2025 15:28
Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Varnarmálaráðuneyti Breta vinnur að því að svipta Andrew Mountbatten Windsor síðustu hernaðartign sinni. Andrew, sem var áður þekktur sem Andrés prins, var sviptur prins-titli sínum fyrr í vikunni. 2. nóvember 2025 13:20
Virginia Giuffre er látin Virginia Giuffre, sem sakaði bæði Andrés prins og Jeffrey Epstein um kynferðisofbeldi, er látin, 41 árs að aldri. Dánarorsökin var sjálfsvíg. 26. apríl 2025 07:44