Rannsóknin sé ítarleg og muni taka af allan vafa Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 28. september 2022 13:09 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á von á niðurstöðu á næstu vikum, allavega fyrir áramót. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir að rannsókn Fjármálaeftirlits bankans á starfsháttum ráðgjafa fjármálafyrirtækja við sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka muni taka af allan vafa hvort innherjaupplýsingar hafi verið nýttar í tengslum við yfirvofandi útboð bankans. Allir þættir málsins verði skoðaðir. Innherji á Vísi greindi frá því í morgun að Fjármálaeftirlitið hefði meðal annars til skoðunar óeðlileg viðskipti á hlutabréfamarkaði yfir tveggja daga tímabil áður en útboðið kláraðist. Söluráðgjafar hefðu verið krafðir um ítarleg gögn um samskipti þeirra við viðskiptavini 21. og 22. mars síðastliðinn. Óskað var eftir afriti og upptökum af öllum símtölum, tölvupóstssamskiptum og SMS-skilaboðum starfsmanna til fjárfesta þessa daga. Grein Innherja má lesa hér að neðan. Innherji er opinn öllum til 31. október en þó þarf að skrá sig sem notenda. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að um leið og athugun hófst á útboði Bankasýslunnar á hlutum í Íslandsbanka hefði Fjármálaeftirlit Seðlabankans ákveðið að fara nákvæmlega í málið. „Það sem við höfum verið að gera síðustu mánuði er mjög víðtæk athugun eða rannsókn á því sem fór fram. Við ætlum að ná og taka fyrir alla anga málsins. Þetta er einn af þeim öngum sem við erum að skoða,“ segir Ásgeir. Viðmælendur Innherja telja ljóst að tilgangur með ítarlegri gagnabeiðni Fjármálaeftirlitsins sé að kanna hvort einhver viðskipti með skráð hlutabréf í Kauphöllinni þessa daga kunni að hafa verið á grundvelli innherjaupplýsinga í tengslum við útboðið. „Þar komi ekki aðeins til greina viðskipti með bréf í Íslandsbanka sjálfum heldur mögulega í öðrum félögum þar sem fjárfestar hafi viljað selja hlutabréf í því skyni að losa um fjármuni til að eiga til ráðstöfunar þegar útboð bankans hæfist,“ segir í grein Innherja. Ásgeir segir að verið sé að skoða alla þætti málsins en hann geti ekki farið í einstaka þætti. „Það er það verkefni sem við lögðum af stað með. Svo það lægi skýrt fyrir að þeir kæmu allir í ljós. Það að hefja athugun er ekki sönnun á sekt eða neitt slíkt. Bara að skoða allan grun.“ Von sé á niðurstöðu fljótlega, örugglega fyrir áramót, en hann geti ekki sagt fyrir um nákvæma tímasetningu. „Við höfum farið í mjög ítarlega skoðun.“ Aðspurður hvort hann sé vongóður um að hægt verði að rekja alla ferla og taka af allan vafa þegar uppi verður staðið segir Ásgeir: „Algjörlega“. Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Kauphöllin Íslandsbanki Tengdar fréttir Rannsakar hlutabréfaviðskipti dagana fyrir útboð Íslandsbanka Rannsókn Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á starfsháttum ráðgjafa fjármálafyrirtækja við sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka fyrr á árinu beinist meðal annars að mögulega óeðlilegum viðskiptum á hlutabréfamarkaði yfir tveggja daga tímabil áður en útboðið kláraðist. Eftirlitið hefur kallað eftir ítarlegum gögnum frá söluráðgjöfunum um samskipti þeirra við viðskiptavini sína dagana 21. og 22. mars síðastliðinn. 28. september 2022 07:00 Mest lesið Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Þjónustudagur Toyota Samstarf Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Innherji á Vísi greindi frá því í morgun að Fjármálaeftirlitið hefði meðal annars til skoðunar óeðlileg viðskipti á hlutabréfamarkaði yfir tveggja daga tímabil áður en útboðið kláraðist. Söluráðgjafar hefðu verið krafðir um ítarleg gögn um samskipti þeirra við viðskiptavini 21. og 22. mars síðastliðinn. Óskað var eftir afriti og upptökum af öllum símtölum, tölvupóstssamskiptum og SMS-skilaboðum starfsmanna til fjárfesta þessa daga. Grein Innherja má lesa hér að neðan. Innherji er opinn öllum til 31. október en þó þarf að skrá sig sem notenda. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að um leið og athugun hófst á útboði Bankasýslunnar á hlutum í Íslandsbanka hefði Fjármálaeftirlit Seðlabankans ákveðið að fara nákvæmlega í málið. „Það sem við höfum verið að gera síðustu mánuði er mjög víðtæk athugun eða rannsókn á því sem fór fram. Við ætlum að ná og taka fyrir alla anga málsins. Þetta er einn af þeim öngum sem við erum að skoða,“ segir Ásgeir. Viðmælendur Innherja telja ljóst að tilgangur með ítarlegri gagnabeiðni Fjármálaeftirlitsins sé að kanna hvort einhver viðskipti með skráð hlutabréf í Kauphöllinni þessa daga kunni að hafa verið á grundvelli innherjaupplýsinga í tengslum við útboðið. „Þar komi ekki aðeins til greina viðskipti með bréf í Íslandsbanka sjálfum heldur mögulega í öðrum félögum þar sem fjárfestar hafi viljað selja hlutabréf í því skyni að losa um fjármuni til að eiga til ráðstöfunar þegar útboð bankans hæfist,“ segir í grein Innherja. Ásgeir segir að verið sé að skoða alla þætti málsins en hann geti ekki farið í einstaka þætti. „Það er það verkefni sem við lögðum af stað með. Svo það lægi skýrt fyrir að þeir kæmu allir í ljós. Það að hefja athugun er ekki sönnun á sekt eða neitt slíkt. Bara að skoða allan grun.“ Von sé á niðurstöðu fljótlega, örugglega fyrir áramót, en hann geti ekki sagt fyrir um nákvæma tímasetningu. „Við höfum farið í mjög ítarlega skoðun.“ Aðspurður hvort hann sé vongóður um að hægt verði að rekja alla ferla og taka af allan vafa þegar uppi verður staðið segir Ásgeir: „Algjörlega“.
Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Kauphöllin Íslandsbanki Tengdar fréttir Rannsakar hlutabréfaviðskipti dagana fyrir útboð Íslandsbanka Rannsókn Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á starfsháttum ráðgjafa fjármálafyrirtækja við sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka fyrr á árinu beinist meðal annars að mögulega óeðlilegum viðskiptum á hlutabréfamarkaði yfir tveggja daga tímabil áður en útboðið kláraðist. Eftirlitið hefur kallað eftir ítarlegum gögnum frá söluráðgjöfunum um samskipti þeirra við viðskiptavini sína dagana 21. og 22. mars síðastliðinn. 28. september 2022 07:00 Mest lesið Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Þjónustudagur Toyota Samstarf Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Rannsakar hlutabréfaviðskipti dagana fyrir útboð Íslandsbanka Rannsókn Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á starfsháttum ráðgjafa fjármálafyrirtækja við sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka fyrr á árinu beinist meðal annars að mögulega óeðlilegum viðskiptum á hlutabréfamarkaði yfir tveggja daga tímabil áður en útboðið kláraðist. Eftirlitið hefur kallað eftir ítarlegum gögnum frá söluráðgjöfunum um samskipti þeirra við viðskiptavini sína dagana 21. og 22. mars síðastliðinn. 28. september 2022 07:00
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent