Rannsóknin sé ítarleg og muni taka af allan vafa Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 28. september 2022 13:09 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á von á niðurstöðu á næstu vikum, allavega fyrir áramót. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir að rannsókn Fjármálaeftirlits bankans á starfsháttum ráðgjafa fjármálafyrirtækja við sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka muni taka af allan vafa hvort innherjaupplýsingar hafi verið nýttar í tengslum við yfirvofandi útboð bankans. Allir þættir málsins verði skoðaðir. Innherji á Vísi greindi frá því í morgun að Fjármálaeftirlitið hefði meðal annars til skoðunar óeðlileg viðskipti á hlutabréfamarkaði yfir tveggja daga tímabil áður en útboðið kláraðist. Söluráðgjafar hefðu verið krafðir um ítarleg gögn um samskipti þeirra við viðskiptavini 21. og 22. mars síðastliðinn. Óskað var eftir afriti og upptökum af öllum símtölum, tölvupóstssamskiptum og SMS-skilaboðum starfsmanna til fjárfesta þessa daga. Grein Innherja má lesa hér að neðan. Innherji er opinn öllum til 31. október en þó þarf að skrá sig sem notenda. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að um leið og athugun hófst á útboði Bankasýslunnar á hlutum í Íslandsbanka hefði Fjármálaeftirlit Seðlabankans ákveðið að fara nákvæmlega í málið. „Það sem við höfum verið að gera síðustu mánuði er mjög víðtæk athugun eða rannsókn á því sem fór fram. Við ætlum að ná og taka fyrir alla anga málsins. Þetta er einn af þeim öngum sem við erum að skoða,“ segir Ásgeir. Viðmælendur Innherja telja ljóst að tilgangur með ítarlegri gagnabeiðni Fjármálaeftirlitsins sé að kanna hvort einhver viðskipti með skráð hlutabréf í Kauphöllinni þessa daga kunni að hafa verið á grundvelli innherjaupplýsinga í tengslum við útboðið. „Þar komi ekki aðeins til greina viðskipti með bréf í Íslandsbanka sjálfum heldur mögulega í öðrum félögum þar sem fjárfestar hafi viljað selja hlutabréf í því skyni að losa um fjármuni til að eiga til ráðstöfunar þegar útboð bankans hæfist,“ segir í grein Innherja. Ásgeir segir að verið sé að skoða alla þætti málsins en hann geti ekki farið í einstaka þætti. „Það er það verkefni sem við lögðum af stað með. Svo það lægi skýrt fyrir að þeir kæmu allir í ljós. Það að hefja athugun er ekki sönnun á sekt eða neitt slíkt. Bara að skoða allan grun.“ Von sé á niðurstöðu fljótlega, örugglega fyrir áramót, en hann geti ekki sagt fyrir um nákvæma tímasetningu. „Við höfum farið í mjög ítarlega skoðun.“ Aðspurður hvort hann sé vongóður um að hægt verði að rekja alla ferla og taka af allan vafa þegar uppi verður staðið segir Ásgeir: „Algjörlega“. Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Kauphöllin Íslandsbanki Tengdar fréttir Rannsakar hlutabréfaviðskipti dagana fyrir útboð Íslandsbanka Rannsókn Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á starfsháttum ráðgjafa fjármálafyrirtækja við sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka fyrr á árinu beinist meðal annars að mögulega óeðlilegum viðskiptum á hlutabréfamarkaði yfir tveggja daga tímabil áður en útboðið kláraðist. Eftirlitið hefur kallað eftir ítarlegum gögnum frá söluráðgjöfunum um samskipti þeirra við viðskiptavini sína dagana 21. og 22. mars síðastliðinn. 28. september 2022 07:00 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Innherji á Vísi greindi frá því í morgun að Fjármálaeftirlitið hefði meðal annars til skoðunar óeðlileg viðskipti á hlutabréfamarkaði yfir tveggja daga tímabil áður en útboðið kláraðist. Söluráðgjafar hefðu verið krafðir um ítarleg gögn um samskipti þeirra við viðskiptavini 21. og 22. mars síðastliðinn. Óskað var eftir afriti og upptökum af öllum símtölum, tölvupóstssamskiptum og SMS-skilaboðum starfsmanna til fjárfesta þessa daga. Grein Innherja má lesa hér að neðan. Innherji er opinn öllum til 31. október en þó þarf að skrá sig sem notenda. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að um leið og athugun hófst á útboði Bankasýslunnar á hlutum í Íslandsbanka hefði Fjármálaeftirlit Seðlabankans ákveðið að fara nákvæmlega í málið. „Það sem við höfum verið að gera síðustu mánuði er mjög víðtæk athugun eða rannsókn á því sem fór fram. Við ætlum að ná og taka fyrir alla anga málsins. Þetta er einn af þeim öngum sem við erum að skoða,“ segir Ásgeir. Viðmælendur Innherja telja ljóst að tilgangur með ítarlegri gagnabeiðni Fjármálaeftirlitsins sé að kanna hvort einhver viðskipti með skráð hlutabréf í Kauphöllinni þessa daga kunni að hafa verið á grundvelli innherjaupplýsinga í tengslum við útboðið. „Þar komi ekki aðeins til greina viðskipti með bréf í Íslandsbanka sjálfum heldur mögulega í öðrum félögum þar sem fjárfestar hafi viljað selja hlutabréf í því skyni að losa um fjármuni til að eiga til ráðstöfunar þegar útboð bankans hæfist,“ segir í grein Innherja. Ásgeir segir að verið sé að skoða alla þætti málsins en hann geti ekki farið í einstaka þætti. „Það er það verkefni sem við lögðum af stað með. Svo það lægi skýrt fyrir að þeir kæmu allir í ljós. Það að hefja athugun er ekki sönnun á sekt eða neitt slíkt. Bara að skoða allan grun.“ Von sé á niðurstöðu fljótlega, örugglega fyrir áramót, en hann geti ekki sagt fyrir um nákvæma tímasetningu. „Við höfum farið í mjög ítarlega skoðun.“ Aðspurður hvort hann sé vongóður um að hægt verði að rekja alla ferla og taka af allan vafa þegar uppi verður staðið segir Ásgeir: „Algjörlega“.
Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Kauphöllin Íslandsbanki Tengdar fréttir Rannsakar hlutabréfaviðskipti dagana fyrir útboð Íslandsbanka Rannsókn Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á starfsháttum ráðgjafa fjármálafyrirtækja við sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka fyrr á árinu beinist meðal annars að mögulega óeðlilegum viðskiptum á hlutabréfamarkaði yfir tveggja daga tímabil áður en útboðið kláraðist. Eftirlitið hefur kallað eftir ítarlegum gögnum frá söluráðgjöfunum um samskipti þeirra við viðskiptavini sína dagana 21. og 22. mars síðastliðinn. 28. september 2022 07:00 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Rannsakar hlutabréfaviðskipti dagana fyrir útboð Íslandsbanka Rannsókn Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á starfsháttum ráðgjafa fjármálafyrirtækja við sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka fyrr á árinu beinist meðal annars að mögulega óeðlilegum viðskiptum á hlutabréfamarkaði yfir tveggja daga tímabil áður en útboðið kláraðist. Eftirlitið hefur kallað eftir ítarlegum gögnum frá söluráðgjöfunum um samskipti þeirra við viðskiptavini sína dagana 21. og 22. mars síðastliðinn. 28. september 2022 07:00