Um Sigurfara, Blátind, Aðalbjörgina og Maríu Júlíu Helgi Máni Sigurðsson skrifar 21. september 2022 11:31 Um síðustu helgi var haldið áhugavert málþing um tréskipasmíði og bátavarðveislu. Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að varðveita handverkið í trébátasmíðinni, meðal annars vegna þess að súðbyrðingurinn er komin á heimsminjaskrá UNESCO. Sú staðreynd ein og sér leggur brýna skyldu á stjórnvöld að leggja rækt við hann. Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra, sem var meðal frummælenda, hafði góð orð í þá veru. Að mínu mati gæti Borgarsögusafn lagt sitt lóð á vogaskálarnar með því að setja upp bátasmiðju í einum af sölum sínum. Það mundi í leiðinni lífga mjög upp á safnið. Annað meginefni málþingsins var bátavarðveisla. Þar kom fram að staðan gagnvart árabátunum er nokkuð góð, minjasöfnin í landinu hafa tekið til varðveislu nokkuð á annað hundrað árabáta og eru þeir flestir geymdir við góðar aðstæður. En þegar kemur að 20. öldinni, bátunum og skipunum sem komu þjóðinni úr torfkofunum og inn í nútímann, þá er staðan önnur. Þar gætir mikils metnaðarleysis. Til að lagfæra og gera upp árabát dugir oft ein milljón króna og það er upphæð sem söfnin ráða við, m.a. með styrkjum frá fornminjasjóði. Árabátar eru einnig það smáir að þeir komast gjarnan fyrir í almennum munageymslum. En þegar kemur að arftökum þeirra, plankabyggðu þilskipunum, sem voru gjarnan 20-50 tonn að stærð, þá rekast söfnin á vegg. Þekktasta dæmið um það er kútter Sigurfari á Akranesi sem er mjög illa farinn vegna skorts á viðhaldi og umhirðu í hálfa öld. Annað dæmi er Blátindur í Vestmannaeyjum, þriðja dæmið er María Júlía á Ísafirði, fjórða dæmið er Aðalbjörg RE í Reykjavík. Nokkra fleiri báta mætti nefna. Sigurfari GK 17 á safnlóð Byggðasafnsins að Görðum.HMS Helsta undantekningin frá þessari hörmungarmynd er Húni EA á Akureyri. Hann fær gott viðhald og er í góðu ástandi, er haffær. Ástæðurnar fyrir því eru tvær, annars vegar að hann var í góðu ástandi þegar hann var gerður að safnskipi, hin er að Hollvinasamtök Húna, öflugt félag sjálfboðaliða, sinnir skipinu af kostgæfni. Þegar litið er til nágrannalandanna þá er staðan allt önnur og betri, til dæmis í Noregi og Danmörku. Þar er fornbáta- og skipaarfinum sinnt á verðugan hátt, sem sést víða í höfnum þar sem söguleg skip eru til prýði. Eins og oft er bent á þá standa jafnvel Færeyingar sig betur en Íslendingar, sbr. að þeir halda fjórum kútterum, svipuðum Sigurfara, í sjófæru ástandi. Meðal þeirra er Westward Ho sem heimsótt hefur Ísland nokkrum sinnum. En hvað er til ráða á Íslandi? Almenningur og stjórnvöld þurfa að vakna, gangast við þessum hluta menningararfsins, átta sig á sögulegu og efnahagslegu vægi hans, og gera það sem gera þarf til að varðveita síðustu eintökin af eikarskipunum. Það gerist ekki af sjálfu sér. Til þess þarf miklu meiri fjármuni heldur en lagðir hafa verið í málaflokkinn hingað til. Í kjölfar þess kæmu vafalaust nýir hópar sjálfboðaliða. Á fyrrnefndu málþingi tók Andrés Skúlason formaður fornminjanefndar til máls. Hann reyndist mikill áhugamaður um bátavarðveislu og kvaðst mundu berjast fyrir því að stofnaður yrði bátafriðunarsjóður sem hefði burði til að takast á við stærri verkefni en áður. Meðal annars yrði leitað eftir framlögum frá útgerðinni. Óskandi er að það takist. Að vísu hefur lengi verið reynt að stofna slíkan sjóð án árangurs en vonandi eru sjónarmiðin að breytast. Annað atriði sem Andrés lagði áherslu á var að fornbátar væru hafðir á sjó, þar ættu þeir heima og þar færi best um þá. Það er einnig verðugt sjónarmið. En þá ber að hafa í huga að kostnaðurinn við að hafa skip sjófært er mikill. Og ef ekki eru til peningar til þess hvað á þá að gera? Sigurfara-menn gerðu mjög lítið og nú er hann mjög illa farinn. En var það af því að hann var tekinn á land? Nei, ef hann hefði komist í skjól, byggt hefði verið yfir hann, helst á smekklegan hátt, þá væri hann í sama ástandi nú og þegar hann kom til landins árið 1974. Staðan hefði þá verið snöggtum betri en hún er nú. Höfundur er verkefnastjóri hjá Borgarsögusafni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsavernd Fornminjar Menning Akranes Vestmannaeyjar Reykjavík Suðurnesjabær Ísafjarðarbær Akureyri Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Um síðustu helgi var haldið áhugavert málþing um tréskipasmíði og bátavarðveislu. Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að varðveita handverkið í trébátasmíðinni, meðal annars vegna þess að súðbyrðingurinn er komin á heimsminjaskrá UNESCO. Sú staðreynd ein og sér leggur brýna skyldu á stjórnvöld að leggja rækt við hann. Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra, sem var meðal frummælenda, hafði góð orð í þá veru. Að mínu mati gæti Borgarsögusafn lagt sitt lóð á vogaskálarnar með því að setja upp bátasmiðju í einum af sölum sínum. Það mundi í leiðinni lífga mjög upp á safnið. Annað meginefni málþingsins var bátavarðveisla. Þar kom fram að staðan gagnvart árabátunum er nokkuð góð, minjasöfnin í landinu hafa tekið til varðveislu nokkuð á annað hundrað árabáta og eru þeir flestir geymdir við góðar aðstæður. En þegar kemur að 20. öldinni, bátunum og skipunum sem komu þjóðinni úr torfkofunum og inn í nútímann, þá er staðan önnur. Þar gætir mikils metnaðarleysis. Til að lagfæra og gera upp árabát dugir oft ein milljón króna og það er upphæð sem söfnin ráða við, m.a. með styrkjum frá fornminjasjóði. Árabátar eru einnig það smáir að þeir komast gjarnan fyrir í almennum munageymslum. En þegar kemur að arftökum þeirra, plankabyggðu þilskipunum, sem voru gjarnan 20-50 tonn að stærð, þá rekast söfnin á vegg. Þekktasta dæmið um það er kútter Sigurfari á Akranesi sem er mjög illa farinn vegna skorts á viðhaldi og umhirðu í hálfa öld. Annað dæmi er Blátindur í Vestmannaeyjum, þriðja dæmið er María Júlía á Ísafirði, fjórða dæmið er Aðalbjörg RE í Reykjavík. Nokkra fleiri báta mætti nefna. Sigurfari GK 17 á safnlóð Byggðasafnsins að Görðum.HMS Helsta undantekningin frá þessari hörmungarmynd er Húni EA á Akureyri. Hann fær gott viðhald og er í góðu ástandi, er haffær. Ástæðurnar fyrir því eru tvær, annars vegar að hann var í góðu ástandi þegar hann var gerður að safnskipi, hin er að Hollvinasamtök Húna, öflugt félag sjálfboðaliða, sinnir skipinu af kostgæfni. Þegar litið er til nágrannalandanna þá er staðan allt önnur og betri, til dæmis í Noregi og Danmörku. Þar er fornbáta- og skipaarfinum sinnt á verðugan hátt, sem sést víða í höfnum þar sem söguleg skip eru til prýði. Eins og oft er bent á þá standa jafnvel Færeyingar sig betur en Íslendingar, sbr. að þeir halda fjórum kútterum, svipuðum Sigurfara, í sjófæru ástandi. Meðal þeirra er Westward Ho sem heimsótt hefur Ísland nokkrum sinnum. En hvað er til ráða á Íslandi? Almenningur og stjórnvöld þurfa að vakna, gangast við þessum hluta menningararfsins, átta sig á sögulegu og efnahagslegu vægi hans, og gera það sem gera þarf til að varðveita síðustu eintökin af eikarskipunum. Það gerist ekki af sjálfu sér. Til þess þarf miklu meiri fjármuni heldur en lagðir hafa verið í málaflokkinn hingað til. Í kjölfar þess kæmu vafalaust nýir hópar sjálfboðaliða. Á fyrrnefndu málþingi tók Andrés Skúlason formaður fornminjanefndar til máls. Hann reyndist mikill áhugamaður um bátavarðveislu og kvaðst mundu berjast fyrir því að stofnaður yrði bátafriðunarsjóður sem hefði burði til að takast á við stærri verkefni en áður. Meðal annars yrði leitað eftir framlögum frá útgerðinni. Óskandi er að það takist. Að vísu hefur lengi verið reynt að stofna slíkan sjóð án árangurs en vonandi eru sjónarmiðin að breytast. Annað atriði sem Andrés lagði áherslu á var að fornbátar væru hafðir á sjó, þar ættu þeir heima og þar færi best um þá. Það er einnig verðugt sjónarmið. En þá ber að hafa í huga að kostnaðurinn við að hafa skip sjófært er mikill. Og ef ekki eru til peningar til þess hvað á þá að gera? Sigurfara-menn gerðu mjög lítið og nú er hann mjög illa farinn. En var það af því að hann var tekinn á land? Nei, ef hann hefði komist í skjól, byggt hefði verið yfir hann, helst á smekklegan hátt, þá væri hann í sama ástandi nú og þegar hann kom til landins árið 1974. Staðan hefði þá verið snöggtum betri en hún er nú. Höfundur er verkefnastjóri hjá Borgarsögusafni.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun