Áhugaleysið uppmálað Andrés Ingi Jónsson skrifar 20. september 2022 15:30 Nú er á fimmta ár frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur settist að völdum – svo við getum séð núverandi stöðu í loftslagsmálum sem afrakstur þeirrar stefnu sem stjórnin hefur staðið fyrir. Staðan er vægast sagt ekki nógu góð. Skýrasta dæmið eru bráðabirgðatölur Umhverfisstofnunar, sem sýna að losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi hafi aukist um 3% milli 2020 og 2021 – vegna þess að ríkisstjórnin lagði ekki grunn að grænni viðspyrnu samfélagsins eftir COVID-faraldurinn. Þetta sýnir svart á hvítu að ríkisstjórnin nýtti ekki árin á undan til að gera raunverulegar, varanlegar breytingar á grunnkerfum samfélagsins í þágu grænna umskipta. Í ljósi þess að áhrifa COVID gætti enn árið 2021, þegar losun jókst um 3%, má leiða að því líkur að árið 2022 geti orðið enn meiri aukning á losun gróðurhúsalofttegunda. Hér kristallast vandamálið sem fylgir stefnuleysi ríkisstjórnarinnar: í loftslagsmálum er ekki nóg að vona bara það besta, heldur þarf skýrar og einbeittar aðgerðir. Þrátt fyrir þetta heyrum við fátt annað en staðlausa stafi frá stjórnarmeðlimum. Matvælaráðherra skrifar furðulega grein í Morgunblaðið þar sem hún talar um dýrkeypt áhugaleysi og þörfina á því að sýna hugrekki í verki. Hefur ríkisstjórnin aldrei litið í spegil og séð eigið áhugaleysi í loftslagsmálum? Forsætisráðherra hefur einnig borið fyrir sig sem afsökun að hún hafi svikið loforð við Björk og Gretu Thunberg um að lýsa yfir neyðarástandi – vegna þess að þörf væri á aðgerðum, ekki orðum. Orðin láta hins vegar ekki á sér standa, eins og raun ber vitni – stjórnarliðar eru afskaplega málglaðir þegar þarf að skrifa skrúðyrtar greinar um dirfsku og þor – en aðgerðirnar eru í engu samræmi við yfirlýsingarnar, losun eykst og áætlanirnar eru allar farnar í súginn. Leikritið var farsakennt í upphafi, en það stefnir óðum í að verða hreinn og beinn harmleikur. Sýnið okkur aðgerðirnar, og svo skulum við tala. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Loftslagsmál Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Nú er á fimmta ár frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur settist að völdum – svo við getum séð núverandi stöðu í loftslagsmálum sem afrakstur þeirrar stefnu sem stjórnin hefur staðið fyrir. Staðan er vægast sagt ekki nógu góð. Skýrasta dæmið eru bráðabirgðatölur Umhverfisstofnunar, sem sýna að losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi hafi aukist um 3% milli 2020 og 2021 – vegna þess að ríkisstjórnin lagði ekki grunn að grænni viðspyrnu samfélagsins eftir COVID-faraldurinn. Þetta sýnir svart á hvítu að ríkisstjórnin nýtti ekki árin á undan til að gera raunverulegar, varanlegar breytingar á grunnkerfum samfélagsins í þágu grænna umskipta. Í ljósi þess að áhrifa COVID gætti enn árið 2021, þegar losun jókst um 3%, má leiða að því líkur að árið 2022 geti orðið enn meiri aukning á losun gróðurhúsalofttegunda. Hér kristallast vandamálið sem fylgir stefnuleysi ríkisstjórnarinnar: í loftslagsmálum er ekki nóg að vona bara það besta, heldur þarf skýrar og einbeittar aðgerðir. Þrátt fyrir þetta heyrum við fátt annað en staðlausa stafi frá stjórnarmeðlimum. Matvælaráðherra skrifar furðulega grein í Morgunblaðið þar sem hún talar um dýrkeypt áhugaleysi og þörfina á því að sýna hugrekki í verki. Hefur ríkisstjórnin aldrei litið í spegil og séð eigið áhugaleysi í loftslagsmálum? Forsætisráðherra hefur einnig borið fyrir sig sem afsökun að hún hafi svikið loforð við Björk og Gretu Thunberg um að lýsa yfir neyðarástandi – vegna þess að þörf væri á aðgerðum, ekki orðum. Orðin láta hins vegar ekki á sér standa, eins og raun ber vitni – stjórnarliðar eru afskaplega málglaðir þegar þarf að skrifa skrúðyrtar greinar um dirfsku og þor – en aðgerðirnar eru í engu samræmi við yfirlýsingarnar, losun eykst og áætlanirnar eru allar farnar í súginn. Leikritið var farsakennt í upphafi, en það stefnir óðum í að verða hreinn og beinn harmleikur. Sýnið okkur aðgerðirnar, og svo skulum við tala. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar