Áhugaleysið uppmálað Andrés Ingi Jónsson skrifar 20. september 2022 15:30 Nú er á fimmta ár frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur settist að völdum – svo við getum séð núverandi stöðu í loftslagsmálum sem afrakstur þeirrar stefnu sem stjórnin hefur staðið fyrir. Staðan er vægast sagt ekki nógu góð. Skýrasta dæmið eru bráðabirgðatölur Umhverfisstofnunar, sem sýna að losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi hafi aukist um 3% milli 2020 og 2021 – vegna þess að ríkisstjórnin lagði ekki grunn að grænni viðspyrnu samfélagsins eftir COVID-faraldurinn. Þetta sýnir svart á hvítu að ríkisstjórnin nýtti ekki árin á undan til að gera raunverulegar, varanlegar breytingar á grunnkerfum samfélagsins í þágu grænna umskipta. Í ljósi þess að áhrifa COVID gætti enn árið 2021, þegar losun jókst um 3%, má leiða að því líkur að árið 2022 geti orðið enn meiri aukning á losun gróðurhúsalofttegunda. Hér kristallast vandamálið sem fylgir stefnuleysi ríkisstjórnarinnar: í loftslagsmálum er ekki nóg að vona bara það besta, heldur þarf skýrar og einbeittar aðgerðir. Þrátt fyrir þetta heyrum við fátt annað en staðlausa stafi frá stjórnarmeðlimum. Matvælaráðherra skrifar furðulega grein í Morgunblaðið þar sem hún talar um dýrkeypt áhugaleysi og þörfina á því að sýna hugrekki í verki. Hefur ríkisstjórnin aldrei litið í spegil og séð eigið áhugaleysi í loftslagsmálum? Forsætisráðherra hefur einnig borið fyrir sig sem afsökun að hún hafi svikið loforð við Björk og Gretu Thunberg um að lýsa yfir neyðarástandi – vegna þess að þörf væri á aðgerðum, ekki orðum. Orðin láta hins vegar ekki á sér standa, eins og raun ber vitni – stjórnarliðar eru afskaplega málglaðir þegar þarf að skrifa skrúðyrtar greinar um dirfsku og þor – en aðgerðirnar eru í engu samræmi við yfirlýsingarnar, losun eykst og áætlanirnar eru allar farnar í súginn. Leikritið var farsakennt í upphafi, en það stefnir óðum í að verða hreinn og beinn harmleikur. Sýnið okkur aðgerðirnar, og svo skulum við tala. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Loftslagsmál Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Nú er á fimmta ár frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur settist að völdum – svo við getum séð núverandi stöðu í loftslagsmálum sem afrakstur þeirrar stefnu sem stjórnin hefur staðið fyrir. Staðan er vægast sagt ekki nógu góð. Skýrasta dæmið eru bráðabirgðatölur Umhverfisstofnunar, sem sýna að losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi hafi aukist um 3% milli 2020 og 2021 – vegna þess að ríkisstjórnin lagði ekki grunn að grænni viðspyrnu samfélagsins eftir COVID-faraldurinn. Þetta sýnir svart á hvítu að ríkisstjórnin nýtti ekki árin á undan til að gera raunverulegar, varanlegar breytingar á grunnkerfum samfélagsins í þágu grænna umskipta. Í ljósi þess að áhrifa COVID gætti enn árið 2021, þegar losun jókst um 3%, má leiða að því líkur að árið 2022 geti orðið enn meiri aukning á losun gróðurhúsalofttegunda. Hér kristallast vandamálið sem fylgir stefnuleysi ríkisstjórnarinnar: í loftslagsmálum er ekki nóg að vona bara það besta, heldur þarf skýrar og einbeittar aðgerðir. Þrátt fyrir þetta heyrum við fátt annað en staðlausa stafi frá stjórnarmeðlimum. Matvælaráðherra skrifar furðulega grein í Morgunblaðið þar sem hún talar um dýrkeypt áhugaleysi og þörfina á því að sýna hugrekki í verki. Hefur ríkisstjórnin aldrei litið í spegil og séð eigið áhugaleysi í loftslagsmálum? Forsætisráðherra hefur einnig borið fyrir sig sem afsökun að hún hafi svikið loforð við Björk og Gretu Thunberg um að lýsa yfir neyðarástandi – vegna þess að þörf væri á aðgerðum, ekki orðum. Orðin láta hins vegar ekki á sér standa, eins og raun ber vitni – stjórnarliðar eru afskaplega málglaðir þegar þarf að skrifa skrúðyrtar greinar um dirfsku og þor – en aðgerðirnar eru í engu samræmi við yfirlýsingarnar, losun eykst og áætlanirnar eru allar farnar í súginn. Leikritið var farsakennt í upphafi, en það stefnir óðum í að verða hreinn og beinn harmleikur. Sýnið okkur aðgerðirnar, og svo skulum við tala. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar