Umfjöllun: Víkingur-KR 2-2 | Endurkoma gestanna minnkaði möguleika Víkinga á að verja titilinn til muna Sverrir Mar Smárason skrifar 17. september 2022 17:33 Ægir Jarl Jónasson skoraði fyrra mark KR í dag. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Víkings þurftu á sigri að halda þegar liðið tók á móti KR í lokaumferð Bestu-deildar karla áður en úrslitakeppnin tekur við. Víkingur komst í 2-0 en KR kom til baka og jafnaði 2-2 undir blálok leiksins. Mikið högg fyrir Víking sem er átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu. Leikurinn var ofboðslega rólegur allan fyrri hálfleikinn. Mikið var um stöðubaráttu um allan völl og liðunum tókst illa að skapa sér færi. Það voru þó þrjú góð færi í fyrri hálfleik og skorað var úr þeim öllum. Tvö voru dæmd af vegna rangstöðu. Fyrst var það Erlingur Agnarsson sem hélt að hann væri að koma Víkingum yfir á 16. mínútu. Boltinn hafði farið af Helga Guðjónssyni til Erlings í teignum sem var flaggaður rangstæður. Aðeins tveimur mínútum síðar gerðist það sama hinum megin á vellinum. Aron Kristófer átti þá góða fyrirgjöf inn í teig Víkings á Atla Sigurjónsson sem skoraði vel framhjá Ingvari Jónssyni en Atli, líkt og Erlingur, dæmdur rangstæður. Fyrsta mark leiksins kom þó í fyrri hálfleiknum og það gerði Ari Sigurpálsson. Ari fékk sendingu út á hægri kantinn og keyrði inn á völlinn. Ari og Erlingur tóku léttan þríhyrning og Ari braust inn í teiginn, fór framhjá Arnóri Sveini áður en hann renndi boltanum snyrtilega í netið framhjá Beiti í marki KR. Síðari hálfleikur var mun líflegri. Víkingar héldu þó nokkrum yfirburðum áfram og komust tveimur mörkum yfir á 55. mínútu. Þá skoraði Erlingur Agnarsson löglegt mark eftir að Pablo Punyed hafði tekið gott hlaup að endalínu og komið boltanum fyrir markið. Varnarmenn KR virtust allir búast við því að næsti maður tæki boltann og ákvað Erlingur að nýta sér það. Á 65. mínútu gerði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, breytingu. Hann setti Halldór Smára inná og bætti honum við í vörnina til þess að mynda fimm manna línu. Það kom í bakið á Víkingum að ætla að falla til baka því KR-ingar stýrðu leiknum síðustu tuttugu mínúturnar og herjuðu á vörn Víkings. Ægir Jarl minnkaði muninn fyrir KR á 75. mínútu með góðum skalla af nærstöng eftir hornspyrnu Atla Sigurjónssonar. Ægir fékk svo annað færi stuttu seinna eftir vandræði í vörn Víkings en þá sá Ingvar Jónsson við honum. Það var svo á annarri mínútu uppbótartíma sem KR-ingar jöfnuðu leikinn. Atli Sigurjónsson fékk þá boltann aftur út á kant eftir að Víkingar hreinsuðu hornspyrnu hans frá. Atli senti boltann aftur inn í teig Víkinga og í þetta skiptið fór boltinn í gegnum allan pakkann og til Arnórs Sveins Aðalsteinssonar á fjærstönginni sem kom boltanum yfir línuna. Lokatölur 2-2 og Víkingur fara þar af leiðandi 8 stigum á eftir Breiðablik inn í úrslitakeppnina sem hefst í október. Afhverju varð jafntefli? Eftir að Víkingar komust í 2-0 þá einhvern vegin fór öll ákefð úr þeirra leik. Þeir bökkuðu, breyttu um kerfi og ætluðu að halda fengnum hlut. Það mistókst alveg hrikalega og eftir á hyggja hefðu þeir alltaf átt að halda sama leik áfram því KR hafði varla fengið færi fram að því. Hins vegar kraftur í KR að koma svona til baka og þeir verða alls ekki auðveldur leikur fyrir hin liðin í úrslitakeppninni. Hverjir voru bestir? Atli Sigurjónsson átti mjög góðan leik. Skoraði mark sem var dæmt af og lagði upp bæði mörk KR. Atli átt magnað tímabil og er allt í öllu í sóknarleik KR. Ari Sigurpálsson var sprækur í sóknarleik Víkings þær 65 mínútur sem hann spilaði í dag. Skoraði gott mark og ógnaði mikið. Hvað mætti betur fara? Víkingar þurfa að halda út hvað varðar ákefð og áræðni ætli þeir sér hluti í toppbaráttunni. Þeir bjóða hættunni heim í dag með því að slaka á og þeir munu mæta 5 góðum liðum sem munu refsa fyrir slíkt. Hvað gerist næst? Nú er landsleikjahlé næstu tvær vikurnar. Víkingur leikur svo úrslitaleikinn í Mjólkurbikarnum gegn FH 1. október áður en þessi tvö lið mætast svo aftur hér í Víkinni í fyrsta leik úrslitakeppninnar nokkrum dögum síðar. Besta deild karla Víkingur Reykjavík KR
Íslandsmeistarar Víkings þurftu á sigri að halda þegar liðið tók á móti KR í lokaumferð Bestu-deildar karla áður en úrslitakeppnin tekur við. Víkingur komst í 2-0 en KR kom til baka og jafnaði 2-2 undir blálok leiksins. Mikið högg fyrir Víking sem er átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu. Leikurinn var ofboðslega rólegur allan fyrri hálfleikinn. Mikið var um stöðubaráttu um allan völl og liðunum tókst illa að skapa sér færi. Það voru þó þrjú góð færi í fyrri hálfleik og skorað var úr þeim öllum. Tvö voru dæmd af vegna rangstöðu. Fyrst var það Erlingur Agnarsson sem hélt að hann væri að koma Víkingum yfir á 16. mínútu. Boltinn hafði farið af Helga Guðjónssyni til Erlings í teignum sem var flaggaður rangstæður. Aðeins tveimur mínútum síðar gerðist það sama hinum megin á vellinum. Aron Kristófer átti þá góða fyrirgjöf inn í teig Víkings á Atla Sigurjónsson sem skoraði vel framhjá Ingvari Jónssyni en Atli, líkt og Erlingur, dæmdur rangstæður. Fyrsta mark leiksins kom þó í fyrri hálfleiknum og það gerði Ari Sigurpálsson. Ari fékk sendingu út á hægri kantinn og keyrði inn á völlinn. Ari og Erlingur tóku léttan þríhyrning og Ari braust inn í teiginn, fór framhjá Arnóri Sveini áður en hann renndi boltanum snyrtilega í netið framhjá Beiti í marki KR. Síðari hálfleikur var mun líflegri. Víkingar héldu þó nokkrum yfirburðum áfram og komust tveimur mörkum yfir á 55. mínútu. Þá skoraði Erlingur Agnarsson löglegt mark eftir að Pablo Punyed hafði tekið gott hlaup að endalínu og komið boltanum fyrir markið. Varnarmenn KR virtust allir búast við því að næsti maður tæki boltann og ákvað Erlingur að nýta sér það. Á 65. mínútu gerði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, breytingu. Hann setti Halldór Smára inná og bætti honum við í vörnina til þess að mynda fimm manna línu. Það kom í bakið á Víkingum að ætla að falla til baka því KR-ingar stýrðu leiknum síðustu tuttugu mínúturnar og herjuðu á vörn Víkings. Ægir Jarl minnkaði muninn fyrir KR á 75. mínútu með góðum skalla af nærstöng eftir hornspyrnu Atla Sigurjónssonar. Ægir fékk svo annað færi stuttu seinna eftir vandræði í vörn Víkings en þá sá Ingvar Jónsson við honum. Það var svo á annarri mínútu uppbótartíma sem KR-ingar jöfnuðu leikinn. Atli Sigurjónsson fékk þá boltann aftur út á kant eftir að Víkingar hreinsuðu hornspyrnu hans frá. Atli senti boltann aftur inn í teig Víkinga og í þetta skiptið fór boltinn í gegnum allan pakkann og til Arnórs Sveins Aðalsteinssonar á fjærstönginni sem kom boltanum yfir línuna. Lokatölur 2-2 og Víkingur fara þar af leiðandi 8 stigum á eftir Breiðablik inn í úrslitakeppnina sem hefst í október. Afhverju varð jafntefli? Eftir að Víkingar komust í 2-0 þá einhvern vegin fór öll ákefð úr þeirra leik. Þeir bökkuðu, breyttu um kerfi og ætluðu að halda fengnum hlut. Það mistókst alveg hrikalega og eftir á hyggja hefðu þeir alltaf átt að halda sama leik áfram því KR hafði varla fengið færi fram að því. Hins vegar kraftur í KR að koma svona til baka og þeir verða alls ekki auðveldur leikur fyrir hin liðin í úrslitakeppninni. Hverjir voru bestir? Atli Sigurjónsson átti mjög góðan leik. Skoraði mark sem var dæmt af og lagði upp bæði mörk KR. Atli átt magnað tímabil og er allt í öllu í sóknarleik KR. Ari Sigurpálsson var sprækur í sóknarleik Víkings þær 65 mínútur sem hann spilaði í dag. Skoraði gott mark og ógnaði mikið. Hvað mætti betur fara? Víkingar þurfa að halda út hvað varðar ákefð og áræðni ætli þeir sér hluti í toppbaráttunni. Þeir bjóða hættunni heim í dag með því að slaka á og þeir munu mæta 5 góðum liðum sem munu refsa fyrir slíkt. Hvað gerist næst? Nú er landsleikjahlé næstu tvær vikurnar. Víkingur leikur svo úrslitaleikinn í Mjólkurbikarnum gegn FH 1. október áður en þessi tvö lið mætast svo aftur hér í Víkinni í fyrsta leik úrslitakeppninnar nokkrum dögum síðar.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti