Við og hinir Símon Vestarr skrifar 16. september 2022 13:30 Crown my fear your king at the point of a gunAll I want to do is love everyone-Jeff Buckley For folk want love but folk seek painThere‘s nowt so queer as folk, they say -enskur orðskviður Rétt upp hönd sem vill elska fólk og lifa í friði við allt og alla! Flestir rétta upp hönd og þeir sem gera það ekki hafa einhverjar tilgerðarlegar ástæður fyrir því – listrænan níhilisma eða táningastæla sem ekki náðist að vaxa upp úr. Tvenns konar viðbrögð eru algeng við svona tali. Sumir ranghvolfa augunum yfir hippaliðinu sem gengur um í jógabuxum og talar alltaf eins og Bangsi Bestaskinn. Aðrir samþykkja afstöðuna en spyrja hvað þetta hafi eiginlega með samfélagsmálin að gera. Við höldum nefnilega mörg tveimur andstæðum ályktunum á lofti í senn. Annars vegar vitum við að við viljum gefa af okkur kærleika og gleði og hins vegar gefum við okkur að ýmsir aðrir vilji ræna, rupla og drepa – einkum þeir sem líta ekki eins út og við. Og við þurfum að verja okkur og þá sem við elskum fyrir slíku pakki. Bakhliðin á hluttekningu (e. empathy) er hatur í garð þeirra sem vilja (eða sem við höldum að vilji) gera okkar fólki mein. Og þetta á alls ekki bara við um fólk sem er illa haldið af kynþáttafordómum. Mér kemur til hugar smásaga sem ég notaði í ennskukennslu fyrir nokkru. Sögu um breskan fallhlífarhermann í síðari heimsstyrjöldinni sem verður viðskila við sveit sína í loftinu yfir Frakklandi og lendir úti við skóg á yfirráðasvæði þýska hersins. Allt frá byrjun höldum við með honum. Hann leitar ásjár á nálægum sveitabæ og við fögnum réttsýni húsfreyjunnar sem leyfir honum að fela sig inni í skáp á meðan Þjóðverjarnir leita. Við hötum óvinaherinn sem hefnir sín á fjölskyldunni með því að drepa húsbóndann þegar í ljós kemur að Bretinn fékk að leynast inni í skápnum og er sloppinn undan þeim inn í skógarþykknið. Við öndum léttar þegar okkar maður er kominn aftur til hersveitar sinnar. Við veltum því eðlilega fyrir okkur hvort við hefðum gert hið sama og húsfreyjan eða hvort hugrekkið hefði brostið. Og ef við hefðum skotið skjólshúsi yfir hermanninn, hvort við myndum sjá eftir því að hafa í raun fórnað lífi makans fyrir ókunnugan mann. Fyrir málstað sem hefði vel getað náð fram að ganga þrátt fyrir að Bretarnir væru einum manni færri en ella. Öll hötum við ofríki nasismans en er það satt sem sagt er í sögu Daltons Trumbo, Johnny Got His Gun, að „fyrir lýðræðið myndi hver sem er gefa son sinn eingetinn“? Ef við drögum okkur enn lengra út úr hita frásagnarinnar getum við jafnvel varpað fram enn erfiðari spurningu: Hefðum við gert hið sama og þýsku hermennirnir? Svarið virðist augljóst. Í fyrsta lagi myndum við ekki gerast fótgönguliðar Hitlers eða nokkurs slíks manndrýsils, sér í lagi undir fána kynþáttadrottnunar og haturs á lýðræði. Í öðru lagi myndum við ekki myrða vopnlausa borgara ef okkur hlotnaðist engu að síður einhvern veginn sú ógæfa að vera í röðum innrásarhersins. Gefum okkur að þetta sé satt. En myndum við reyna að drepa fallhlífarhermanninn? Ekki? Hvers vegna ekki? Af því að við höldum með honum? Það á við um lesandann en alls ekki um hermennina. Er ekki augljóst að við myndum drepa hann ef við gætum? Ég veit. Þetta er hræðilega óþægilegt. En gerum þetta aðeins auðveldara. Ímyndum okkur að við séum Góði Dátinn Günther sem hatar nasismann og er bara í hernum til að passa upp á að flokksgæðingarnir hefni sín ekki á ömmu hans, sem ól hann upp frá blautu barnsbeini. Við erum gæðablóð sem vill helst að þetta stríð endi sem fyrst, jafnvel þó að Þýskaland tapi því. Við myndum ekki drepa konuna, manninn hennar eða svo mikið sem eina hænu á bóndabænum. En Bretann? Horfumst í augu við það. Við myndum líklega reyna að drepa hann. Af því að hann er hingað kominn til að drepa okkur. Og vini okkar. Rannsókn sem Hollendingurinn Rutger Bregman vísar til í bókinni Humankind sýnir okkur að helsti hvatinn bak við baráttuþrek Þjóðverja í heimsstyrjöldinni var umhyggja fyrir félögum sínum. Sömu sögu er að segja af öðrum herjum. Átökin halda áfram og áfram og áfram af því að samstaða milli félaga í stríði er illdrepandi. Hið erfiðasta í stríði er að sjá samherja deyja. Þetta er í raun svona einfalt. George Orwell sagði frá því í Homage to Catalonia að þegar hann skráði sig til bardaga fyrir hönd sósíalistahersveitar P.O.U.M. hafi markmið hans verið einfalt; ef hver og einn í röðum vinstri manna næði að granda tveimur fasistum væri beinlínis ógjörningur að tapa þessu stríði. Svo varð það honum um megn að skjóta einn af fasistunum af því að kauði var ekki kominn í buxurnar. Við skjótum ekki þá sem við lítum á sem okkar eigin. Og buxnalaus maður er hvers manns bróðir. Snýst ekki allt stríð í raun um samsömun? Þegar öllu er á botninn hvolft er það ekki rökhugsun sem leiðir til átaka heldur ótti yfir því að við – eða þeir sem við samsömum okkur við – gætu orðið fyrir barðinu á einhverjum öðrum. Við hugsum ekki rökrétt. Við komumst að því hvað við þráum og notum svo rökhugsun til að réttlæta það. Þess vegna er ekki hægt að fá Trump-kjósanda til að hætta að trúa á Q-Anon eða Sjálfstæðismann til að hætta að trúa á úreltar hugmyndir framboðsmiðaðrar hagfræði. Ef við viljum frelsi – og þá meina ég alvöru frelsi handa almenningi, ekki bara handa þeim sem eiga svo stóran peningapoka að þeir gætu mútað Guði til að sæma djöfulinn fálkaorðu – þá þurfum við sem samfélag að hætta að líta á okkur sem vel smurða vél. Við þurfum að byrja að líta á okkur sem villijurt. Heilbrigt samfélag er ekki mekanískt heldur organískt. Leiðin til almennrar sjálfsákvörðunar liggur ekki í gegnum persónuleg átök við þá sem við lítum á sem hálfvita eða drullusokka. Hún liggur ekki heldur í gegnum málamiðlanir við þá sem vilja drottna yfir öðrum í krafti eigna sinna. Nei, við þurfum öll sem eitt að steypa fyrir hurðir leynifylgsna okkar og streyma út á torgið. Þá fyrst munum við geta treyst hvert öðru. Og traust er langtum verðmætara öllu því illa fengna fé sem forréttindastaða okkar kann að hafa útvegað okkur. Það er ekki fyrr en sérhver maður er orðinn sérhverjum manni bróðir [lesist í öllum mögulegum kynjasamsetningum] sem við verðum frjáls. Þetta er ekki ítarlegur uppdráttur af betra samfélagi. Í þessum pistli er ég ekki búinn að aðgerðabinda traustið eða kærleikann og ég er ekki viss um að það sé hægt öðruvísi en að láta slíkt streyma í gegnum sig til annarra. En ef við byrjum ekki á að parkera óttanum og stíga fram í kærleika þá verður raunverulegt frelsi aldrei að veruleika og ekki verður á umræðu um það mark takandi frekar en endranær. Höfundur er söngvaskáld, sagnasmiður og skjalaþýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Símon Vestarr Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Crown my fear your king at the point of a gunAll I want to do is love everyone-Jeff Buckley For folk want love but folk seek painThere‘s nowt so queer as folk, they say -enskur orðskviður Rétt upp hönd sem vill elska fólk og lifa í friði við allt og alla! Flestir rétta upp hönd og þeir sem gera það ekki hafa einhverjar tilgerðarlegar ástæður fyrir því – listrænan níhilisma eða táningastæla sem ekki náðist að vaxa upp úr. Tvenns konar viðbrögð eru algeng við svona tali. Sumir ranghvolfa augunum yfir hippaliðinu sem gengur um í jógabuxum og talar alltaf eins og Bangsi Bestaskinn. Aðrir samþykkja afstöðuna en spyrja hvað þetta hafi eiginlega með samfélagsmálin að gera. Við höldum nefnilega mörg tveimur andstæðum ályktunum á lofti í senn. Annars vegar vitum við að við viljum gefa af okkur kærleika og gleði og hins vegar gefum við okkur að ýmsir aðrir vilji ræna, rupla og drepa – einkum þeir sem líta ekki eins út og við. Og við þurfum að verja okkur og þá sem við elskum fyrir slíku pakki. Bakhliðin á hluttekningu (e. empathy) er hatur í garð þeirra sem vilja (eða sem við höldum að vilji) gera okkar fólki mein. Og þetta á alls ekki bara við um fólk sem er illa haldið af kynþáttafordómum. Mér kemur til hugar smásaga sem ég notaði í ennskukennslu fyrir nokkru. Sögu um breskan fallhlífarhermann í síðari heimsstyrjöldinni sem verður viðskila við sveit sína í loftinu yfir Frakklandi og lendir úti við skóg á yfirráðasvæði þýska hersins. Allt frá byrjun höldum við með honum. Hann leitar ásjár á nálægum sveitabæ og við fögnum réttsýni húsfreyjunnar sem leyfir honum að fela sig inni í skáp á meðan Þjóðverjarnir leita. Við hötum óvinaherinn sem hefnir sín á fjölskyldunni með því að drepa húsbóndann þegar í ljós kemur að Bretinn fékk að leynast inni í skápnum og er sloppinn undan þeim inn í skógarþykknið. Við öndum léttar þegar okkar maður er kominn aftur til hersveitar sinnar. Við veltum því eðlilega fyrir okkur hvort við hefðum gert hið sama og húsfreyjan eða hvort hugrekkið hefði brostið. Og ef við hefðum skotið skjólshúsi yfir hermanninn, hvort við myndum sjá eftir því að hafa í raun fórnað lífi makans fyrir ókunnugan mann. Fyrir málstað sem hefði vel getað náð fram að ganga þrátt fyrir að Bretarnir væru einum manni færri en ella. Öll hötum við ofríki nasismans en er það satt sem sagt er í sögu Daltons Trumbo, Johnny Got His Gun, að „fyrir lýðræðið myndi hver sem er gefa son sinn eingetinn“? Ef við drögum okkur enn lengra út úr hita frásagnarinnar getum við jafnvel varpað fram enn erfiðari spurningu: Hefðum við gert hið sama og þýsku hermennirnir? Svarið virðist augljóst. Í fyrsta lagi myndum við ekki gerast fótgönguliðar Hitlers eða nokkurs slíks manndrýsils, sér í lagi undir fána kynþáttadrottnunar og haturs á lýðræði. Í öðru lagi myndum við ekki myrða vopnlausa borgara ef okkur hlotnaðist engu að síður einhvern veginn sú ógæfa að vera í röðum innrásarhersins. Gefum okkur að þetta sé satt. En myndum við reyna að drepa fallhlífarhermanninn? Ekki? Hvers vegna ekki? Af því að við höldum með honum? Það á við um lesandann en alls ekki um hermennina. Er ekki augljóst að við myndum drepa hann ef við gætum? Ég veit. Þetta er hræðilega óþægilegt. En gerum þetta aðeins auðveldara. Ímyndum okkur að við séum Góði Dátinn Günther sem hatar nasismann og er bara í hernum til að passa upp á að flokksgæðingarnir hefni sín ekki á ömmu hans, sem ól hann upp frá blautu barnsbeini. Við erum gæðablóð sem vill helst að þetta stríð endi sem fyrst, jafnvel þó að Þýskaland tapi því. Við myndum ekki drepa konuna, manninn hennar eða svo mikið sem eina hænu á bóndabænum. En Bretann? Horfumst í augu við það. Við myndum líklega reyna að drepa hann. Af því að hann er hingað kominn til að drepa okkur. Og vini okkar. Rannsókn sem Hollendingurinn Rutger Bregman vísar til í bókinni Humankind sýnir okkur að helsti hvatinn bak við baráttuþrek Þjóðverja í heimsstyrjöldinni var umhyggja fyrir félögum sínum. Sömu sögu er að segja af öðrum herjum. Átökin halda áfram og áfram og áfram af því að samstaða milli félaga í stríði er illdrepandi. Hið erfiðasta í stríði er að sjá samherja deyja. Þetta er í raun svona einfalt. George Orwell sagði frá því í Homage to Catalonia að þegar hann skráði sig til bardaga fyrir hönd sósíalistahersveitar P.O.U.M. hafi markmið hans verið einfalt; ef hver og einn í röðum vinstri manna næði að granda tveimur fasistum væri beinlínis ógjörningur að tapa þessu stríði. Svo varð það honum um megn að skjóta einn af fasistunum af því að kauði var ekki kominn í buxurnar. Við skjótum ekki þá sem við lítum á sem okkar eigin. Og buxnalaus maður er hvers manns bróðir. Snýst ekki allt stríð í raun um samsömun? Þegar öllu er á botninn hvolft er það ekki rökhugsun sem leiðir til átaka heldur ótti yfir því að við – eða þeir sem við samsömum okkur við – gætu orðið fyrir barðinu á einhverjum öðrum. Við hugsum ekki rökrétt. Við komumst að því hvað við þráum og notum svo rökhugsun til að réttlæta það. Þess vegna er ekki hægt að fá Trump-kjósanda til að hætta að trúa á Q-Anon eða Sjálfstæðismann til að hætta að trúa á úreltar hugmyndir framboðsmiðaðrar hagfræði. Ef við viljum frelsi – og þá meina ég alvöru frelsi handa almenningi, ekki bara handa þeim sem eiga svo stóran peningapoka að þeir gætu mútað Guði til að sæma djöfulinn fálkaorðu – þá þurfum við sem samfélag að hætta að líta á okkur sem vel smurða vél. Við þurfum að byrja að líta á okkur sem villijurt. Heilbrigt samfélag er ekki mekanískt heldur organískt. Leiðin til almennrar sjálfsákvörðunar liggur ekki í gegnum persónuleg átök við þá sem við lítum á sem hálfvita eða drullusokka. Hún liggur ekki heldur í gegnum málamiðlanir við þá sem vilja drottna yfir öðrum í krafti eigna sinna. Nei, við þurfum öll sem eitt að steypa fyrir hurðir leynifylgsna okkar og streyma út á torgið. Þá fyrst munum við geta treyst hvert öðru. Og traust er langtum verðmætara öllu því illa fengna fé sem forréttindastaða okkar kann að hafa útvegað okkur. Það er ekki fyrr en sérhver maður er orðinn sérhverjum manni bróðir [lesist í öllum mögulegum kynjasamsetningum] sem við verðum frjáls. Þetta er ekki ítarlegur uppdráttur af betra samfélagi. Í þessum pistli er ég ekki búinn að aðgerðabinda traustið eða kærleikann og ég er ekki viss um að það sé hægt öðruvísi en að láta slíkt streyma í gegnum sig til annarra. En ef við byrjum ekki á að parkera óttanum og stíga fram í kærleika þá verður raunverulegt frelsi aldrei að veruleika og ekki verður á umræðu um það mark takandi frekar en endranær. Höfundur er söngvaskáld, sagnasmiður og skjalaþýðandi.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun