Söfn og dagur íslenskrar náttúru Björk Þorleifsdóttir skrifar 16. september 2022 11:23 Dagur íslenskrar náttúru er 16. september. Á þeim degi er söfnum hollt og mikilvægt að minna sig á að þau eiga ekki að vera og geta ekki verið hlutlaus þegar kemur að umhverfismálum. Það á að vera okkur ljúft og skylt að fræða safngesti um hvaða hættur steðja að okkar eina heimili, Jörðinni, og hvað við getum gert til þess að snúa af braut eyðileggingarinnar og stefna þess í stað rakleiðis í áttina að sjálfbærni og bættum heimi – ekki bara fyrir mannfólkið heldur fyrir allar lífverur. Það á að vera sjálfsagt hlutverk okkar að hvetja safngesti til góðra verka og við þurfum að muna að margt smátt gerir eitt stórt – einstaklingurinn skiptir alltaf máli, hversu lítil sem okkur finnst við vera! Í Grasagarðinum stóðum við fyrir fræðslunni „Byrjum heima að bjarga jörðinni“ núna síðsumars á samfélagsmiðlum. Þar var í máli, myndum og myndböndum bent á leiðir til þess að vera umhverfisvænni en tilgangurinn var ekki síst að hvetja fólk til að vera meðvitaðri neytendur fyrir líffræðilega fjölbreytni og að setja upp náttúruskoðunargleraugun hvort sem við erum í manngerðu umhverfi eða úti í náttúrunni. Allt í kringum okkur leynist náttúra; túnfífill brýst upp úr brotnu malbiki í miðborginni. Við lítum á hann sem illgresi en hann er samt sem áður að hreinsa andrúmsloftið fyrir okkur – hann tekur upp koltvíoxíð og gefur frá sér súrefni og við græðum! Sniglarnir á salatinu okkar eru mikilvægar niðurbrotsverur og geitungurinn sem er að pirra okkur núna hreinsaði fallegustu rósina í garðinum af blaðlúsum fyrr í sumar svo núna njótum við blómgunarinnar. Í safni eins og Grasagarðinum búa ótal lífverur fyrir utan þessar 5.000 sem teljast safngripirnir okkar – Grasagarðurinn er svo sannarlega lifandi safn. Á degi íslenskrar náttúru lítum við til hins óskráða á safninu: sveppanna sem eru svo áberandi á þessum árstíma. Við kíkjum á ætisveppi, niðurbrotssveppi og skoðum svepprótakerfi undir trjám – samlífiskerfi sem gerir trjánum kleift að tala við önnur tré. Við vonum að íbúar landsins nýti dag íslenskrar náttúru til að gera eitthvað náttúrunni til hagsbóta og vonumst auðvitað til að sjá sem flesta í hádegisgöngu hjá okkur á slaginu 12 í Grasagarðinum þennan dag. Höfundur er verkefnastjóri fræðslu og miðlunar hjá Grasagarði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Dagur íslenskrar náttúru er 16. september. Á þeim degi er söfnum hollt og mikilvægt að minna sig á að þau eiga ekki að vera og geta ekki verið hlutlaus þegar kemur að umhverfismálum. Það á að vera okkur ljúft og skylt að fræða safngesti um hvaða hættur steðja að okkar eina heimili, Jörðinni, og hvað við getum gert til þess að snúa af braut eyðileggingarinnar og stefna þess í stað rakleiðis í áttina að sjálfbærni og bættum heimi – ekki bara fyrir mannfólkið heldur fyrir allar lífverur. Það á að vera sjálfsagt hlutverk okkar að hvetja safngesti til góðra verka og við þurfum að muna að margt smátt gerir eitt stórt – einstaklingurinn skiptir alltaf máli, hversu lítil sem okkur finnst við vera! Í Grasagarðinum stóðum við fyrir fræðslunni „Byrjum heima að bjarga jörðinni“ núna síðsumars á samfélagsmiðlum. Þar var í máli, myndum og myndböndum bent á leiðir til þess að vera umhverfisvænni en tilgangurinn var ekki síst að hvetja fólk til að vera meðvitaðri neytendur fyrir líffræðilega fjölbreytni og að setja upp náttúruskoðunargleraugun hvort sem við erum í manngerðu umhverfi eða úti í náttúrunni. Allt í kringum okkur leynist náttúra; túnfífill brýst upp úr brotnu malbiki í miðborginni. Við lítum á hann sem illgresi en hann er samt sem áður að hreinsa andrúmsloftið fyrir okkur – hann tekur upp koltvíoxíð og gefur frá sér súrefni og við græðum! Sniglarnir á salatinu okkar eru mikilvægar niðurbrotsverur og geitungurinn sem er að pirra okkur núna hreinsaði fallegustu rósina í garðinum af blaðlúsum fyrr í sumar svo núna njótum við blómgunarinnar. Í safni eins og Grasagarðinum búa ótal lífverur fyrir utan þessar 5.000 sem teljast safngripirnir okkar – Grasagarðurinn er svo sannarlega lifandi safn. Á degi íslenskrar náttúru lítum við til hins óskráða á safninu: sveppanna sem eru svo áberandi á þessum árstíma. Við kíkjum á ætisveppi, niðurbrotssveppi og skoðum svepprótakerfi undir trjám – samlífiskerfi sem gerir trjánum kleift að tala við önnur tré. Við vonum að íbúar landsins nýti dag íslenskrar náttúru til að gera eitthvað náttúrunni til hagsbóta og vonumst auðvitað til að sjá sem flesta í hádegisgöngu hjá okkur á slaginu 12 í Grasagarðinum þennan dag. Höfundur er verkefnastjóri fræðslu og miðlunar hjá Grasagarði Reykjavíkur.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun