Söfn og dagur íslenskrar náttúru Björk Þorleifsdóttir skrifar 16. september 2022 11:23 Dagur íslenskrar náttúru er 16. september. Á þeim degi er söfnum hollt og mikilvægt að minna sig á að þau eiga ekki að vera og geta ekki verið hlutlaus þegar kemur að umhverfismálum. Það á að vera okkur ljúft og skylt að fræða safngesti um hvaða hættur steðja að okkar eina heimili, Jörðinni, og hvað við getum gert til þess að snúa af braut eyðileggingarinnar og stefna þess í stað rakleiðis í áttina að sjálfbærni og bættum heimi – ekki bara fyrir mannfólkið heldur fyrir allar lífverur. Það á að vera sjálfsagt hlutverk okkar að hvetja safngesti til góðra verka og við þurfum að muna að margt smátt gerir eitt stórt – einstaklingurinn skiptir alltaf máli, hversu lítil sem okkur finnst við vera! Í Grasagarðinum stóðum við fyrir fræðslunni „Byrjum heima að bjarga jörðinni“ núna síðsumars á samfélagsmiðlum. Þar var í máli, myndum og myndböndum bent á leiðir til þess að vera umhverfisvænni en tilgangurinn var ekki síst að hvetja fólk til að vera meðvitaðri neytendur fyrir líffræðilega fjölbreytni og að setja upp náttúruskoðunargleraugun hvort sem við erum í manngerðu umhverfi eða úti í náttúrunni. Allt í kringum okkur leynist náttúra; túnfífill brýst upp úr brotnu malbiki í miðborginni. Við lítum á hann sem illgresi en hann er samt sem áður að hreinsa andrúmsloftið fyrir okkur – hann tekur upp koltvíoxíð og gefur frá sér súrefni og við græðum! Sniglarnir á salatinu okkar eru mikilvægar niðurbrotsverur og geitungurinn sem er að pirra okkur núna hreinsaði fallegustu rósina í garðinum af blaðlúsum fyrr í sumar svo núna njótum við blómgunarinnar. Í safni eins og Grasagarðinum búa ótal lífverur fyrir utan þessar 5.000 sem teljast safngripirnir okkar – Grasagarðurinn er svo sannarlega lifandi safn. Á degi íslenskrar náttúru lítum við til hins óskráða á safninu: sveppanna sem eru svo áberandi á þessum árstíma. Við kíkjum á ætisveppi, niðurbrotssveppi og skoðum svepprótakerfi undir trjám – samlífiskerfi sem gerir trjánum kleift að tala við önnur tré. Við vonum að íbúar landsins nýti dag íslenskrar náttúru til að gera eitthvað náttúrunni til hagsbóta og vonumst auðvitað til að sjá sem flesta í hádegisgöngu hjá okkur á slaginu 12 í Grasagarðinum þennan dag. Höfundur er verkefnastjóri fræðslu og miðlunar hjá Grasagarði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Dagur íslenskrar náttúru er 16. september. Á þeim degi er söfnum hollt og mikilvægt að minna sig á að þau eiga ekki að vera og geta ekki verið hlutlaus þegar kemur að umhverfismálum. Það á að vera okkur ljúft og skylt að fræða safngesti um hvaða hættur steðja að okkar eina heimili, Jörðinni, og hvað við getum gert til þess að snúa af braut eyðileggingarinnar og stefna þess í stað rakleiðis í áttina að sjálfbærni og bættum heimi – ekki bara fyrir mannfólkið heldur fyrir allar lífverur. Það á að vera sjálfsagt hlutverk okkar að hvetja safngesti til góðra verka og við þurfum að muna að margt smátt gerir eitt stórt – einstaklingurinn skiptir alltaf máli, hversu lítil sem okkur finnst við vera! Í Grasagarðinum stóðum við fyrir fræðslunni „Byrjum heima að bjarga jörðinni“ núna síðsumars á samfélagsmiðlum. Þar var í máli, myndum og myndböndum bent á leiðir til þess að vera umhverfisvænni en tilgangurinn var ekki síst að hvetja fólk til að vera meðvitaðri neytendur fyrir líffræðilega fjölbreytni og að setja upp náttúruskoðunargleraugun hvort sem við erum í manngerðu umhverfi eða úti í náttúrunni. Allt í kringum okkur leynist náttúra; túnfífill brýst upp úr brotnu malbiki í miðborginni. Við lítum á hann sem illgresi en hann er samt sem áður að hreinsa andrúmsloftið fyrir okkur – hann tekur upp koltvíoxíð og gefur frá sér súrefni og við græðum! Sniglarnir á salatinu okkar eru mikilvægar niðurbrotsverur og geitungurinn sem er að pirra okkur núna hreinsaði fallegustu rósina í garðinum af blaðlúsum fyrr í sumar svo núna njótum við blómgunarinnar. Í safni eins og Grasagarðinum búa ótal lífverur fyrir utan þessar 5.000 sem teljast safngripirnir okkar – Grasagarðurinn er svo sannarlega lifandi safn. Á degi íslenskrar náttúru lítum við til hins óskráða á safninu: sveppanna sem eru svo áberandi á þessum árstíma. Við kíkjum á ætisveppi, niðurbrotssveppi og skoðum svepprótakerfi undir trjám – samlífiskerfi sem gerir trjánum kleift að tala við önnur tré. Við vonum að íbúar landsins nýti dag íslenskrar náttúru til að gera eitthvað náttúrunni til hagsbóta og vonumst auðvitað til að sjá sem flesta í hádegisgöngu hjá okkur á slaginu 12 í Grasagarðinum þennan dag. Höfundur er verkefnastjóri fræðslu og miðlunar hjá Grasagarði Reykjavíkur.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar