Hvernig breytast seðlar og myntir breska konungsveldisins? Björn Berg Gunnarsson skrifar 9. september 2022 12:01 Andláti Elísabetar 2. Englandsdrottningar fylgja breytingar á ýmsum sviðum. Breyta þarf öllu frá þjóðsöng landsins að lögreglubúningum og vegabréfum en það sem vekur hvað helst áhuga minn eru seðlar og myntir víða um heim. Algengasta myndefni peningasögunnar Enginn þjóðarleiðtogi og raunar engin manneskja hefur prýtt fleiri útgáfur peninga. Þannig hefur andlit hennar birst á seðlum og myntum í 35 löndum í öllum heimsálfum utan Suðurskautslandsins, en nú eru allar líkur á að fleiri verði þeir ekki. Nema ákvörðun verði tekin um annað, sem ekki er þó hægt að útiloka, verður nú ráðist í að hanna seðla og myntir með andliti sonar hennar, Karls 3.Englandskonungs. Við vitum ekki hvernig það ferli mun eiga sér stað að þessu sinni, en fyrir sjö áratugum þurfti að taka sambærilega ákvörðun í kjölfar þess að faðir Elísabetar, Georg 6. féll frá. Getty Hvernig átti ný drottning að birtast þegnunum? Samkeppni var þá haldin um hvernig ný mynt skyldi líta út og voru tveir myndhöggvarar, þau Mary Gillick og Cecil Thomas, valin úr hópi umsækjenda til að setjast niður með drottningunni og höggva út vangasvip hennar. Útgáfa Gillick þótti betri og var slegin í nýjar myntir sem fóru í umferð ári síðar. Elísabet var einungis 25 ára þegar hún var krýnd og þótti nútímalegt að birta hana án kórónu og með skraut í hárinu. Eins og við hin þurfti Elísabet þó að „uppfæra prófílmyndina“ eftir því sem árin liðu og var vangasvipur hennar lagaður fjórum sinnum, nú síðast árið 2015, en þá hafði engin breyting verið gerð frá árinu 1998. Á öllum fjórum útgáfunum sem slegnar voru eftir þá fyrstu bar drottningin kórónu á höfði. Elísabet var ekki sjáanleg á peningaseðlum fyrr en árið 1960 þegar mynd Robert Austin birtist af henni á 1 punds seðlinum. Á seðlum hefur hún, ólíkt á myntum, að mestu litið beint í augu notandans. Á því eru þó nokkrar undantekningar, t.d. á seðlum Kanada, Kýpur, Gíbraltar, Fiji, Belize og fleiri svæðum víða um konungsdæmið. Karl býður hinn vangann Frá því á 17. öld hefur sú hefð verið virt að andlit nýs leiðtoga vísi í öfuga átt við forverann og mun Karl konungur því væntanlega líta til vinstri á nýjum myntum á meðan Elísabet leit ætíð til hægri. Það sama gildir raunar um frímerki, en myndefni þeirra verður fljótlega breytt með sama hætti og á peningum. Hvað nú? Líkt og áður segir liggur ekki enn fyrir hvert fyrirkomulagið verður á endurhönnun peninga vegna yfirvofandi krýningar. Í Ástralíu er gert ráð fyrir að nýjar myntir fari í umferð strax á næsta ári og mögulega verði andlit Karls prentað á 5 dollara seðla áður en langt um líður, en þar í landi er lausleg hefð fyrir því að þjóðarleiðtoginn prýði ódýrasta peningaseðilinn sem prentaður er. Í Bretlandi er þó áætlað að ferlið gæti tekið allt að tvö ár. Getty Endurhönnun annars umfangsmikils gjaldmiðils stendur nú yfir en hin 20 ára gamla Evra er á leið í nýjan búning eins og ég hef áður ritað um hér á Vísi. Ferlið við endurhönnunina er svo langt og flókið að það er hálf kómískt en þar er um sameiginlegt verkefni fjölda landa að ræða á meðan Myntslátta ensku krúnunnar fer með yfirumsjón verkefnisins þar í landi. Því er ekki óvarlegt að ætla að við getum greitt með seðlum prýddum geislandi brosi Karls konungs fyrir árslok 2024. Áhugaverð tímamót í sögu myntsláttu og peningaprentunar Áhugafólk um útlit peninga er tæplega á hverju strái en peningar eru þó enn með því myndefni sem við meðhöndlum hvað mest. Í 70 ár hefur Elísabet önnur verið milli handa og í vösum heilu kynslóðanna út um víða veröld og hefur hún því haft umtalsverð áhrif á hefðir við hönnun peninga. Ætli Karl sonur hennar og erfingi að eiga færi á að reynast jafn þaulsetinn á peningaseðlum þarf hann að bera krúnuna talsvert fram yfir 140 ára afmælisdaginn. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Bretland Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Kóngafólk Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Andláti Elísabetar 2. Englandsdrottningar fylgja breytingar á ýmsum sviðum. Breyta þarf öllu frá þjóðsöng landsins að lögreglubúningum og vegabréfum en það sem vekur hvað helst áhuga minn eru seðlar og myntir víða um heim. Algengasta myndefni peningasögunnar Enginn þjóðarleiðtogi og raunar engin manneskja hefur prýtt fleiri útgáfur peninga. Þannig hefur andlit hennar birst á seðlum og myntum í 35 löndum í öllum heimsálfum utan Suðurskautslandsins, en nú eru allar líkur á að fleiri verði þeir ekki. Nema ákvörðun verði tekin um annað, sem ekki er þó hægt að útiloka, verður nú ráðist í að hanna seðla og myntir með andliti sonar hennar, Karls 3.Englandskonungs. Við vitum ekki hvernig það ferli mun eiga sér stað að þessu sinni, en fyrir sjö áratugum þurfti að taka sambærilega ákvörðun í kjölfar þess að faðir Elísabetar, Georg 6. féll frá. Getty Hvernig átti ný drottning að birtast þegnunum? Samkeppni var þá haldin um hvernig ný mynt skyldi líta út og voru tveir myndhöggvarar, þau Mary Gillick og Cecil Thomas, valin úr hópi umsækjenda til að setjast niður með drottningunni og höggva út vangasvip hennar. Útgáfa Gillick þótti betri og var slegin í nýjar myntir sem fóru í umferð ári síðar. Elísabet var einungis 25 ára þegar hún var krýnd og þótti nútímalegt að birta hana án kórónu og með skraut í hárinu. Eins og við hin þurfti Elísabet þó að „uppfæra prófílmyndina“ eftir því sem árin liðu og var vangasvipur hennar lagaður fjórum sinnum, nú síðast árið 2015, en þá hafði engin breyting verið gerð frá árinu 1998. Á öllum fjórum útgáfunum sem slegnar voru eftir þá fyrstu bar drottningin kórónu á höfði. Elísabet var ekki sjáanleg á peningaseðlum fyrr en árið 1960 þegar mynd Robert Austin birtist af henni á 1 punds seðlinum. Á seðlum hefur hún, ólíkt á myntum, að mestu litið beint í augu notandans. Á því eru þó nokkrar undantekningar, t.d. á seðlum Kanada, Kýpur, Gíbraltar, Fiji, Belize og fleiri svæðum víða um konungsdæmið. Karl býður hinn vangann Frá því á 17. öld hefur sú hefð verið virt að andlit nýs leiðtoga vísi í öfuga átt við forverann og mun Karl konungur því væntanlega líta til vinstri á nýjum myntum á meðan Elísabet leit ætíð til hægri. Það sama gildir raunar um frímerki, en myndefni þeirra verður fljótlega breytt með sama hætti og á peningum. Hvað nú? Líkt og áður segir liggur ekki enn fyrir hvert fyrirkomulagið verður á endurhönnun peninga vegna yfirvofandi krýningar. Í Ástralíu er gert ráð fyrir að nýjar myntir fari í umferð strax á næsta ári og mögulega verði andlit Karls prentað á 5 dollara seðla áður en langt um líður, en þar í landi er lausleg hefð fyrir því að þjóðarleiðtoginn prýði ódýrasta peningaseðilinn sem prentaður er. Í Bretlandi er þó áætlað að ferlið gæti tekið allt að tvö ár. Getty Endurhönnun annars umfangsmikils gjaldmiðils stendur nú yfir en hin 20 ára gamla Evra er á leið í nýjan búning eins og ég hef áður ritað um hér á Vísi. Ferlið við endurhönnunina er svo langt og flókið að það er hálf kómískt en þar er um sameiginlegt verkefni fjölda landa að ræða á meðan Myntslátta ensku krúnunnar fer með yfirumsjón verkefnisins þar í landi. Því er ekki óvarlegt að ætla að við getum greitt með seðlum prýddum geislandi brosi Karls konungs fyrir árslok 2024. Áhugaverð tímamót í sögu myntsláttu og peningaprentunar Áhugafólk um útlit peninga er tæplega á hverju strái en peningar eru þó enn með því myndefni sem við meðhöndlum hvað mest. Í 70 ár hefur Elísabet önnur verið milli handa og í vösum heilu kynslóðanna út um víða veröld og hefur hún því haft umtalsverð áhrif á hefðir við hönnun peninga. Ætli Karl sonur hennar og erfingi að eiga færi á að reynast jafn þaulsetinn á peningaseðlum þarf hann að bera krúnuna talsvert fram yfir 140 ára afmælisdaginn. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun