Ófremdarástand í matarframboði og þjónustu fyrir eldri borgara og fatlaða sem ekki geta eldað sjálf Björn Stefán Hallsson skrifar 26. ágúst 2022 09:00 Eftirfarandi er opið bréf til heilbrigðisráðherra, landlæknis og borgarstjóra Reykjavíkur sem fara með ábyrgð hvað þetta varðar. Stefna stjórnvalda hefur í þó nokkur ár verið „að hjálpa eldri borgurum og fötluðum að búa sem lengst heima“, með því að veita þeim þjónustu heima, í þeirri von að lífsgæði séu fullnægjandi þar. Markmiðið er að sjálfsögðu einnig að draga úr þörf fyrir þetta fólk í hjúkrunarheimilum eða sambærilegu húsnæði. Mikilvægur þáttur í þessu er aðstoð heima við mat fyrir þá sem ekki geta eldað og geta ekki leitað til aðstandenda um það. Hjá Reykjavíkurborg er í boði aðstoð fyrir eldri borgara og fatlaða við að hita kaldan mat sem þegar hefur verið að fullu eldaður og framreiða hann á matarborð, ásamt þrifum og frágangi á matarílátum eftir notkun. Þjónustan er á vegum Heimaþjónustu borgarinnar og er veitt af þjónustufólki með misjafna þekkingu og reynslu fólki sem vinnur af dugnaði og hefur tiltekinn hóp einstaklinga til að annast. Vinnan er skipulögð m.v. 15 mínútur til að sinna hverjum einstaklingi. Þjónustan er því takmörkuð, engin eldamennska er í boði, aðeins upphitun og frágangur. Til þess að þjónustan geti farið fram þarf maturinn að vera til staðar og að fullu eldaður og tilbúinn til upphitunar á sem skemmstum tíma, t.d. með örbylgjuofni á um 3-4 mínútum eða svo. Því miður eru valkostir á góðum heilsusamlegum, næringarríkum mat sem er eldaður og tilbúinn til upphitunar mjög takmarkaðir. Nánast algert vanmat og skeytingarleysi ríkir um mikilvægi þess að næringin sé heilsusamleg og góð og það sama varðar listaukandi gæði. Heima eldaður einfaldur matur er m.ö.o. ekki í boði. Þannig matur er rótgróinn þáttur í lífi og menningu okkar og er gildi hans mikilvægt fyrir alla, unga sem aldraða. Tæki og tól eru til staðar á heimilum flestra. Þetta er algerlega vanmetinn þáttur fyrir lífsgæði fólks sem ekki getur eldað sjálft. Það er ekki þar með sagt að eldamennska heima þurfi að vera daglega eða að hún þurfi að vera flókin, en það má eitthvað á milli vera að hún sé alls engin, lífsgæði þess horfin – aldrei fersku matur, aldrei fersk matarlykt, aldrei snerting við gæði þess, lífsgæði sem því fylgja og allir þekkja. Valkostur í boði á vegum Reykjavíkurborgar er um að fá heimsendan mat sem er tilbúinn til upphitunar. Val er um að fá sendingar daglega eða á tilteknum dögum gegn hagstæðu gjaldi. Maturinn er eldaður í eldhúsi borgarinnar við Vitatorg, sem þjónar einnig tilteknum eldhúsum í þjónustuíbúðarhúsum í borginni og hugsanlega fleirum. Metnaður og markmið eru væntanlega til staðar fyrir val á matvælum til eldamennsku og fyrir matargerðina og ætla má að reynt sé að fylgja því eftir af áhuga af þeim sem vinna við eldamennskuna. En af óþekktum ástæðum eru gæði matarins frá eldhúsinu afar dapurleg og maturinn er oft hreinlega ekki ætur. Fjöldi þeirra sem reiða sig á þessa þjónustu, „eða láta sig hafa það“, eins og heyrist, er verulegur í borginni. Svo virðist sem að eftirlit með gæðum að hálfu borgarinnar sé jafn dapurt og án metnaðar. Orð fer af því að óánægja sé mikil og mjög almenn á meðal þeirra sem þurfa að reiða sig á þessa þjónustu. Aðrir valkostir til daglegrar neyslu og til heimsendingar, eru afar fáir á fullelduðum mat tilbúnum til upphitunar og á skikkanlegu verði. Réttir frá veitingastöðum falla því miður ekki undir þá skilgreiningu vegna kostnaðar. Það sem helst er í boði eru matarréttir sem eru til sölu í matvöruverslunum, hjá Krónunni, Heimkaupum, Nettó og fleirum. Heimsendingar eru í boð frá þeim, en eru dýrar nema að kostnaðurinn deilist með öðrum vörum sem þörf er á að versla. Bónus býður áþekkan mat en engar heimsendingar. Fyrir utan Bónus er aðallega um að ræða rétti sem framleiddir eru undir merki Þykkvabæjar eða af Sláturfélagi Suðurlands undir merkinu 1944. Í boði eru 6 réttir frá þeim fyrrnefnda og um 20 réttir frá þeim síðarnefnda (aðallega kjötréttir, en einnig fiskréttir og súpur). Metnaður er nokkur í framleiðslunni, galli við réttina er að þeir eru framleiddir fyrir nokkra vikna geymsluþol í kæli, jafnvel enn þá lengur og eru þar af leiðandi með efnum fyrir geymsluþol, en einnig með fjölmörgum bætiefnum s.s. kryddefnum, bragðefnum, litarefnum, ýruefni, sýrustilli, bindiefnum, þráavarnarefnum, jafnvel rotvarnarefnum o.fl. Þetta eru efni sem fara ekki sérlega vel í meltingarveg fólks, og fara jafnvel afskaplega illa í suma, sérstaklega þegar þörf er á neyslu á réttunum allt að því daglega eða með stuttu millibili. Í þessu efni ríkir algert ófremdarástand, afar lítið framboð á góðu heilsusamlegu matarræði með rétt næringargildi, eða almennum einföldum heimilismat í Reykjavík fyrir eldri borgara og fatlaða sem ekki geta eldað sjálfir. Ég giska á að staðan sé svipuð að þessu leyti hjá öðrum bæjarfélögum. Um er að ræða ömurlegt ástand sem varðar heilbrigði, heilsufar og lífsgæði mjög mikils fjölda Íslendinga, jafnvel svo þúsundum skipti. Gríðarleg þörf er fyrir skilningi á þessu og úrbætur. Höfundur er arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Eftirfarandi er opið bréf til heilbrigðisráðherra, landlæknis og borgarstjóra Reykjavíkur sem fara með ábyrgð hvað þetta varðar. Stefna stjórnvalda hefur í þó nokkur ár verið „að hjálpa eldri borgurum og fötluðum að búa sem lengst heima“, með því að veita þeim þjónustu heima, í þeirri von að lífsgæði séu fullnægjandi þar. Markmiðið er að sjálfsögðu einnig að draga úr þörf fyrir þetta fólk í hjúkrunarheimilum eða sambærilegu húsnæði. Mikilvægur þáttur í þessu er aðstoð heima við mat fyrir þá sem ekki geta eldað og geta ekki leitað til aðstandenda um það. Hjá Reykjavíkurborg er í boði aðstoð fyrir eldri borgara og fatlaða við að hita kaldan mat sem þegar hefur verið að fullu eldaður og framreiða hann á matarborð, ásamt þrifum og frágangi á matarílátum eftir notkun. Þjónustan er á vegum Heimaþjónustu borgarinnar og er veitt af þjónustufólki með misjafna þekkingu og reynslu fólki sem vinnur af dugnaði og hefur tiltekinn hóp einstaklinga til að annast. Vinnan er skipulögð m.v. 15 mínútur til að sinna hverjum einstaklingi. Þjónustan er því takmörkuð, engin eldamennska er í boði, aðeins upphitun og frágangur. Til þess að þjónustan geti farið fram þarf maturinn að vera til staðar og að fullu eldaður og tilbúinn til upphitunar á sem skemmstum tíma, t.d. með örbylgjuofni á um 3-4 mínútum eða svo. Því miður eru valkostir á góðum heilsusamlegum, næringarríkum mat sem er eldaður og tilbúinn til upphitunar mjög takmarkaðir. Nánast algert vanmat og skeytingarleysi ríkir um mikilvægi þess að næringin sé heilsusamleg og góð og það sama varðar listaukandi gæði. Heima eldaður einfaldur matur er m.ö.o. ekki í boði. Þannig matur er rótgróinn þáttur í lífi og menningu okkar og er gildi hans mikilvægt fyrir alla, unga sem aldraða. Tæki og tól eru til staðar á heimilum flestra. Þetta er algerlega vanmetinn þáttur fyrir lífsgæði fólks sem ekki getur eldað sjálft. Það er ekki þar með sagt að eldamennska heima þurfi að vera daglega eða að hún þurfi að vera flókin, en það má eitthvað á milli vera að hún sé alls engin, lífsgæði þess horfin – aldrei fersku matur, aldrei fersk matarlykt, aldrei snerting við gæði þess, lífsgæði sem því fylgja og allir þekkja. Valkostur í boði á vegum Reykjavíkurborgar er um að fá heimsendan mat sem er tilbúinn til upphitunar. Val er um að fá sendingar daglega eða á tilteknum dögum gegn hagstæðu gjaldi. Maturinn er eldaður í eldhúsi borgarinnar við Vitatorg, sem þjónar einnig tilteknum eldhúsum í þjónustuíbúðarhúsum í borginni og hugsanlega fleirum. Metnaður og markmið eru væntanlega til staðar fyrir val á matvælum til eldamennsku og fyrir matargerðina og ætla má að reynt sé að fylgja því eftir af áhuga af þeim sem vinna við eldamennskuna. En af óþekktum ástæðum eru gæði matarins frá eldhúsinu afar dapurleg og maturinn er oft hreinlega ekki ætur. Fjöldi þeirra sem reiða sig á þessa þjónustu, „eða láta sig hafa það“, eins og heyrist, er verulegur í borginni. Svo virðist sem að eftirlit með gæðum að hálfu borgarinnar sé jafn dapurt og án metnaðar. Orð fer af því að óánægja sé mikil og mjög almenn á meðal þeirra sem þurfa að reiða sig á þessa þjónustu. Aðrir valkostir til daglegrar neyslu og til heimsendingar, eru afar fáir á fullelduðum mat tilbúnum til upphitunar og á skikkanlegu verði. Réttir frá veitingastöðum falla því miður ekki undir þá skilgreiningu vegna kostnaðar. Það sem helst er í boði eru matarréttir sem eru til sölu í matvöruverslunum, hjá Krónunni, Heimkaupum, Nettó og fleirum. Heimsendingar eru í boð frá þeim, en eru dýrar nema að kostnaðurinn deilist með öðrum vörum sem þörf er á að versla. Bónus býður áþekkan mat en engar heimsendingar. Fyrir utan Bónus er aðallega um að ræða rétti sem framleiddir eru undir merki Þykkvabæjar eða af Sláturfélagi Suðurlands undir merkinu 1944. Í boði eru 6 réttir frá þeim fyrrnefnda og um 20 réttir frá þeim síðarnefnda (aðallega kjötréttir, en einnig fiskréttir og súpur). Metnaður er nokkur í framleiðslunni, galli við réttina er að þeir eru framleiddir fyrir nokkra vikna geymsluþol í kæli, jafnvel enn þá lengur og eru þar af leiðandi með efnum fyrir geymsluþol, en einnig með fjölmörgum bætiefnum s.s. kryddefnum, bragðefnum, litarefnum, ýruefni, sýrustilli, bindiefnum, þráavarnarefnum, jafnvel rotvarnarefnum o.fl. Þetta eru efni sem fara ekki sérlega vel í meltingarveg fólks, og fara jafnvel afskaplega illa í suma, sérstaklega þegar þörf er á neyslu á réttunum allt að því daglega eða með stuttu millibili. Í þessu efni ríkir algert ófremdarástand, afar lítið framboð á góðu heilsusamlegu matarræði með rétt næringargildi, eða almennum einföldum heimilismat í Reykjavík fyrir eldri borgara og fatlaða sem ekki geta eldað sjálfir. Ég giska á að staðan sé svipuð að þessu leyti hjá öðrum bæjarfélögum. Um er að ræða ömurlegt ástand sem varðar heilbrigði, heilsufar og lífsgæði mjög mikils fjölda Íslendinga, jafnvel svo þúsundum skipti. Gríðarleg þörf er fyrir skilningi á þessu og úrbætur. Höfundur er arkitekt.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar