Tvöfaldur skellur fyrir tekjulægri Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 24. ágúst 2022 10:31 Ríkisstjórnin hefur heykst á að beita tækjum ríkisfjármálanna til að taka á verðbólgunni og látið Seðlabankann einan um verkefnið. Þetta kallar á aðhaldssamari peningastefnu og hærri stýrivexti en ella, snarpar breytingar á vaxtastigi sem bitna ekki síst á ungu fólki í eigin húsnæði og fyrstu kaupendum, meðal annars tekjulágum fjölskyldum sem skriðu gegnum greiðslumat á tímum sögulega lágra vaxta í heimsfaraldri en horfa nú upp á greiðslubyrðina rjúka upp úr öllu valdi, jafnvel um vel á annað hundrað þúsund krónur á einu ári. Vaxtabótakerfið var hannað til að grípa fólk, dempa höggið við svona aðstæður, en flokkarnir sem stjórna landinu kusu að brjóta þetta kerfi niður og beina húsnæðisstuðningnum frekar til tekjuhæstu heimila í formi skattfríðinda. Ráðstafanir á ríkisfjármálahliðinni til að draga úr þenslu koma ekki til framkvæmda fyrr en á næsta ári. Samkvæmt kynningu sem þingið fékk í júní fela þær meðal annars í sér að þrengt verður að lágtekju- og millitekjufólki með hækkunum á neyslusköttum. Þetta er tvöfaldur skellur fyrir fólkið í lægri tekjuendanum, hópana sem verja hæsta hlutfalli tekna sinna til neyslu – þeir fá bæði að kenna verst á verðbólgunni sjálfri og meðölunum sem er beitt gegn henni. Það er ekkert náttúrulögmál að aðhald í ríkisfjármálum sé látið bitna óhindrað á tekjulægri hópum samfélagsins: Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur lagt sérstaka áherslu á sanngjarnari skattlagningu fyrirtækja og fjármagns og eflingu skattaeftirlits til að vinna á fjárlagahallanum og draga úr verðbólgu og meira að segja íhaldsstjórnin í Bretlandi beitir hvalrekasköttum til að fjármagna stuðningsaðgerðir fyrir almenning vegna hækkandi verðlags. Eitt af því sem verður að horfa til á Íslandi – sanngirnismál sem Tekjublöðin minna okkur á árlega – er að jafna skattbyrðina milli fjármagns og launa og endurskoða skattamatsreglur til að girða fyrir að atvinnutekjur séu taldar ranglega fram sem fjármagnstekjur. Hagdeild ASÍ telur að með því að takmarka möguleika til slíks tekjutilflutnings megi auka tekjur ríkissjóð um allt að átta milljarða króna á ári og að sú skattbyrði myndi einvörðungu leggjast á tekjuhæstu 10 prósent skattgreiðenda. Kaupmáttur launa hefur rýrnað og kostnaður af rekstri heimilis hjá dæmigerðri barnafjölskyldu hækkað um tugi þúsunda á örfáum mánuðum. Flýtingin á lögbundinni hækkun greiðslna til eldra fólks og öryrkja sem var samþykkt á Alþingi í júní hefur þegar fuðrað upp á verðbólgubálinu og sama gildir um aðrar mótvægisaðgerðir. Hlutfall þeirra sem búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað fer hækkandi, skuggalega hátt hlutfall fólks segist eiga erfitt með að ná endum saman eða reka heimili sitt á yfirdrætti og ójöfnuður fer vaxandi: ráðstöfunartekjur jukust mest hjá tekjuhæstu tíu prósentum Íslendinga í fyrra og skattbyrðin hefur minnkað hjá þeim allra tekjuhæstu en aukist hjá öðrum. Þetta er efnahagspólitík sem elur á sundrungu og grefur undan samstöðu. Við verðum að skipta um kúrs. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í efnahags- og viðskiptanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin Kjaramál Fjármál heimilisins Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur heykst á að beita tækjum ríkisfjármálanna til að taka á verðbólgunni og látið Seðlabankann einan um verkefnið. Þetta kallar á aðhaldssamari peningastefnu og hærri stýrivexti en ella, snarpar breytingar á vaxtastigi sem bitna ekki síst á ungu fólki í eigin húsnæði og fyrstu kaupendum, meðal annars tekjulágum fjölskyldum sem skriðu gegnum greiðslumat á tímum sögulega lágra vaxta í heimsfaraldri en horfa nú upp á greiðslubyrðina rjúka upp úr öllu valdi, jafnvel um vel á annað hundrað þúsund krónur á einu ári. Vaxtabótakerfið var hannað til að grípa fólk, dempa höggið við svona aðstæður, en flokkarnir sem stjórna landinu kusu að brjóta þetta kerfi niður og beina húsnæðisstuðningnum frekar til tekjuhæstu heimila í formi skattfríðinda. Ráðstafanir á ríkisfjármálahliðinni til að draga úr þenslu koma ekki til framkvæmda fyrr en á næsta ári. Samkvæmt kynningu sem þingið fékk í júní fela þær meðal annars í sér að þrengt verður að lágtekju- og millitekjufólki með hækkunum á neyslusköttum. Þetta er tvöfaldur skellur fyrir fólkið í lægri tekjuendanum, hópana sem verja hæsta hlutfalli tekna sinna til neyslu – þeir fá bæði að kenna verst á verðbólgunni sjálfri og meðölunum sem er beitt gegn henni. Það er ekkert náttúrulögmál að aðhald í ríkisfjármálum sé látið bitna óhindrað á tekjulægri hópum samfélagsins: Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur lagt sérstaka áherslu á sanngjarnari skattlagningu fyrirtækja og fjármagns og eflingu skattaeftirlits til að vinna á fjárlagahallanum og draga úr verðbólgu og meira að segja íhaldsstjórnin í Bretlandi beitir hvalrekasköttum til að fjármagna stuðningsaðgerðir fyrir almenning vegna hækkandi verðlags. Eitt af því sem verður að horfa til á Íslandi – sanngirnismál sem Tekjublöðin minna okkur á árlega – er að jafna skattbyrðina milli fjármagns og launa og endurskoða skattamatsreglur til að girða fyrir að atvinnutekjur séu taldar ranglega fram sem fjármagnstekjur. Hagdeild ASÍ telur að með því að takmarka möguleika til slíks tekjutilflutnings megi auka tekjur ríkissjóð um allt að átta milljarða króna á ári og að sú skattbyrði myndi einvörðungu leggjast á tekjuhæstu 10 prósent skattgreiðenda. Kaupmáttur launa hefur rýrnað og kostnaður af rekstri heimilis hjá dæmigerðri barnafjölskyldu hækkað um tugi þúsunda á örfáum mánuðum. Flýtingin á lögbundinni hækkun greiðslna til eldra fólks og öryrkja sem var samþykkt á Alþingi í júní hefur þegar fuðrað upp á verðbólgubálinu og sama gildir um aðrar mótvægisaðgerðir. Hlutfall þeirra sem búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað fer hækkandi, skuggalega hátt hlutfall fólks segist eiga erfitt með að ná endum saman eða reka heimili sitt á yfirdrætti og ójöfnuður fer vaxandi: ráðstöfunartekjur jukust mest hjá tekjuhæstu tíu prósentum Íslendinga í fyrra og skattbyrðin hefur minnkað hjá þeim allra tekjuhæstu en aukist hjá öðrum. Þetta er efnahagspólitík sem elur á sundrungu og grefur undan samstöðu. Við verðum að skipta um kúrs. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í efnahags- og viðskiptanefnd.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun