Hvers vegna vilja Svíar og Finnar í NATO? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 7. ágúst 2022 11:00 Fyrr í sumar birtist mjög áhugaverð grein á fréttavef brezka dagblaðsins Guardian eftir dr. Jonathan Eyal, aðstoðarframkvæmdastjóra hjá Royal United Services Institute (RUSI), elztu hugveitu Bretlands á sviði öryggis- og varnarmála. Í greininni fjallar Eyal meðal annars um ástæður þess að stjórnvöld í Svíþjóð og Finnlandi tóku ákvörðun um það að óska eftir aðild að NATO í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu. Tilefni greinarinnar var leiðtogafundur NATO sem fram fór í Madrid, höfuðborg Spánar, í lok júní þar sem leiðtogar aðildarrríkja bandalagsins tóku meðal annars ákvörðun um að 300 þúsund manna varnarlið á vegum þess yrði til taks til þess að bregðast við með skömmum fyrirvara í stað 40 þúsund manna liðs áður. Þá hétu leiðtogar aðildaríkja NATO því að auka verulega fjárframlög til varnarmála á komandi árum. Til þessa hefur meirihluti aðildarríkja NATO ekki varið þeim fjármunum til varnarmála sem þau hafa skuldbundið sig til með aðild að bandalaginu, það er sem nemur 2% af landsframleiðslu, og kosið þess í stað að treysta fyrst og fremst á varnarmátt Bandaríkjanna í þeim efnum. Eyal vekur athygli á því að rúmlega 2/3 ríkjanna uppfylli ekki skilyrðið í dag og þar á meðal séu fjölmenn ríki eins og Frakkland, Þýzkaland, Ítalía og Spánn. Munurinn á löngun ESB og getu NATO Meðal þess sem undirstrikað var með leiðtogafundi NATO í Madrid að sögn Eyals var sú staðreynd að bandalagið hefur eitt burði til þess að tryggja sameiginlegar varnir Evrópuríkja. Meðal annars með ákvörðun leiðtoga aðildarríkja NATO um að samþykkja formlega aðild Svíþjóðar og Finnlands að bandalaginu í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórna landanna um að hverfa frá hlutleysisstefnu þeirra og óska eftir aðild: „Það gleymist oft að Svíþjóð og Finnland nutu þegar í orði kveðnu afdráttarlausrar öryggistryggingar í gegnum aðild þeirra að Evrópusambandinu. Eftir sem áður töldu bæði ríkin skynsamlegt að sækjast eftir aðild að NATO á leiðtogafundinum í Madrid þar sem þau gerðu sér grein fyrir muninum á milli löngunar sambandsins [til þess að geta veitt slíka tryggingu] og getu bandalagsins studdri af hernaðarmætti Bandaríkjanna.“ Forystumenn Svíþjóðar og Finnlands hafa sagt að aðild að NATO sé nauðsynleg til þess að tryggja öryggis- og varnarhagsmuni landanna. Þó að 21 af 30 aðildarríkjum NATO, og brátt 23, séu einnig í Evrópusambandinu hafi það þannig ekki tryggt þá hagsmuni. Ekkert þeirra fjögurra ríkja sambandsins sem út af standa (Austurríki, Írland, Kýpur og Malta) býr yfir miklum hernaðarmætti. Það munar fyrst og fremst um Bandaríkin. Vilja ekki bæta fyrir vanrækslu annarra Fjölgun aðildarríkja NATO hefur annars ekki dregið úr því hversu háð þau eru framlagi Bandaríkjanna til sameiginlegra varna bandalagsins sem er langt umfram samanlagt framlag aðildarríkja þess í Evrópu eins og Eyal áréttar. Óvíst sé hversu öflug samstaða NATO hefði verið vegna stríðsins í Úkraínu ef ekki væri fyrir 100 þúsund manna bandarískt varnarlið í álfunni. Það fjölmennasta frá því skömmu eftir lok kalda stríðsins. Fyrrnefnd tregða ófárra aðildarríkja NATO í Evrópu, við það að standa við skuldbindingar sínar í varnarmálum, hefur sætt réttmætri gagnrýni af hálfu bandarískra stjórnvalda á liðnum árum. Þó Bandaríkjamenn séu sem fyrr reiðubúnir til þess að leggja sitt að mörkum til sameiginlegra varna bandalagsins eru þeir eðli málsins samkvæmt lítt spenntir fyrir því að axla auknar birgðar vegna þess að aðrir standa ekki við sínar skuldbindingar. Fyrir liggur að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur í raun burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Fyrir utan þá staðreynd að NATO er varnarbandalag ólíkt Evrópusambandinu er aðild Bandaríkjanna að bandalaginu forsenda þess að það hafi getu til þess að tryggja sameiginlegar varnir þess og þar með talið nýrra aðildarríkja eins og Svíþjóðar og Finnlands. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein NATO Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr í sumar birtist mjög áhugaverð grein á fréttavef brezka dagblaðsins Guardian eftir dr. Jonathan Eyal, aðstoðarframkvæmdastjóra hjá Royal United Services Institute (RUSI), elztu hugveitu Bretlands á sviði öryggis- og varnarmála. Í greininni fjallar Eyal meðal annars um ástæður þess að stjórnvöld í Svíþjóð og Finnlandi tóku ákvörðun um það að óska eftir aðild að NATO í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu. Tilefni greinarinnar var leiðtogafundur NATO sem fram fór í Madrid, höfuðborg Spánar, í lok júní þar sem leiðtogar aðildarrríkja bandalagsins tóku meðal annars ákvörðun um að 300 þúsund manna varnarlið á vegum þess yrði til taks til þess að bregðast við með skömmum fyrirvara í stað 40 þúsund manna liðs áður. Þá hétu leiðtogar aðildaríkja NATO því að auka verulega fjárframlög til varnarmála á komandi árum. Til þessa hefur meirihluti aðildarríkja NATO ekki varið þeim fjármunum til varnarmála sem þau hafa skuldbundið sig til með aðild að bandalaginu, það er sem nemur 2% af landsframleiðslu, og kosið þess í stað að treysta fyrst og fremst á varnarmátt Bandaríkjanna í þeim efnum. Eyal vekur athygli á því að rúmlega 2/3 ríkjanna uppfylli ekki skilyrðið í dag og þar á meðal séu fjölmenn ríki eins og Frakkland, Þýzkaland, Ítalía og Spánn. Munurinn á löngun ESB og getu NATO Meðal þess sem undirstrikað var með leiðtogafundi NATO í Madrid að sögn Eyals var sú staðreynd að bandalagið hefur eitt burði til þess að tryggja sameiginlegar varnir Evrópuríkja. Meðal annars með ákvörðun leiðtoga aðildarríkja NATO um að samþykkja formlega aðild Svíþjóðar og Finnlands að bandalaginu í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórna landanna um að hverfa frá hlutleysisstefnu þeirra og óska eftir aðild: „Það gleymist oft að Svíþjóð og Finnland nutu þegar í orði kveðnu afdráttarlausrar öryggistryggingar í gegnum aðild þeirra að Evrópusambandinu. Eftir sem áður töldu bæði ríkin skynsamlegt að sækjast eftir aðild að NATO á leiðtogafundinum í Madrid þar sem þau gerðu sér grein fyrir muninum á milli löngunar sambandsins [til þess að geta veitt slíka tryggingu] og getu bandalagsins studdri af hernaðarmætti Bandaríkjanna.“ Forystumenn Svíþjóðar og Finnlands hafa sagt að aðild að NATO sé nauðsynleg til þess að tryggja öryggis- og varnarhagsmuni landanna. Þó að 21 af 30 aðildarríkjum NATO, og brátt 23, séu einnig í Evrópusambandinu hafi það þannig ekki tryggt þá hagsmuni. Ekkert þeirra fjögurra ríkja sambandsins sem út af standa (Austurríki, Írland, Kýpur og Malta) býr yfir miklum hernaðarmætti. Það munar fyrst og fremst um Bandaríkin. Vilja ekki bæta fyrir vanrækslu annarra Fjölgun aðildarríkja NATO hefur annars ekki dregið úr því hversu háð þau eru framlagi Bandaríkjanna til sameiginlegra varna bandalagsins sem er langt umfram samanlagt framlag aðildarríkja þess í Evrópu eins og Eyal áréttar. Óvíst sé hversu öflug samstaða NATO hefði verið vegna stríðsins í Úkraínu ef ekki væri fyrir 100 þúsund manna bandarískt varnarlið í álfunni. Það fjölmennasta frá því skömmu eftir lok kalda stríðsins. Fyrrnefnd tregða ófárra aðildarríkja NATO í Evrópu, við það að standa við skuldbindingar sínar í varnarmálum, hefur sætt réttmætri gagnrýni af hálfu bandarískra stjórnvalda á liðnum árum. Þó Bandaríkjamenn séu sem fyrr reiðubúnir til þess að leggja sitt að mörkum til sameiginlegra varna bandalagsins eru þeir eðli málsins samkvæmt lítt spenntir fyrir því að axla auknar birgðar vegna þess að aðrir standa ekki við sínar skuldbindingar. Fyrir liggur að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur í raun burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Fyrir utan þá staðreynd að NATO er varnarbandalag ólíkt Evrópusambandinu er aðild Bandaríkjanna að bandalaginu forsenda þess að það hafi getu til þess að tryggja sameiginlegar varnir þess og þar með talið nýrra aðildarríkja eins og Svíþjóðar og Finnlands. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar